Ég styð Höskuld

hoskuldurEr oft spurður að því þessa dagana hvern ég styðji í formannsslag Framsóknar. Veit svosem ekkert hvað ég á eftir að skipta mér mikið af þeim slag en get svarað því hér á blogginu að ég styð Höskuld Þórhallsson. Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Bjarni.

Já, það verður forvitnilegt að fylgjast með næstu kynslóð skæruliða Framsóknar.Hver lifir af og svo það. Verður yfirhöfuð eitthvað bitastætt á eftir. Það á svo eftir að koma í ljós !

Gangi þér vel Bjarni.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 07:31

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Kommon, Bjarni. -Er ekki komið nóg af Framsóknarflokknum? -Ertu ekki innst inni búinn að fá hálfgert ógeð á þessu liði..? Mér finnst persónulega að þú hafir fyrst farið að meika sens eftir að þú þakkaðir gott hljóð og kvaddir AA samtökin. (Alþingi við Austurvöll).

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.12.2008 kl. 10:46

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

hefðir þú ekki átt að bjóða þig fram Bjarni?

Fannar frá Rifi, 10.12.2008 kl. 11:15

4 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Höskuldur virðist efnilegur. Ég vildi gjarnan vita meira um hann, hann hefur ekki verið nógu áberandi í þjóðlífinu. Ertu til í að fræða okkur betur um hvaða mann hann hefur að geyma, Bjarni?

Einar Sigurbergur Arason, 10.12.2008 kl. 11:21

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það er best að það sé á hreinu að kommentinu mínu var ekki beint gegn Höskuldi þessum. Ég minnist þess ekki að hafa séð hann áður en þetta er myndarmaður, hver sem hann er.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.12.2008 kl. 11:34

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég veit ekkert um hann heldur en honum er örugglega ekki alls varnað  fyrst Bjarni mælir með honum.

Hiitt er allt annnað mál að ef stemningin þarna er í líkingu við það sem maður heyrir, hvort ekki væri vænlegra til árangurs fyrir Bjarna að  lýsa yfir eindregnum stuðningi við þann sem honum finnst lakastur?

Sigurður Þórðarson, 10.12.2008 kl. 14:53

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Höskuldur er mjög svo skelleggur n maður að mínu áliti hefur flutt sitt mjög  svo frambærilega á Alþingi/Manni hugnast hann sem góðan másvara þeirra sem vilja betra þjóðfélag/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 10.12.2008 kl. 16:28

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Aftur ber að athuga að Halli gamli er ekki framsóknarmaður/kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 10.12.2008 kl. 16:29

9 identicon

Hvaða mann hann hefur að geyma? Ja, hvur getur sagt um það nú til dags? Einu sinni fannst mér flott, fínt og að ég held líka gott og trúði á .... svo fór það nú einhvern veginn oní niðurfallið hjá mér.Sko, það fólkið allt eða öllusumun, eins og konan að norðan sagði. 

ER þetta ekki bara ágætis maður.... ef ekki verður spillt né heldur búið að spilla?  Og hefur farsæla greind? Nú þá þarf ekki að spyrja um neitt nema:

stóra málið er: er hann nógu SÆTUR?

Hvernig bíl á hann?

Í hvaða rækt fer hann?

Hvar kaupir hann fötin sín?

Heldur konan hans sér almennilega til?

Er hægt að kjósa hann af því hann sé svo "gasalega skemmtilegur?"

Sko ekki klikka á grundvallaratriðunum, það hefur þjóðin ekki gert hingað til.

Þú værir nú vís til að svara þessu Bjarni, svo ég geti myndað mér skoðun á því "hvað ég má vona og hvers ég má vænta" eins og segir í inngöngubæninni í kirkjunni, sem hann Lúther bjó til.

Æ, stundum er mér svo yfirskilvitlega allri keng-lokið þegar svona mál koma upp. En góða skemmtun við að ræða manngildi þessa manns, sem ég veit auðvitað ekki haus né sporð á, enda sjaldan komið í kaupstað.

H.Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 16:52

10 identicon

Sammála Bjarni, góður og kröftgur drengur, að norðan.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 22:04

11 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Björn: Hvað meinarðu með "fv samþingsmaður"?

Höskuldur er búinn að vera á þingi í aðeins 1 ár, er hægt að kenna honum um afglöp Alþingis?

Og ef þingmaður á ekki að vera formaður, hvernig á að endurreisa flokkinn? Fyrir 1 ári sagði Jón Sigurðsson af sér formennsku, hógvær að vanda, af því að hann náði ekki inn á þing.

Mér er minnisstætt að eftir 12 ára Viðreisnarstjórn krata og íhalds þá voru kratar í algerri lægð þar til Jón Baldvin blés nýju lífi í flokkinn. Þangað til voru þeir nánast að skipta um formenn eins oft og maður skiptir um sokka. Er ekki svolítið þannig ástand í Framsókn núna?

Ég tek fram, að ég tel ekki að flokkurinn eigi að ganga ofar öllu - þjóðin fyrst og flokkurinn svo - en tilgangur stjórnmálasamtaka er sá að menn nái saman að leysa mál og koma fram málum. Samstaðan verður ekki mikil ef meðaltími á formannsstóli verður áfram 1-2 ár.

Bjarni: Mér finnst Höskuldur virka spennandi kostur, ég veit bara allt of lítið um hann. Geturðu frætt okkur meira? - Er hann fyrrverandi íþróttaþjálfari? Var að skoða myndir af vefnum þar sem mér fannst hann tengjast einhverju íþróttastarfi.

Einar Sigurbergur Arason, 11.12.2008 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband