Varðlið Baugsmiðlanna

Páll Vilhjálmsson blaðamaður og í eina tíð félagi í Samfylkingunni skrifar afar athyglisverða grein í nýjasta hefti Þjóðmála þar sem rakið er samhengið milli efnahagskreppunnar nú og afdrifa fjölmiðlafrumvarpsins árið 2004. Þar tókst fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs Jóhannssonar að hrinda áformum stjórnvalda um dreifða eignaraðild fjölmiðla.

Páll rekur á greinagóðan hátt þátt einstakra stjórnmálaflokka í málinu og endar á óhappaverki Ólafs Ragnars Grímssonar sem í júníbyrjun 2004 neitaði að skrifa undir lög sem meirihluti Alþingis hafði samþykkt.

Einna athyglisverðastur í þessum farsa öllum er framganga þáverandi formanns Blaðamannafélags Íslands sem jafnframt var fréttamaður á Stöð 2 á þeim tíma. Sá maður er Róbert Marshall núverandi aðstoðarráðherra og varaþingmaður. Hann skrifaði 14. maí bréf til allra blaðamanna þar sem frumvarpið um fjölmiðla var kallað fantafrumvarp og hvatti þar alla til að leggjast á eitt með öllum hugsanlegum ráðum til að koma í veg fyrir samþykkt þess. Í bréfinu segir Róbert meðal annars:

"Sendið tölvupóst á ALLA sem þið þekkið, hringið í fjarskylda ættingja úti á landi sem þið hafið ekki heyrt í í sjö ár. Nú er tíminn til að endurnýja kynnin. Fáið fólk til að skrifa nafn og kennitölu á askorun.is. Sé fólk fylgjandi frumvarpinu, fáið það samt til að skrifa undir sem persónulegan greiða við ykkur..."

Langt var seilst til varnar Baugi og afleiðingin blasir nú við að mati greinarhöfundar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Átti ekki að kjósa um málið eins og stjórnarskráin segir? Það stjórnarskrárbrot skrifast á Halldór Ásgríms og Davíð.

Þú virðist ekki sætta þig við vilja þjóðarinnar, því frumvarpið hefði örugglega verið fellt.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 20:59

2 identicon

Af hverju ætti Bjarni boy að vilja að þjóðin fá að ráða í þessu máli frekar en öðru.

Bjarni er stuðningsmaður kvótakerfisisns, Íraksstríðsins og bændamafíunnar.

Nú berst hann fyrir því með kjafti og klóm að þjóðin fái ekki sjálf að sjá hvað í boði er við ESB-aðild og kjósa um það.

Hann vill sem sé að þjóðin fái ekki að nýta rétt sinn sem fullvalda þjóð til að kjósa um hvernig hagsmunum hennar er best borgið.

Hann vill heldur reyna að hafa vit fyrir henni í "glæsilegu" föruneyti með Ragnari Arnalds, Jóni Val og öðrum ástmögum þjóðarinnar.

marco (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 21:30

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni við megum ekki festast í þessu með Baugsveldið,Það er svo mörg veldi sem við verðum að agnúast útí,Ekki er það betra með Landsbankaveldið meira þurfum við að borga og bæta fyrir þá/Björgúlfana og fleiri og fleiri/Kveðja Hallli gamli

Haraldur Haraldsson, 10.12.2008 kl. 21:37

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Síðan þá, hefur einhver þorað að leggja til eigenda fjölmiðla? hefur einhver þorað að gagnrýna þá eða skipta sér af þeim?

Árið 2004 sigraði Baugur stjórnmálamenn og hefur síðan þá barið þá til hlýðni. Stjórnmálamenn og hafa upp til hópa síðan þá ekki þorað að fara gegn því ægivaldi sem einsmannseignarhald á fjölmiðlum hefur skapað.

það ætti að dusta rykið af fjölmiðlafrumvarpinu eins og það var fyrst lagt fram og herða það aðeins.

Fannar frá Rifi, 10.12.2008 kl. 21:57

5 identicon

Athyglisverð kenning en frekar finnst mér hún þó langsótt.  Er ekki hægt að segja svipað um tengsl kosningaloforðs Framsóknar um 90% húsnæðislán fyrir kosningarnar 2003?  Hvaða aflleiðingar hafði það á þróun húsnæðislána á Íslandi.  Sé alveg fyrir mér samhengið þar við efnahagskreppuna í dag.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 22:08

6 identicon

Jahá, athyglisvert bréf frá formanninum fyrrverandi.

Þegar bóndinn á Bessastöðum tilkynnti þjóðinni að hann myndi ekki skrifa undir fjölmiðlalögin þá hugsaði ég og sagði reyndar líka upphátt: "Í dag dó lýðræðið á Íslandi". Þetta er enn skoðun mín. Ég hef því fylgst af áhuga með skrifum Páls um málið.

Það er eins og fólk sé núna fyrst að opna augun fyrir því hvað það er hættulegt lýðræðinu að sama fólkið eigi sjónvarpsstöð, dagblað, útvarpsstöð, matvörubúð, smávöruverslun, kvenfataverslun, hótel o.s.frv. Það þurfti ekkert smáræði til að fólk opnaði augun. Betra hefði verið að það hefði ekki gert formanninum fyrrverandi "persónulegan greiða" heldur hreinlega lesið fjölmiðlalögin og tekið sjálft afstöðu, laust undan kröfunni um greiðasemi.

Helga (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 22:09

7 identicon

Þetta tal um fjölmiðlafrumvarpið er bara smjörklípa frá Dabba og félögum.

Ráðherrarnir, sem mestar upplýsingar höfðu um stöðu mála, studdu útrásarvíkingana á fullu og fóru meira að segja í ferðir til útlanda sérstaklega til að kjafta upp bankana.

Úr því að ráðherrar voru svona blindaðir, hafandi allar upplýsingar, þá er ekki við því að búast að venjulegir blaðamenn með takmarkaðar upplýsingar hefðu gert mikið betur.

Auk þess hefur RÚV verið til staðar allan tímann, auk fjölda annarra fjölmiðla og bloggs.

Það voru embættismenn og ráðherrar sem voru ekki að standa sig.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 22:20

8 identicon

Svona, svona ..... þetta verður allt í lagi. Greinilega eru margir með langan syndahala og halda mörgum við ritstörfin í bloggheimum. Það er mikið gott (dönskusletta) að íslenska þjóðin skuli nú grípa til stílvopnanna af þvílíkum móð.

Og ég sem hélt á tímabili að þjóðin væri að verða ólæs og óskrifandi. En nú hefur "heldren" ekki ræst úr þessu. Margt eigum við fjárglæfragreyjunum að þakka - fyrir utan skuldirnar og skekkt gildismat tugþúsunda landsmanna.

En svona "by the way" svo ég bregði fyrir mig útlenskunni, sem er hvað mest "móðins" núna:

Færðu bara ekkert við þessu Marco minn? Hefurðu reynt hómopata?

Hefurðu reynt hrafnsgall, hánótt, kálfseista og hakka þetta þrennt saman (já þrennt sagði ég)? Ekki? Vilt ekki? Við lifum í lýðfrjálsu landi... enn. Svo þú ræður.

H.Ág. 

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 22:28

9 identicon

Nei Helga, ekkert hef ég fundið við þessu enn.  Óþol mitt fyrir forsjárhyggjufólki versnar bara ef eitthvað er.

Þú skrifar: "Hefurðu reynt hrafnsgall, hánótt, kálfseista og hakka þetta þrennt saman (já þrennt sagði ég)? Ekki? Vilt ekki? Við lifum í lýðfrjálsu landi... enn. Svo þú ræður".

Af þessu má ráða að þú heyrir svar frá mér í einmanaleika þínum við tölvuna.  Sem sagt, það virðist vera svo að þú heyrir raddir.  Þetta getur verið merki um alvarlega geðsjúkdóma.  Þú ættir að hætta í hrafnsgallinu og athuga með að panta tíma hjá geðlækni.  Ef þú ert heppinn færðu þetta kannski metið sem örorku og getur þá notað enn meiri tíma í að vera fyndin á blogginu hans Bjarna.  Það væri nú gaman.

marco (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 23:24

10 identicon

tel ábyrgð þingmanna mesta í þessari kreppu þeir áttu að setja leikreglur ekki dansa bara eftir foringjum sínum  þeim ber að setja þjóðarhag ofar enn foringja hollustu

bpm (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 00:27

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Kæri Bjarni. Þetta er sögufölsun. Almennt voru menn búnir að fá nóg af einræðistilburðum Davíðs Oddssonar. Birtur hefur verið upphafstexti hans að fjölmiðlafrumvarpinu og það var klárlega einungis aðför að einu fyrirtæki.

Tek undir orð Halla gamla að það er slæmt að festast í andúð gegn Baugi, en hallmæla hvergi Björgólfsfeðgum hverjir hafa skuldsett mest þjóðina með IceSave.

Fólkið í landinu upplifði þetta sem tilraun á því hvort einveldistilburðir og andúð gegn einu fyrirtæki næði fram eða hvort það væri lýðræði. Ákvörðun forseta var afskaplega vinsæl og vel heppnuð. Að senda málið í dóm þjóðarinnar.

Réttt hjá Sveini unga að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson spilltu síðan fyrir því að lýðræðið fengi að kveða upp sinn dóm í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég trúi ekki að þú sérst talsmaður baktjaldamakks íhaldsins í þessu máli eða þegar þeir gengu fram hjá forseta við ríkisráðsfund eða að hvítþvo Árna Johnsen. Fjölmiðlafrumvarpið, Íraksmál og reyndar líka andstaða gegn því að fólk kjósi um ESB setur ónotahroll að öllum sem unna lýðræðinu. Kær kveðja, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.12.2008 kl. 08:43

12 identicon

Fjölmiðlafrumvarpið er trúlega það eina sem kom af viti frá Davíð Oddssyni og því miður eyðilagð forsetinn það, eða ætti maður að segja: sem betur fer, því það var búið að misbeita fjölmiðlunum svo heiftarlega gegn frumvarpinu að það hefði trúlega verið fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu, þótt meirihluti þjóðarinnar hafi í meginatriðum verið sammála því.

Raunar finnst mér að svokölluð "fréttamennska" á Íslandi sé ömurleg, og felist aðallega í þýðingu á erlendum fréttum.  Svokallaðar "féttaskýringar" eins og t.d. Agnes Bragadóttir hefur stundað eru að mestu leyti pólitískur áróður þar sem sannleikurinn skiptir engu máli. 

Dæmi um íslenska fréttamennsku:   Það upplýstist að viðskiptaráðherra áttaði sig ekki á hugsanlegum hagsmunatengslum KPMG og Glitnis fyrr en fyrir nokkrum dögum.  Síðan hafa fjölmiðlar (og þá aðallega RUV) ekki getað haldið vatni yfir því að ráðherra skyldi ekki fatta þetta fyrr.  En hvað með fjölmiðlana, FJÓRÐA VALDIÐ! Ef þetta var svo augljóst af hverju voru þeir ekki búnir að benda á þetta fyrr?  Eða er blaðamennska á Íslandi ekki á hærra plani en þetta?

Alli (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 08:58

13 identicon

26. grein stjórnarskrár.

Hættið þessu röfli um að forsetinn hafi hafi stoppað fjölmiðlalög um alla eilífð, það hefði auðveldlega verið hægt að setja skynsamleg lög um fjölmiðla þó að forsetinn hafi stoppað hraðsuðuna sem Dabbi henti fram á sínum tíma.

Við erum ekki heimsk.

Atli (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 09:13

14 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Vandinn er sá að þjóðin las sína fjólmiðla sem afbökuðu fjölmiðlafrumvarpið og þjóðin lapti upp það sem þar stóð. Afstaða fjölmiðlanna sem lögin áttu að halda í eðlilegri fjarlægð frá ofur-sterkum hagsmunaaðilum í þjóðlífinu litaðist einfaldlega af hagsmunum eigenda sinna. Svo hefja pennar þessara sömu fjölmiðla sig á einhvern siðferðilegan stall og skilja ekkert í þessari fásinnu okkar sem vorum fylgjandi þessu (eða sambærilegu) frumvarpi og sögðu það af og frá að þeir myndu á einhvern hátt draga taum eigenda sinns. Hlægileg, en á sama tíma sorglegt á að hlusta. Það er enn hægt að setja þess háttar lög og reyndar sennilega auðveldara í dag en þá.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 11.12.2008 kl. 09:16

15 identicon

Þökk sé Páli Vilhjálmss. fyrir skrif um "samsærisleikrit" Baugsmanna. Róbert þessi Marskálkur reyndist ekkert annað en aumur blekþræll þeirra. Frægt bréf hans; "Kæri Jón" og framganga hans í fjölmiðlafrumvarpsmálinu verður akademísk fræðigrein fyrir komandi kynslóðir um það hvernig einn maður verður að viljalausu verkfæri annars.

Magnús Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 13:56

16 Smámynd: Idda Odds

Ertu með drauga og miðla á heilanum Bjarni? Nei í alvöru. Þessi umræða um fjölmiðlafrumvarpið er hreint út sagt fáranleg. Frumvarpið er samið og sett til höfðus einum manni af forsætisráðherra sem virðist haldi ofsafengnu hatri á andsæðingum sínu og einræðishyggju á háu stigi. Ég er fyrsti maður að samþykkja að það sé óæskilegt að einn aðilli stýri fjölmiðlum en tók samt ekki eftir því að neinn amaðist yfir því fyrir daga Fréttablaðsins þegar sjálfstæðisflokkurinn í krafti Moggans réði lögum og lofum á þessum markaði. Engar voru greinar Páls Vilhjálmssonar þá! Engin voru fjölmiðlafrumvörp Davíðs þá! Þetta frumvarp var klassískt dæmi um pólitíska valdníðslu þar sem forsætisráðherra ætlaði að endurheimta yfirráð sjálfstæðisflokksins yfir fjölmiðlum með því að misbeita pólutísku valdi sínu. Idda hefur fátt gott um Ólaf Ragnar Grímsson að segja en að synja þessu frumvarpi framgan er einhver farsælasta embættisfærsla hans frá upphafi. Það ætti hins vegar að vera rannsóknarefni stjórnlagadómstóls (ef við hefðum hann) hvernig Halldór og Davíð þverbrutu stjórnarskránna í kjölfarið - afleiðingalaust.

kv.

Idda

Idda Odds, 11.12.2008 kl. 14:31

17 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þetta var augljóst ofbeldi af hálfu Ólafs Ragnars.

Róbert Marshall ætti að vara sig á neyslunni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.12.2008 kl. 14:37

18 Smámynd: Helgi Már Bjarnason

Sveinn Hinn Ungi:   Já það hefði ekki verið hægt að kjósa um þetta þar sem fjölmiðlarnir voru notaðir til að skapa múgæsingu og heift út í þetta mál.  Þeir vísvitandi skekktu umræðuna á þann veg að það skapaðist fáránlegur hiti um ekki merkilegra (og í raun sjálfsagt) mál.   Baugsmiðlarnir svo kölluðu voru einfaldlega að verja sig og ráðast gegn ráðamönnum.   Í dag hefur heldur betur komið á daginn að Davíð hafði á réttu að standa varðandi Baug og völd þeirra,  fjölmiðlana og ekki síst ofurlaun bankastjóranna (þegar hann reyndi að benda á það með því að taka út peningana sína af bankabók í KB).   Ólafur Ragnar, bullandi hagsmunatengdur og hatursmaður Davíðs notaði ástandið til að brjóta áratuga hefðir þingræðis.  KOMM ON. :)

Helgi Már Bjarnason, 11.12.2008 kl. 17:31

19 identicon

Þetta er athyglisverð sending frá Marshall til vina. 

Þannig hafa menn hagað sér í þessu liði.  Sent út "lyfsleðil" eins og svon herhvöt er kölluð.  Ef þeim er illa við einhvern þá er fer hulduherinn af stað.

Það nýjasta er herferðin gegn Agli Helgasyni vegna þess hvernig hann tekur á málum.  Báðir stjórnarflokkarnir fá á baukinn í þáttum hans og bloggi og það er ekki vel séð af sumum. 

Því er hulduherinn farinn af stað við að ófrægja Egil.  Fylgist með.  

101 (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 19:33

20 identicon

Ég furða mig á því virðingarleysi sem menn sýna stjórnarskránni:

"Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu."

Hvernig getur það verið ofbeldi eins og Heimir heldur fram, ef stjórnarskráin segir svona skýrt frá þessum möguleika?

Hvergi er þarna fyrirvari um að ekki eigi að kjósa ef múgæsing er í gangi, eins og Helgi Már virðist halda.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 21:04

21 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sveinn hinn ungi er enn á því máli að ekki sé samband milli ÓRG og Baugsmiðlanna, því miður.....

Í þriggja manna stjórn Hf Haga er auk Jóhannesar og Jóns Ásgeirs sonar hans dóttir ÓRG Guðrún Tinna.

Fjölskyldufyrirtæki?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.12.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband