Syninum fórnað fyrir mannorð ritstjórans

Farsinn á DV er í anda þess sem við höfum margir haldið fram,- fjölmiðlar útrásarvíkinga eru ekki frjálsir fjölmiðlar. Ömurlegast er samt að sjá Reyni Traustason fórna mannorði Jóns Trausta sonar síns til að svamla á hundasundi undan almenningsálitinu. Og með þeim afleiðingum að báðir standa eftir ærulitlir.
mbl.is Breyttur leiðari DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Vavalsaust hefði verið betra fyrir þá feðga að upplýsa málin og skýra orðin sem Jón Bjarki hafði á upptöku í Kastljósinu.

Ef þeir eru hræddir við atvinnumissi þá er staðan slæm á hvorn vegin sem er, ef þeir ná að halda stöðum sínum á DV þá er nokkuð víst að trúverðuleiki blaðsins verður eingin.

Magnús Sigurðsson, 16.12.2008 kl. 11:38

2 identicon

Ég held að Reynir Traustason viti alveg kvað hann er að gera og sé hönnuðurinn að þessari atburðarrás.

Hann myndi ekki tala svona nema af því að hann vissi að upptaka var í gangi.

sandkassi (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 12:05

3 identicon

Reynir er því líklega hetjan í málinu.

sandkassi (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 12:07

4 identicon

Greinilegt að mér mistókst að gera meiri skrípamynd úr DV en ritstjórarnir gera úr því: http://henrythor.blogspot.com/2008/12/skrp-161208.html

Fyndið að laumast til að breyta leiðara á vefsíðu án þess að gera því skil. Eflaust er vefur dv.is miklu meira lesinn en blaðið. 5% traust meðal almennings talar sínu máli. Hver er tilgangurinn með að reka blað með risatapi, litlu trausti, og örfáum markverðum fréttum?

Henrý Þór (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 12:43

5 identicon

Henrý spyr: "hver er tilgangurinn með að reka blað með risatapi, litlu trausti, og örfáum markverðum fréttum?"

Blaðið gæti verið tæki til að beina sjónum fólks að einhverjum öðrum en sjálfum sér t.d.

Pönkast soldið í Björgólfi.

Pálmi Rögnvaldsson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 16:14

6 identicon

hvað er að því að pönkast í Björgólfi?

sandkassi (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 16:44

7 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Bjarni mig langar að benda þér á bloggsíðu hjá Hjalta Þór Sveinssyni hér á mbl.is þar sem hann talar um spillinguna hjá stjórnmálamönnum og það sem Davíð Oddsson veit. Hvað er eiginlega í gangi eða hvað er búið að vera í gangi hér ? Ég trúi þessu ekki og ef þetta er satt að þá finnst mér að þessir allir stjórnmálamenn eigi að segja af sér og það strax. Burt með þessa spillingu hér á landinu okkar. Ég legg til að þú lesir þessa bloggfærslu sem Hjalti skrifar hér í dag á blogginu sínu. Þvílík skömm ef satt er og spilling.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 16.12.2008 kl. 16:48

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Reynir getuð pönkast, því hann á svo kúl hatt. Bjögginn er bara í teinóttu, sem er svo ninetees.

Brjánn Guðjónsson, 16.12.2008 kl. 23:17

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

getur vildi ég sagt hafa

Brjánn Guðjónsson, 16.12.2008 kl. 23:18

10 identicon

hehe

sandkassi (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 23:31

11 identicon

Annars getum við talað um stjórnmálaflokka útrásarvíkinga. Samfylkingin er búin að verja Baugsmenn með kjafti og klóm undanfarin ár.

Það hefur ekki mátt rannsaka þá hvorki af ákæruvaldinu eða skattrannsóknarstjóra öðruvísi en að Solla tali um ofsóknir og óþarfa á hendur þessum mönnum. Það er þó allavega hlutverk fjölmiðla að gagnrýna og þar á meðal stjórnvöld og dómstóla.

Það þarf nú reyndar að hrekja orð Reynis Traustasonar varðandi veð í DV.

Eins og íslenskir innrásarvíkingar haga seglum sínum í dag þá efast ég um að Björgúlfur geti hrakið ummæli um hvert raunverulegt eignarhald sé á DV.

Það er þessum víkingum fyrir að þakka að þjóðin er búin að tapa áttum og blaðamenn með. Þeim ferst að tala niður til manna.

Ég sé ekki að æra þessara manna sé farin og held að það sé óvarleg ályktun en sitt sýnist hverjum. Þetta er vissulega óheppilegt mál en verstur þykir mér blaðamaðurinn 24 ára gamli sem mér sýnist að hafi þarna seilst aðeins of hátt í reynsluleysi sínu.

Frétt síðan í september er orðin alveg úrelt eins og mál standa og síðan var þetta búið að koma út annars staðar.

sandkassi (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 03:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband