Apakóngur lokar bókakaffi

5699-400 Sunnlenska bókakaffiđ er lokađ í dag, laugardaginn ţriđja í jólum enda liggja bóksalarnir uppi í rúmi handan götu og lesa Apakónginn og ađrar gersemar jólabókaflóđsins.

Apakóngur á silkiveginum er eitt af stórvirkjum ţessara jóla og í kaupbćti fallegasti prentgripurinn. Á jóladagsmorgun vaknađi einn bóksalanna í Sunnlenska bókakaffinu upp viđ afmćlissöng og var síđan skenkt ţessu fjallţunga sýnishorni kínverskrar frásagnarlistar.

Ţetta eru alţýđubókmenntir og upphaflega til orđnar á tehúsum Han-ţjóđarinnar. Hér segir af köppum og klćkjarefum, pólitískum loddurum og allskonar illţýđi. Ţađ er kínafarinn Hjörleifur Sveinbjörnsson sem ţýđir úr kínversku, velur efni og ritar merkan formála.

Ţríríkjasaga er sú fyrsta og segir frá valdabaráttu viđ Langá ţeirra Kínverja, blauđum ráđgjöfum og ráđsnjöllum herforingjum. Pólitískar senur í samrćđum og ráđabruggi eru ekki síđri en viđ ţekkjum í Sturlungu og brenndar ţví sama marki ađ hér grautast saman mikill skari höfđingja svo stundum er erfitt ađ greina hver er hvurs í ţeim efnum. Enda heita kapparnir nöfnum sem renna svilítiđ saman eins og Lu Su, Lius Bei, Ci Meng, Cheng Pu, Zhou Dai, Lin Tong, Cheng Zi og ekki má gleyma erkiskálkinum Cao Cao.

Engu ađ síđur renna ţessar sögur frábćrlega í lestri og víđa má finna ţráđ milli ţessara sagna og miđaldasagnaarfs okkar Íslendinga ţó svo ađ allt sé hér heldur stćrra í sniđum en viđ Flóabardaga og jafnvel Svoldarorusta verđur hálfvegis afdalaleg í samanburđinum.

Sunnlenska bókakaffiđ opnar svo ađ afloknu jólafríi klukkan 12 á mánudag og verđur eftirleiđis opiđ 12-18 virka daga en 12 - 16 á laugardögum. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Hreiđar

Fróđlegur lestur um bók sem ađ mestu týndist í auglýsingaflaumnum. Upptalning kínversku nafnanna vakti hjá mér ţankagang sem stundum hefur vitjađ mín áđur, en ţađ er stafsetning ţessara nafna sem ratađ hafa inn í íslenskt lesmál, skrifuđ međ setum og séum og kannski fleiri stöfum sem viđ notum almennt ekki í okkar máli.

Eftir hverju fer ţessi ritháttur? Ef ég hef lesiđ frćđin rétt er latínuletur ekki notađ í Kínalandi heldur allslags krúsidúllur sem viđ skiljum hreint ekki. Mér býđur í grun ađ rithátturinn sem ţú tilgreinir hér í bloggi ţínu sé kominn út ensku og ţá er mér spurn: Hvađa erindi á hann til okkar?

Er ţađ ekki hlutverk ţýđandans ađ snúa öllum textanum og ţar međ taliđ ađ gefa okkur frambćrileg nöfn á okkar máli, ţar sem viđ getum ekki einu sinni spáđ í ţau á frummálinu? -- Ég lít öđru vísi á ţetta í texta sem upprunalega er skráđur međ letri eins og ţví sem viđ notum.

Sigurđur Hreiđar, 28.12.2008 kl. 12:57

2 Smámynd: Sigurđur Hreiđar

Ahemm -- átti vissulega ađ vera „kominn úr ensku…“

Sigurđur Hreiđar, 28.12.2008 kl. 12:59

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gleđilega jólarest til ţín og ţinna Bjarni. Megi áramótin verđa ykkur ánćgjuleg sem og nýja áriđ.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.12.2008 kl. 13:07

4 Smámynd: Bjarni Harđarson

sigurđur, ég ćtla ekki ađ vera sérfrćđingur í ţessu en svolítiđ fjallar hjörleifur um ţetta í inngangi og gefur leiđbeiningar um framburđ. mér sýnist ţó ađ hér sé um ađ rćđa eina stađlađa gerđ hvers heitis í latnesku stafrófi ţví vitaskuld vćri ţađ til ađ auka rugling ef ađ íslendingar stafsettu pekingborg (ég meina beijing) međ einum hćtti, spánverjar međ öđrum, svíar međ ţeim ţriđja og svo framvegis. ţađ er svo hluti af menningarlegri heimsvaldastefnu samtímans ađ ţessi stađlađi háttur dregur fyrst og fremst dám af ensku en ekki til dćmis arabísku eđa frönsku...

Bjarni Harđarson, 28.12.2008 kl. 13:39

5 identicon

Hinir vitru ráđgjafar í Ţríríkjasögunni minna grunsamlega mikiđ á Njál bónda á Bergţórshvoli. (Og ef Gunnar var heyrnarlaus dvergur, ţví skyldi Njáll ţá ekki hafi veriđ Kínverji?)

Atli (IP-tala skráđ) 28.12.2008 kl. 14:07

6 identicon

Ţađ er misskilningur ađ pinyin umritun á kínversku miđi sérstaklega viđ enskan framburđ. Ţetta er stađall sem var mótađur til ađ skrifa kínversku međ latínustöfum og framburđur stafanna er ekkert sérstaklega miđađur viđ ensku frekar en t.d. rómönsk mál eđa slavnesk. (Sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Pinyin)

Atli (IP-tala skráđ) 28.12.2008 kl. 14:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband