Landráð af gáleysi og varasamir atvinnupólitíkusar

pallskula_1779986519Mér er auðvitað oft orðs vant. Oftast yfir einhverju sem er svo yfirgengilega vitlaust að ég verð klumsa. En einstöku sinnum vegna vits. Og þannig er mér farið þegar ég hlusta hér á tölvuskömminni á viðtal Evu Maríu við Pál Skúlason háskólarektor fyrrverandi. Hér er á ferðinni betri og merkari úttekt á vandamálum okkar samfélags.

Eitt af mörgu merkilegu er það sem Páll segir um atvinnupólitíkusa, annað um einokunina, enn annað um flokkakerfið en ég orða þetta aldrei eins vel og Páll. Svakalegast þó þegar Páll talar um landráð af gáleysi! 

Semsagt - allir ættu að hlusta, linkurinn er hér: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4454024/2008/12/28/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni sæll

þú sparar mér mikil einfelfeldningsskrif  með þessarri þinni úttekt. Ég hef ýmist viljað sjá þennan mann/þessa sál sem "menntaðan einvald" eð forseta landsins. Hvorugt  á ég þó von á að rætist, enda um hógværðina og íhyglina holdi klædda að ræða.  Við nefnum ekki visku og vitsmuni. Sambærilega (þá fáu sem til eru) menn fær þesi þjóð  ekki til starfa sem ráðamenn (merkilegt hugtak og íhugunar virði)

ÓIsköp væri samt notaleg tilhugsunj að sem flestir hlustuðu á þetta viðtal af einbeitni og án fordóma. Ég er hér ekki sérlega að hrósa hinni elskulegu og fallegu viðtals-/ spyrlu,,, sem þó vinnur sína vinnu af samviskusemi og fyllstu aðgát... em þessir "Pálar Skulasynir", sem ég hygg þó hvurrgi of marga hérlendis og e.t.v fjarlendis einnig, mættu heyrast betur - í hógværð sinni, tilgerðarlausri smekkvísi... og njóta hlustunar "pöpuls" og "penna fólks". Honum sé heilll og hlýhugur.

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttikr (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 02:15

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta er allt spurning um greind í vestrænum samfélögum. Hans klaufi fékk kóngsdóttur þó hann gæti ekki þulið um lista af orðum.

Júlíus Björnsson, 31.12.2008 kl. 02:39

3 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Já - ég sat og hlustaði af athygli á Pál. Þar var loksins komin greinandi hugur. Landráð af gáleysi er rétt mat á því sem gerðist. Ríkið á að stand vörð um öryggi þjóðarinnar - það er fyrsta og síðasta hlutverk þess. Það á ekki síst við um efnahagslegt öryggi.

Halldóra Halldórsdóttir, 31.12.2008 kl. 02:47

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Samkvæmt nýjustu stjórnaskrá er aðeins einn einstaklingur sem getur ákært fyrir landráð: það er settur dómsmálaráðherra. Ég tel að hágreindir séu sammála Páli í þessu mati. En þeir eru því miður ekki nógu margir til að vinna í lýðræðislegum kosningum.  

Júlíus Björnsson, 31.12.2008 kl. 03:36

5 identicon

Ég vil byrja á því að þakka þér Bjarni, fyrir að setja þennan hlekk inn - ég virkilega naut þess að hlusta á þáttinn og ég verð að viðurkenna að það sem kom þar fram fékk mig til að "leggja heilann í bleyti" - vissulega þurfum við sem þjóð að koma okkur uppúr þessum dansi í kringum gullkálfinn og fara að hugsa um manngildið.

Til að fá alþingi og ríkisstjórn til að virka betur, dettur mér í hug að það geti verð eins margir flokkar á þingi og vilji vera þar með sem flestar skoðanir, hinsvegar væri ég til í að ríkisstjórn væri ótengd alþingi og væri "ráðin" til einhvers tiltekins tíma og þá væru þar innanborðs eingöngu fagaðilar.

Með þessu væru líkur á að frumvörp sem kæmu fram, fengju lýðræðislega umfjöllun og skoðuð af skynsemi - en ekki keyrð í gegn með stjórnarmeirihluta.

Eyþór Örn Óskarsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 06:06

6 identicon

Jamm og landráð af gáleysi er refsivert og það mikið.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 11:24

7 identicon

Sárust er sú NIÐURLÆGING fyrir ÍSLENSKA ÞJÓÐ að þurfa að sætta sig við að þetta fólk ætlar ekki að AXLA ÁBYRGÐ OG FARA FRÁ. Við eigum LÝÐRÆÐISLEGAN RÉTT á að ÞESSI RÍKISSTJÓRN FARI FRÁ VÖLDUM þau eru RÚIN ÖLLU TRAUSTI sem LÝÐRÆÐI BYGGIST á fyrir okkur sem ÞJÓÐ.Landráð er LANDRÁÐ og þar er ekki aftur snúið.Hver vill hafa það á sinni samvisku að hafa ekki bjargað heilli ÞJÓÐ frá GJALDÞROTI? Valda laus Ríkisstjórn er hættuleg  hag ÍSLENSKRAR ÞJÓÐAR.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 12:41

8 identicon

Gott er og gaman að sjá...

 hér var ég komin hættulega nærri því að yrkja. Læt staðar numið við það. En ósköp er gott að vita til þess að ég er ekki hrópandinn í eyðimörkinni - í mínum allífis barnaskap.

Svo er nú alltaf jafn sérstakt að við sem förum "inn á Bjarna" skulum nota þetta bloggsvæði til að talast við.

Hugmynd, sem flaug um koll minn:

Væri ekki áhugavert að hittast; við sem höfum verið að spjalla hér? Gæti nú ekki alveg átt sér stað að úr yrði hin besta samkunda?

Varla hörgull á fólki á mælendaskrá - en engu að síður legg ég til að samkundan sú, yrði án allrar yfirborðsmennsku.

Og byrjum á að borða saman og kynnast. Aldrei skyldi t.d. setjast að samningaborðum með tóman maga. Aldrei skyldi heldur hittast í fremur málefnalegum tilgangi, utan þess að vera saddur og sæll hvað líkamann varðar!

Selfoss með hótelið við ána væri hreint öldungis tilvalinn staður. Er ekki hugflæðiráðunautur fyrir ekkert, Bjarni kær.

En þessu er hér með varpað fram til íhugunar - og framkvæmda. Skal ekki láta mitt eftir liggja hvað áhrærir skipulagningu og fleira sem til þarf.

Helga Ág.

Já og hafið endilega í huga að gleði áranna er alltaf fólgin í samskiptum; trausti og einlægum vinskap. Hér færir til bókar "kvensnift" (stolið frá Þórbergi), sem hefur oft staðið í þeim sporum að geta ekki keypt sér kaffibolla, en aldrei glatað vini.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 13:26

9 identicon

Gott er og gaman að sjá...

 hér var ég komin hættulega nærri því að smíða limru. Læt staðar numið við það. En ósköp er gott að vita til þess að ég er ekki alein, hrópandinn í eyðimörkinni - í mínum allífis barnaskap.

Svo er nú alltaf jafn sérstakt að við sem förum "inn á Bjarna" skulum nota þetta bloggsvæði til að talast við.

Hugmynd, sem flaug um koll minn:

Væri ekki áhugavert að hittast; við sem höfum verið að spjalla hér? Gæti ekki alveg átt sér stað að úr yrði hin besta samkunda, með spjalli, spðaugi og sagnamennsku af góðum toga?

Varla hörgull á fólki á mælendaskrá - en engu að síður legg ég til að samkundan sú, yrði léttvæg fundin hvað varðar umfjöllun um stjórnmál og stýrikerfi, almennt.

Byrjum á að borða saman og kynnast. Félagslegar sálfræðirannsóknir hafa fyrir margt löngu sýnt, að betur fer á með mönnum sem hafa mettan maga.

Selfoss með hótelið við ána væri hreint öldungis tilvalinn staður. Er ekki hugflæðiráðunautur fyrir ekkert, Bjarni kær.

En þessu er hér með varpað fram til íhugunar - og framkvæmda. Skal ekki láta mitt eftir liggja hvað áhrærir skipulagningu og fleira sem til þarf.

Helga Ág.

Já og hafið endilega í huga að gleði áranna er alltaf fólgin í samskiptum; trausti og einlægum vinskap. Hér færir til bókar "kvensnift" (stolið frá Þórbergi), sem hefur oft staðið í þeim sporum að geta ekki keypt sér kaffibolla, en aldrei glatað vini.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 13:42

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já þetta er gott viðtal!

Óska þér gleðilegs árs og þakka ánægjuleg samskipti á árinu. 

Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 15:28

11 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Mikið vildi ég að stjórmálalíf á Íslandi hefði þróast þannig að menn eins og Páll Skúlason, hefðu sóttst eftir að taka þátt í stjórnun landsins. Kannski væri samt hægt að kalla hann til aðstoðar við að hanna nýjar leikreglur fyrir stjórnsýsluna, sem hlítur að verða krafa kjósenda númer eitt, í væntanlegum kosningum. Það verkefni er ekki hægt að fela núverandi stjórnmálamönnum. Enginn þeirra nýtur nægjanlegs trausts.

Þetta viðtal undirstrikaði í mínum huga, fátækt þjóðarinnar á pólitískum hæfileikum og skynsemi þeirra er valist hafa til stjórnunar.

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 31.12.2008 kl. 15:58

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Góð pólitískur leikur hefði verið fyrir stjórnina að stokka upp og fá einhverja sér vitlausari [eða greindari]  til að taka við. Þá myndi sá hryllingur sem er framundan ekki lifa með þeim í huga almennings næstu áratugina, heldur færast á þá sem tækju við. Sumir gætu talað um að eiga sér viðreisnar von. Ég skora á alla að skoða lífshlaup aðila með tilliti til reynslu af jarðtengdri vinnu.  Það hljóta vera einhverjir ofurannarlegir hagsmunir sem eru í húfi fyrst vanhæfir í uppgangi streitast við að fá  almennar óvinsældir til framtíðar.

Á þetta fólk ekki niðja og skyldmenni?

Júlíus Björnsson, 31.12.2008 kl. 16:28

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Að ávinna sér reiði, hatur og að lokum heift þeirrar þjóðar sem fól þeim umboð sitt í góðri trú. Mér er það eiginlega óskiljanlegt.

Gleðilegt ár!

Árni Gunnarsson, 31.12.2008 kl. 17:10

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kæri bloggvinur, ég óska þér gleðilegs nýs árs og þakka fyrir skemmtileg kynni á árinu megi nýja árið færa þér hamingju og gleði. Kær kveðja  kær kveðja í austurbæinn

Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 18:18

15 Smámynd: Björn Birgisson

Efast um að nokkur einstaklingur njóti meiri virðingar meðal þjóðarinnar en Páll Skúlason. Þjóðin hlustar þegar hann talar.

Björn Birgisson, 1.1.2009 kl. 16:37

16 identicon

En gleimdi ekki Páll ,að minnast á tvo af fyrverandi undirmönnum sínum,sjálfar topp landráða fígúrurnar,,Hannes H Gissurarson og Ragnar Árnason,,,sem enn eru að eitra í H.Í. og víðar.

Júlíus Kristjánsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband