Ólafur Ragnar með vopnum sínum

Ólafur Ragnar Grímsson flutti gott nýársávarp til þjóðar sinnar og meira en bitamunur á ávarpi hans í dag og ávarpi forsætisráðherra í gærkvöldi. Ólafur talaði hér kjark í þjóðina en sérstaklega fannst mér mikilsverð sú hugmynd hans að við þyrftum nú á að halda nýjum sáttmála um grundvallarskipan mála. Ég held að þetta geti verið rétt og að í slíka skipan þurfi þá jafnvel að fastsetja hluti eins og gegnsæi stjórnsýslu, valdtakmörk stjórnmálaflokka, launamun, sameign þjóðarinnar á auðlindum lands og sjávar og raunverulega aðkomu almennings að stærri ákvörðunum löggjafarvalds og framkvæmdavalds.

Ólafur hefur mjög legið undir ámæli í haust fyrir þrennt; stuðning sinn og jafnvel dekur við útrásarvíkingana meðan allt lék í lyndi, misráðna valdatöku þegar hann stöðvaði hið umdeilda fjölmiðlafrumvarp og í þriðja lagi fyrir að birta nú ævisögu þar sem reynt er að gera upp pólitískan ágreining. Fyrir allt þetta hafa margir eins og mín uppáhaldsblaðakona Agnes Bragadóttir farið mikinn og raunar eru margir í mínum vinahópi sem sjá Ólaf með einhverjum þeim gleraugum sem ég hef aldrei skilið. Ekki frekar en Davíðs-hatrið sem hrjáir marga þeirra sem ekki þjást af óþoli gagnvart Ólafi. Ég tilheyri þeim sjaldgæfa miðjuhópi sem sé margt gott við báða þessa menn en sé líka á margra þeirra verkum missmíði.

Í ávarpi sínu í dag baðst Ólafur afsökunar á að hafa um margt gengið of langt í lofi sínu um fjármálaútrásina en benti um leið á það sem rétt er að margt í okkar útrás hefur tekist vel. Ég hef raunar ekki sannfæringu fyrir því að Ólafur hafi gert eitthvað rangt með því að greiða götu íslenskra fyrirtækja í útlöndum. Hann tók ekki þar með að sér að skrifa upp á að sömu menn hefðu alltaf rétt við í viðskiptum. Hann eins og við flest gekk út frá því að svo væri en það var einfaldlega hlutverk annarra að sinna því verki að setja held lög og hafa með þeim eftirlit. Stærstu mistök okkar voru að hafa falið ESB það hlutverk að setja lög og reglur um fjármálaheiminn. Reglur sem reyndust lekar og stórhættulegar fyrir okkar litla en góða hagkerfi.

Þá hefi ég afgreitt að nokkru þá einu yfirsjón sem Ólafur talaði um í nýársávarpi sínu. Um hitt talaði hann ekki en ég vona að hann muni á komandi ári taka til umfjöllunar og vonandi endurskoðunar afstöðu sína til fjölmiðlafrumvarpsins sáluga. Um ævisöguna er minna að segja og má raunar telja að fullrefst sé þeim báðum, honum og Guðjóni Friðriksson með þeim dræmu viðtökum sem bókin hlaut


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hver á að semja sáttmálann?

Verður það siðaráð?

Svipað því sem er í Danmörku. Það var stofnað til að fjalla um siðfræðileg málefni er koma upp í erfðafræði og er til ráðgjafar fyrir þingið og heilbrigðisyfirvöld. Sjá heimasíðu ráðsins hér:

http://www.etiskraad.dk/sw148.asp

Á heimasíðunni eru ýmsar upplýsingar um ráðið.

Okkar siðaráð þyrfti hins vegar að fjalla um siðfræðileg málefni er snúa að lýðræðinu og stjórnkerfinu í landin eins og þú nefnir.

Úr djúpinu (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 16:30

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Bjarni, ég gat ekki séð að hann bæðist afsökunar. Ég fór í gegnum ræðuna, prentaði hana út og fann ekki slíkt. Hann fór sem köttur í kringum heitan graut í því hvernig hann gekk of langt en....

Hanastél og svívirt þjóð

Nýju fötin keisarans Það vantar botninn í áramótaávarp forseta Íslands, eða skrumvarp Ólafs Ragnars Grímssonar til vanvirtar þjóðar sinnar eins og nær er að kalla þessa endemis ræðu hans á nýársdag árið 2009. 

Eftir að hafa sjálfur traðkað á lýðræðinu við forsetakjör að sovéskri fyrirmynd með aðstoð stuðningsmanna sinna og misnotkun fjölmiðla, galar fagurkerinn nú eins og hanastél af hæsta fílabeinsturninum um að leiða sína svívirtu þjóð til lýðræðislegrar uppreisnar.

Forsetaómyndin fer rétt með að almenningur krefst reikningsskila eftir nýjum siðferðisgrunni sem byggir á gagnsæi og ábyrgð, trausti, heiðarleika og trúnaði.  En því miður, slíkar dyggðir er ekki að finna í þeirri svínastíu sem hefur í dag hreiðrað um sig á Bessastöðum.  

Þjóðin vill ekki leiðtoga sem liggja eins og blindir grísir á spena gyltunnar. Þjóðarátak til sóknar eins grísinn á Bessastöðum kallar það, getur aldrei með Ólaf Ragnar Grímsson og demantsdrotninguna í forsæti orðið annað en endurtekning á skríplegri uppfærslu Hart í bak. 

Óheiðarleiki Ólafs Ragnars afhjúpaðist þjóðinni í hans fyrsta embættisverki forseta. Matthías Jóhannessen fjallaði um þetta í dagbók sinni 28. ágúst 1996: Vaknaði í morgun við það að ég var að yrkja lítið erindi fyrir munn ÓRGs sem margir nefna Óla grís í mín eyru og skiptir þá ekki máli hvort hann er orðinn forseti eða ekki. Íslendingar taka ekkert tillit til þess sín á milli, en liggja svo flatir fyrir sínum herra opinberlega. Ólafur veitti flotaforingja Bandaríkjanna fálkaorðuna um daginn og það þótti mörgum ótrúleg kaldhæðni guðanna. En vísan er svona:

Oss tókst að lokum að líta til stórra verka
sem létu bezt kempum eins og Agli sterka,
að hengja fálkaorðu á aðmírálinn
og útkljá þannig deilur um varnarmálin.
 

Dómgreindarleysið í forsetastól Íslendinga er með slíkum eindæmum að frá Bessastöðum var stórasta fjársvikamylla mannkynssögunnar boðuð af litlasta forseta heims eins og heilagt Guðspjall um nýjan og betri kapitalisma.

Rassasleikir Hafa ber í huga að þeir sem verma nú þjóðarheimilið á Bessastöðum er háskólagenginn stjórnmálafræðingur, áður fjármálaráðherra landsins, ásamt demantsdrottningu sinni sem er einn stærsti fjárfestir og skartgripasali heims. Dóttir forsetans vermir síðan einn af þremur stjórnarstólum Baugsfyrirtækisins Hagar sem er stærsta smásölufyrirtæki Íslendinga.

Skrum forsetans verður þannig enn annarlega, og sök hans að styðja við bakið á stærstu Ponzi fjársvikamyllu sögunnar enn óhugnarlegri, í ljósi þess að forsetinn og hans fólk má heita sérfræðingar í viðskiptum.

Það hlýtur að vera heimsmet að forseti sem hefur lítisvirt þjóð sína með þessum hætti, sitji áfram í embætti eins og ekkert hafi í skorist. Fordæmi fyrir slíku finnast varla nema hjá Mugabe lýðræðisböðlinum í Zimbabwe.

Það vantar botninn í ræðu forsetans, sem hefði að sjálfsögðu átt að vera afsögn og einlæg afsökunarbeiðni. Forsetinn fór eins og köttur um heitan graut hvernig hann gekk of langt en bað engan afsökunar á því að hafa svívirt þjóð sína. Útilokað er að Íslendingar verði teknir alvarlega á alþjóðavettvangi með svo spillta atvinnupólitíkusa í æðstu embættum eins og raun ber vitni.

Sjá einnig:

Forsetinn Ponzi Íslendingur ársins

Leppur forsetahjónanna?

Dorrit, ætlar þú að sitja aðgerðarlaus á meðan landsmenn þínir myrða þetta fólk?

Bók um forseta prýdd stolnum fjöðrum?

Ástþór Magnússon Wium, 1.1.2009 kl. 17:22

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Við megum ekki gleyma því að forsetinn stöðvaði ekki fjölmiðlamálið.  Hann vísaði því til þjóðarinnar.  Á því er grundvallarmunur.

Það var hins vegar ríkisstjórnin sem dró málið til baka og bar því fyrir sig að það væru ekki til lög um þjóðaratkvæðagreiðslur sem er auðvitað með ólíkindum!

Sigurður Viktor Úlfarsson, 1.1.2009 kl. 17:25

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Forsetinn stöðvaði víst lagafrumvarpið með skelfilegum afleiðingum.  Það er ekki hægt að þvo hendur klappstýrunnar af þessu.  Sagan á eftir að dæma svo. 

Enda á fullu sjálfur með útrásarvíkingunum. 

Hugsa enn og aftur um þennan mann í samanburði við fyrirrennara hans.  Ömurlegt hvað embættið sem slíkt hefur skaðast við aðkomu þessa manns.

Sigurður Sigurðsson, 1.1.2009 kl. 18:28

5 identicon

Ég er einn af þeim sem er alveg að fá upp í kok af þessu rugli sem Ástþór er sífellt að láta frá sér í bloggheimum. Ég ætla að segja ykkur frá samskiftum mínum við téðan Ástþór. Fyrir nokkrum árum var ég eitt kvöld að browsa á netinu, þegar ég fékk "pop-up" upp á skjáinn hjá mér. Ég asnaðist til að opna þetta pop-up. Þá kom í ljós að mér var boðið upp á happdrætti, með ýmsum vænlegum vinningum. Ég sló til og ákvað að taka þátt og gaf upp kreditkortnúmer mitt, enda kostaði miðinn aðeins 300 kr. Hálfum mánuði seinna fékk ég rukkun á seðlinum mínum upp á 3300 kr. frá Friði 2000. Ég kannaðist ekkert við að ég hafi átt samskipti við Frið 2000, svo ég hringdi og talaði við Ástþór. Hann sagði að ég hefði gerst meðlimur í Frið 2000 með tölvufærslu og hafi skuldbundið mig til að styrkja samtökin með 3000 kr. á manuði, þannig að ég skuldaði 3000 kr. plús 300 kr. Ég sagði honum að ég hafi hvergi séð að Friður 2000 hafi hafi komið fram á umræddri tölvufærslu. Þá byrsti hann sig og sagði að ég ætti að lesa það sem ég skrifaði undir. Þá bað ég hann að senda mér umrædda síðu, svo ég gæti lesið hana betur. Nei það var ekki hægt því tölvukerfi hans var í ólagi!!! Ég skammaðist mín fyrir að hafa látið plata mig og ákvað að borga. Einnig sendi ég harðort mail til Ástþórs og sagði honum að strika mig út af þessum lista. Þar með hélt ég að ég væri laus. Nei ekki aldeilis. Mánuði seinna fékk ég aftur rukkun um kr. 3000. Nú var ég verulega reiður og hringdi í Ástþór. Hann sagði þá að tölvukerfið væri bilað og ég yrði að senda mailið aftur! Það gerði ég og bætti við nokkrum skömmum. Síðan hringdi ég í kortafyrirtækið og lét strika út þessa rukkun.En ballið var ekki búið, því mánuði seinna fékk ég þriðju rukkunina! Ég sá þá að það þýddi ekkert að tala við þennan vitleysing. Ég bað kortafyrirtækið að afskrá allar hugsanlegar næstu kröfur frá Frið 2000. Þá spurði ég þjónustufulltrúann hvor ég væri sá eini sem lent hefði svona í klónum á Ástþóri. Hún sagðist ekki meiga gefa slíkar upplýsingar, en sýndi með látbragði, sem ekki var hægt að misskilja, að hún kannaðist vel við þetta. Hvað skyldi Ástþór vera búinn að svíkja mikla peninga út úr fólki með svona svindli. Feirll Ástþórs er ansi skrautlegur, samanber kennitöluflakk í sambandi við Myndyðjan Ásttþór, Glögg Mynd. Magasín og fl.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 19:03

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Óli var einlægur í sínu ávarpi.  Ég sef róleg með og án þess en það er einkar sjaldgæfur eiginleiki á þessu landi, þ.e. að gangast við mistökum sínum og hvað þá axla ábyrðina.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.1.2009 kl. 20:37

7 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Svavar, eitthvað sýnist mér að hafi nú misfarist í frásögn þinni að ofan. En ég kannast hinsvegar við að töluvkerfi "bilaði" hjá okkur í Friði2000, það reyndar bilaði ekki í þeim skilningi, það bara hreinlega hvarf á einni nóttu þegar Ríkislögreglustjórinn ruddist inní húsnæði okkar og hafði allar tölvur samtakanna á brott með sér. Þeim var skilað 2 árum síðar! Mér var hinsvegar skilað eftir vikutíma úr gæsluvarðhaldi að kröfu Hæstaréttar þótt ég harðneitaði að draga orð mín til baka um hve hættulega braut Íslendingar væru komnir á með því að nota Icelandair flugvélar undir vopn og hermenn til Írak í stuðningi Bush.

Ástþór Magnússon Wium, 1.1.2009 kl. 21:17

8 identicon

Ástþór.  Hatur þitt á Ólafi er mikið nær því að vera sjúklegt en málefnalegt.

marco (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 22:47

9 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Var Ólafur ekki bara að hjálpa íslenskum fyrirtækjum til að afla viðskipta erlendis.  Hann þarf kannski ekkert að biðjast afsökunar á því nema að stundum var flottræfilshátturinn of mikill auðvitað. Líklega hefur hann líka hjálpað ýmsum fyrirtækjum sem enn eru starfandi.

Ef við viljum á annað borð hafa forseta þá held ég einmitt að við eigum að nota hann í þetta. Það eru mikil forrréttindi hjá 300 þúsund manna þjóð að hafa svona mann sem getur bankað upp á hjá æðstu mönnum í hvaða landi sem er og liðkað fyrir viðskiptum. 

Það má ekki myndast sú pólitíska rétthugsun í sambandi við þetta bankahrun að það séu allir sekir og eigi að biðjast afsökunar sem tóku þátt í útrás fjármálafyrirtækjanna. Þetta var góð tilraun sem mistókst af ýmsum ástæðum. Flestir voru örugglega að vinna af heilindum og það var raunverulega verið að gera marga góða hluti þó svona hafi farið.  Við getum alveg rannsakað hvort einstakir menn gerðu eitthvað ólöglegt eða siðlaust án þess að fara út í almennar nornaveiðar. 

Þorsteinn Sverrisson, 2.1.2009 kl. 00:12

10 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Sisi,

Ef forsetinn, hvað sem hann heitir á hverjum tíma, gæti hafnað lögum frá Alþingi ef honum dettur það í hug þá byggjum við í einræðisríki.  Hann samþykkir ekki lög eða hafnar þeim.  Hann staðfestir þau eða vísar þeim til þjóðarinnar vegna þess að þjóðin er yfirmaður hans og ef hann telur ástæðu til að leita til yfirmannsins til ákveða málið endanlega þá gerir hann það.

Það eina einkennilega er að enginn annar forseti hafi séð ástæðu til þess í 60 ára sögu lýðveldisins.  Það er mikið rannsóknarefni og einnig hvernig lýðveldið getur verið orðið 60 ára gamalt án þess að eiga lög um þjóðaratkvæðagreiðslur.

Það er fullkomlega óeðlilegt í lýðræðisríki.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 2.1.2009 kl. 00:34

11 identicon

Ég segi nú bara "HALL.. ÓÓ",

 Eitt er að líka ekki við Ólaf Ragnar af einhverjum ástæðum,en að ausa hann auri er allt annað mál.

Þessi maður er ekkerrt annað er venjulegur maður af holdi og blóði og aungvan veginn heilagur frekar en ég... og fleiri. EN, svona pistla eins og hér má sjá að ofan, lætur enginn siðmenntaður maður frá sér fara OG ALLS EKKI vilji hann láta marka á sér taka.

Hreint út sagt: mér blöskrar - og er þó ekki hallari undir Ólaf Ragnar en góðu hófi gegnir.

"Skammastín" var sagt í gamla daga. Já, "skammistukkar".

Umræðan verður að vera á öðru og hærra plani.

Í eilífri náðinni, öll

 Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 13:58

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Forsetinn nýtti það ákvæði stjórnarskrár að vísa heitu deilumáli til þjóðarinnar. Að telja það valdníðslu byggir á annarlegum sjónarmiðum. Hitt er líklega ástæða til að gagnrýna hversu oft stjórnarskráin hefur verið niðurlægð af íslenskri valdstjórn. Meðal annars þegar Alþingi ákvað að hafa þetta ákvæði að engu og draga umdeilt frumvarp til baka.  

Skilgreining þín Sigurður Viktor er hárrétt, hvort sem hatursmönnum Ólafs Ragnars líkar betur eða verr. 

Árni Gunnarsson, 2.1.2009 kl. 13:59

13 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Forsetaembættið hefði í mjög mörgum öðrum deilumálum á árum áður getað vísað málum til þjóðarinnar.  En að bóndinn á Bessastöðum - með augljós tengsl til Baugsveldisins - hafi gert það í þessu máli er með ólíkindum. 

En það er ekki óeðlilegt að þetta hafi ekki verið gert.  Vegna þess að það er stjórnarskrárbundið að forsetinn láti ráðherra framkvæma vald sitt, eins og þú væntanlega veist nafni.

En segðu mér nú frá því hvert er álit þitt á útrásargleði hans, t.d. því að hann veitti Baugi útflutningsverðlaunin.  Var það kannski útflutningur á fjármagni úr sjóðunum í Glitni - ég bara spyr.

Sigurður Sigurðsson, 2.1.2009 kl. 20:54

14 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll Árni.

Eðlilega er það réttur forsetans að neita undirskrift. 

En aðalmálið er og ég spyr þig líka:  Af hvaða hvötum gerði hann það og með hagsmuni hverra í húfi ???

Án efa ekki íslenzku þjóðarinnar - svo mikið er víst - eins og berlega hefur komið í ljós núna.  Þarf varla að minnast á mál Reynis Traustasona eða hvað  ??

Sigurður Sigurðsson, 2.1.2009 kl. 20:57

15 identicon

Sælir Bloggarar.

Hver sá er situr á forsetastóli,hvað sem hann heitir,og hverjir sem kusu viðkomandi,skulu samkvæmt stjórnarskrá,staðfesta lög frá Alþingi,en telji forsetinn ástæðu til getur hann neitað að skrifa undir,og skulu þá viðkomandi lög borin undir þjóðaratkvæði.

Ríkisstjórn á að sjá um framkvæmd laga,líka þessa ákvæðis um þjóðaratkvæði.

Kveðja Hreinn

hreinn Þórðarson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 01:22

16 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Við búum við fulltrúalýðræði þar sem hver fulltrúi þjóðarinnar, kosinn í löglegum kosningum, greiðir atkvæði eins og samviska hans býður honum. Forsetavaldið byggist á því að geta vísað málum sem hann treystir sér ekki til að skrifa undir vegna ágreinings til þjóðarinnar. Af hverju taldi hann þetta lagafrumvarp meira þjóðarmál en t.d. einkavæðing bankanna og fleiri mál um sölu ríkisfyrirtækja?

Ég verða að vera sammála SISI í þessu máli.

Forseti þjóðarinnar hvað sem hann nú heitir á að vera andlegur leiðtogi hennar og samviska. Hann á að vera óhlutdrægur en má vera mannlegur. Núverandi forseti fór yfir mörkin og viðurkennir það. Mér finnst hann hafa "hjálpað" útrásarvíkingunum of mikið og virkað nánast eins og markaðsmaður þeirra. Hann hefur baðað sig í glamurljósi gullkálfsins og misst jarðsamband við þjóð sína.

Ég hef eins og flestir heillast af Dorrit. einkum fyrir hvað hún er mannleg, en forsetinn á að segja af sér , svona fyrir minn smekk. Kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 3.1.2009 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband