Ráðstefna um sjávarútveg og ESB

Reglan um svokallað „relative stability" í úthlutun fiskveiðiheimilda ESB er gjarnan nefnd sem rökstuðningur þess að Íslendingar þurfi í reynd ekki að hafa áhyggjur af stöðu sinni þrátt fyrir innlimun. En á hverju byggir þessi regla um veiðireynslu heimamanna og hversu örugg er hún í regluverki ESB.

Er möguleiki að Ísland fengi undanþágu frá þeirri meginreglu ESB að öll yfirráð fiskimiðanna á Íslandi flytjist til Brussel?

Um þessa hluti og fleira í fiskveiðistefnu ESB fjallar norski þjóðréttarfræðingurinn Peter Örebech á ráðstefnu sem Heimssýn boðar til í Þjóðminjasafninu á morgun, sunnudaginn 11. janúar klukkan 15. Auk Peters eru þar ræðumenn frá hagsmunasamtökum sjávarútvegsins á Íslandi en sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson setur ráðstefnuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Íslenska kvótkerfið er nú ekki upp á marga fiska frekar en fiskveiðstefna ESB.  Íslenska kerfið hefur brotið í bága við mannréttindi og valdið gífurlegri byggðaröskun auk þess að vera upphafið af ofurskuldsetningu og hruni fjármálakerfisins.

Mér sýnist sem verið sé að bera saman kúk og skít, í þjóðminjahúsinu kl: 15 á morgun.

Sigurjón Þórðarson, 10.1.2009 kl. 21:10

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

Þetta er ómálefnalegt kæri Sigurjón og það veistu. Það sem við erum að tala um er hvort Íslendingar ætli sjálfir að ráða auðlind sinni. Í núverandi kerfi getur meirihluti þjóðarinnar kosið þá stjórnmálamenn sem t.d. vilja afnema allt kvótakerfi - ef við göngum í ESB verður staðan sú að við höfum samtals 0,01% atkvæða um ráðstöfun sömu veiðiheimilda og þá fer nú baráttan hér heima að verða næsta tilgangslítil...

Bjarni Harðarson, 10.1.2009 kl. 21:26

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Baráttan um óskoruð yfirráð Íslendinga yfir fiskimiðunum er óskylt
því hvaða fiskveiðastjörnunarkerfi við höfum. Ráðtefna Heimssýnar
fjallar eingöngu um hið fyrrnefnda. Og er ekki vanþörf á því í dag.  Sjálfur vill ég hins vegar uppstokkun á sjávarútvegsstefnunni frá grunni, og ekki síst þessu úrelta og rangláta kvótakerfi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.1.2009 kl. 21:50

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sögur herma að þú Bjarni sért að móta nýtt framboðsafl sem valkost fyrir næstu Alþingiskosningar. Það fylgir sögunni að aðalmál þessa framboðs og megintilgangur sé andstaða gegn inngöngu í ESB. Þar eigum við samleið svo ekki verður um villst. Nú fýsir mig að vita hvort ég megi ekki treysta því að þetta stjórnmálaafl -ef af verður- muni beita sér af alefli í því að aflétta okkar rangláta kvótakerfi. Kerfi sem Mannréttindanefnd S.Þ. hefur úrskurðað að leiði af sér mannréttindabrot. Ég tel mig vita að þú berir nokkra virðingu fyrir mannréttindum. Ég leyfi mér að vona að það yrði ekki til að særa þína réttlætiskennd þó fólkið í sjávarbyggðunum fengi einhverja lífslöngun á ný eftir aldarfjórðungs arðrán af þeirri auðlind sem tilvera þeirra byggðist á kynslóð fram af kynslóð.

Auðvitað tel ég mig vita að þú munir gefa þessa yfirlýsingu með glöðu geði en mig langar bara að fá þetta staðfest.

Með kveðju!

Árni Gunnarsson, 10.1.2009 kl. 22:33

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Auðvitað mun þetta nýa framboð Árni verða opið fyrir nýrri hugsun
í sjárvarútvegsmálum, þótt taki sinn tíma að vinda ofan af núverandi vitleysu og vonandi í sátt  við sem flesta. Alla vega lít ég
þannig á málin, eins og Bjarni hefur gefið í skyn. Því allt þetta tekur
sinn tíma eins og allt.....

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.1.2009 kl. 00:42

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Bjarni minn, þið þurfið nú að ákveða ykkur í hvorn fótinn þið stigið ESB andstæðingar, um þetta með breytingar.

Hvort er engin leið að breyta neinu svo jafnvel mestu skörungar sögunnar hafa engu getað breytt - eða yfirvofandi hætta á að grundvallaratriðum verði breytt, þrátt fyrir að bandalagið gangi aldrei gegn grunnhagsmunum og eindregnum vilja aðildarríkis, sé hætt á að atriðum sem hafa skapað sáttina um kerfið og ekkert ríki hefur látið í ljós vilja til að breyta geti bara sí svona verið gerbreytt hvenær sem er?

- Annarsvegar haldið þið því fram að engin leið sé að hafa nein áhrif á útfærsluatriði fiskveiðistefnunnar, og hafa menn gengið svo langt að tilgreina Thacher um að hún hafi jafnvel engu getað breytt í fiskveiðistefnu ESB. Niðurstaðn sé því að enginn möguleiki sé á að breyta neinu í útfræslu fiskveiðistefnu ESB.

- Hinsvegar segið þið að hvenær sem er geti sjálfum grundelli fiskveiðistefnunnar verið gerbreytt og þeim atriðum sem mest sátt er um og hefur gert mögulegt að hægt er að hafa sameinginlega fiskveiðistefnu þ.e. reglunni um hlutfallslegan stöðugleika.

- Þetta heitir reyndar á íslenski bara „lýðskrum“ og er hér skýrt dæmi um vísvitandi hræðsluáróður - þ.e. tilbúning gegn betri vitund manna til að hræða fólk

Helgi Jóhann Hauksson, 11.1.2009 kl. 08:19

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Vona að menn rýni meira inn í framtíðina en gert er í umfjöllun mbl.is um Evrópumálin. Hvaða þýðingu hafa t.d. boðaðar breytingar á 38. grein Rómarsáttmálans fyrir íslenska útgerð ef svo illa vildi til að Ísland villtist inn í Evrópuríkið?

Svo tel ég útilokað að "útnára-undanþágur" byggðar á 349. grein komi til álita varðandi íslenska útgerð, þó ég hafi séð þá hugmynd á prenti (man ekki hvar). Tæknivædd útgerð hjá sjálfstæðri þjóð getur ekki fallið undir þá grein.

Haraldur Hansson, 11.1.2009 kl. 08:35

8 identicon

Eina leiðin til að fá úr þessu skorið eru aðildarviðræður.  Mér sýnist Heimsýnarklúbburinn berjast hatrammlega fyrir því að almenningur fái ekki að vita hvað í boði verður og fái alls ekki aðkjósa um það.

Nái Heimsýn þessu fram eru 0.00% prósent líkur á því að Íslendingar fái ráðið stefnu sinni í þessu máli með lýðræðislegum hætti.

marco (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 13:22

9 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er reyndar stórmerkilegt að menn vilji ekki komast ða hvað samningar myndi færa okkur og eitthvað sem menn verða að draga réttar ályktanir af. 

ESB-andstæðingar og kvótakóngar gera út botnlausan hræðsluáróður til að hindar að við göngum til samninga og komumst að því hver raunverulega yrði niðurstaða aðaildarsamninga. - Þeir vilja ekki fyrir nokkurn mun að við fjöllum um áþreifanlega borðleggjandi niðurstöðu heldur viðhalda fulkomnu fáfræði til að spila í fullri dýpt á hræðsluáróðurinn.

- Nógur er nú hræðsluáróðurinn samt þegar samningar liggja fyrir en þegar ekkert liggur á borðunum eru möguleikarnir óendanlegir um hvað „fræðilega hræðilegt“ gæti gerst og komið út úr samningum, og þeirri stöðu vilja ESB-andstæðingar halda.

Helgi Jóhann Hauksson, 11.1.2009 kl. 14:39

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Helgi. Í Guðsbænum hættu þessu ESB-trúboði hér. Heldur þú að
fólk sé almennt skynlausar skeppnur sem geti ekki kynnt sér hlutina? Og heldur þú að ESB sé eitthvað HULDUBANDALAG sem
ekki sé hægt að kynna sér út á hvað það gengur og hvað þar sé
í boði nema að sækja þar um aðild? Hvers konar málflutningur er
þetta eiginlega? Því það liggur ALLT á borðinu um ESB og hvar þar
er í boði. Alla vega innan allra skekkjumarka þannig að hver og
einn getur alveg myndað sér fullkomna skoðun á kostum þess og
göllum nenni viðkomandi að kynna sér málið. Það hef ég gert
eins og Bjarni og fjöldi annara og komist að þeirri niðurstöðu að
gallarnir eru það margir og miklir að EKKI KOMI TIL GREINA að
smáþjóðin Íslendingar fara þar inn. Bendi í dag á skoðanakönnun
þar sem mikill meirihluti Breta er andvígur ESB og að tekin verði
upp evra.  Þetta er næst stærsta þjóð ESB til margra áratuga.
Og þetta er niðurstaðan eftir margra áratuga veru í þessu sovétska miðsstýringarkerfi sem þið auðvitað kratar dá og dyrka.

Bara einn galli og það stór nægir til að ALDREI kemur til mála að
fara í ESB. Og hún er sú að með tíð og tíma geta útlendingar
komist yfir okkar dýrmætustu auðlind, fiskimiðin, með því að
kaupa sig inn í ísl. útgerðir. Bara þetta gríðarlega efnahagslega
tjón sem þessu fylgir fyrir íslenzkt hagkerfi kemur gjörsamlega í
veg fyrir aðild Íslands að ESB.  Gjörsamlega! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.1.2009 kl. 15:34

11 identicon

Það er svo hárrétt Guðmundur Jónas!!! Fólk er ekki skynlausar skepnur upp til hópa, þótt þeir einstaklingar virðist á sveimi, sem helst kysu að almenningur hefði litla sem enga ályktunarhæfni né aðra hugarstarfsgetu.

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 15:59

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Guðmundur J. Yfirleitt er ég nú ekki hlynntur því að menn séu þaggaðir niður með hvatvísi, en mikið er ég sáttur við fyrstu orðin í ávarpi þínu til Helga Jóhanns. Það er alveg furðulegur dónaskapur að koma inn í umræðu sæmilega upplýsts fólks með staðhæfingar um að það hafi ekki kynnt sér mál sem hefur verið í pólitískri umræðu um áraraðir.

Reyndar er þessi ESB fagnaðarboðskapur orðinn að trúarbrögðum hjá býsna stórum hópi þjóðarinnar. Rökræður við sannfærða trúboða hafa sjaldan skilað niðurstöðu. 

Árni Gunnarsson, 11.1.2009 kl. 16:57

13 Smámynd: Einar Solheim

Guðmundur Jónas:

Reyndu að fara rétt með staðreyndir. Skv. könnun um viðhorf breta sem kynnt var í dag, þá eru það aðein 16%(!!!) breta sem er andvígur ESB og vilja segja sig úr sambandinu. Það er stóra fréttin - þrátt fyrir kreppu og slæmt ástand í Bretlandi, þá er ekki nema 16% sem vilja segja sig úr sambandinu. Þetta er nú heldur betur lóð á vogarskál ESB-sinna.

Yfirgangur þinn og krafa að Helgi hætti sinni málefnalegu umræðu um kosti ESB aðildar sýnir þinn rétta mann. Þið andstæðingar höndlið ekki raunveruleikann og þorið því ekki í samningaviðræður. Liggi samningur á borðinu væri um að ræða skjal sem væri raunverulegt, og það myndi ekki henta ykkur andstæðingum - enda gengur málflutningur ykkar út á að hræðast óraunverulegar fantasíur sem þið hafið mótað í ykkar hugarheimum.

Einar Solheim, 11.1.2009 kl. 20:12

14 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Einar. Vertu ekki að rangtúlka hluti hér. Samanlagt eru það 64%
Breta sem vilja draga úr samneyti sínu við ESB en aðeins 22%
Breta segjast styðja áframhaldandi samvinnu þar á milli. 24&
vilja evru 64% ekki. Lestu bara fréttina í hinum ESB-sinnða
Mogga. Þá er hann að ljuga en ekki ég. Orðrétt haft eftir!

Já það er alltaf yfirgangur, rangfærslur og hafa ekki vit á málum
hjá þeim sem andæfa ESB-trúboði ykkar. Samningarviðræður um
hvað?  Helt að það yrði Ísland sem myndi sækja um ESB en ekki
öfugt!  Ættir að kynna þér á Mbl is sem Peter Örebech sá virti
þjóðréttarfræðingur Norðmanna hafði að segja á fundi Heimssýnar í dag um lygavef ykkar varðandi sameiginlega sjávarútvegsstefnu
ESB. Trúi miklu meira þeim fræðingi heldur en ruglið í Helga og
þér varðandi þau stórkostlegu hagsmunamál  sem þar eru í húfi
fyrir íslenzka þjóð, en sem þið gjörsamlega lokið augum fyrir.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.1.2009 kl. 21:50

15 Smámynd: Einar Solheim

Guðmundur:

Á mbl.is stendur orðrétt: "Niðurstöður könnunarinnar eru birtar í The Sunday Telegraph í dag. Alls vilja 16% kjósenda að Bretland slíti sig einfaldlega frá Evrópusambandinu með öllu". Þetta þýðir að 84% vill ekki slíta sambandinu við ESB. Það að vilja draga úr samneyti sínu er allt annað, og vel skiljanlegt. Í kreppu kenna menn stjórnvaldinu um - eins og sést á stuðningi við ríkisstjórn Íslands í dag.

Menn verða að vera sanngjarnir og segja satt og rétt frá. Það er líka ENGIN rök að bretar með sitt pund kjósi ekki Evru. Þú líkir ekki saman stöðu krónunnar og stöðu pundsins, þó svo að pundið hafa líka verið að gefa eftir.

Að lokum er það auðvitað bara djók að vitna í Peter Örebech sem hefur byggt upp starfsferil sinn á því að vera á móti ESB. Það væri nú skrítið ef málstaður ykkar ESB-andstæðinga væri það rosalega slæmur að ykkur tækist ekki að grafa upp eina risaeðlur hér og þar sem eru tilbúnar að flytja ykkur fagnaðarerindið.

Einar Solheim, 11.1.2009 kl. 23:50

16 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hvað er ESB? Jú stofnun sem býðst til að gambla með okkar mestu og dýrmætustu auðlind auk þess sem hún miðlar peningum fyrir ákveðna þóknun. Við greiðum árgjald og fáum hluta af því til baka í formi styrkja. Frábært.

Víðir Benediktsson, 12.1.2009 kl. 00:17

17 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Helgi reynir hér varfærnislega að koma af stað skynsamlegri umræðu. En þá er reynt að gera hann brottrækan af skynlausri skepnu og hrokagikk. Mér líst mjög vel á hugmyndir Björgvins G Sigurðssonar um nána samvinnu Norðurlandana um Evrópumál. Það er mjög æskilegt að frænþjóðirnar fylgist að og myndi einingu, sem hefur álíka vægi og stórþjóðirnar.

Þessu hef ég einmitt talað fyrir. Við erum með lagskiptingu valds og þurfum að hafa möguleika til áhrifa innan hverrar einingar. Mestu völdin höfum við í okkar einkalífi, síðan sveitarfélagi og landi. Ísland hafi síðan stefnumótandi áhrif innan Norðurlandaráðs sem mótar sameiginlega stefnu um Evrópumál. Síðan þarf að gera Sameinuðu þjóðirnar mun áhrifaríkari í aðgerðum sem snerta heiminn allan og ógnanir mannkyns.

Allt þetta dregur úr ótta og eykur skilvirkni í stjórnmálum heimsins. Við aukum sjálfstæði okkar sem þjóðar og tækifæri sem einstaklinga með því að vera virk á öllum stöðum í lagskiptingu valdsins. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.1.2009 kl. 00:18

18 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Endilega kíktu á myndbandið hjá mér um lýðræðið í Brussel, við umfjöllun um Lissabonsáttmálann.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.1.2009 kl. 02:04

19 identicon

Mér finnst þekking þín og greinagóðar útskýringar á hinum ýmsu málum hafa hjálpað mér mjög mikið í (þoku kreppunar) -----og mikið komst þú vel út í færibandi bubba mér finnst þú  EINHVERNVEGINN koma  sterk  eða sterkast út í þannig þáttauppsetningu þ. e. einn spirill og einn sem svarar  frekar en í sjónvarpi eða greinaskrifum þó það sé allt mjög gott líka.  

pétur þormar (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 02:06

20 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Ég vill bara benda ykkur á að skoða mitt blogg þar sem viðtal við Hannes Hólmstein er tengt inná síðuna, skoðið það aðeins og hugsið um það í smá tíma, myndskeiðið tekur um 4 mín, þannig að eftir það verðið þið að slappa verulega af og leyfa reiðinni að dvína áður en þið ákveðið að gera eitthvað meira.

Friðrik Björgvinsson, 12.1.2009 kl. 23:44

21 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Bjarni síðan skaltu byrta Tilveru sagna stúfinn sem ég sendi þér ef þig langar til þess og sjá hvað gerist. Ég leyfi þér hér með að byrta hann á þinni síðu.

Friðrik Björgvinsson, 12.1.2009 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband