Er Sjálfstæðisflokki treystandi fyrir sjálfstæði landsins?

Við kosningar fyrir tæpum tveimur árum gengu kjósendur Sjálfstæðisflokks að kjörborði í þeirri sannfæringu að þingmannsefni flokksins væru nærri því öll andsnúin inngöngu Íslands í ESB. Strax ári síðar voru komnar talsverðar skellur í þessa mynd.

Þegar hæst lét í ESB sinnum benti formaður flokksins á að ef ESB andstæðingar yrðu óánægðir með viðsnúning flokksins gætu þeir snúið sér til Vinstri grænna!

Sjá nánar í grein á AMX sem birtist þar í morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Jú jú, ég fór að móta mig við nýjar hugmyndir og æfa mig á, að hugsa um, að krossa við G eða hvaða bókstaf nútíma kommar brúka.

 En að breyttu breytanda, verður ESB umsókn varla samþykkt úr þessu í mínum elskaða Flokki.

Villi Egils hrekst nú úr hverju víginu í annað í sinni trú um, að okkur beri hagur af því að lata af lit og blöð meðal frjálsra þjóða.

Frekar mun útlit vera þannig, að við ættum að skoða hvort ekki sé nú rétt og satt, að slíta EES samningi og hefja þær samningaviðræður, sem ég ætíð hef verið sannfærður um, að við hefðum átt að fara í strax sum sé TVÍHLIÐA SAMNINGA VIÐ ESB líkt og Svissarar gerðu.

Miðbæjaríhaldið

Býður nafna sínum velkominn í hið óbrotgjarna stuðlaberg Sjálfstæðisflokkinn.

Bjarni Kjartansson, 28.1.2009 kl. 12:23

2 Smámynd: Dunni

Sjálfstæðisflokki er alls ekki treystandi fyrir sjálfstæði landsins.  Það hefur sýnt sig fullkomlega með allsherjar hruni þess efnahagskerfi sem þeir byggðu upp.  Það þarf ekkert ESB til. 

Dunni, 28.1.2009 kl. 13:18

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður berst innan sins flokks fyrir sjálfstæði,það er málið bæði þjóðar og einstaklingsins,Barni og Bjarni þið gerið það einnig /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.1.2009 kl. 14:25

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Dunni minn! Ekki svo að skilja að ég telji ykkur heimsk, sem þessu halda fram, heldur bara illa að ykkur og hafið lesið um of skýringatexta manna á borð við JBH.  AÐ ógleymdum Þorvaldi Þrautarvarar Gylfasyni.

1.  Ástæður hrun s okkar kerfis er afar einföld:  AÐILD OKKAR AÐ EES og svonefnt Fjórfrelsi sem því fylgir.  Ég var í þeim hópi manna, svo sem Davíðs Oddsonar, Einars Odds og fl, sem vildum TVÍHLIÐA samning við ESB en ekki EES samflotið.

2.  Hvað sem gert var í SÍ eða hjá stjórnvöldum, var það umsvifalaustkært til sama aðila og hefur úrslitavald um túlkun á nefndu Fjórfrelsi.

3.  Ríkisvaldið gat ekki með þeirm meðulum, sem handlæg voru, komið í veg fyrir skálkaskjól í aflandsreikningum.  Þar liggur fyrir dómur ESB dómstóla. Og tilburðir allir kærðir.

4.  Hagfræðingar Bankana, Stjórnendur þeirra og eigendur stóðu vörð um,a ð allt sem gert var í því markmiði að hefta gjaldeyrisgambl var umsvifalaust kært ef ekki voru STÝRIVEXTIR. 

 5.  Stjórnvöld voru nærri búin að missa Íbúaðlánasjóð ú r höndunum vegna flopps Krata og kærumála ofurríkra manna hérlendra.

6.  Nú hefur fram komið afar glöggt, að það var verið að svíkja og ljúga um stöðu bankana allt fram á súiðustu daga Kaupþings og SÍ gabbaðir til að taka trúarleg gögn frá bankanum um verðmat á efnahagsreikningi danskra eigna bankans og hluta í fallítt fyrirtækjum á vegum eigenda.

 7.  Enn eru að koma fram upplýsingar um stöðu Glitnis og hve ótrúlegt ginnungargap skulda þar var, misferli með fé og lygavefur. 

Samt eru menn að segja að það hefði átt að lána meir.

8.  Allt kjaftæði Hagfræðinga sem boðað hafa ESB frelsun, er lygi og þvæla, jafnvel svik við kjósendur og þannig þjóðina.  ÞEssir Hagfræðingar hafa tönnlast á ,,LÁNVEITANDI TIL ÞRAUTARVARA"  í Seðlabanka ESB  Nú liggur ljós sú staðreynd, að bankar innan ESB fá ekki sent eða Evru í ,,þrautavaralán" það var semsé allt uppspuni og lygi í fólki sem ekki vildi láta rifja upp hvað þau sjálf sögðu um útrásina og FL grúppu snúningana. 

Svo liggur fyrir upplýsingar um, að sumir Samfóliðar og fl höfðu ætlað að greiða leið F og Rei REI og Ró Ró inn í eignasafn Katar emíra og svoleiðis gutta á borð við syni Gaddafú og hans nóta.

Hér virðist að Samfóliðar hafi í barnalegri ást á ESB og öllu sem kom fram fra Baug og FL grúppu, urðu svona nokkurskonar Grúppíur FL manna.

Nei minn kæri, líttu þér nær í pólitíkkinni að sökudólgum eða bara dólgum ef því er að skipta, Davíð nær þar ekki máli við stórvésíra í útrásarklappliðnu og flugþjónum Flþotna og Grís-Air líkt og Forsetin okkar var að verða.

Fyrirgefðu nafni en eg mátti ekki bindask.

Miðbæjaríhldið

Bjarni Kjartansson, 28.1.2009 kl. 15:24

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nei Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi.

Þetta hefði ég getað sagt þér fyrir löngu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.1.2009 kl. 16:15

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sjálfstæðum Sjálfstæðismönnum er þó allra síst treystandi. Þeir eru búnir með græðgisvæðingunni að koma algjöru óorði á hugtakið sjáfstæði og veðsetja sjávarútveginn það mikið með erlendum skuldum að fiskveiðiheimildirnar eru að stærstum hluta komnar úr landi. Þar þurfti ekkert ESB til, þar dugði óráðsía þeirra sjálfra. Það eina sem að getur staðfest að við séum þjóð meðal frjálsra þjóða er að vera virk í samstarfi norðurlanda og innan álfunnar.

Sjálfstæðið og Davíð hafa reynst okkur dýrkeypt. Það hefur stóraukist fylgi við að sækja um aðild. Þar hefur stök könnun sem tekin er í miðjum hvirfilbyl engin áhrif. Þetta er eins og að spyrja fólk sem að er að verða of seint á hasarmynd hvort það vilji ekki koma með í huggulega gönguferð meðfram Ægissíðunni. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.1.2009 kl. 17:23

7 identicon

Sæll Bjarni. 

Ég vona nú að Sjálfstæðismenn kolfelli það á sínum landsfundi að hefja svo mikið sem aðildarviðræður við þetta ESB apparat.

Við ESB andstæðingar með þig í broddi fylkingar Bjarni erum farnir að reka þetta landráðahyski og ESB sinna á flótta. Við skulum fylgja þeim flótta eftir, vitandi það að svona bitvargur kemur alltaf aftur og aftur.

Þess vegna eigum við aldrei að samþykkja það að einfaldur meirihluti atkvæðisbærra manna eigi að geta breytt stjórnarskrá okkar í einum kosningum og í einum vetvangi til þess að geta síðan vélað okkur inní þetta fjandans Bandalag.

Við getum aldrei leyft okkur að gefa eftir af frelsi okkar og sjálfstæði sem barist var fyrir í hundruðir ára með þvílíku ráðslagi og af slíku manndómsleysi og sleifaralagi.

Því það þarf bara einar kosningar til þess að gera slík herfileg mistök sem verða EKKI eða alla vega mjög illa tekinn aftur.

Munum það að sá sem gefur eftir af frelsi sínu til þess að öðlast öryggi mun hvorugt hlotnast og reyndar missa hvor tveggja.

Svo vitnað sé til fleygra orða George Washingtons.

Svo vil ég óska þér Bjarni og okkur öllum meðlimum og stuðningsmönnum Heimssýnar innilega til hamingu með nýju og glæsilegu heimsaíðu samtakanna.

En hvað líður annars stofnun hins Nýja Íslands, stjórnmálaafli ESB andstæðinga og fyrir fullu sjálfstæði Íslands !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 18:07

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nei.

Sigurgeir Jónsson, 28.1.2009 kl. 21:38

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nei ESB.

Sigurgeir Jónsson, 28.1.2009 kl. 21:47

10 Smámynd: Bjarni Harðarson

Ég er algerlega sammála túlkun nafna míns um EES samninginn og það er rangt að allir hafi samþykkt þann samning. Framsókn undir forystu Steingríms Hermannssonar var á móti - hluti flokksins hljópst reyndar undan merkjum og sat hjá og þaðan er sá klofningur sem síðan hefur verið í þeim flokki milli ESB sinna og hinna þjóðlegu.

Bjarni Harðarson, 28.1.2009 kl. 22:54

11 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Ekkert ESB, alls ekkert.  Ég vil sjá fiskveiðikvótanum skilað aftur heim í byggðalögin, ég vil sjá að landsbyggðin fari að blómstra aftur. Það mætti líka flytja fleiri fyrirtæki út á landsbyggðina frá höfuðborginni. Við getum ekki eingöngu treyst á ferðamálaþjónustu fyrir landsbyggðina, að hún reddi öllu. Við Íslendingar erum í neyð og við þurfum að grípa til úrræða. Ekki satt ? Við þurfum að fara að skapa og hætta að pæla í ESB, við getum lifað stór góðu lífi hér án ESB. Íslendingar hafa getað reddað sér hingað til. Að vísu eru það Sjálfstæðisflokkur ásamt Framsókn sem eru búnir að koma okkur þangað, sem við erum stödd í dag. En ég trúi því að við getum bjargað því sem bjarga þarf hér á landi, og laga og breyta, til þess þurfum við ekki að ganga í ESB. Vona svo innilega að Samfylkingin verði ekki lengi við stjórn, það verða að vera kosningar núna í vor, annað yrði glapræði með ESB og öllu því sem fylgir ESB. Við vitum vel hvað Samfylkingin vill. Ísland í  ESB !

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 29.1.2009 kl. 08:03

12 Smámynd: Áslaug Friðriksdóttir

Held að Samfylkingu og Vinstri grænum sé helst treystandi fyrir auknum ríkisútgjöldum og því að vilja ekki sjá að slíkt getur verið alvarlegt þegar hvergi sést sólarglæta. Fyrst þarf að taka til í opinbera geiranum áður en meiri álögur eru lagðar á heimilin í landinu með hækkun skatta, Sjálfstæðismenn hefðu mátt vera harðari á þeirri línu síðast liðin tvö ár og margir þeirra bent á það.

Áslaug Friðriksdóttir, 29.1.2009 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband