Klekkir Davíð á vinstri stjórninni

Ég bloggaði aðeins um Davíð í morgun. Aðallega af því að mér þótti það við hæfi þar sem ég hélt að ríkisstjornin og sérstaklega Jóhanna myndi spila út því trompi að hann hlyti að fara út úr Seðlabankanum. Til dæmis afdráttarlausari vantraustyfirlýsingu í opinberri tilkynningu.

En eftir daginn er Davíð yfir. Ekki það að ég telji þetta eitthvað sniðugt hjá honum og það er alger misskilningur að ég telji að hann eigi að sitja slímusetu þar sem hann situr. En ég bakka ekki með að hann stóð sig vel Glitnisnóttina forðum. Þessi mynd er nefnilega alls ekki svart/hvít heldur miklu líkari einhhverjum dataisma eða súrrealískri vitleysu eftir Dalí sem enginn skilur og allra síst þeir sem eru hafðir á myndinni.

Og nú er ég eiginlega viss um að Davíð er að því leytinu til fremri ríkisstjórninni að hann er með eitthvað tromp sem hann skellir fram á morgun eða kannski ekki fyrr en á mánudag. Lögfræðiálit um að Jóhanna megi ekki reka hann eða eitrað tilboð sem tryggir honum setu fram að kosningum. Þar með tækist honum að niðurlægja Samfylkinguna með miklu afdrifaríkari hætti en Jóhönnu tekst nokkurn tíma að auðmýkja hann.

Og þó svo að Davíð sé óvinsæll í seinni tíð þá er ég ekki viss um að þetta eigi eftir að verða krötunum mjög farsælt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það eru engar líkur á því að fólkið í landinu muni sætta sig við setu Davíðs fram að kosningum. Svo einfalt er það..

hilmar jónsson, 7.2.2009 kl. 02:24

2 identicon

,,ég eiginlega viss um að Davíð er að því leytinu til fremri ríkisstjórninni að hann er með eitthvað tromp sem hann skellir fram á morgun"

 Bjarni.

 Ekki veit ég hvernig þið sem eruð búin að sitja á alþingi hugsið ?

Það er alveg ljóst að eitthvað hefur komið fyrir ykkur ,eða þá að það hafi eitthvað verið gert við ykkur !

Það af hálfu sjálfstæðisflokksins. 

Það er eitthvað við hugsun ykkar sem venjulegt fólk skilur ekki !

Fyrir venjulegt fólk er þetta ekkert mál !

Ef þessi auli , sem er búinn að vera á ofurlaunum hjá okkur, fer ekki sjálfviljugur , þá verður hann rekinn !

Þetta er auðvitað drosulmenni og ónytjungur eins og þú veist mæta vel .  Þessi auli hefur ekkert gert nema illt verra eftir að hann gerðist pólitíkus.  Þessa manns verður minnst í sögunni fyrir það eitt, að hafa búið til aðstæður sem gat komið heilli þjóð á hausinn . Þvælst síðan fyrir svo ekkert væri hægt að gera í tíma !

JR (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 02:28

3 Smámynd: Gísli Reynisson

hann er nú búinn að hóta því að fara í pólitík ef honum verður ýtt úr vel launuðu starfi í seðlabankanum

www.aflafrettir.com

Gísli Reynisson, 7.2.2009 kl. 02:38

4 identicon

Það er orðið sorglegt að horfa upp á hegðun Davíðs. Þetta er orðið mjög sjúklegt.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 02:46

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Tími Jóhönnu er kominn en það eru reginmistök að eyðan tímanum í Davíð. Hún ætti að horfa fram á veginn, fram yfir Davíð sem er aðeins 1,78 og haga sér eins og leiðtogi þjóðarinnar en ekki starfsmannastjóri hjá hinu opinbera.

Benedikt Halldórsson, 7.2.2009 kl. 03:08

6 Smámynd: Birna Jensdóttir

Hva er hún ekki verkstjóri það hélt ég. Tók hún ekki við til að stjórna konan,ekki hef ég séð það þessa daga sem hún hefur haldið um taumana.

Birna Jensdóttir, 7.2.2009 kl. 04:11

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú ert ekki að uppskera mikið með þessari færslu, Bjarni, og sést það best á athugasemdunum sem hér koma fram.

Til að reka embættismenn úr starfi þarf að sýna fram á vanrækslu eða brot. Ekkert slíkt hefur komið fram hvað varðar seðlabankastjórana. Hins vegar hefur miklu gerningaveðri verið blásið upp gegn þeim. Þegar setningar eins og "maður hefur heyrt svo margar sögur" eru uppistaðan í málflutningi manna, þá þarf fólk aðeins að staldra við.

Gerræði verður seint talið grunnur lýðræðis.

Ragnhildur Kolka, 7.2.2009 kl. 08:32

8 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já þetta er vandræðamál................

Soffía Valdimarsdóttir, 7.2.2009 kl. 10:16

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

Sveibjörg. við vorum með vel menntað lið, með mikla þekkingu á fjármálunum sem unnu í gömlu bönkunum og settu okkur á hausinn.

Fannar frá Rifi, 7.2.2009 kl. 10:43

10 identicon

Nákvæmlega rétt sem Fannar frá Rifi er að segja. Það var fólk sem menntaði sig undir leiðsögn Gylfa Magnússonar, Þorvalds Gylfasonar, Jóns Daníelssonar, Gylfa Zoega og fleiri manna í hagfræðideild Háskóla Íslands sem kom Íslandi á hausinn. Eitthvað hefur klikkað í kennslunni hjá þessum mönnum.

Guðmundur (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 10:50

11 Smámynd: Þórbergur Torfason

Almenningur í þessu landi er loks núna að sjá svart á hvítu, afleiðingar setu Sjálfstæðiflokks og Framsóknarflokks í ríkisstjórn í samfellt 12 ár. Sá ískaldi foss þess samstarfs hefur hellst yfir okkur af þvílilkum krafti að við munum súpa hveljur svo lengi sem við drögum andann.

Svo situr Svarti Pétur skellihlægjandi að öllu saman.

Hí á ykkur segir hann, ef þið hróflið við mér tek ég ykkur með í fallinu og enginn þorir að gera neitt. Ekki einu sinni Jóhanna þar sem hluti þingmanna Samfylkingar er á kafi í helvítis sukkinu með Íhaldinu og Framsókn.

Þórbergur Torfason, 7.2.2009 kl. 10:51

12 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég er ekki sammála því að Davíð hafið gert neitt Glitnisnóttina sem verður talið til bóta. Hann gerði eitthvað, tók stjórnina, en gagnsemi þess verður ekki mæld í ljósi framvindunnar. Réttlæting hans fyrst á eftir var að hann gæti á einhvern hátt takmarkað tjónið sem við blasti. Ef menn skilja ekki ennþá að tjónið í dag er algjört og sennilega verra en við vitum og að ekki nokkur mannlegur máttur hefur breytt þar neinu enda ekki á færi neins á þeirri ögurstundu í október sem vitnað er til.

Veik stjórn Haarde og Samfylkingar gaf einum mesta "despót" íslandssögunnar tækifæri til aðgerða. Annað gerðist ekki. Mér finnst Bjarni að þú eigir ekki að ala á "aumingjagæsku" þjóðarinnar með þessum skrifum þínum núna. Að Sjálfstæðisflokkurinn með Davíð í fararbroddi leiki nú fórnarlamb er bara raunalegt ef ekki forboði vondra tíðinda.

Gísli Ingvarsson, 7.2.2009 kl. 13:12

13 identicon

,,Til að reka embættismenn úr starfi þarf að sýna fram á vanrækslu eða brot. Ekkert slíkt hefur komið fram hvað varðar seðlabankastjórana."

Segir Rangildur Kolka.

Ekki veit ég hvar þessi kona hefur verið, ef það er ekki vanræksla að setja heila þjóð á hausinn þá veit ég ekki hvað orðið vanræksla þýðir !  Maðurinn sem bjó allt til að svo mætti verða !

Enn kemur aftur að þessari hugsun um hvað sjálfstæðisflokkurinn hefur gert fólki, þekki ekkert til þessarar konu en samt dettur mér þetta í hug !

JR (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 13:55

14 Smámynd: Offari

Ég efast ekki um hæfni Davíðs en þráseta hans hefur rýrt álit mitt á honum. 

Offari, 7.2.2009 kl. 14:04

15 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það getur verið gaman að spá og spekúlera, reyna að sjá fyrir næstu leiki. Þetta á sérstaklega við í pólitíkinni.

Ég velti þessu sama fyrir mér fyrir í færslu seint í nóvember, sem ég kallaði Bridgespilari með pókertakta. Þar segir meðal annars: "Segja má að kurl séu nú farin að safnast til grafar, en langt mun líða þangað til þau eru öll komin.  Meðan svo er ekki ætla ég að bíða með að taka undir þá möntru að Davíð Oddsson sé mesta samfélagsvandamál samtímans.

Við erum sammála um það að hér sé hvorki klippt né skorið, þetta er í besta falli skipulagt kaós, og leikarinn sem fer út af sviðinu til vinstri kemur hvorki inn um miðjudyrnar né til hægri heldur einhvers staðar sem maður vissi ekki einu sinni að væri op til að komast í gegnum!

Svo er náttúrlega til í dæminu að karlinn segi þetta gott og fari í utanríkisþjónustuna  

Flosi Kristjánsson, 7.2.2009 kl. 14:14

16 Smámynd: Ragnhildur Kolka

JR, hver sem þú ert og hvað sem þú heitir.

Hvað veist þú meira en við hin um sekt og sakleysi manna? Jafnvel Jóhanna, sem hefur þó allar tiltækar upplýsingar, treystir sér ekki til að setja fram ásökun á hendur seðlabankamönnum. Hún sendir þeim auðmjúkt bónarbréf og vonast til að þeir svari. Seðlabankinn er sjálfstæð stofnun og á að starfa sem slík. Lög um hann eru sett á alþingi. Þar segir að forsætisráðherra skipi seðlabankastjóra. Búið, basta. Engin uppsagnarákvæði, aðeins gert ráð fyrir endurskoðun í tilviki veikinda. Þetta vissi Jóhanna fyrir og því er það hreinn og klár populismi af henni að keyra þetta mál áfram.

Sleggjudómar þínir bæta þar engu um.

Ragnhildur Kolka, 7.2.2009 kl. 14:32

17 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Bjarni þú ert eitthvað að misskilja að mál snúist um krata og Davíð, hverjir verða fyrri til að niðurlægja hinn.

Hefur þú ekki heyrt kröfur þúsunda síðustu mánuði? Finnst þér ekki nauðsynlegt að efla og endurnýja traust á þessum eftirlitsstofnunum?

Það er auðvitað fyrst og fremst sorglegt að Davíð standi ekki upp sjálfur og hleypi öðrum að, einungis í ljósi hrunsins og tiltrúar á bankanum. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 7.2.2009 kl. 14:57

18 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Já þetta með trompið ?  Davíð er pottþétt með gott tromp á hendi, vitið þið bara til.  Hann er klár og sniðugur karl hann Davíð og það er nokkuð öruggt að hann er að spila á eitthvað, ætlar greinilega ekki að láta Samfylkinguna segja sér fyrir verkum. Hann væri búinn að taka pokann sinn og kveðja ef hann teldi sig þurfa þess, eða væri nauðugur til þess. Við sjáum hvað setur eftir helgina. Alveg ótrúlegt hvað einn maður getur haldið heilli þjóð sem eitt spurningar merki.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 7.2.2009 kl. 15:19

19 identicon

Stundum mætti halda að fólkið í landinu væri ekki til, heldur að stjórnmálin væru skák, alveg óháð utanaðkomandi áhrifum. Þetta er ótrúlega barnalegur hugsunarháttur og sérstaklega núna á þessum síðustu og verstu.

 Ef Davíð fer ekki á mánudaginn þá kemur búsáhaldaliðið og rekur hann út. Það er ekki um neitt annað að ræða, jafnvel þó að kæmi í ljós að hann væri afkomandi Frelsarans.

Og Ragnhildur Kolka, svona smá lestur, ef það bætir þér upp það sem hefur verið að gerast síðustu mánuði og ár:

 http://www.helgi.is/faces/blog/entry.do?face=hjorvar&entry=84566

Beggi (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 15:28

20 identicon

Sammála fólki hér sem býður við pólitískri refskák. Eins og það sé heila málið Bjarni Harðarson. Er þroski þinn og Davíðs þá ekki meiri? Hugsa fleiri svona á Alþingi? Sem kjósandi vil ég endilega fá að vita það. Þetta sé bara leikur, "the good old boys". Skítt með þjóðarhagsmuni, skítt með traust, bara að spila skemmtilega refskák. Hélt að þú hefðir annan mann að geyma.

Gísli (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 17:00

21 identicon

Ekki er það mitt að íslenska þjóðin er á hausnum , en greinilega á Ragnhidur Kolka þátt í því !

Hvers vegna tekur þessa kona þessa stöðu ?

 Á hún eitthvað undir sjlálfstæsðisflokknum ?

JR (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 22:45

22 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sæll Beggi! Takk fyrir að benda mér á pistil Helga Hjörvar. Hann er upplýsandi um hugarheim Helga og kannski Samfylkingarinnar sem stjórnmálaafls, en heldur ekki vatni varðandi meint brot Davíðs í starfi.

Það hefur verið áberandi hvernig talsmenn Samfylkingarinnar, sem þó eru alltaf að vísa til fagmennsku, sniðganga í þessari umræðu álit tveggja Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, þeirra Krugmans og Stiegliz, sem báðir hafa lofað aðgerðir Seðlabanka Íslands við efnahagshruninu. Þessi þögn Samfylkingarinnar er af sama meiði og þögn þeirra eftir heimsókn Göran Person og verður helst flokkuð undir fyrirbærið "þöggun" sem gefst sumum vel þegar þrýtur rök.  

En nú hefur verið blásið í herlúðra og stríðsmenn hins mikla leiðtoga, Harðar Torfasonar, verið kallaðir í Seðlabankann á mánudag. Maður bíður spenntur eftir að sjá hvort Jóhanna Chavez og Álfheiður Mugabe mæti ekki örugglega með eggjabakkana. Auglýsingastofa ríkisstjórnarinnar sá um fundarboðið.

Og enn, sem fyrr, hefur JR ekkert til málanna að leggja.

Ragnhildur Kolka, 8.2.2009 kl. 09:38

23 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Jæja, ætli Jóhanna Sigurðardóttir sé mát ? Davíð er búinn að svara.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 8.2.2009 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband