Til varnar Davíð sem varði peningatanka þjóðarinnar

geir_ogh_dabbi_jpg_550x400_q95_684872.jpg

Við erum stödd þar í sögu landsins að nú stendur til að bera Davíð Oddsson út úr Seðlabankanum. Banka sem í hans tíð hélt uppi einni vitlausustu peningamálastefnu í sögu lýðveldisins. Með henni var í reynd ákveðið að niðurgreiða verðbólguna á kostnað útflutningsatvinnuvega og stunda hér vaxtamunabrask á alþjóðamörkuðum af þeirri stærðargráðu að jafnvel bæði Siggi Einars frá Miðey og Jón Ásgeir blikna. Og þarf svoldið til.

En þessa vitlausu stefnu fann Davíð ekki upp enda var hún komin í gagnið fyrir hans tíma í bankanum. Og Davíðshatrið er mestan part lýðskrum þeirra sem ekki þora að tala um raunveruleg verkefni. Það mun engu breyta að gefa sérfræðingunum alræðisvald í bankanum - þeir hafa nú nánast haft það og ekki reynst vel. 

EN ég er enn sannfærður um að Davíð fór rétt að þegar Glitnisdrengirnir komu til hans og báðu um að fá að fara eins og Bjarnaræningjar inn í hálftóma peningatanka þjóðarinnar. Meðan allir aðrir, sérfræðingar, stjórnmálamenn úr öllum fylkingum og allskonar múgmenn öskruðu á að það yrði að hjálpa bönkunum var Davíð kallinn sá eini sem þorði að segja nei. Það var mjög óvinsælt nei þá þó allir sjái betur nú.

Nú þegar við sjáum æ betur ofan í ginnungagap taprekstrarins og lyginnar hjá Baugi og öðrum útrásarvíkingum verður stöðugt augljósara hversu mikilsverða hagsmuni þjóðarinnar Davíð varði með því að taka völdin algerlega  í sínar hendur helgina örlagaríku og þjóðin horfði á hvernig hann tók fjármálaráðherra og forsætisráðherra þeirra daga sinn undir hvorn - og sagði líkt og Skarphéðinn, tekið hefi ég hvolpa tvo. Setningin heyrðist reyndar ekki í gegnum bílrúðu en atvikið er til á mynd. Á meðan svaf bankamálaráðherra og það var kannski nauðsynlegt því hefði hann vaknað er eins víst að Jóni Ásgeiri hefði tekist að beita honum fyrir sig til að komast inn í peningatankinn. 

Þetta var vissulega gerræðislegt allt saman en líka á gerræðislegum tímum og þó þetta sé engan vegin minningagrein um þennan fjarskylda frænda minn úr Fljótshlíðinni þá langar mig að þakka Davíð fyrir þessa nótt og er sannfærður um að þjóðin stendur hér í nokkurri þakkarskuld við karlinn. Hvað sem okkur svo finnst um eilífðarlanga stjórnartíð sama manns...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Flottur pistill

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2009 kl. 11:01

2 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það er einn hængur á þessari söguskýringu hjá þér Bjarni. Hún er sögð án fortíðarsýnar.

Aðstæðurnar sem Davíð var að bregðast við voru fyrirséðar afleiðingar þeirrar efnahagsstefnu sem Davíð var búinn að byggja upp og berjast fyrir alla sína stjórnmálatíð. Mér er ekki til efs að kallinn hafi misst út úr sér; helvítis fokking fokk þegar hann rumskaði af Þyrnirósarsvefni hins sjálfumglaða, alvitra landsföður, rauk út í bíl og sótti hvolpana...

Sigurður Ingi Jónsson, 6.2.2009 kl. 11:07

3 identicon

Sæll Bjarni - alltaf ferkur . En mikið er ég annars sammála þér þarna. Ég hef verið mikið að hugsa um "Davíðsmál" í þessu samhengi -

Það virðist því miður eins og einhverjar nornaveiðar séu í gangi - það þarf að hengja einhvern og er þá ekki upplagt að hengja Davíð ? Rekum hann og niðurlægjum og þá batnar allt!

Ég hef svo sannarlega ekki alltaf veri á sama mali og Davíð en ég vona að karlinn sitji sem fastast í "virkinu" og láti  frekar sækja sig þangað með dómum - ef menn þá þora.

Þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 11:07

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það sjá allir nema blindir að Samfylkingin er að breiða yfir eigin afglöp.Hún hefur stutt alla sem hafa ausið um sig peningum.Mest Jón Ásgeir og fjölmiðlaveldi hans og kaup hans bæði í Glitnir og Kaupþingi til að geta lánað sjálfum sér.Hagfræðingar Samfylkingarinnar sem kokkuðu EES samningin með Jón Baldvin í fararbroddi héldu ekki vatni af hrifningu þegar peningamálastefnan var sett á 2001.Þorvaldur Gylfason, sá hinn samai sem leiddi hrunið í Albaníu, fékk að vísu eitthvað hland fyrir hjartað eftir að Davíð kom í Seðlabankann en það var mest fyrir hatur á manninum.Jón Baldvin  og krataliðið í Samfyrkingunni, ber líka alla ábyrgð á 18 ára stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins.Hann leiddi Sjálfstæðisflokksins til öndvegis 1991.Það væri öðruvísi um að lítast í þjóðfelaginu nú ef það hefði ekki gerst.Hann á að kunna að skammast sín og þegja.

Sigurgeir Jónsson, 6.2.2009 kl. 11:23

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ertu sem sagt að stefna á sameiginlegt framboð með Davíði Oddssyni?

Þessi yfirlýsing þín um að nú hafi sýnt sig að nóttin örlagaríka hafi ekki verið mistök er algert frat Bjarni. Hvað hefurðu fyrir þér í því?

Það er næsta víst að þrátt fyrir að vera afar skuldsett stæðu þessu fyrirtæki enn í dag og væru mögulega að ná að berjast í gegnum brimskaflana.

Mér er reyndar nokk sama um þessi fyrirtæki, mér er hins vegar ekki sama um að eftir þessa nótt og yfirlýsingar Davíðs um að við ætluðum ekki að borga að þá lentum við í heljargreipum ægivalds, sem virðist hafa náð að beigja okkur undir það að borga. Borga eitthvað sem að ég og þú, börnin okkar, barnabörn og barnabarnabörn munum öll þurfa að eyða ævinni í að borga.

Það er einfaldlega afar erfitt að segja til um hvernig hlutirnir hefðu þróast öðruvísi hefði Davíð ekki gripið inn í Glitnis málið og yfirlýsing þín þar um því argasta frat. Það er hins vegar afar auðvelt að sjá fyrir hvað hefði ekki gerst ef Davíð hefði ekki ítrekað gefið út yfirlýsingar sem náðu eyrum breskra ráðamanna.

Baldvin Jónsson, 6.2.2009 kl. 11:24

6 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þakka þér pistilinn, Bjarni. Ég er sammála þér. Svo á ýmislegt eftir að koma í ljós....

Svavar Alfreð Jónsson, 6.2.2009 kl. 11:26

7 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Þetta snýst ekki um persónu Davíðs, þetta snýst um að öll stjórn peningamála var klúður og því þarf að skipta um alla sem komu að því beint og óbeint og bæta kerfið og setja inn fagfólk, sem er ábyrgt gagnvart þinginu.

Það er margt til í því að Davíð varaði við, en afhverju var ekki tekið mark á honum? Var það kannski vegna þess að hann var ekki fagmaður heldur greinilega mjög pólitískur? Það er allaveganna ein ástæðan. Það sem að alvöru seðlabankastjóri hefði gert var að segja af sér og segja með því: Peningamálastefnan hér er ekki eftir mínu höfði og ég ábyrgist hana ekki. Eftir því hefði verið tekið. En þetta gat DO ekki gert því að hann var partur af batteríinu sem kom honum í stöðuna. Nú ítreka ég, þetta snýst ekki um persónuna, heldur hvern þann pólítíkus sem hefði hagað sér að sama hátt og nauðsynlegar breytingar á kerfinu, sem fólk ætti að hætta að standa á móti. 

Pétur Henry Petersen, 6.2.2009 kl. 11:41

8 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Já, heilagur Davíð!!!! Það gat þá verið helgislepjan.  Nei, Bjarni nú held ég að þú hafir ekki rétt fyrir þér en samt þó að vissu marki. Davíð, eins og  allir aðrir Íslendingar, sofnuðu á verðinum og héldu að allt væri í lagi. En þegar farið var að tala um að það þyrfti að auka gjaldeyrisforðann, þá skullu skollaeyru hátt og glymjandi við, sama í hvaða horn var litið.  Svo Davíð, eins og svo margir aðrir stóðu sig ekki vel þegar bankakreppan laumaðist að okkur á meðan hagfræðingar utan úr heimi öskruðu og görguðu til að vara okkur við kreppunni. Við vorum í okkar glerhúsi og heyrðum ekki það sem þessir menn voru að míma þarna fyrir utan glerið.

Nei, Bjarni, ég get ekki verið sammála þér um heilagan Davíð, ekki núna, ekki áður, ekki seinna, bara aldrei. En það er ekki þar með sagt að maðurinn hafi brugðist rétt við þegar Glitnisbankinn (með sínum glæpalíð) bað um grið hjá Davíð. En Davíð var búin að koma sér vel fyrir áður, við skulum ekki gleyma því að hann er alveg jafn siðlaus og þessir bankaeigendur KB-banka, Glitnis og Landsbankans, þar sem hann hugsaði um rassin á sér og engum öðrum þegar hann var að setja ráðherrafrumvarpið fræga og hækkaði launin hjá Seðlabankastjórum áður en hann kom sínum rassi þar fyrir.

Ég verð aldrei sátt við DAVÍÐ sama hvaða lofum menn henda yfir hann.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 6.2.2009 kl. 11:47

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka góðan og yfirvegaðan pistil Bjarni. Það er tími til kominn að hatrið og heiftin villi mönnum sýn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.2.2009 kl. 11:47

10 identicon

Sannleikurinn hefur komið fram Baldvin minn um hvernig þessir bankar stóðu.  yfir 60% af hlutafé Glitnis kom frá skattaparadísum og verðmætinu haldið uppi með andlitslausum skúffufyrirtækjum sem eigendur eða vinir/viðskiptafélager þeirra keyptu í bankanum sjálfum og gátu ekki tapað. 

Þetta var veðsett froða og að halda að þetta hafi verið einhver ímyndarvandi er náttúrulega veruleikafirrt.  Það sem ég undrast er að enginn af þessum bankamönnum er á bakvið lás og slá. 
Triljónkrónuskuldarinn, vinur Samfylkingarinnar talar um þetta eins og rán aldarinnar en hann geymdi að segja frá því að bankinn var rændur af svokölluðum eigendum sínum og núna Jón Ásgeir að kenna DO um fall Baugs sem er gjaldþrota.  How stupid can you be?
Nú verður Samfylkingin ekki Baugsflokkur undir verndarvæng fjölmiðlafyrirtæki rísandi sólar heldur Bónus flokkur undir merki gríssins. 
DO er ekkert hæfur sem Seðlabankastjóri og ætti að fara. Enginn heilvita Seðlabankastóri í neinu landi hefði lánað/gefið Glitni pening. Það er betur og betur komið í ljós að DO var ekki að kenna um hrunið þótt þótt Baugsmiðlar, leigupennar og flokksmenn Baugs/Bónusflokksins hafa vilja koma því þannig.  Það var ekki samtal DO sem leiddi til hryðjuverkalaganna í UK.  Það sem ég hef fengið fram þar er það afleiðingar Lehman Brothers hrunsins þar sem ekkert reyndist eftir í UK þar sem þeir drógu allt fé til höfuðstöðvanna fyrir hrunið.

Gunnr (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 12:00

11 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Góður vinkill.

En ég er að sumu leiti ósammála þér. Það er ekkert óeðlilegt við það að seðlabankastjóri víki en hann víkur ekki vegna þess að hann sagði nei við Glitni.

Það er alveg ljóst. Þeir bankar sem fóru á hliðina áttu skilið að fara á hliðina. Það hefur ekkert með davíð að gera. Þensludansinn varð að enda.

Takk fyrir að senda mér póst um þetta Bjarni. Ég hef nú skrifað töluvert um svipað efni. En þetta snýst eiginlega um skuldsetningu bankana og bindiskyldu,sem fór stöðugt minkandi.

Og svo um stefnu sem snýst um að svífa á engri kjölfestu.

Ofveðsettir bankar eins og þeir Íslensku voru vírusar í þessu hagkerfi. Og voru byrjaðir að smita önnur hagkerfi. Davíð var sprautan sem forlögin notuðu til að deyða vírusana.

Hann á samt að víkja og það verður að koma inn maður sem leggur flotgengisstefnuna af og tengir krónuna við Norsku og svo skal ég hjálpa þeim að byggja upp framtíðarsýn.

Það halda kannski margir að ég hafi ekkert vit á því sem ég er að tala um en ég er búinn að kafa djúpt í þessi mál og komast að niðurstöðu.

Það eru skamtímahagsmunir að hugsa um evru. Og það mundi hjálpa okkur á vissan hátt. En fjötra og eiðileggja okkur á annan.

Flotgengisstefnan hefur gert viðskiptamenn fráhverfa krónunni.

Við verðum að fá stöðugleika. Og hann er hægt að móta með fastgengisstefnu og svo gullfæti. Allt annað er sama vitleisan aftur og aftur.

Fylleríið verður að taka enda. Og þetta er allt hægt. Ef viljinn er fyrir hendi.

Og ég veit að það kostar peninga. En það er ómetanlegt að vera frjáls.

Vilhjálmur Árnason, 6.2.2009 kl. 12:15

13 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Fínn pistill Bjarni.

Í þessu alsherjar klúðri er auðvitað ekkert eitt rétt og eitt rangt.  

Þeir virðast enn til, ótrúlegt nokk,  sem telja austur úr okkar sjóðum til Glitnis kvöldið fræga hefði afstýrt bankahruni.    Jafnvel þó allar lánalínur um allan heim væru komnar með slagbrand og þau gildu veð sem þá eftir stóðu væru nokkur norsk bílalán!       Segjum að Seðló hefði hent í víkingana fóðurbæti.   Bankinn hefði lifað í nokkra daga fram að næsta gjalddaga en síðan búið snautt.   "Stabbinn minn" , var ekki bara að minnka. Hann var búinn.

P.Valdimar Guðjónsson, 6.2.2009 kl. 12:19

14 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Tja - gott ef satt er!

En eitt finnst mér undarlegt. Hvurnig má á því standa að Davíð taki skyndilega svo skynsamlega (að þínu viti) ákvörðun í banka-/peningamálum?

Ætlarðu að segja mér það að hann hafi séð í gegnum frí-frelsis-algleymis-markaðurinn-bjargar-öllu pólitíkina sem hann og Flokkurinn hafa tilbeðið frá því ég var saklaust barn á bökkum Varmár að tína sóleyjar og gleym-mér-ei?

Hér eru mikil jarteikn ef satt er!

Soffía Valdimarsdóttir, 6.2.2009 kl. 12:25

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið er bara (að mínu áliti) að atburðir varðandi hrunið eru svo nálægir í tíma, að voða erfitt er að greina nákvæmlega hvað skeði í smáatriðum.  Hver gerði hvað og afhverju o.s.frv.

Það sem má segja með nokkurri vissu er, að ísl. bankastarfsemi var komin útúr öllum kortum miðað við smæð ísl. hagkerfisins.

Þar liggur að mínu mati stóri fiskurinn undir steini.  Það að jafn hámenntaðir einstaklingar eins og innbyggjarar íslands skyldu leifa slíku að gerast er, allavega eftir á að hyggja, með ólíkindum.

Og á sama tíma er bankarnir uxu og uxu var ríkisvaldið bara í veislu og hugsaði ekkert útí hvernig það gæti slegið sperrum og stoðum undir kerfið ef á þyrfti.  Það er bara ótrúlegt.

Fullt af hámenntuðum fræðingum hefðu átt að sjá þetta fyir frá byrjun.  Það var leifilegt að stofna útibú á EES svæðinu en málið er bara að ísl útibúin voru miklu stærri en höfuðstöðvarnar í heimaríkinu.  Það átti aldrei að leyfa þeim að safna slíkum innánum erlendis.  En þetta var talin mikil snilld.

Reyndar er erlenda starfsemin aðeins hluti af vandamálinu.  Annað ekki síður mikilvægt er flóð fjármagns erlendis frá inní hagkerfið.  Slíkt er alltaf stórvarasamt sérstaklega inní lítil hagkerfi með örmynt.

Það er í rauninni alveg sama niður í hvaða þátt efnahagsframkvæmda á undanförnum árum er gripið, að niðurstaðan er að menn hafi ekkert vitað hvað þeir voru að gera og ekki hugsað eina sekúndu fram í tímann.

Þegar Davíð ákvað að verða Seðlabankastjóri sögðu margir að hefð væri fyrir að fyrrv. pólitíkusar færu í þetta embætti o.s.frv.

Munurinn þarna er að á fyrri tímum var þetta allt öðruvísi.  Öllu var meir og minna handstýrt og allt í föstum skorðum.  Er Davíð kom inn var búið að gjörbreyta öllu sýsteminu.  Búið að taka upp nýtísku kenningar og sona.  Það var miklu mun mikilvægara að sérmenntaður einstaklingur höndlaði dæmið en áður var.  Fyrrverandi stjórnmálareynsla var alveg merkingarlaus.  Maðurinn var ekki einu sinni hagfræðingur. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.2.2009 kl. 12:29

16 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þegar Davíð kom í seðlabankann var hann fljótlega boðaður í þarna kellingaspjallið sem hún var með - andsk. heitir hún - Anna María ?? eða whatever. Og þar montaði hann sig sérstaklega af því að hafa verið "vitlausasti maðurinn á staðnum" og hann tók sérstaklega fram að hann hefði ekkert botnað í fyrirlestrum sérfræðinganna. Sem er einkennilegt þar sem hann hafði verið forsætisráðherra í eitthvað 14 ár og lesið ótal skýrslur frá téðum sérfræðingum og líka talað við þá út í eitt. En það hafði sem sagt allt runnið án minnstu viðstöðu beinustu leið út úr hans heimska haus. Heimild: hann sjálfur.

Þannig að maður skilur ekki hvaða erindi þessi maður átti í stöðu seðlabankastjóra og greinilega skilur hann það ekki sjálfur. Nú síðan er Halldór Blöndal formaður stjórnar seðlabankans og Hannes Hólmsteinn fyllir síðan þennan úrvalsþríhyrning íhaldsins úr helvíti í vistunarúrræðinu við Arnarhólinn. Þetta er algjörlega skipulögð vitleysa og vanhæfni og afleiðingarnar blasa við. 

Baldur Fjölnisson, 6.2.2009 kl. 12:45

17 Smámynd: Sveinn Tryggvason

Ég hef haldið því fram að breytingar á Seðlabankanum séu ekki það sem mikilvægast er til að komast upp úr krísunni.

Þetta svipað og vera í rútu sem er um það bil að hrapa niður í hyldjúpt gil. Í stað þess að rétta kúrsinn, skipta um rútu eða gera eitthvað annað sem forðar farþegum frá stórslysi ákveður bílstjórinn að skipta um rúðuþurrkur og hækka í útvarpinu. 

Sveinn Tryggvason, 6.2.2009 kl. 12:50

18 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Eru menn ekki að skilja það að við skuldum , tæplega 3000 miljarða eftir stjórn þessara manna . Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað þessu landi í 18 ár , og hver er útkoman , jú  Ísland er gjaldþrota . Þessi mynd Bjarni af þessum fíflum í bílnum er stórkostleg . Og ég legg það til að Sjálfstæðisflokknum , verði bannað að bjóða fram í næst alþingiskosningum . Hann er búinn að gera nó af sér.

Vigfús Davíðsson, 6.2.2009 kl. 13:12

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þetta Bjarni minn.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2009 kl. 13:37

20 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sagan á eftir að skoða þetta betur,það er svo gott að sitja á hliðalinun og segja þetta og hitt,það eru svo margir sekir þarna að það hálfa væri nóg!!!Davíð einnig ,það hefði verið betra ef við hefðaumtekið stóra lánið meðan það var hægt 500 milljarða sem Alþingi gaf leifi til,en það vara dregið ,meðan hægt var að fá það á sæmilegum vöxtum,svo leiddi eitt af öðru,og margir sekir þar/Baugur ekki meira en aðrir/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.2.2009 kl. 13:45

21 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ónýtt staff er yfirleitt ekki til bóta, nema náttúrlega ef það er sérstaklega þar sem það er vegna þess að það er handónýtt og það hentar einhverjum sérstökum hagsmunum.

Baldur Fjölnisson, 6.2.2009 kl. 13:53

22 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ástæður bankahrunsins voru þessar:

Stefna spilltra sjálftökustjórnmála sem byggðust á skammtímagræðgi og tillitlsleysi gagnvart komandi kynslóðum. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrimsson báru mesta ábyrgð á þessu ásamt flokkum sínum.

Ábyrgðina ber líka öll fyrrverandi ríkisstjórn, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið.

Öll ríkisstjórnin hefði átt að gera það sama og Björgvin Sigurðsson, að segja af sér ásamt stjórnum Seðlabanka og Fjármálaeftirlits.

Síðan hefðu Flokkarnir þrír, sem báru ábyrgðina, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Samfylking átt að biðja forseta að mynda utanþingsstjórn.

Vísa að öðru leyti til nýs bloggpistils míns um þetta.

Ómar Ragnarsson, 6.2.2009 kl. 14:43

23 identicon

Davíð og hans menn persónugera alla hluti, bæði þá sem snúa að öðrum og þeim sjálfum, - og eins og oft er með hrekkjusvínahópinn á skólalóðinni þá málar aðalhrekkjusvíniið sjálfan sig sem aðal fórnarlambið og hrekkjusvínahirðin hrín öll í kór sama sönginn af hræðslu og fylgispekt við Aðal.

Þeim er auðvitað öllum vorkunn.

Gunnar (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 14:53

24 Smámynd: Auðun Gíslason

Það hefði komið hljóð úr horni "eigenda" lýðræðisins, ef Ólafur Ragnar hefði myndað utanþingsstjórn!

Auðun Gíslason, 6.2.2009 kl. 14:53

25 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Gef farið yfir ástæður þess,a ð Davíð fékk eki við ráðið og kæruvilja mjög margra, bæði pupulista og gróðapunga á SÍ með tilvísan til reglna EES um Fjórfrelsið, nokkuð sem Kratar geta ekki skilið hvað þá viðurkennt.

En svo mun það rétt hjá þér nú enn og aftur.

Við eru nánast oft og jafnvel hættulega oft, sama sinnis.

Fer að halda að við séum bara báðir svona helvíti sveitó, að skilja, að mannskepnan er jú í grunninn Spendýr og við höfum þekkt mögr.

Miðbæjaríhaldið

ann sveitum og frjálsum útgerðastöðum.

Bjarni Kjartansson, 6.2.2009 kl. 14:56

26 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hér er lenska að setja málefnalega gjaldþrota bullukolla í embætti sem eru þess eðlis að þeir geta ekki bullað mikið opinberlega. Þannig er límt fyrir kjaftinn á þeim. Vinsæl pólitísk förgunarúrræði af þessu tagi eru td. hæstiréttur og seðlabankinn. Frá þjóðfélagslegu sjónarmiði er þetta augljóslega sjálfstortímandi ruglandi og dæmt til að enda með algjörri skelfingu fyrr eða síðar, bara spurning um tíma.

Baldur Fjölnisson, 6.2.2009 kl. 15:03

27 Smámynd: Baldur Fjölnisson



Grein eftir Jóhann Hauksson. Birtist í DV 15. nóvember 2007.


Frétt í Morgunblaðinu þann 15. nóvember 2007.


Grein eftir Birgi Ármannsson alþingismann í 24 stundum þann 15. nóvember 2007.


Grein eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Birtist í Morgunblaðinu 16. nóvember 2007.


Fréttaskýring um framsögu Arthúrs Laffer í Morgunblaðinu. Birtist þann 17. nóvember 2007.


Fréttaskýring um framsögu Arthúrs Laffer í Fréttablaðinu. Birtist þann 18. nóvember 2007.


Fjallað um ræðu Stefáns Ólafssonar hjá BSRB þar sem hann segir Arthúr Laffer vera vúdúhagfræðing. Birtist í Fréttablaðinu þann 18. nóvember.


Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, hlustaði á Laffer líkt og sagt er frá í DV þann 19. nóvember 2007.


Auður Lilja Erlingsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna telur að Laffer kúrvan sé ekki heilagur sannleikur.


Viðskiptablaðið gerir úttekt á kenningum Laffers þann 20. nóvember 2007.


Viðskiptablaðið fjallar um Laffer í leiðara sínum 20. nóvember 2007.


Fréttablaðið gerði úttekt á skattamálum og orðum Laffers þann 21. nóvember 2007.


Fréttablaðið greinir frá lágum tekjuskatti á Íslandi þann 21. nóvember 2007.


Morgunblaðið segir að hádegisverðurinn sé ókeypis þegar komi að tekjum ríkisins og skattalækkunum þann 22. nóvember 2007.


Morgunblaðið segir að hádegisverðurinn sé ókeypis þegar komi að tekjum ríkisins og skattalækkunum þann 22. nóvember 2007.


Viðskiptablaðið fjallar um Laffer og aukna skattheimtu ríkisins þann 23. nóvember 2007.


Ólafur Teitur Guðnason fjallar um orð Stefáns Ólafssonar í tengslum við heimsókn Laffers. Birtist þann 23. nóvember 2007.


Hannes Hólmsteinn Gissurarson fjallar um íslenska efnahagsundrið.


Hannes Hólmsteinn Gissurarson fjallar um írska efnahagsundrið.


Baldur Fjölnisson, 6.2.2009 kl. 15:06

28 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.2.2009 kl. 15:09

29 Smámynd: Baldur Fjölnisson

The Icelandic Economic Miracle

Hörkupartý í vitlausraspítalanum

http://www.skattamal.is/miracle/index.php?gluggi=fjolmidlar

Baldur Fjölnisson, 6.2.2009 kl. 15:17

30 Smámynd: Jón Þór Benediktsson

Langar að segja eitt, Davíð vildi þjóðstjórn í haust! betur ef svo hefði farið nú!

Heill foringja vorum og fósturjörð. Ég er alveg til í að Jóka reki Davíð því þá fer hann í framboð og ÉG kýs hann!!

Jón Þór Benediktsson, 6.2.2009 kl. 15:32

31 identicon

Embættismaður skv. skilgreiningu sjálfsæðismanna þessa dagana.

Vanhæfur = ekki hægt að reka hann.

Sýnir yfirboðurum sínum óvirðingu = ekki hægt að reka hann.

Vitlaus = ekki hægt að reka hann.

Óvinsæll = ekki hægt að reka hann.

Brotamaður =áminning.

Síbrotamaður = má reka hann, helst þarf að endurskipuleggja stofnunina til að réttlæta brottreksturinn.

Eru allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, talsmenn einkaframtaksins, ábyrgða o.s.frv. að stefna á starf hjá hinu opinbera.  Svarið er já, þeir hafa séð 14.000 landsmenn sem ekki vöru embættismenn missa vinnuna, þeir eru engir vitleysingjar, þeir vita hvar er hlítt og þurrt að vinna.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 15:36

32 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bjarni, það þarf þó nokkurn kjark til þess að skrifa svona varnarpistil, því þótt hálf þjóðin sé hjartanlega sammála þér þora fáir að tjá sig á líkum nótum - ennþá!

Hinn helmingur þjóðarinnar er ýmist staðfastlega mótfallinn þessum Davíð af pólitískum ástæðum eða heilaþveginn af Baugsmönnum.  Skyldi Baldur tilheyra síðastnefnda hópnum?   

Kolbrún Hilmars, 6.2.2009 kl. 15:37

33 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þvert á móti. Ég var að blogga um gjaldþrot Glitnis og hugsanlega leið til að bjarga restinni í maí sl. eftir að bankaspilaborgin skilaði uppgjöri fyrir 1. ársfjórðung 2008. Á sama tíma voru herdeildir klappstýra í seðlabankanum, fjármálaeftirlitinu, ruslveitum og á bloggum í óða önn að halda fólki sofandi.

Seðlabankinn segir mikilvægt að varðveita stöðugleikann. Hafnar því að mötuneyti bankans hafi fengið afgreidda ranga sveppategund

22. maí 2008

Baldur Fjölnisson, 6.2.2009 kl. 15:52

35 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Bankarnir verða aðstoða fólk í góðu og slæmu árferði

mynd

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir lán íslenskra banka til fyrirtækja og til húsnæðiskaupa mjög lítil um þessar mundir og að bankarnir verði aðstoða fólk bæði í slæmu árferði og góðu. [ég hélt að þeir væru í hörðum bísness og væru aðallega í að reyna að aðstoða hluthafana, gengið á markaðnum og einhverja snillinga sem fá grilljónir bæði fyrir að byrja og líka þegar þeir eru reknir]

Þetta kemur fram í viðtali við hann á norska viðskiptavefnum E24. Hann segir útlán bankanna of lítil [þeir byggja að miklu leyti fjármálablöðrur sínar á lánum frá öðrum bönkum og sömu lögmál gilda í lánastarfsemi makró og míkró - það kemur að því að lántakandinn verður ofskuldsettur og vafi þá um endurgreiðsluhæfi hans og þá er skrúfað fyrir lánin] og það geti ekki gengið til lengdar. Um 15,5 prósenta stýrivexti Seðlabankans segir Geir að hann eigi von á því að þeir bíti fljótt [þeir hafa ekki bitið baun í bala árum saman og enginn heilvita maður tekur lengur mark á þessarri skrípastofnun og vistunarúrræði fyrir aflóga pólitíkusa] og það muni draga úr verðbólgu. Þá verði auðveldara fyrir Seðlabankann að lækka vexti. [þetta hafa Geir og kó sagt árum saman á meðan seðlabankinn hefur keppst við að hækka vexti og verið fyrirtaks gagnvísar og verða sjálfsagt áfram]

Geir segir í viðtalinu ekki vita hvenær íslenska efnahagskerfið verði frískt á ný eins og það er orðað. „Ég þori ekki að spá fyrir um það en ég tel þó að það sé ekki mjög langt í það. Við erum komin yfir það versta þrátt fyrir að efnhagslífið sé í lægð. Efnahagurinn þarf að lækka flugið til þess að hægt sé að ná því aftur,” segir Geir. [þvílíkt frasakjaftæði og froðusnakk. maðurinn er enn innihaldslausari en halldór ásgrímsson]

Geir bendir á að mikilvægi sjávarútvegsins í þjóðarbúinu á Íslandi fari minnkandi en fjármálakerfið sé vaxandi og þá séu miklir möguleikar í orkumálum og ferðaþjónustu. Því hafi stoðum íslensks efnahagslífs fjölgað. Aðspurður um framtíðaruppbyggingu í landinu bendir Geir á að tvö netþjónabú séu í byggingu. Ísland eigi ódýra, endurnýjanlega orku og fyrirtæki sem þurfi orku og mengi ekki séu boðin sérlega velkomin til Íslands. [sérstaklega ef þau tengjast td. bechtel eða alcoa eða öðrum kostendum erlendra fasista sem eru í sérstöku vinfengi við Davíð yfirforsætisráðherra]

19. maí 2008

Baldur Fjölnisson, 6.2.2009 kl. 15:56

36 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Við verðum að átta okkur á því að Davíð er mjög klár, og kannski þess vegna hefur hann ÞORAÐ ÖLLU sem hann hefur sagt og gert. Hann passaði síg á því að tryggja sig vel áður en hann hætti á þingi, ekki bara í starfi, heldur líka tryggði hann sér gott líf þegar kæmi að eftirlaununum hans. En ég er samt sem áður ekki svo viss að allt lagist eftir að hann víkur úr Seðlabankanum. Við skulum sjá til.   Mér finnst að þessi nýja ríkisstjórn ætti að fara að vinna og nota þessa ca. 80 daga í það að bjarga fólkinu í landinu frá gjaldþrotum, heldur en að rífast um Davíð Oddsson og hver eigi að vera þingforseti. Hvernig væri líka að ríkisstjórnin færi að koma kvótanum OKKAR heim í sjávarplássin aftur. Við þurfum að byggja okkur upp og láta verkin tala, framkvæma það sem mest skiptir máli, en ekki rausa endalaust um eitthvað sem minnst skiptir máli í kreppunni. Mér finnst ótrúlegt hvernig þingmenn eru búnir að eyða þeim tíma sem af er, í þras og aftur þras. Það er nokkuð ljóst að þessir flokkar eru allir eins og það á eftir að sannast á þessum áttatíu dögum fram að kosningum. Eintóm VALDABARÁTTAá milli flokkana. Við þurfum ekki á þessu að halda NÚNA !

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 6.2.2009 kl. 16:08

37 Smámynd: Kolbrún Hilmars

OK, Baldur, nú eru allir búnir að ná þessu! 

Kolbrún Hilmars, 6.2.2009 kl. 16:12

38 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Baldur Fjölnisson, hvaðan skýtur þú upp kollinum ? Veistu hvaða sveppategund þeir fengu senda ? 

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 6.2.2009 kl. 16:14

39 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Geir Haarde er algjört vitsmunalegt nóbodí sem aðeins var ætlað að vera numero duo hjá íhaldinu til að Dabbi liti betur út þangað til Dabbi hætti sem einræðisherra hérna um sjötugt. En síðan hlupu snurður á þráðinn. Fyrst kom Bush til sögunnar og Dabbi trylltist af hrifningu og tilkynnti þar með opinberlega að hann væri ekki með öllum mjalla. Síðan veiktist hann þarna árið 2004 og um haustið komst sálufélagi hans og samhálfviti Halldór Ásgrímsson í langþráða stólinn. Eftir að Dabbi flutti svo skýrslu Bush um utanríkismál vorið 2005 fyrir tómum þingsal var ljóst að hann var einmitt rétta útrýmingarvopnið til að gjöreyða trúverðugleika seðlabankans og the rest is history, hahahaha.

Baldur Fjölnisson, 6.2.2009 kl. 16:20

40 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Guðbjörg, reyndar er það eldgamalt og mjög eitrað viskí sem hefur helst eyðilagt hausinn á þessum bullukollum. Og síðan hafa þeir verið á endalausum sprautum forever og nánast hægt að opna kvikasilfurnámu í hausnum á þeim og ekki hefur það bætt úr skák.

Baldur Fjölnisson, 6.2.2009 kl. 16:23

41 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vá, best að hætta að vakta þessa endaleysu og yfirtöku

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2009 kl. 17:12

42 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þessu nennir enginn nema Baldur sjálfur.

Þakka aftur góðan pistil Bjarni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.2.2009 kl. 17:18

43 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þeir eru eitthvað sárir greyin.

Baldur Fjölnisson, 6.2.2009 kl. 17:28

44 identicon

Ekki skrítið Bjarni að þú verjir skoðanabróður þinn í Evrópumálum, kvótamálum og Íraksmálum.

marco (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 18:09

45 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Hver lagði niður þjóðhagstofnun og rak þar alla út? Davíð

Væri ekki got að hafa þá stofnun núna ?

Burtu með þetta lið ef ekki með góðu þá í handjárnum fyrir landráð af gáleysi.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 6.2.2009 kl. 18:17

46 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Flottur pistill, Bjarni. Allir heiðarlegir menn gera sér grein fyrir fáránleika þessara ofsókna. Tilgangur þeirra er að breiða yfir eigin villu. Samfylkingin tók skakka beygju þegar hún ákvað að rugla reitum með Jóni Ásgeiri og útrásinni. Nú þegar þjóðin stendur uppi með skuldabaggann, reynir Samfylkingin að sverja þá af sér.

Það er óbrag af meðulunum sem þeir beita. Samfylkingin mun engan heiður hafa af athæfinu.

Ragnhildur Kolka, 6.2.2009 kl. 18:32

47 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Góður pistilinn, Bjarni. Ég er sammála þér. Svo á ýmislegt eftir að koma í ljós....

Góða helgi.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 6.2.2009 kl. 18:45

48 identicon

Veistu það að mér líkar þessi lesning. Auðvitað á margt eftir að koma í ljós eins og fólk hamrar hér á. Skárra væri það. Hvernig svo sem sú sagnfræði fer er ég á því að karl hefði átt að taka pokann sinn þó ekki væri fyrir annað en að skapa frið. Vera góður við samherja sína og sýna stuðning. Hann gerði það ekki þó þeir hefðu auðvitað kosið það. Drengur góður? Hvað veit ég?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 18:58

49 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

óþolandi þegar fólk peistar hálfu Internetinu í commentin sín.

en hvað um það...

ekki ætla ég að verja Baug. finnst það ekki heldur koma Seðlabankamálinu við.

málið er að skipta þarf um stjórnendur í bankanum til að skapa traust. þá skiptir engu hvort þeir heita Davíð Oddsson eða Mói Grapes. málið hefur ekkert með persónu Davíðs Oddssonar að gera. það eru Sjálfstæðismenn og þeir sem láta blekkjast af málflutningi þeirra sem gera það.

en annars smá pæling, on the side...

fyrst Dabbi segist hafa sagt, snemmsumars an númm prósent líkur væru á að bankarnir lifðu af. hví samþykkti hann, ásamt meðstjórnendum, 200 milljarða króna lán til Kaupþings korteri áður en sá banki var ríkisvæddur?

Brjánn Guðjónsson, 6.2.2009 kl. 19:07

50 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég held reyndar að Davíð hafi verið mest nytsamur sakleysingi í öllu þessu leikriti, ég vil þrátt fyrir allt ætla honum það. Ég hef aldrei haldið því fram að hann væri eitthvað sérstaklega óheiðarlegur. Hann hafði ákveðið karisma en hins vegar ekki neina menntun sem máli skipti, möo ágætis sölumaður og einhver öfl hafa séð sér hag í að blóðmjólka hann í því skyni. Og nú erum við hér árið 2009 gjörsamlega á kúpunni eftir allt fjarstýrða blaðrið frá honum og skósveinum hans. Þetta átti að vera einhvers konar átómatísk paradís sem myndi vaxa endalaust forever og við áttum ekki að pæla í hinu liðna heldur horfa ávallt fram á veginn. Síðan á gjörónýtt staff sem sigldi öllu á hausinn að reisa allt við aftur. Þannig á að blóðmjólka draslið þangað til ekkert er eftir hjá ykkur. Amen og kúmen.

Baldur Fjölnisson, 6.2.2009 kl. 19:07

51 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ll prósent, átti þetta auðvitað að vera

Brjánn Guðjónsson, 6.2.2009 kl. 19:11

52 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hóra getur dregið inn miklar tekjur og hún þarf ekkert sérstaklega merkilega hugsun eða hugmyndafræði til þess. Hún þarf bara að geta verið í ákveðnum stellingum í þágu kúnnans. En síðan færist þetta yfir í opinber hóruhús og smám saman verða hórurnar ónothæfar en samt þurfa menn að borga stórfé fyrir að nota þær ekki og vilja þær alls ekki ! Það getur náttúrlega ekki endað vel.

Baldur Fjölnisson, 6.2.2009 kl. 19:19

53 Smámynd: Magnús Jónsson

Bjarni: takk fyrir góður pistill, það veður fróðlegt að lesa hvað sagnfræðingar, eiga eftir að skrifa um gerðir margra þegar fram líða stundir, þá mun sjást hverjir reyndu að vara við og hverjir þvældust bara fyrir.

Magnús Jónsson, 6.2.2009 kl. 19:37

54 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Bjarni, þessi pistill missir algerlega marks í ljósi þess þem hefur gerst?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.2.2009 kl. 20:12

55 Smámynd: Atli Hermannsson.

Bjarni "EN ég er enn sannfærður um að Davíð fór rétt að þegar Glitnisdrengirnir komu til hans og báðu um að fá að fara eins og Bjarnaræningjar inn í hálftóma peningatanka þjóðarinnar.

En hvað með 500 milljarða fyrirgreiðsluna til Kaupþings fékk aðeins nokkrum dögum áður en sá bankinn fór í þrot...var það líka rétt ákvörðun? 

Atli Hermannsson., 6.2.2009 kl. 20:36

56 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég skil alls ekki hv ernig allir þessir frjálshyggju-  og markaðsspekingar geta hafa klikkað á beisík atriðum. Hlustið nú vel, þetta er þriðja regla Baldurs. Því útjaskaðri sem hórur eru eftir mikla notkun, því minni eftirspurn er eftir þeim. Það þýðir því ekkert að hækka hórurnar því meira í tign í hóruhúsinu sem eftirspurn eftir þeim minnkar. Maður hefði haldið að frjálshyggju- og markaðsfræðingar nútímans skildu elementarí hluti af þessu tagi.

Baldur Fjölnisson, 6.2.2009 kl. 20:49

57 identicon

Bjarni.  Takk.

Baldur.  Það er til stofnun sem er til þess að aðstoða fólk sem er ekki sjálfrátt og jafnvel hættulegt umhverfi sínu.

joð (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 21:32

58 Smámynd: Bjarni Harðarson

Atli og þið hin; ég hef aldrei sagt að Davíð eigi ekki að standa upp. Það tel ég einmitt að hann eigi að gera og hef lengi talið og ég tel að það hafi einmitt verið stór mistök að lána kaupþingi 500 ma plús ótal mörg önnur mistök sem Seðlabankinn allur ber ábyrgð á. En ég bakka ekki með að hann var réttur maður á réttum stað þegar nærri öll þjóðin var eins og Baldur Jónsson hér að ofan. Þetta er alls ekki svarthvít mynd heldur meira eins og súrrealísk skissa eftir Dalí sem enginn hefur ennþá botnað í. En takk fyrir afar góður umræður.

Bjarni Harðarson, 6.2.2009 kl. 21:37

59 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Takk kærlega, ég hef þegar framsent þennan hugsanlega link samskiptasjóra mínum.

Baldur Fjölnisson, 6.2.2009 kl. 21:39

60 identicon

Málið snýst ekki um persónu DO, og þó, auðvitað snýst það líka um persónu hans.  Hitt er að málið snýst um Seðlabankastjóra og traust, hérlendis og erlendis.  Seðlabankastjóri þarf ekki að hafa brotið nein lög, enda engin lög í landinu sem ná yfir hann.  Þegar traustið er farið á hann og öll stjórnin að víkja, svo einfalt er það. Finnst fólki semsagt í lagi að Seðlabankastjóri (DO) beiti annarsvegar fyrir sig bankaleynd og rjúfi hana hinsvegar, eins og þegar DO sagði frá því að einn maður skuldaði 1000 milljarða, eða það sem bankastjórar Seðlabanka gerðu núna, þ.e. að senda fjölmiðlum bréfaskrif varðandi Kaupþing og fleiri fyrirtæki, er það öll bankaleyndin.  Nei, hentisemis-sjónarmið hafa alltaf ráði för DO.  Fyrir utan þetta er það mín persónulega skoðun að hann hafi brotið helling af sér og alveg óskiljanlegt að fólk suði bara um að nú eigi þingið og 80 daga stjórnin að fara að vinna, þegar hún er einmitt að því, þ.e. að gera og þora að gera það sem aðrir (GH og Sjálfstæðisflokkurinn) hafa ekki þorað að gera hingað til.

Jónína (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 21:50

61 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég myndi nú ráðleggja að fara rétt með mitt nafn. Ég tek grænu vúdúdúkkuna mína helst ekki fram fyrr en í lengstu lög. Síðast var það árið 2003.

Baldur Fjölnisson, 6.2.2009 kl. 21:53

62 identicon

Eftirfarandi lét Davíð út úr sér rétt fyrir bankahrunið

Íslenskt bankakerfi og íslensk efnahagsmál standa traustum fótum þótt á móti blási um þessar mundir. Kerfisbundið afnám ýmiss konar hafta í efnahagsstarfseminni á síðustu fimmtán árum eða svo, einkavæðing, markvissar skattalækkanir og alþjóðavæðing íslensks atvinnulífs hafa þegar skilað stórfelldum ávinningi og lagt grunninn að nýju framfaraskeiði á komandi árum. Við munum hiklaust halda áfram á þeirri braut þegar við höfum unnið okkur út úr þeim tímabundnu erfiðleikum sem nú steðja að.”

Valsól (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 22:10

63 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Dóri dindilskækja varð á endaunum  að flýja land og er núna ruslagámur hjá norðurlandaráði .Dabbi dindilhóra endar án vafa á sama hátt.

Baldur Fjölnisson, 6.2.2009 kl. 22:49

64 Smámynd: Bjarni Harðarson

Baldur Fjölnisson - hvað sem líður vúdudúkkum ertu ekki einn í heiminum, ég var að vísa til nafna þíns Jónssonar og hana nú.

Bjarni Harðarson, 6.2.2009 kl. 23:08

65 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Já enda myndi ég aldrei leggja álög á Bjarna Harðar nema kannski í um það bil þegar öll síðustu lög og þegar allt værin um það bil að verða búið ... kannski aðeins áður ... bara ekki kalla mig Baldur Jónsson aftur, virðingarfyllst.

Baldur Fjölnisson, 7.2.2009 kl. 00:02

66 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hann kom inn heimskur, lærði ekkert á 14 árum og fer niðurlægður, heiðri og virðingu rúinn eftir auðmýkjandi en réttlætanlegan brottrekstur. Er von að heimspressan fjalli um ferilskrána?

Hann er orðinn svona pólitískur coffin dodger.

Lík sem fattar ekki að það sé lík.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.2.2009 kl. 00:11

67 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Og hvað sem þú gerir, þá nefnirðu ekki grænu vúdúdúkkuna mína. Ég hef sjálfur ekki þoarað að nefna hana síðustu sex árin.Sjitt nú verður ekki aftur snúið ...

Baldur Fjölnisson, 7.2.2009 kl. 00:13

68 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Eftir því sem á mína ævi hefur liðið hef ég æ meir orðið að viðurkenna að það er til kvenfólk sem er miklu gáfaðraða en ég ...

Baldur Fjölnisson, 7.2.2009 kl. 00:20

69 Smámynd: Gísli Reynisson

flottur pistill og ansi góð umræða

www.aflafrettir.com

Gísli Reynisson, 7.2.2009 kl. 02:44

70 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

Hættið að væla og byrjaðu að berjast með okkur fyrir land og þjóð, bloggarar íslands sameinumst í því að verja þjóðina okkar, sameinuð stöndum við, sundruð drepumst við.... hættið að haga ykkur eins og 5 ára börn!!! finnið leiðina til þess: STRAX!

Kristinn Svanur Jónsson, 7.2.2009 kl. 03:40

71 Smámynd: Heimir Tómasson

Bjarni minn. Ekki hef ég nú oft verið sammála þér, enda aldrei haft mikið álit á Framsókn né Framsóknarmönnum. En núna verð ég að segja þér að ég hef barasta fengið mikið álit á þér fyrir að þora að standa upp og halda þessu fram.

Góður Bjarni, ég er nú mikið sammála þér þarna. Nornaveiðarnar eru orðnar svoleiðis að maður er farinn að efast um að það sé í raun siðað samfélag þarna á klakanum lengur.

Heimir Tómasson, 7.2.2009 kl. 11:06

72 identicon

Án þess að hafa allar þær upplýsingar sem stjórnvöld á þeim tíma / Davíð höfðu, tel ég að það hafi verið rangt að þjóðnýta Glitni á þeim tímapunkti sem það var gert.

"En ég bakka ekki með að hann var réttur maður á réttum stað þegar nærri öll þjóðin var eins og Baldur Jónsson hér að ofan."

Hvað segirðu, ætlar þú í framboð ??  Ég man enn orð Jóns Baldvins um þjóðina og kýs hann ekki heldur, almenningur er ekki upp til hópa fífl Bjarni.

Stefanía (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 11:41

73 identicon

Ekki steinn yfir steini í þessu. Naflaskoðun þar sem menn eru orðnir svo sverir að naflin sérst ekki.

- Davíð var í brúnni þegar bankarnir voru afhentir hanns mönnum.

- Davíð hélt uppi peningamálastefnu sem stóðst ekki

- Degar allt var í gangi (ekki endilega góðum gangi) þá sagði hann ekkert opinberlega (kaffi fundir með sínum gömlu félögum)

- Þegar allt er komið í hönk þá mætri hann í Kastljós

Tími til kominn að senda kallinn í land. Vélstjóri sem heldur vélinni ekki gangandi og er bara að þvælast upp í brú er óviðunandi. Skipið er í háska, nú er tími til að taka ákvarðanir!!

Jón (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 16:33

74 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Af hverju er Davíð nefndur?...skil það ekki!Seðlabanki þjóðarinnar er meira en einn maður? Gjaldeyrinn er verðlaus og þar með Seðlabankinn...en það er ekki einn maður?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.2.2009 kl. 18:34

75 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Útgangspunkturinn er ekki gera ekki neitt.

Friðrik Björgvinsson, 7.2.2009 kl. 22:36

76 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Friðrik akkúrat. Davíð ætlar ekki að fara, hann lætur reka sig úr Seðlabankanum, Þá getur hann lögsótt ríkið.  Hvað er Davíð að gera í London núna á sama tíma og Baugur er komin í greiðslustöðvun þar ? Halló !

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 8.2.2009 kl. 16:54

77 Smámynd: H G

 Ástæður fyrir því að reka bankastjóra Seðlabankans

1. Seðlabankinn er gjaldþrota. Stjórnendur hans töpuðu 150 milljörðum í óvarlegri lánastarfsemi til svokallaðra „óreiðumanna” í því sem kallað var ástarbréfaviðskipti. Þetta jafngildir hálfri milljón króna á hvert mannsbarn í landinu.

2. Seðlabankinn nýtti ekki góðu dagana til að byggja upp gjaldeyrisvaraforða í samræmi við vöxt fjármálakerfisins, þrátt fyrir ábendingar um nauðsyn þess, m.a. frá Þorvaldi Gylfasyni. Viðbúnaður bankans við fjármálakreppu var því í skötulíki.

3. Jafnvel í vor synjaði bankinn láni frá J.P. Morgan sem bauðst á góðum kjörum og nam hærri fjárhæð en aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins nú. Lýsir það ótrúlegu vanmati á viðbúnaðarþörf.

4. Bankinn áttar sig ekki á hlutverki sínu í fjármálastöðugleika og beitti ekki stjórntækjum sínum til að hemja vöxt bankanna, heldur lækkaði þvert á móti bindiskyldu sem var mjög misráðið.

5. Seðlabankinn hefur nær aldrei náð verðbólgumarkmiði sínu frá því honum var sett það í upphafi aldarinnar.

6. Bankinn vanmat augljóslega áhrif of sterks gengis á neyslu og fjárfestingagleði og þar með þenslu.

7. Að geyma gjaldeyrisforða þjóðarinnar á Englandi eftir að Icesave-vandinn var ljós og hætta á frystingu hans, er líkt því að vera í sjóorrustu hjá skipstjóra sem gleymdi púðrinu í landi. Yfirsjónin ætti að varða við þjóðaröryggi.

8. Óviðunandi er að stjórnendur Seðlabankans hafi frétt það í London í febrúar sl. að íslensku bankarnir væru í alvarlegum vanda. Ætlast verður til þess vegna stöðu og hlutverks bankans að hann hefði átt að uppgötva það sjálfur og fyrr.

9. Óskiljanlegar eru ívilnanir hinn 15. apríl í tengslum við bindiskyldu vegna útibúa erlendis eftir þær upplýsingar sem Seðlabankinn hafði fengið í London.

10. Hafi Seðlabankinn fengið svo greinargóðar upplýsingar um stöðu bankanna í London er skýrsla bankans um fjármálalegan stöðugleika frá maí sl. beinlínis villandi upplýsingagjöf.

11. Ófaglegt er að engin viðbragðsáætlun hafi verið til í bankanum vegna fjármálakreppu.

12. Lækkun og hækkun vaxta á víxl jók ekki trúverðugleika.

13. Óheppilegt var og trúlega viðvaningsháttur að Seðlabankinn keppti við viðskiptabankana um fjármagn, m.a. með skuldabréfaútgáfu og í lánalínum.

14. Viðvaningsháttur var að bankinn þagði þegar fréttir bárust af því að hann væri ekki með í samningum norrænu seðlabankana við þann bandaríska. Að bankinn skyldi ekki ná samningum við þann bandaríska var nógu slæmt en þögnin jók á ótta og óvissu og gróf enn frekar undan trúverðugleika á ögurstundu.

15. Ákvörðun um ríkisvæðingu Glitnis var stórslys. Svo röng var hún að stjórnvöld vonuðust fljótlega eftir þroti bankans svo ekki þyrfti að efna samninga! Hve illa er þá komið fyrir trúverðugleika Seðlabankans?

16. Fum og fát í gengismálum dró enn frekar úr trúverðugleika og fagmennsku í Seðlabanka Íslands. Ákvörðun um að festa gengið við 175 stig verður lengi kennd sem hrapaleg mistök, enda lifði „staðfesta” bankans í gengismálum aðeins í tvo daga, því oftrúin á krónuna var svo víðs fjarri veruleikanum á gjaldeyrismarkaði. Hún hefur síðan fallið um tugi prósenta.

17. Kastljósviðtal við formann bankastjórnar hjálpaði ekki til við að verja stærsta fyrirtæki landsins, Kaupþing, falli.

18. Þyngra er en tárum taki ótímabær yfirlýsing Seðlabankans um svokallað Rússalán. Bæði spillti það mjög þeim lánasamningum sem Geir Haarde hafði átt frumkvæði að og einnig orðspori okkar á alþjóðavettvangi.

19. Fyrrnefnt Kastljósviðtal, sem m.a. var birt í Wall Street Journal, dró nokkuð úr trúverðugleika íslensks fjármálakerfis á viðkvæmu augnabliki. Einkum þau ummæli sem voru þýdd svo:…Iceland is „not going to pay the banks’ foreign debts”.

20. Óheppilegt var að seðlabankastjóri skyldi hóta stjórnarformanni stærsta fyrirtækis landsins knésetningu.

21. Óheppilegt er að seðlabankastjóri dylgi um viðskipti einstaklinga við bankakerfið og ástæður beitingar hryðjuverkalaga.

22. Óheppilegt er að seðlabankastjóri aflétti einhliða trúnaði af fundum sínum með forystumönnum ríkisstjórnarinnar og samningum við IMF.

23. Óheppilegt er að seðlabankastjóri veiti seðlabankastjórum annarra ríkja tilsögn í mannasiðum.

H G, 8.2.2009 kl. 20:30

78 identicon

1 atriði

afhverju á davíð  að fara úr seðlabankanum

fyrst

Jón Ásgeir fær að stjórna Baug í london  Áfram

? Hver átti meiri hlut í ástandi þjóðarinnar

 Hvað er gert við menn í öðrum löndum sem

setja allt á hausin í stjórn hlutafélaga held ekki 

eða gilda aðra reglur hér enn á hinum vestrænum löndum 

sem allir eru að miða land og þjóð við 

?????????????????????????

*2 (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 23:31

79 identicon

Merkilegt að sjá fólk hér lýsa því yfir að það myndi kjósa Dabba.... þetta er eins og að segja sjálfan sig vera fávita.
Dabbi er fárveikur maður, það fer ekki á milli mála... Þeir sem lýsa stuðningi við hann eru ofurfárveikir sauðir.

DoctorE (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 09:14

80 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Bjarni minn meira hvað þú ert orðin vinsæll nokkur atkvæði þarna.Inn á þing með þig strákur.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 19.2.2009 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband