Hvenær kalla íslenskar þingnefndir víkingana fyrir sig

Enron-þátturinn í sjónvarpinu var magnaður. Hér var verið að lýsa atburðarás sem var svo sláandi lík íslenska fylleríinu. Græðgin sem leiddi menn út á einnættan ís þar til allt brotnaði sem brotnað gat.

Stóra spurningin hér og nú er hvenær komi að því að íslenskar þingnefndir kalli fyrir sig íslensku útrásarvíkingana að ég ekki tali um hvenær við fáum að sjá einhverja þessara kappa leidda inn í lögreglubíla. Líklega aldrei ef bankaflokkarnir þrír halda áfram meirihluta á Alþingi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Tómasson

Mögnuð mynd og æði margt sem manni fannst hljóma kunnuglega. Það sem bandaríkjamenn hafa fram yfir okkur eru skýr lög um þessa hegðun og nöfn yfir hana. Við erum bara svo saklaus að við verðum að setjast niður og finna lögsókn einhvern stað í lögum, ef þau lög er á annað borð að finna. Manni sýnist það vera þannig að lagasetning hér sé gjarna með þeim hætti að mönnum virðist vera nokkuð í sjálfsvald sett hvernig þau eru túlkuð.

Hjalti Tómasson, 2.3.2009 kl. 00:39

2 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Það er þegar orðið nokkuð ljóst að það þarf að upplýsa og draga þá menn til saka sem ollu hruninu.  Þetta gengur ekki að hafa hér allt hangandi í lausu lofti og á sama tíma á að fara að kjósa nýtt þing. Ég bara skil ekki hvað er að. Hvernig á fólkið í landinu að geta treyst þessum flokkum sem voru við völd, þegar allt hrundi hér til grunna ? Ég vil ekki trúa því að þær fjölskyldur sem sitja eftir með sárt ennið, búið að missa fasteignirnar sínar og vinnuna, ætli virkilega að kjósa þessa sömu flokka aftur í næstu kosningum. Já þessi mynd í sjónvarpinu í kvöld er lýsandi dæmi um það sem gerðist hér þegar allt hrundi yfir okkur og þeir jafnvel sem minnst máttu við að missa eitthvað frá sér eins og vinnu og húsnæði, sitja núna í súpunni og enginn ætlar að hjálpa þessu fólki. Ríkisstjórnin sem er við VÖLD núna, ætlar greinilega ekkert að aðhafast. Ingibjörg Sólrún og Jóhanna sækjast eftir völdum í næstu stjórn, þær ætla sér að vera í næstu stjórn, allavega eru þær búnar að ákveða það að Jóhanna verði forsætisráðherra, áður en það er búið að kjósa. Það er löngu orðið augljóst að þetta snýst bara um völd hjá þessum flokkum, en ekki um fólkið í landinu.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 2.3.2009 kl. 01:28

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég benti hávært á þessa mynd fyrir löngu hér á blogginu og er undarlegt að RÚV skyldi ekki sýna hana fyrr en nú.  Kannski hefðu menn annars skellt skollaeyrum við eins og afneitunin var. Það var jú daufheyrst við öllum viðvörunnarflautum.

Þarna var módelið að stórum hluta sýnt, en samt duttu kanar (og við) strax í sömu gryfju. Afhverju? Jú það voru fundnir blórabögglar og þeir settir í tukthús og engu breytt.

Tókstu annars eftir hvað þessi Mark to market tækni er lík kvótasukkinu?  Menn tóku lán út á heimatilbúið markaðsvirði fisksins óveidds og skrúfuðu svo fiskverðið upp til að standa straum af sukkinu. Það er blaðra, sem er fyrsta bólan í svonefndum uppgangi efnahagsins. Menn veðsettu hypotesur. Bókfærðu hagnað, sem ekki var til.

Mig langar svo að heyra álit þitt á ábendingu minni um falsanir á niðurstöðum skoðanakannana á mínu bloggi. Eitthvað sem þið gætuð nýtt ykkur til raka í ykkar baráttu. Það borgar sig að rýna í þetta og benda á það fals, sem er í gangi og vanvirðu við almenning, þar sem helmingur þjóðarinnar er gerður ómarktækur af því að hann getur ekki hugsað sér að kjósa gömlu flokksapparötin.

Lykilmál finnst mér.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2009 kl. 01:34

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Davíð hafði nú annars orð á Enron og líkti ónefndum við það og ekki að ósekju. Honum var ekki alls varnað.

Það sem við getum lært af þessu er það að í Enron málinu voru menn teknir og lokaðir inni fyrir sukkið en engu breytt í lögjöf eða lokað fyrir glufur, sem héldu opnu að þetta gerðist aftur. Og viti menn...þetta gerðist aftur og í margfalt stærra samhengi.

Hér nægir því ekki að ná í sökudólga. Mikilvægast er að loka þeim glufum og setja lög, sem koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Ef einhverja nefnd er mikilvægt að stofna nú, þá er það einmitt nefnd, sem tekur þessa þéttingarvinnu að sér.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2009 kl. 01:57

5 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Það er grafalvarlegt mál að ný sérskipaður saksóknari skuli ekki hafa boðað Davíð Oddsson til yfirheyrslu en hann segist vita af yfir 100 málum tengdum fjármálafýrum og stjórnmálamönnum.

Þar er siðleysið kannski mest

Svo vil ég nefna hér að ég þoli ekki þegar þessir delar eru kenndir við Víkinga.  Hvenær rændu okkar höfðingjar sem gerðust málaliðar hjá t.d. Noregskonungum ,,eigin þjóð" aldrei.

Þeir rændu ekki góssi hér á landi, öllu sem Íslendingar áttu og færðu til útlanda.

Þeir hins vegar rændu aðrar þjóðir fyrir Noregskonung t.d.  og fengu sjálfsagt hluta af því til þess að koma með hér heim.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 2.3.2009 kl. 02:08

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Hið meinta góðæri hér á landi hófst með lögleiðingu framsals í kvótakerfi sjávarútvegs í boði Framsóknarflokks og Sjálstæðisflokks, og veðsetningu á óveiddum fiski í fjármálastofnunum.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.3.2009 kl. 02:24

7 Smámynd: Már Wolfgang Mixa

Sæll Bjarni,

bókin er ekki síður góð lesning, en reyndar löng líka.  Sjá hér mína umfjöllun - http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=833665 - Kveðja, Már

Már Wolfgang Mixa, 2.3.2009 kl. 08:55

8 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ég get ekki sagt annað en við erum lyddur, allir Íslendingar!!!  Horfið á gamlar myndir af Geir Haarde, þar sem hann stendur og segir að nú sé nú botninum náð, nei, nú er botninum náð, ... þar til hann varð að tilkynna okkur um það að landið væri komið á hausinn. Svo var beðið, og beðið, og beðið, eftir því að eitthvað gerðist... allir með eftirvæntingu eftir að forsetisráðherra kæmi aftur með tilkynningu um hvað gera skal.  En hvað gerðist?? Nákvæmlega ekki neitt

Núna er komin ný ríkisstjórn og hvað gerir hún??

Hún kemur Dabba út úr Seðlabankanum, en alvöru tal vantar. Það vantar að heyra hvernig við Íslendingar ætlum að komast af hér á landi (leyðist þegar talað er um skerið). 

Fólk er farið að flykkjast frá landi í stórum stíl og hvað... hvað verður um alla þá þekkingu sem búið er að kaupa í það???

Ég segi það bara áfram, íslenskir stjórnmála menn eru lyddur, Íslendingar eru lyddur. 

Við látum drulluna yfir okkur koma og bara brosum og segjum " þetta reddast"

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 2.3.2009 kl. 09:21

9 identicon

Matthías Jochumsson "bloggaði" 1893 frá Chicago:

"...hin mesta óánægja er meðal verkamannalýðsins í Chicago.          Fer hann fram á vissar takmarkanir þess ódæma auðvalds sem þar þykir raska öllu hófi og jöfnuði UNDIR YFIRSKINI LAGA OG LÝÐFRELSIS." 

Glúmur (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 09:45

10 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Manni er farið að lengja eftir þessu að menn verði láttnir svara fyrir sig, allir sem settu okkur í þetta skuladfen/bara gera það strax/eftir engu að biða með það/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.3.2009 kl. 10:48

11 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Góð grein.  Vandamáli á Íslandi er að Alþingi stendur ekki undir nafni.  Formenn  þingnefnda í Bretlandi og Bandríkjunum standa jafnsfæts ráðherrum og eftirlitsstofnanir ríkisins heyra bæði undir ráðherra og þingnefndir.  Seðlabankastjóri í Bretlandi eða Bandríkjunum gæti aldrei neitað að svara spurningum þingnefndar eins og viðgengst á Íslandi.  Íslendingar hafa aldrei tekið á ráðherravalinu sem konungur innleiddi á Íslandi á 19. öld.  Hannes Hafstein er enn fyrirmynd íslenskrar ráðherra.  Þetta er bara enn eitt dæmið þar sem flokksvöld og ítök eru mikilvægari en skilvirkt lýðræði.  Algjör uppstokkun á flokkskerfinu á Íslandinu er fyrsta skrefið í átt að lýðræði. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.3.2009 kl. 11:02

12 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Enron - SPRON.. - það var ljót svikamylla sem fyrrum stjórnarmenn ENRON, æ meina SPRON, æ meina BÆÐI þessi fyrirtæki setu upp...., þegar verið var að spila upp hlutafjárverð upp í hæðstu hæðir!  Ég sá nú aldrei þennan "geislaBAUG sem Ingibjörg & Óli grís sáu í félaga Jón Ásgeir, mér fannst hann allan tímann "geislavirkur úrgangur"...  Í hvert skipti sem bankað er á hurðina hjá mér þá held ég að það sé "rannsóknalögreglan" sem sé kominn að sækja mig, en þegar ég opna dyrnar þá er það bara Bjarni Ármanns eða Hannes Smárason að heilsa upp á mig og kanna stöðuna.  Það vil nefnilega þannig til að ég er "sendiherra Tortial eyjunnar" og fyrir það fæ ég ca 300 kúlur eins og Lárus Welding eða hvað hann nú kallar sig...  Ég hvet alla sem áttu bréf í Decode eða sjóð 9 til að koma í heimsókn til okkar á Tortial, við tökum VEL á móti ykkur.  "Just show me the money - honey!"  Já margur verður af "aurum api" - Mammon bjó til peningatré og það vantar ekki apanna sem vilja spila það apaspil. 

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 2.3.2009 kl. 11:11

13 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Mikið til í þessu hjá þér Jakob Þór.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 2.3.2009 kl. 12:00

14 Smámynd: Bjarni Kjartansson

sEM SVAR VIÐ SPURNINGU ÞINNI

,,ÞEGAR FRÍS Í HELVÍTI"

 Ekki mínútu fyrr.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 2.3.2009 kl. 13:28

15 identicon

Já Bjarni, hún var mögnuð þessi mynd.

Ég sé að mörg eru orðin látin falla hér á umræðusvæðinu. Hygg ekki að það beri brýna nauðsyn að ég bæti þar neinu við... ja, nema þá helst því að mig klæjar í fingurna eftir að fá að gera eitthvað til að færa hlutina örlítið til betri vegar - og fyrirbyggja að þessi ósköp geti dunið á saklausu fólki - aftur.

*******

 !00 manns

 segir Davíð. Afar forvitnilegt. Afar!

Helga Ág

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 13:39

16 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sá þessa mynd fyrir mörgum árum. Til hvers er að vera með heila ruslveitu, sem er krónískt gjaldþrota, á vegum skattgreiðenda ef þeir finna fyrst hjá sér þörf á árinu 2009 að sýna mynd af þessu tagi.

Baldur Fjölnisson, 2.3.2009 kl. 14:19

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já, Baldur, sammála. Gott ef við ræddum þessa mynd ekki fyrir rúmum 2 árum og sáum allt samhengi með okkur og henni. Ég held að menn mættu glugga í bloggið þitt oftar. Ívar Pálsson var einnig langt á undan flestum að leggja saman tvo og tvo og fá út 4 í stað simsalabimm eins og stjórnvöld.

Ætli næsta skref sé ekki að fara að fylgjast með hjá Gullvagninum.  Mér sýnast "samsæriskenningar" hans vera farnar að taka á sig óhugnanlega raunsæja mynd.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2009 kl. 14:33

18 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ótal fábjánar trúa enn algjörlega eins og nýju neti fáránlega vitlausum og alveg ómögulegum ævintýrum um 11. sept. sem bandar. raðlygarar hafa fóðrað þá á. Það er alveg furðulegt en byggist á einhverskonar ofurmeðvirkni þar sem einn kóar með vitleysu annars ef vitleysan er pólitískt korrekt annars er þetta bara einhverjar samsæriskenningar ef það stangast á við hagsmuni valdaapparatsins og kostenda þess. Skólakerfið er heilaskemmandi og ruslveiturnar heiladrepandi og sjálfstæð hugsun alveg að deyja út, sem sagt þetta er fyrir nokkru orðið kjörumhverfi fyrir svikahrappa og raðlygara og afleiðingarnar blasa við á ýmsum sviðum bæði glóbalt og hér heima.

Baldur Fjölnisson, 2.3.2009 kl. 16:29

19 identicon

Við fáum örugglega ekki að horfa á það í "beinni" þegar og ef þeir verða teknir á teppið.

Gangi þér vel með L-listann, Bjarni minn.

Soffía (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 18:28

20 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Níðingar!

Þessi mynd er ekki ný af nálinni, það er rétt eins og fram hefur komið hér að ofan en innihaldið er lykilatriði í boðskapnum. Það sem er svo grátlegt við þennan boðskap er níðingshátturinn á trausti almennings, mér hefur liðið illa og átt í vandræðum með að tjá mig um traustið sem er farið, það fraus í hylnum.

Almenningi misbíður allur níðingsháttur og þegar við verðum vitnin að því hvernig er búið að fara með allan almenning með huglægum væntum fjármunum, sem aldrei hafa verið til nema á pappírum, samt sem áður hefur þetta í för með sér vissan viðþjóðartilfinningu á þeim stjórnvöldum sem stóðu fyrir þessu, hvöttu til þessa gjörnings og vildu bæta í eins og Hannes sagði í ógleymanlegu viðtali.

Ég gerði það meira fyrir sjálfan mig að skauta yfir sögusviðið á blogginu mínu um helginn, það sem er svo einkennilegt er að ekkert kom fram í dagsljósið í viðbrögðum hvaða þá aðgerðum á þessum tíma, nema eins og Hannes sagði það var bara bætt í og meira fjör.

Ég fór í gegnum þennan tíma eins og sorgarferli með ótta, afneitun og ekki hvað sísts reiði, sem hefur bara ekki náð að dvína að neinu marki enn. Því veldur það mér miklum vonbrigðum að það á að halda sama fólkinu sömu flokksmafíunni við stjórnvölin, það er bara ekki ásættanlegt. Vonbrigðin eru farin að þróast út í viðbjóð og er ég farin að líta á þessa aðila sem níðinga sem hafa tekið af okkur sakleysið með svívirðilegum hætti.

Við sjáum níðinga sakfelda og erum ekki sátt við dóma miða við það sem brotaþoli þarf að upplifa, er munur á þessu níðingsverki eða öðrum níðingum? ég bara spyr.

Þetta með sakleysið hefur þau áhrif að við hættum að treysta fólki því það gæti verið að plata okkur og það er verkefni næstu áratuga að ná að byggja upp, sem ég skal glaður taka þátt í að byggja upp eftir því sem ég best get.

Ég er ekki samviskulaus einstaklingur en til að taka af öll tvímæli þá veit ég að Ingibjörg er veik en framsaga hennar var ekki í samræmi við aðrar umræður sem hafa verið um ábyrgðir að undaförnu. Hún ætlar að setja verk sín í dóm kjósenda í prófkjöri og síðan á flokksþingi. Telur Ingibjörg að hin almenni íslendingur hafi þátttökurétt í prófkjörinu og sæti á flokksþinginu, það er brota brot af þjóðinni sem getur komið fram með réttlátar skoðanir sínar á þessum vettvangi, hér er vel hægt að snúa hennar fleygu orðum í Háskólabíói í haust, þar sem hún spurði fundinn hvort þeir teldu að fundarmenn væru þverskurður þjóðarinnar og svaraði því síðan sjálf og sagði nei. Ég tel ekki rétt að Samfylkingin fái réttláta meðferð í sínu prófkjöri og kosningum á flokksþingi, en ég vona að flokkurinn fái það í kosningunum og þeir aðilar sem þar eru enn á lista fari í útstorkanir og verði í orðsins fyllstu merkingu ómerkingar, þá fengju þeir að svara og taka sína ábyrgð á gerðum sínum.

Það er gott ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að taka til innan sinna raða en það þarf að fara þar um með blóðuga sveðju, til að aflúsa hann við þá aðila sem tengjast þessari stefnu flokksins sem hefur nú hlotið algjört skipsbrot.

Ég hef miklar efasemdir um að VG hafi að bjóða landanum uppá óbreytt landslag þó það sé ekki hægt að saka þá um aðild að hruninu, því þeir stóðu sig hreinlega bara ekki nógu vel í að gagnrýna þau atriði sem nú eru svo augljós, það þarf að endurnýja þar engu að síður.

Þá er það Framsókn sem fór vel af stað með góð markmið, en þar eru miklir Fílar sem erfitt er að koma upp úr farveginum sem hefur verið troðin svo lengi að þeir sjá ekki hraðbrautina við hliðina.

Þá er það flokkurinn sem er bara hægt að vorkenna sem reyndi að berjast á móti kvótakerfinu en varð eiginlega aldrei nægjanlega trúverðugur, nú hefur margt komið í ljós sem þeir hefðu getað nýtt sér á sínum tíma en þeir sáu ekki bjálkann í sínu auga en voru að benda á flísina í öllum hinum. Þeir horfðu of mikið á það atriði að kerfið væri óréttlát og það ætti að veiða meira, þarna er sjónarmið skipstjórnarmanna mjög sterkt inní þeirra skoðunum, það hefði verið betra fyrir þá að benda á bóluna sem er búin að vera fyrir framan þá allan tímann. Jón (Bjór) Magnússon hefur sýnt þjóðinni enn og einu sinni hvað kosningarkerfið er kolvitlaust, Jón fór með fjórðung af fylgi Frjálslindar yfir í Sjálfstæðisflokkinn án þessa að hugsa út í það að það var almenningur sem kaus flokkinn en ekki hann inná þingið, það var flokkurinn sem veitti honum þetta þingsæti, flokkurinn sem kosinn var í kosningunum, ekki hann sjálfur það voru kjósendur sem kusu flokkinn en flokkurinn sem veitti honum síðan þingsætið eða kjörbréfið.

Ég óska þess að L-listinn sem nú hefur opinberað sitt framboð í næstu kosningum nái að brjóta og opna augu fólksins í landinu fyrir þessari flokks-valda-tryggingar-mafíu. Ég bið ykkur innilega að skoða hugi ykkar og takið nú réttar ákvarðanir og hlustið með opnum hug á það sem flokkarnir eru að bjóða, það sama með glansmyndarlíkingum og ekkert annað.

Friðrik Björgvinsson, 2.3.2009 kl. 23:02

21 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það verður aldrei Bjarni, ef eins og þú bendir á, flokkakerfið (lesist  tilberakerfið) verður áfram við kjötkatlana........spillingin á rætur sínar í samtryggingu og samtvinnun stjórnmálaflokka og viðskiptamógúla og olígarka...

BURT MEÐ FLOKKAKERFIÐ!

Haraldur Davíðsson, 3.3.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband