L - listinn að verða að veruleika

L - listinn, óháð framboð einstaklinga í öllum kjördæmum heldur opinn blaðamannafund í Súfistanum í Lækjargötu í dag klukkan 15. Fundur þessi er raunar opinn öllum stuðningsmönnum okkar og markar ákveðið upphaf í grasrótarhreyfingu sem stefnt er gegn því ólýðræðislega flokksræði sem hefur ráðið ríkjum hér á landi.

Það eru allir velkomnir í Súfistann en kaffi eða aðrar trakteringar verður hver og einn að borga fyrir sig enda stjórnmálahreyfing þessi ekki á ríkisframfæri. 

L - listinn er ekki stjórnmálaflokkur. Það þýðir að allir kjósendur L - listans verða á einu gólfi, jafnréttháir. Í flokkunum er kjósendum skipt í tvo bása, harla misjafna. Annarsvegar bás flokksbundinna þar sem æðstu sæti mynda einskonar eignarhaldsfélag alþingismanna. Hinsvegar bás óflokksbundinna sem eru algerlega réttlausir og þó að þeim sé lofað einhverri stefnu í kosningum þá geta hinir æðri flokksbundnu kjósendur breytt því loforði með einfaldri handauppréttingu í klúbbherbergi úti í bæ. Þannig eru flokkarnir í reynd eyðilegging á lýðræðinu og ólýðræðislegri stofnanir getur varla í vestrænum stjórnmálum.

Með L - listanum fylkja sér saman frambjóðendur í öllum kjördæmum sem hafa nokkra sameiginlega snertipuntka í sinni pólitísku sýn, með lýðræði og endurreisn, á móti flokksræði og ESB aðild. Það eðlilegt að spurt sé afhverju einstaklingar sem bjóða sig þannig fram þurfa endilega að sammælast um stefnumál. Svarið er einfalt; það gerir jöfnunarkerfi atkvæðanna. Atkvæði greitt t.d. Þórhalli Heimissyni í Kraganum getur einfaldlega færst yfir á L - lista í öðru kjördæmi og þá er mikið atriði  að það færist ekki á einhvern sem hefur allt aðra sýn á mannlífið. 

Helstu stefnuatriði L - listans má lesa hér,  http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/entry/818590/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Bjarni þetta er mér afar hugleikið enda mikill áhugamaður um stjórnmál og er ég á engan hátt að reyna að snúa niður þessa hugmyndafræði ykkar en langar til að skoða þetta nánar. 

Hver er þá munurinn á L-lista og B-lista, ef frá er tekið "flokksræðishugmydina". Þið bjóðið upp á ákveðna stefnu, hugmyndafræði, þið bjóðið fram einstaklinga sem tala sama mannamálið, sömu hugmyndafræðina. Nú hefur þegar myndast talsmenn, forysta flokksins, þ.e. þú og sírann. Brátt þarf að auka við forystuna enda mikið mál að halda utanum upplýsingar frambjóðenda, kominn er vísir að framkvæmdarstjórn framboðsins, þá leiðist það í að hjá ykkur verði framkvæmdarstjóri. Nú framkvæmdarstjóri, þingflokkur, talsmenn (formenn).

Hvernig mun framboð, hagsmunasamtök, vera með annars konar skipulag en stjórnmálaflokkur, hagsmunasamtök.

kv. 

Þinn ilmandi græni og væni Vgunnar

Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 11:33

2 identicon

Mig langar að forvitnast aðeins, hvað pælingar er þetta nýja framboð með varðandi peningamálastefnuna? Ef það er að halda krónunni, verðtryggingunni, vöxtunum og hæsta matvælaverði í heimi, þá get ég ekki hugsað mér að kjósa þetta nýja framboð. En ef þetta framboð hefur betri lausn á peningamálastefnu okkar en að ganga í ESB, þá kannski gæti maður hugsað sér að kjósa svona framboð. Hvað ætlið þið að gera, reyna gera landið að einhverri fátæktar nýlendu með handónýta krónu?

Valsól (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 11:53

3 identicon

Úr stefnumálum L-listans:

"Þá teljum við að hagsmunum Íslands sé tvímælalaust betur borgið utan ESB en innan þess og mikilvægt að standa gegn öllum tilraunum til að koma á svokölluðum aðildarviðræðum."

Af hverju má ekki fá úr því skorið hvaða kostir eru í þessari stöðu sem Ísland er í um þessar mundir?!?

Kiddi (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 12:18

4 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Þetta er semsagt Bjarni ehf semsagt ekki stjórnmálaflokkur heldur eign foringjanna.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 3.3.2009 kl. 13:55

5 Smámynd: Bjarni Harðarson

VG Gunnar og XB Jón hafa af því áhyggjur að hér sé í uppsiglingu mikið foringjaræði og upphaf að flokksveldi. Eru það áhyggjur vegna lýðræðisins eða áhyggjur vegna ógnunar við þeirra framboð? Ég mun svara þessu með muninn á flokksræði og einstaklingsframboð i bloggi von bráðar - og einnig á fundinum í dag - sem hefst reyndar eftir klukkutíma!

Bjarni Harðarson, 3.3.2009 kl. 14:10

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvernig væri að listinn kæmi sér upp heimasíðu. Það er ansi erfitt að afla sér nokkurra upplýsinga nema svona af munnmælum og bloggum. Finnst þér það ekki lykilatriði fyrir trúverðugleikann. Ég finn akkúrat ekkert um ykkur og raunar er nafn listans talsvert á reiki.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2009 kl. 18:17

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það hugnast mér illa að slegið sé á viðræður, sem klárlega þurfa að fara fram til að svæfa þetta EU mál til frambúðar. Þið verðið að hafa eitthvað annað fram að færa en þvermóðskuna og þvergyrðingsháttinn sem helsta prinsipp. Hvar eru hugmyndir ykkar um útleið í peningastefnu?  Sjáið þið yfirleitt hið stóra samhengi hlutanna?  Ég mæli með að þið t.d. kynnið ykkur málflutning Gunnars Tómassonar Hagfræðings og ekki síst Michael Hudson.  Það gæti verið grunnur til mótunnar heilbrigðra lausna á aðsteðjandi vanda.

Látið nú hendur standa fram úr ermum. Eina leiðin til að andæva EU er að bjóða upp á betri lausnir auk þess að snúa sér að því sem nær stendur í stað þeirrar framtíðarsymfóníu.  Hvað eigum við að gera til að komast út úr vandanum? Það vill fólk heyra.

Á t.d. að taka verðtryggingu húsnæðislána úr sambandi og fella niður áfallna vísitöluhækkun? Það myndi tryggja bönkunum eitthvað í stað einskis, því að lán eru í himinhæðum yfir húsnæðisverði og ekkert vit í þessu. Launin voru tekin úr sambandi í byrjun 9. áratugarins. Hversvegna ekki húsnæðislánin nú?

Skoðaðu þessa hluti og myndaðu þér áform út frá því ef þetta á að hafa einhvern trúverðugleika.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2009 kl. 18:29

8 identicon

Mjög góður valkostur - hið besta mál..

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband