Til hamingju O - listi

Borgarahreyfingin kynnti fyrirætlanir um framboð í dag og það er við hæfi að keppinautur óski þeim til hamingju. Mér þótti Valgeiri Skagfjörð mælast vel og margt gott sem frá þessu fólki kemur. Vona svo sannarlega að þau og við á L - listanum nái árangri því saman munum við veita gamla fjórflokkaveldinu aðhald.

Ég undra mig reyndar á að þau skuli nota stafinn O því flestir sem komnir eru vel af barnsaldri muna O flokkinn sem var einhverskonar grínframboð. Síðan markar framboð þetta nokkur tíðindi. Hér er komin fram hreyfing sem setur stefnuna mjög ákveðið á ESB. Á Eyjunni segir um O - listann:

Herbert Sveinbjörnsson, formaður hreyfingarinnar sagði á kynningarfundi í dag að æskilegt væri að fara í samningaviðræður um aðild að ESB og í kjölfarið leggja málið í hendur þjóðarinnar.

Með óformlegu kosningabandalagi VG og Samfylkingar og ESB daðri bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar  er ljóst að ESB andstæðingar eiga aðeins einn valkost! X - L.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Jóhannsson

Sæll Bjarni

Gróskan í stjórnmálunum er mikil núna. En það er ein spurning sem ég lagði hér fyrir þig á blogginu um daginn en hef ekki fengið svar við. Ég hef lagt sömu spurningu fyrir Baldvin, ritara Borgarahreyfingarinnar.

Það sem mig fýsir að vita hvort þið ætlið að ganga alla leið í lýðræðisátt og bjóða fram óraðaðan lista þar sem t.d. nöfn á listanum væru í tilviljanakenndri röð. Síðan veldu kjósendur röðina í kjörklefanum.

Það er mikilvægt fyrir óákveðna kjósendur sem margir hverjir eru ósáttir vegna þess að þeim finnst flokksræði vera of mikið. Persónukjör er mikilvægt skref til að minnka flokksræði og því er svarið mikilvægt.

Egill Jóhannsson, 5.3.2009 kl. 07:47

2 Smámynd: Sveinbjörn Eysteinsson

En eru það ekki eðlileg vinnubrögð, að skoða samning áður en þú hafnar honum? Persónulega hugnast mér ekki innganga, en er ekki rétt að þjóðin ákveði það, það kallast lýðræði. Með bestu kveðjum

Sveinbjörn Eysteinsson, 5.3.2009 kl. 10:12

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sveinbjörn. Enginn sækist eftir því sem hann er mótfallinn. Við-ESB-
andstæðingar höfum kynnt okkur Evrópumálin og Evrópusambandið,
og vitum hvað þar er í boða og út á hvað það gengur. Komust að
þeirri niðurstöðu að það þjónar ENGANN VEGINN íslenzkum hagsmunum að ganga þar inn. - Því HÖFNUM við aðildarviðræðum og
þar með umsókn að ESB.  Aðeins ESB-sinnar vilja aðildarviðræður,
en til þess að þær geti hafist, þarf fyrst að sækja um aðild að ESB,
sem við ESB-andstæðingar, erum ALGJÖRLEGA á móti. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.3.2009 kl. 11:16

4 identicon

Eitt sem ég skil ekki með ykkur og ykkar stefnu : Flestir eru sammála að krónan sé ekki raunhæfur gjaldmiðill fyrir Íslendinga. Endurreisnarnefndi XD sagði þetta einnig í morgun. Hvað vilja ESB andstæðingar gera. Höfum það í huga að það er ekki raunhæft að taka einhliða upp annan gjaldmiðil og Geir, Þorgerður, Ingibjörg eða Jóhanna hafa öll sagt þetta óraunhæft þ.e. leiðtogar stærstu flokkana sem munu alltaf vera í með meirihluta, enda ekki hægt að mynda meirihluta án amk. annars flokksins. 

Svo við erum ekki að fara að taka upp gjaldmiðil einhliða! Myntráð er svipað og mun aldrei virka. Meirihlutinn vill losa sig við krónuna. Við erum ekki að fara að taka upp dollar eða norska krónu enda myndi amk. BNA ekki vilja setja fordæmi fyrir því að lönd í gjaldeyriskreppu fái að taka upp dollar og Noregur hefur víst ekki áhuga. Við skulum líka hafa það í huga að gjaldeyriskreppan er ekki búinn heldur hefur henni einfaldlega verið slegið á frest með höftum.

Hvað telja ESB andstæðingar raunverulega að eigi að gera í  gjaldeyrismálum, þ.e. gefið að einhliða upptaka er óraunhæf.

Hvert er ykkar plan fyrir utan það að röfla um hversu hræðilegt ESB er.

Egill (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 11:46

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Takk Bjarni, ég óska þér velfarnaðar sömuleiðis. Það er nú eða aldrei.

Varðandi umræðuna um ESB, þá vil ég ítreka að Borgarahreyfingin er ekki með afstöðu gagnvart ESB. Persónulega finnst mér það hrokafullt að ætlast til þess að þjóðin taki afstöðu gagnvart einhverju án þess að henni séu kynntir kostir og gallar þess fyrst.

Guðmundur Jónas, það eru æði margir innan raða Borgarahreyfingarinnar sem eru alfarið á móti ESB aðild. Hreyfingin sem heild varð hins vegar sammála um það að eina raunhæfa leiðin til þess að útkljá þetta mál væri að fá hlutina upp á borðið.

Norðmenn sem dæmi hafa þegar gengið þrisvar sinnum til aðildarviðræðna við ESB, en alltaf á endanum kosið gegn henni.

Baldvin Jónsson, 5.3.2009 kl. 12:45

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Baldvin, þar sem þú nefnir þarna Norðmenn, þá er þetta eitt af þeim atriðum sem við and-ESB-sinnar gagnrýnum.  Það er endalaust kosið um ESB aðild; ekki einu sinni, ekki tvisvar, heldur þrisvar.  Og málið þykir ekki afgreitt? 

Yrði þjóðaratkvæðagreiðsla hjá okkur í svipuðum dúr; eins konar áskrift að kostnaðarsömum kosningum í það endalausa ef niðurstaðan verður alltaf NEI?  Hvenær myndi þykja fullreynt?

Kolbrún Hilmars, 5.3.2009 kl. 14:46

7 Smámynd: Bjarni Harðarson

sæll egill og þið öll

ég mun svara þessu síðar í dag en í mjög stuttu máli; ég tel fráleitt að breyta kosningareglum korteri fyrir kosningar og afskræmingu á persónukjöri að fara þessa leið. fjárvana hreyfing á mjög erfitt með að stilla upp lista með 20 mönnum sem allir væri tilbúnir til að vera í fyrsta sæti. meira síðar. -b.

Bjarni Harðarson, 5.3.2009 kl. 14:57

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Baldvin. Mér finnst ÖMURLEGT að þessi nýja Borgarahreyfing skuli
skila AUÐU í langstærsta pólitíska hitamáli lýðveldisins. Þeir sem
skila AUÐU í þessu stóra máli, hvort sem það eru flokkar  eða fram-
bjóðendur, eiga að láta það vera að að gefa kost á sér til Alþingis
Íslendinga. - Finnst það gjörsamlega óþolandi sem kjósandi að
vita EKKERT hvað sumir flokkar og frambjóðendur eru í þessu máli.

L-listinn er nýtt framboð án neinna fjárhagslegra bakhjalla, og
er í  báráttu við tímann að koma saman listum. Í ljósi þess tek ég
undir rök Bjarna og hvet sem flesta að koma L-listanum til stuðnings. Alla SANNA þjóðfrelsis-og fullvaldasinna! Því nú LOKSINS
er komið framboð sem við getum 100% treyst í Evrópumálum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.3.2009 kl. 15:33

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já Guðmundur Jónas, það þykir mér einmitt þunnur þrettándinn hjá ykkur í lýðræðismálum að treysta ekki þjóðinni til þess að taka afstöðu sjálf.

Upplýsingar eru lykillinn að virku lýðræði. Það er okkar ábyrgð að fá þær fram og leggja fyrir þjóðina. Ekki bara að lesa eitthvað sjálf um ESB, taka afstöðu og ætla allri þjóðinni hana.

Persónulega er ég frekar að trúa því að ef satt reynist með ykkar yfirlýsingar um kvótamálin og auðlindir þjóðarinnar muni þjóðin einfaldlega hafna aðild.

Það er hins vegar ekki mitt að taka afstöðu fyrir þjóðina. Það er ekki lýðræði, það er forræði.

Breytingar á kosningalögum um persónukjör verða ekki skuldbindandi fyrir alla. Það verður einfaldlega valkvætt. Þyki ykkur það betra að stjórna lýðræðinu svolítið meira og raða sjálf á listana, þá verður ykkur það velkomið áfram.

Kolbrún, það er jú þannig að það er einnig hluti af virku lýðræði að þjóðin getur fengið að kjósa um málin aftur hugnist henni svo á einhverjum seinni stigum. Það er jú allt breytingum háð og ekkert sem við gerum í dag að lögum er endilega lög ennþá eftir 20 eða 200 ár.

Baldvin Jónsson, 6.3.2009 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband