Af valdaráni fjórflokksins

"Þessar kosningar verða ekkert annað en valdarán fjórflokksins," sagði vinur minn hér af Hreppaættum sem er ögn róttækari en ég sjálfur. Ég vil ekki taka svona djúpt í árinni og vil virða niðurstöður kjósenda, hverjar sem þær verða.

En - ég er hneykslaður á fyrirætlunum stjórnarflokkanna að láta sér detta í hug að breyta kosningareglunum núna rétt fyrir kosningar. Og sú breyting að bjóða upp á óraðaða lista er til þess fallinn að tryggja nefnt valdarán betur en ella.

Við sem erum af veikum mætti að koma upp listum eigum ekki þann mannskap í handraðanum að geta sett 20 manns á lista ef allir þeir geta átt á hættu að verða settir í efstu sæti. Mjög margir vilja alls ekki vera með nema í 10 sæti eða neðar. Við getum auðvitað valið að hundsa þetta frjálsræði en fáum þá bágt fyrir eins og Steingrímur J. sagði sjálfur á fundi um daginn: 

Kjósendur geta svo gert upp hug sinn meðal annars með tilliti til þess hvort viðkomandi stjórnmálahreyfing er tilbúin til að leyfa kjósendum að raða sjálfum á lista.

 

Sjá nánar í grein sem ég skrifa um málið á splunkunýjum og glæsilegum fréttavef sem heitir Sunnlendingur.is en greinin eftir mig er hér: http://sunnlendingur.is/pistlar/pistlar_details/8

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni !

Hvað hefur komið fyrir þig ?

Þú vilt ekki lýðræði, þega þér býðst það !

Villt bara vera fúll á móti !!!

JR (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 20:16

2 identicon

Ljúnfi Bjarni!

 Menn héldu þig vel gefinn, en raun virðist vera önnur

 Hvernig í and.... datt í koll þér gjörsamlega vitavonlaust framboð til Alþingis ??

 Hefurðu ekki í áranna rás , séð dvergframboð eitt eftir annað, spretta upp sem gorkúlur.

 Síðan dauð á miðnætti kjördags ?? !!

 Gengur bóksalan illa ?

 Farðu að stunda golf og World Class !!

 Þú hefur áður sýnt þig ábyrgan gjörða þinna.

 Haldu því áfram, eða sem Rómverjar sögðu.: " Qui facit per alium facit per se" - þ.e. " Þú ert ábyrgur gjörða þinna" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 20:17

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mér sýnist á þessum athugasemdum hér að ofan að læsi fari hrakandi á Íslandi. Eða kannski það sé bara orðið "súper-selektift".

Ragnhildur Kolka, 5.3.2009 kl. 21:17

4 Smámynd: Bjarni Harðarson

æi - þakka hlýjar kveðjur en fyrir alla muni ekki senda mig í golf. ég skal gera allt frekar! ekki ætla ég að vera dómari um það hversu vel gefinn ég er eða hvort ég er fúllyndur að eðlisfari. um slíkt er enginn dómari í eigin sök. um hitt er mér full alvara að tillögur þær sem eru fram komnar um óraðaða framboðslista eru sýndarmennska af verstu sort - og í öðru lagi - ég er algerlega óssammála þessu með dauðu atkvæðin. eða hvað voru þá öll atkvæðin sem féllu á þá fjórflokkaþingmenn sem lögðu ekkert til mála annað en að hlýða og þegja meðan spilaborgin hrundi.

ég vildi að ég kynni latínu en nota komment kalla til að svara jr hinum orðprúða: Qui facit per alium facit per se

Bjarni Harðarson, 5.3.2009 kl. 21:30

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kalli Sveins kann ekki latínu.

Jón Valur Jensson, 6.3.2009 kl. 02:20

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef það á að breyta reglum nú, þá er vert í leiðinni að gera útstrikanir marktækar. Það er það næsta, sem við getum komist persónukosningum nú. (ein útstrikun á kjörseðli tekin gild) Það ætti að hreinsa eitthvað til.

Raunar ætti þetta að vera hávær krafa nú í öllu yfirborðstali um lýðræði.  Skil þetta ekki alveg með óraðaða lista. Er það til að koma í veg fyrir að einhver vinsæll dragi einhvern hálfvitann með sér inn á þing í óþökk kjósenda? Ef svo er, þá sé ég ekkert athugavert við það.

Skil vanda þinn, en þó ekki af hverju fólk er á þínum lista, ef það treystir sér ekki á þing. Útstrikunarleiðin er kannski eitthvað, sem gæti komið í staðinn fyrir þetta, svo jafnræðis sé gætt.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2009 kl. 04:50

7 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Sjálfstæðisflokkurinn verður áfarm einkavinaflokkur þrátt fyrir að Ásta biðjist afsökunar. Það er stórmerkilegt hve margir getia hugsað sér að kjósa hann eina ferðina enn.  Samfylkingin gerði þá skyssu að ganga í sæng með einkavinaflokknum og ætti því að missa traust kjósenda sinna. Framsókn heldur að það sé nóg að skipta umforystu þá sé allt gleymt og grafið. Það var Framsókn og íhaldið sem lögðu grunninn að núverandi efnahagsástandi Davíð og Halldór, ásamt Geir og Valgerði voru arkitektarnir og fengu vildarvini sína sem framkvæmdastjóra. Vinstri grænir eru haldnir nútímafælni og eru því á móti nánast öllu sem mönnum dettur í hug að gera. Þeir hafa ekkert gert af sér svo sem, enþað er einfaldlega vegna þess að þeir hafa ekki verið í aðstöðu til þess. Þótt þeir hefðu varað fólk við, virðist það ekki hafa náð eyrum fólksins fyrir lygum íhals og framsóknar um ágæti bankanna. Frjálslyndir hugsuðu og hugsa enn bara um nokkra þorska til eða frá og hafa ekkert annað til málanna að leggja. Þá er sértrúarsöfnuðurinn hans Ómars Ragnarssonar eftir, hann er ekki ósvipaður Krossinum sér bara helvíti í öllum hornum. Sem sagt engan flokk hægt að kjósa. Hvað svo ?? fólk er fífl sagði olíuforstjórinn. Ég held bara að hann hafi nokkuð til síns máls

Ragnar L Benediktsson, 6.3.2009 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband