Allir hneykslaðir en flokksræðið blívur!

Mín jómfrú blívur, sagði hinn svarti Jón Hreggviðsson þegar hann treysti á liðsinni  Snæfríðar í Bræðratungu. Nú eru það flokksvélarnar sem blíva. Ekki til varnar þjóðinni heldur fyrir auðmannaklíkurnar og þarf engan að undra. Svo vel sem helstu viðskiptaklíkur landsins hafa komið sér fyrir í bæði Samfylkingu og með formönnum í bæði Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki sem báðir koma úr innsta hring stórbísnesmanna þjóðarinnar.

Og það er fleirum en mér og þeim Vinstri grænum sem ekki hafa fengið dúsu. Eftirfarandi bloggar einn af bestu og dyggustu Sjálfstæðismönnum landsins, Halldór Jónsson sem þekktur er fyrir allt annað en vinstri slagsíðu. En hvenær ætli Halldór geri sér grein fyrir að málið snýst í engu um hugsjónir hægri og vinstri heldur klíkuvald gömlu flokkanna. 

Enn úti !

Fréttir helgarinnar og blaðaskrif um viðskiptin á fullu hjá Kaupþingsgreifunum vekja mann til umhugsunar um hvernig tekið var á Enrongæjunum í Bandaríkjunum.  Okkar gæjar eru enn á fullu úti í London að selja Kaupþing í Luxemburg til Libýu svo að við getum ekki skoðað neinar bækur þar í framtíðinni.

Það er líka upplýst í Morgunblaðinu hvernig  sömu menn hreinsuðu Kaupþing innanfrá fyrir hrunið. Þeir halda  bara áfram að víla og díla. Ekkert gert í að tala við þá einslega þrátt fyrir nefndir og ráð.  Þeir eru bara enn úti og virðast hafa nóg fyrir stafni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Tómasson

Við höfum verið að velta fyrir okkur hvernig við eigum að koma þessu liði undir mannahendur sem Halldór lýsir í pistli sínum. Svarið kom í þættinum hans Egils nú áðan. Það þarf að setja á stofn ÓHÁÐ embætti rannsóknardómara til að fara ofan í kjölinn á þessum málum og það þarf að vera þannig um hnútana búið að ekki sé hægt að hafa pólitísk eða fjárhagsleg áhrif á embættið. Hluta skatttekna fyrirtækja á að eyrnamerkja þessu embætti með lögum svo það sé ekki háð duttlungum eða hagsmunum ríkisvalds eða annarra þeirra sem hag kunna að hafa af rannsókn eða rannsóknarleysi öllu heldur. Kannski að núverandi embætti sérstaks saksóknara sé upphafið að einhverju slíku en til að stíga skrefið til fulls þarf að gera embættið varanlegt og rjúfa öll tengsl við stjórnmál, embættismannakerfi og síðast en ekki síst, setja um embættið lög sem taka af allan vafa um tilgang þess. Hugsanlega mætti koma þessu embætti með einhverjum hætti að í nýrri stjórnarskrá.

Réttlæti fyrir alla, ekki bara suma, er forsenda þess að hér geti í framtíðinni þrífist þjóðfélag sem á sér einhverja möguleika í samfélagi þjóðanna. Ég er kominn á þá skoðun að þetta sé eitt af stærstu þjóðþrifamálum sem við stöndum frammi fyrir, mál sem við verðum að taka á sem allra fyrst.

Hjalti Tómasson, 8.3.2009 kl. 15:23

2 identicon

Félagi !

 Aftur ferðu með bull og þvælur , ljúfi fornaldardýrkandi !

 Kaupþing í Luxemburg verður íslenskum yfirvöldum allt opið til rannsókna !

Tungnamenn hrópa ekki " úlfur - " úlfur" - nema um úlf sé að ræða !!

 Ofanskrifuð ummæli þín algjörlega út í bláinn, eða sem Rómverjar sögðu.: " ex abrupto" - þ.e. " Út í bláinn" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 17:43

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég er viss um að  að það er ekkert svona klíkuvald í Sjálfstæðisflokknum sem heldur sérstakri verndarhendi yfir ákveðnu fólki.  En þú þekkir  hugsanlega til  á bæjum þar  sem þetta er með þeim hætti sem þú lýsir.

Og Kalli Sveins góður. Er það ekki ex abrupto að trúa því að við rannsökum eitthvað úti í Luxemburg þegar við getum ekkert klárað hér innanlands ? 

Halldór Jónsson, 8.3.2009 kl. 18:26

4 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert annað en eitt stórt klíkuvald, raunar er Framsóknarflokkurinn lítið skárri

Ragnar L Benediktsson, 8.3.2009 kl. 19:42

5 identicon

Bjarni !

Þar sem þú ert búinn að vera flokkbundinn í framsóknarflokknum og sast á alþingi fyrir nokkrum vikum, þá eru orð þín tekin sem sönnun á því hvernig þið hafið unni í framsóknaflokknum .  Þú hefur áður skrifað um svona mál, en ekki svarað því sem þú hefur verið spurður um vegna orða þinna. 

Þess vegna vilja byðja þig að segja okkur hvernig þetta var hjá framsóknarflokknum þegar þú varst þar í starfi ?

Var borið á þig fé til að hafa ákveðnar skoðanir á þingi ?

Þú ert búin að segja A og B, núna verður þú að koma með afganginn !

JR (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 22:58

6 identicon

Bjarni,

...stakir þingmenn áttu sér sína velgjörðarmenn í atvinnulífinu. - Því auðvitað eru allir háðir sínum velgjörðamönnum og föstum styrktaraðilum. Það segir sig sjálft...

Hvaða þingmenn og hvaða fyrirtæki áttu í hlut? Gerðu einhverjir þingmenn tilkall í hluta gróðans af bönkunum?

Ef þú veist eitthvað sem þjóðin veit ekki í þessu sambandi, ber þér þá ekki að segja frá? - Svars óskað.

Kolla (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband