Mútugreiðslur stjórnmálamanna!

Ert þú þá með öðrum orðum Bjarni að viðurkenna að ykkur í framsókn (þegar þú varst í þeim ágæta flokki) hafi verið borgaðar mútur??

Umræðan um siðferði í stjórnmálum og sambland stjórnmála og viðskipta er að vonum mikið. Í framhaldi af bloggi hér í morgun var ofanskráð athugasemd sett inn af nafnlausum lesara. Og það er von að spurt sé.

Ég get strax svarað því til að ég varð aldrei var við það að neinn reyndi að bera fé mig eða samstarfsmenn mína í Framsóknarflokki. Ég veit aftur á móti að flokkurinn, einstök kjördæmissambönd og í einhverjum tilvikum stakir þingmenn áttu sér sína velgjörðarmenn í atvinnulífinu. Það er fyrirkomulag sem hefur verið við lýði í stjórnmálum um marga áratugi og virkar sakleysislegt í Kardimommubæ þar sem engir glæponar eru verri en Jónatan. Þannig héldum við mörg að Ísland væri. 

Þegar svo kemur í ljós að hér hefur þrifist algerlega glórulaust fjárhættuspil með þjóðarauð okkar, barna okkar og barnabarna þá er myndin einfaldlega talsvert önnur og krefst allt annarra siðferðisviðmiða. Því auðvitað eru allir háðir sínum velgjörðamönnum og föstum styrktaraðilum. Það segir sig sjálft...

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Tómasson

Þetta er ein ástæðan fyrir því afhverju fjárreiður flokkanna eiga að vera gegnsæjar.

Hjalti Tómasson, 7.3.2009 kl. 19:40

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

já - það er partur af því Hjalti. En flokkur sem þiggur árlega milljón frá sementsverksmiðjunni í Hænuvík og hefur það algerlega uppi á borðinu veit samt að daginn sem þingmaður flokksins leggur fram leiðinlegt frumvarp um mengunarvarnir við sementsverksmiðjur - að þá tapar flokkurinn milljón króna tekjum. Einfalt!

Bjarni Harðarson, 7.3.2009 kl. 21:00

3 identicon

...stakir þingmenn áttu sér sína velgjörðarmenn í atvinnulífinu. - Því auðvitað eru allir háðir sínum velgjörðamönnum og föstum styrktaraðilum. Það segir sig sjálft...

Hvaða þingmenn og hvaða fyrirtæki áttu í hlut? Gerðu einhverjir þingmenn tilkall í hluta gróðans af bönkunum?

Ef þú veist eitthvað sem þjóðin veit ekki í þessu sambandi, ber þér þá ekki að segja frá?

Kolla (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband