Fram til þingmennsku í Reykjavík

 Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til þingmennsku fyrir Reykvíkinga. Ástæðan er einföld. Ég tel mig geta gert L - listanum mest gagn með því fara fram í stærsta kjördæminu. Það er auðvitað þannig að við eins og öll ný framboð glímum við 5% múrinn illræmda.Nái ég milli 5-10% fylgi hér í borginni þá aukast verulega líkur okkar á landsvísu. sig_ben.jpg

 

En auðvitað tek ég ögn meiri áhættu  með þessu en mér er ekki kappsmál að koma þingmannsstól undir eigin rass. Mér er aftur á móti kappsmál og mikið kappsmál að fullveldissinnar eigi valkost í þessum kosningum. Og ennfremur að það sé raunverulegur valkostur utan við hina gamalgrónu stjórnmálaflokka. Þjóðin þarf að sleppa undan ægivaldi stjórnmálaflokkanna.

 

Einhverjum þykir máske skrýtið að jafn ötull talsmaður landsbyggðar bjóði sig fram í Reykjavík en ég er mjög elskur að þessari borg og borgin heldur ekki stöðu sinni nema landsbyggðin þrífist. Svo er mjög í tísku að menn bjóði sig fram á sínum ættarslóðum.  Og ég á mínar ættir hér í þessari borg þar sem afi minn var póstmaður í miðbæjarpósthúsinu, amma mín húsfreyja í hóteli í miðborginni og formæður hennar héðan, afar hennar af Kjalarnesi og Weldingar í Hafnarfirði. 

 

En grínlaust þá tel ég mig eiga erindi í stjórnmálin hér í höfuðborginni en það verða kjósendur í borginni sem kveða endanlega upp sinn úrskurð.

 

(Myndin er afa mínum, Sigurði Benediktssyni póstmanni í Reykjavík sem var ekki borgari hér í borg heldur mikill heimsborgari og dvaldi löngum í hinni sælu Evrópu við listmálarastörf og ferðalög.) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Árnason

Ekki byrjar það vel hjá ykkur ef þið haldið að Reykjavík norður sé stærsta kjördæmið.

Sigurður Árnason, 11.3.2009 kl. 18:55

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Bjarni. 5% múrinn er til að koma í veg fyrir uppgang öfgamanna og er því nauðsynlegur í lýðræðissamfélögum.

Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 19:53

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Velkomin i framboð Bjarni,vonum hið besta fyrir hönd L-listans/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 11.3.2009 kl. 20:37

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Bjarni. Vísa til bloggs míns í dag þar sem ég fagna fyrsta
framboði L-listans. Og ekki skemmir fyrir að framboðið er í mínu
kjördæmi. Get því glaður og ákveðinn kosið L-listann 25 apríl n.k.

Með baráttukveðju!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.3.2009 kl. 21:24

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er frábært fyrir Reykvíkinga að geta valið L-listann og fengið þar með alvöru fólk sem er tilbúið að standa vörð um lýðræði og fullveldi þjóðarinnar. Reykvíkingar þurfa þingmann sem þorir að standa vörð um störf vinnandi fólks. Reykvíkingar hafa ekkert að gera með fleiri "glansmyndir" sem eru uppdúkkaðar af ímyndarsérfærðingum og markaðssérfræðingum.

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.3.2009 kl. 22:14

6 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ég hef alltaf haldi að þingmenn gefi kost á sér því að þeirra mál eru þau mál sem skipta mestu máli fyrir þjóðfélagið og Ísland.

Gangi þér vel Bjarni, ég ætla ekki að lofa því að kjósa þig, en ég vona samt að þér gangi vel í þinni baráttu.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 11.3.2009 kl. 22:36

7 Smámynd: Eva G. S.

vona að þér gangi vel og að fleiri sýni það hugrekki í verki að breyta til...

takk fyrir "óvænt" innlit um daginn

Eva G. S., 11.3.2009 kl. 23:24

8 Smámynd: Bjarni Harðarson

Takk fyrir hlýjar kveðjur - og jú kæri Sigurður, Reykjavík norður er með nokkrum hætti stærst og ég skal skýra það fyrir þér og öðrum hvernig það virkar. Kjördæmaskipting Reykjavíkur er einfaldlega með þeim ólíkindum að í raun og veru virkar framboð í öðru hvoru kjördæminu þar sem framboð í allri borginni. Þar með er "markhópurinn" svo notað sé vont stofnanamál, orðinn um þrefalt stærri en í Suðurkjördæmi. En ég skal glaður viðurkenna að Kraginn er fjölmennastur, Norðvesturkjördæmi lengst af vegum og illfærum og Suðurkjördæmi líklega lengst í beinni línu mælt. En Norðaustur er stærst ef miðað er við það hversu stórkostlegir menn búa þar... Og hana nú! Bestu kveðjur norður í hinn sæla Skagafjörð.

Bjarni Harðarson, 11.3.2009 kl. 23:32

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eru það stórkostlegir menn í þínum augum sem fagna því að drekkja stórkostlregri náttúru fyrir stóriðju sem aðrir vilja ekki sjá í sínu túni. Og emja og veina út af því að þeir geti ekki lifað nema fá aðra slíka himnasendingu í túnjaðrinum á Húsavík. Og krjúpa á kné í lotningu fyrir ræningjunum sem hirtu af þeim réttinn til lífsbjargar á eigin forsendum. Að því ógleymdu að þeim finnst hið bærilegasta mál að mannlífið í sjávarþorpunum sé á uppboðsmarkaði hjá LÍÚ.?????

Þetta er auðvitað alveg stórkostlegt fólk. En mikið óskaplega held ég nú að hann Guðmundur gamli á Sandi hefði orðið tregur til að taka ofan hattinn fyrir þessum bjálfum! 

Gangi þér vel Bjarni.

Árni Gunnarsson, 12.3.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband