Á móti ESB hvað sem tautar eða raular...

Setningin hér að ofan er úr síðustu kommentasúpu og frá lesanda sem hefur fyrir satt það sem fulltrúi Vinstri grænna lét um okkur falla í Kastljósviðtali um daginn og er hreinasta vitleysa. Álíka mikil vitleysa eins og að það ríki eitthvert einræði hjá okkur við val á framboðslistum.

Þingmenn eiga ekki að vera bundnir neinu öðru en sannfæringu sinni en í dag eru þeir múlbundnir af flokksapparötum. Við bjóðum okkur fram án þess að bakvið okkur sé flokkur sem geti síðan ráðskast með okkur.

Við höfum tekið okkur saman um þetta form hópur ESB andstæðinga og þar með eiga kjósendur lýðræðislegan kost á að krossa við kost á kjörseðlinum sem þeir vita hvar stendur í þessu stóra máli. Þetta er eini valkostur ESB andstæðinga í kosningunum í ár því ekki er Bjarni Ben. það og varla Kata Jak.

Og já, það er rétt að við verðum bundnir af því sem við lofum. Sjálfur lofa ég kjósendum því að ég mun aldrei samþykkja inngöngu í Íslands í ESB eins og það fyrirbæri er í dag. En ef ESB væri breytt úr stórríki í það að vera bara fríverslunarbandalag og án þeirrar pólitísku þvingunar og valdaafsals sem fylgir því í dag, - þá teldi ég mér ekki bara heimilt heldur skylt að endurmeta afstöðu mína. Ég mun í því fylgja sannfæringu minni því það er enginn frjáls sem gerir það ekki. (Og ég er eins og velflestir ESB andstæðingar hér á landi afar elskur að Evrópu, rétt eins og andkommúnistar höfðu margir dálæti á Rússum í den.)

Hvað sem tautar og raular er afskaplega skemmtilegt orðatiltæki en það á illa við í þessu tilviki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

:) gaman að þú skulir vitna í mig

Óskar Þorkelsson, 13.3.2009 kl. 17:11

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

Já og takk Óskar fyrir innlitin - málefnalegir menn eru alltaf velkomnir hér inn í kommentin og ekkert verra að þeir séu mér ekki sammála um allt.

Bjarni Harðarson, 13.3.2009 kl. 19:05

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

við erum eiginlega bara ósammála um ESB :)

Óskar Þorkelsson, 13.3.2009 kl. 19:09

4 identicon

Félagi Bjarni !

 Því ekki hætta strax þessari bölvaðri vitleysu !

 Á miðnætti kjördags, verður L-listinn gleymdur að eilífu - og tröllum gefinn !

 Komdu þér bara strax í fornaldarransóknir - og Þórhallur í hjónabandsráðgjafir !!

 Að kjósa L-lista, væri sama og gefa betlara ölmusu !

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " Date obolum Belisario" - þ.e. " Gefa betlara ölmusu" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 20:12

5 identicon

,,En ef ESB væri breytt.."

 Bjarni !

Jæja, það var þá von !  Auðvitað ertu ekki óvitlaus , en svona rétt fyrir kosningar ?  Hvað segja meðframbjóðendur þínir núna ?

JR (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 20:15

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég er sammála Bjarna í þessari afstöðu JR, en tala ekki fyrir aðra.

Axel Þór Kolbeinsson, 13.3.2009 kl. 20:41

7 Smámynd: Erla J. Steingrímsdóttir

Það að Bjarni skuli vera tilbúinn til að skoða inngöngu í ESB ef það væri eingöngu fríverslunarbandalag og að þjóð þyrfti ekki að afsala sér fullveldi við að ganga í sambandið sýnir bara það að hann er sammála flestum ESB andstæðingum hér á landi.  Það sýnir líka að hann ber hag lands og þjóðar fyrir brjósti.

Erla J. Steingrímsdóttir, 14.3.2009 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband