Gefiði mér pening segja súkkulaðidrengirnir

Það er ótrúlegt og langt utan þess sem getur talist siðlegt að heyra Tryggva Þór Herbertsson og Bjarna Benediktsson taka undir yfirboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins um 20% niðurfellingu skulda hjá öllum fyrirtækjum.

Látum vera með 20% til handa heimilunum, - sú tillaga er bara kjánaleg og óréttlát. En að lauma fyrirtækjunum með er síðbúin græðgi.

Tillagan frá þessum fulltrúum stórfyrirtækjanna í landinu um að þeir fái 20% niðurfellingu skulda er bara einföld frekjukrafa  á skattgreiðendur frá þeim öflum sem komu okkur á kaldan klaka. Skuldir hinna stóru eru hlutfallslega miklu meiri en skuldir litlu rekstrareininganna. Og fyrirtæki hafa einfaldlega fullt af lögformlegum leiðum til að létta af sér skuldum með hefðbundnum leiðum, s.s. nauðasamningum og sumsstaðar á algjörlega við að farin sé gjaldþrotaleið. 

Bæði Bjarni og Sigmundur Davíð tengjast N1 sem er eitt þeirra mörgu fyrirtækja sem var holað að innan af eiginfé þegar græðgisvæðingin stóð sem hæst. Tryggvi Þór kemur úr hinum margrómaða fjármálageira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

En hvernig lýst þér á tillögu Loft A. þess efnis að fá nýja mynt og binda hana bandaríkjadal sem 90 u.þ.b. 20% lækkun?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.3.2009 kl. 10:57

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Bjarni

Er það ekki staðreynd að erlendir aðilar eru búnir að færa niður kröfur á íslensku bankana?   Hver heldur þú að tilgangur þeirra með niðurfærslunni sé?

a) að færa íslenska ríkinu að gjöf hundruð milljarða til að setja inn í ríkisbankana og deila síðan út eftir pólitískum duttlungum.

b) að tryggja að þeir sem skulda geti frekar staðið við eftirstöðvarnar og þannig að lágmarka skaðann.

Telur þú að gjaldþrotaleið, nauðarsamningar og greiðsluaðlögun auki greiðsluvilja skuldara á Íslandi og telur þú líklegt að þeir sem í dag eru á mörkum þess að ráða við skuldbindingar sínar láti vera að fara sömu leið og aðrir til að fá t.d. 20% niðurfellingu skulda með greiðsluaðlögun?

Ef það er eitthvað sem Íslendingar kunna þá er það að notfæra sér smugur í kerfinu og það er alveg ljóst að allar hugmyndir um sértækar ráðstafanir til að taka á vanda hvers og eins munu kalla fram viðbrögð annarra sem kjósa þá að fara sömu leið.

Niðurlægingin sem fellst í nauðarsamningum eða greiðsluaðlögun er engin þegar hálf þjóðin er hvort sem er komin í leikinn.  Hinir munu tryggja sína hagsmuni með því að fara sömu leið, hætta að greiða af lánum og þannig ná hlut af kökunni.

Þegar þú gagnrýnir tillögur væri betra ef þú værir með aðrar betri í farteskinu í stað þess að hefja Gróu á leiti til skýjanna með órökstuddum dylgjum.

kv

þinn vinur

G. Vald

G. Valdimar Valdemarsson, 17.3.2009 kl. 10:59

3 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Illu heilli þá er íslenska ríkið ekki að reyna að deila arðgreiðslum á þjóðina vegna velheppnaðrar útrásarstefnu fyrrverandi ríkisstjórna.

Þvert á móti stöndum við frammi fyrir spurningunni um hvernig við getum á sem sanngjarnastan máta beitt samtryggingu til að bjarga þeim sem verst standa frá því að missa heimili sitt og búsforráð.

Sanngirni félagslegrar samtryggingar byggist ekki á því að allir fái það sama. Sanngirnin byggir á því að allir hafi jafnan að aðgang að þeim úrræðum sem þeir kunna að þurfa á að halda. Björgun heimilanna verður að vera með þeim hætti að þeir sem þurfa aðstoð fá hana, en þeir sem þurfa hana ekki sitja hjá, rétt eins og með spítalaþjónustu þar sem sjúkir fá aðhlynningu en fullfrískir ekki.

Sigurður Ingi Jónsson, 17.3.2009 kl. 11:26

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Min kæri, ég setti inn hjá Tryggva smá komment.

 Veit ekki hvort þú sért mér sammála EN réttlætiskrafan er jafn klár og þar kemur fram.

Fjárhæðin er í hlutfalli við tímalengd láns og því ekki flöt tala.

Ég setti inn færslu á svæði Þráins Bertelssonar um sama efni.

Ástæða þess, að ég kysi frekar þessa aðferðafræði er, að þá væri um leið VIÐURKENNT, að þjóðin var beitt blekkingum og verulega brotið á SAMNINGSRÉTTINDUM manna.

Þar lýsi ég í nokkrum orðum, hvernig farið var í fyrstu gegn þjóð okkar þegar Lífeyrissjóum var leyft, að ,,dreyfa áhættu” eins og það var látið heita á sínum tíma. Menn fengu að lána erlendum aðilum og kaupa erlend verðbréf.

Þetta leyfi var svo misnotað,– eins og svo margt sem gert var af góðum hug í frómum tilgangi að leysa höft af mönnum,–gegn þjóð okkar með því að yfirkeyra þol Krónu okkar og þannig fella gegnið og hækka þannig HÖFUÐSTÓLA lána innlendra. Með þeim hætti lagaðist ,,eigin fjár hlutfall” sjóðanna og menn gátu blásið til aðalfundar með reikningana vel út lítandi.

Sama gerðist í bankagamblinu.
Ársfjórðungslega var ráðist á gegnið og gert svo stórkarlalega ða allir tóku eftir ,,patren” í útliti línurita um gegnisvísitölu.

Því vil ég skrúfa einfaldlega verðtryggingarvísitöluna (auðvelt að finna út reiknistuðulinn) aftur til 01.01.1998 í það minnsta.

Þetta er svona nokkuð misjafnlega mikið, allt eftir því hvenær lán var tekið en hér er um algerlega korrekt aðferðafræði að ræða þar sem ekki er mismunað með nokkrum hætti.

Viðurkenningin og afnám Verðtryggingar er lágmark sem hægt er að fara fram á það felst í þessari gerð.

SVo í forbifarten.

EKKI stuðla að því að menn greiði offjár inn í sparisjóði eða fyrirtæki, sem ekki hafa skilað inn bónusum og ,,fyrirfram teknum ARÐI!!!!”

Ef það verður gert verður allt brjálað.

Kjósendur setja því miður = milli fjárglæframannana og Sjálfstæðisflokkins.

AFnemum þau hugrennignartengsl.

Með tilhlökkun að vinna með þér á Landsfundi.

Miðbæjaríahldið

Svo er mér afar mikið umhugsunarefni og mál sem veldur mér sífellt meiri hugarangri en það eru dómar okkar dómstóla og þjónkun við furulegustu element.

Dæmi, hvernig ætli bílasali/ fasteignasali, sem hefðði milligöngu um sölu á sinni ,,vöru" og aðilar högnuðust svo óheyrilega á ,,kostnað"  þriðja aðila?

Viðkomandi færi lóðbeint í grjótið og fengi ekki nenar tvöhundruð krónur þó svo hann færi yfir byrjunarreit (eins og í Matador spilinu í gamla daga).

Verðbréfasalinn var hinsvegar sýkn saka og hvítþveginn af öllum ásökunum.

Sami dómari og vísaði öllu frá í Baugsmálum og var sveittur við að þrástaglast á fulltrúa Þjóðarinnar (saksóknara) og gera hann tortryggilegan í fjölmiðlum og víðar.

Miðbæjaríahldið

Bjarni Kjartansson, 17.3.2009 kl. 11:27

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Er að mikklu leyti sammála Barna Miðbæjaríhaldi/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 17.3.2009 kl. 12:18

6 Smámynd: Bjarni Harðarson

Það hlaut að koma að því að við nafni minn Kjartansson yrðum ósammála - það er ekkert hægt að skrúfa lán niður nema einhver borgi það og þessi einhver er einfaldlega almenningur í landinu . Skrifa meira um þetta seinna í dag og raunhæfar tillögur til úrbóta - en hvaða Gróur er ég að elta, kæri G.Vald!?b

Bjarni Harðarson, 17.3.2009 kl. 13:18

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Minn kæri nafni.

Það sem ég er að leggja hér fram er í hnotskurn þetta:

Brotið var á almenningi með aðferðum hvítflibba glæpamanna í bönkum og sjóðum.

Nú þegar er búið að afskrifa storan hluta af því fjármagni sem lánað var ytra af okkar Lífeyrissjóðum, þannig að rök þeirra um ,,dreyfingu áhættu" var lygi og þvættingur.

Nú þegar er búið í raun að afskrifa nánast allar fjárfestingar útlendra manna hér í verðbréfum og lánum til bankana hérlendis.  Því segi ég ekkert óeðlilegt við það, að skrúfa til baka það sem saklausu fólki er GERT að greiða eftir ólögunum Ólafslögum.

Það segir nefnilega á góðum stað í sögu okkar

Með LÖGUM skal land byggja en með ÓLÖGUM eyða.

ÞEtta er að sannast nú bæði með EES lögunum og öðrum Kratískum lögum (Kvótakerfum og Verðtryggingalögum).

Með kærri kveðju og virðingu

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 17.3.2009 kl. 13:38

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég er með úttekt á mínu bloggi um: 20% skulda-afsláttinn.

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.3.2009 kl. 14:07

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Bjarni virðist ekki vilja ljá þínum tillögum máls Loftur

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.3.2009 kl. 14:09

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Bjarni hlaut heilaskaða af að vera í Framsóknarflokknum. Hann er þó allur að koma til og ég hef góðar vonir um að hann muni að lokum skilja mikilvægi Myntráðsins.

Sannaðu til Heimir, að þegar Bjarni er kominn á þing fyrir Laugarvatns-listann mun hann verða bandamaður minn í þessu máli eins og hann er nú þegar í mörgum öðrum.

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.3.2009 kl. 14:21

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég er sammála þér Loftur. Bjarni Harðarson er skynsamur maður, vel viljaður og um það bil að afframsóknast.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.3.2009 kl. 14:27

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ef Bjarni ætlar að afframsóknast alveg, þarf hann að breyta græna  lúkkinu á blogginu sínu og setja glaðlegri mynd af sér hér inn!

Bjarni - þú yrðir eflaust sætur í bleiku!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.3.2009 kl. 15:20

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Komið þið sæl

Þau tvö lönd sem eru núna í einna bráðustu ríkisgjaldþrotahættu heita Eistland og El Salvador. Eistland er með myntráð og El Salvador er dollaravætt, beint. Ef þið viljið gera Ísland að gjaldþrota ríki á mettíma þá skuluð þið endilega taka upp myntráð.

Kveðjur

PS:

Það er alls ekki gott að svæla fjármuni markaða úr felum núna með handafli. Þeir verða að koma af sálfum sér og það gera þeir einungis þegar verðin eru orðin rétt. Núna eru þau vitlaus, kolvitlaus. Eyðilögð af rangri capital allocation af bönkum og fjármálageiranum. Fasteignaverð VERÐUR til dæmis að lækka því annars kemst sá markaður aldrei í gang aftur. Verðlag hans var búið að missa jarðsambandið við kaupgetu almennings.

Allar umræður um að fella niður húsnæðisskuldir eru eins fáránlegar og þær geta orðið, því það mundi eyðileggja markaðinn fyrir öllum og halda röngu verði uppi áfram þegar það VERÐUR að lækka - einnig fyrir þá sem eru að koma nýjir inná markaðinn => unga fólkið. Besta lækningin er að verðbólgan hverfi og að peningunum sé veitt í atvinnusköpun. Þessutan þá er mikill og stór "moral hazard" hlið á þessu máli. Þetta væri mjög slæmt fordæmi því þeir sem hafa farið varlega og sýnt ráðdeild eru ekki alls ekki illa staddir. Það verður að taka á þessu máli einstaklingsbundið - case by case.

Tillögur um að fella niður skuldir fyrirtækja eru beinlínis sprenghlægilegar og ættu að sjást á prenti eða heyrast úr munni allsgáðra manna. Til þess höfum við gjaldþrotameðferðir. Sjúk fyrirtæki eiga að drepast (steindrepast) ef þau geta ekki lifað erfiðleikana af. Engum er gert neitt gagn í að halda vonlausum fyrirtækjum lifandi. Það munu ný og heilbrigð fyrirtæki rísa úr ösku hinna dauðu. Gjaldþrot fyrirtækja eru ein af forsendum kapítalismans. Án þeirra virkar markaðurinn alls ekki.

Fleiri kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.3.2009 kl. 16:42

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Innsláttarvilla:

á að vera:

Tillögur um að fella niður skuldir fyrirtækja eru beinlínis sprenghlægilegar og ættu EKKI að sjást á prenti eða heyrast úr munni allsgáðra manna.

Gunnar Rögnvaldsson, 17.3.2009 kl. 16:45

15 Smámynd: Bjarni Harðarson

Gunnar er nú eiginlega búinn að segja allt sem ég vildi segja og miklu betur en ég get - ég ætla samt aðeins að halda þessari umræðu áfram í næstu færslu...

Bjarni Harðarson, 17.3.2009 kl. 17:38

16 identicon

KúlulánaTryggvi Þeysist fram með lausnir.Gullfiskaminni okkar Íslendinga er samt við sig.KÚLULÁNA-TRYGGVI sér um sina.

Númi (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 18:00

17 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er rétt hjá Gunnari að ríki geta orðið gjaldþrota, eins og fyrirtæki, einstaklingar eða seðlabankar.

Hins vegar getur Myntráð aldreigi orðið gjaldþrota, því að það gefur aldreigi út meiri peninga en það hefur baktryggingu fyrir.

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.3.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband