Enn um 20% vitleysuna og réttlæti framsóknarfrjálshyggjunnar

Ég get ekki alveg sagt skilið við tillögur Tryggva Þórs sem hrifist hefur einstakri af nýfrjálshyggju Framsóknarflokksins. Það er ekki til vitlausari jafnaðarstefna en sú að gefa ríkum meira en fátækum. Þetta er gert í nokkrum tilvikum, t.d. getur forstjóri sem fer í fæðingarorlof fengið frá ríkinu margfalt það framlag sem útigangsmaður fær - bara af því að hann er svo merkilegur!!!

Og núna er sú tillaga uppi að fella bara jafnt niður skuldir hjá öllum. Það þýðir að sá sem keypti sér af góðum efnum einbýlishús fyrir 200 milljónir og skuldar í því 70% sem hann kannski vel ræður við að borga,- hann fær gefins úr ríkissjóði 28 milljónir. Sá sem keypti sér af vanefnum (með 90% láni) litla íbúð á 10 milljónir og skuldar hana alla fær 2 milljónir gefins. 

En ríkið hefur alveg efni á þessu segja Tryggvi og hinir Framsóknarfrjálshyggjumennirnir okkur - jú vegna þess að það verða felldar niður svo miklar skuldir bankanna. Ríkið var semsagt að græða á bankayfirtöku. Ég hefi greinilega misst út einhverjar fréttir!!!

En ég var að aðeins að hugsa um ungan mann sem ég þekki. Hann beið með að kaupa sér íbúð af því að honum þótti verðið hátt og geymdi smá aura illu heilli annarsstaðar en undir koddanum - kannski í sjóði 9 hjá Íslandsbanka. Hann er nýbúinn að missa atvinnuna og er svo gæfulaus að hann skuldar ekkert. Í réttlætissamfélaginu sem Sjálfstæðisflokkur og hinn nýi Framsóknarflokkur boða fær hann vitaskuld ekkert gefins úr ríkissjóði enda er það svo í guðspjöllunum að þar er boðað að þeir sem ekki eiga, frá þeim muni jafnvel tekið verða...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sæll Bjarni,

Nú ert þú í framboði fyrir nýjan flokk. Hverjar eru ykkar tillögur til lausnar þeim gríðarlega vanda sem blasir við þjóðinni? Hvað ætlið þið að gera fyrir heimilin í landinu sem eru að drukkna í húsnæðisskuldum. Hvað um miðlungs og smærri fyrirtæki sem eru orðin gjaldþrota og eru að verða gjaldþrota þessar vikurnar? Lausnir Bjarni!

Þessi tillaga nýfrjálshyggju Framsóknarflokks eins og þú kallar þína fyrrverandi vini og Tryggva Þórs eru þó tillögur. Hefur þú séð einhverjar aðrar? Til dæmis frá núverandi stjórnarflokkum aðrar en frysting lána, s.k. greiðsluaðlögun og fleiri máttleysilegar bráðabrigðalausnir?

Mér finnst þessi tillaga það skásta sem ég hef séð til þessa. Komi fram önnur vitræn tillaga betri mun ég styðja hana. Bara eitthvað sem mun redda landinu mínu úr þessum hrikalegum ógöngum. Þótt einhverjir kóngar hagnist hugsanlega meira á þessari leið en við almúginn - og það er auðvitað miður - verður að hafa það. Landinu verður bara að bjarga og ég sé enga aðra en Framsóknarmenn (og Tryggvi Þór) vera á leiðinni með raunhæfar tillögur þar að lútandi.

Kveðja,

Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.3.2009 kl. 22:46

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Af hverju mótmæltir þú ekki þegar þessi sami forstjóri eða einhver annar efnamaður fékk stórar upphæðir gefnar frá ríkissjóði við fall bankanna, þar sem ríkið ábyrgðist innistæður í topp og dældi háum upphæðum í peningasjóði.  Af hverju er það verra að einhver fái lánin lækkuð í staðinn fyrir að fá innistæður tryggðar upp í topp, þó þær hafi áður aðeins verið tryggðar upp að 3 milljónum.  Kostnaður okkar skattborgara við það að tryggja innistæður upp í topp og að rétta af nokkra peningasjóði er líklegast í kringum 800 milljarða.  Af hverju er það í lagi, en ekki að verja sparnað okkar í fasteignum?  Það er svo auðvelt að vera á móti en gleyma að vera samkvæmur sjálfum sér.

Marinó G. Njálsson, 17.3.2009 kl. 22:50

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Bjarni Hver er ríkur og hver er fátækur er sá sem hefur 1,2 miljónir á mánuði og skuldar 50.000.000 miljónir  er hann ríkur á móti þeim sem hefur 400.000 krá mánuði og skuldar 20.000.000 miljónir annar er háskólamenntaður en hinn er iðnaðarmaður sá sem skuldar 50 miljónir í sínu húsnæði skuldar sennilega einnig námálan.

Hvor er ríkar og hvor á betra með að greiða af sín láni?

Þetta eru raunveruleg dæmi miðað við greiðslumat sem gert var í banka.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 17.3.2009 kl. 23:07

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Annars er þessi tillaga tillaga Tryggva glettilega lík tillögu sem ég setti fram fyrir nokkrum vikum á blogginu mínu. ÉG nefni það fyrst í færslu 7. febrúar að hægt sé að nota þá 954 milljarða sem Nýi Kaupþing hefur fært á afskriftarreikning til að færa niður skuldir heimilanna og fyrirtækja (sjá Heggur sá er hlífa skyldi - Nýi Kaupþingbanki í ham). Næst fjalla ég um þessa leið í færslunni Vandi heimilanna: Tilraun til greiningar frá 10.2. Önnur færsla er frá 13.2. nokkuð samhljóða þeirri síðustu. 25. febrúar lýsi ég nákvæmlega sömu leið og Tryggvi gerir í færslunni Það er víst hægt að færa lánin niður með nánari skýringu hér Svona á að fara að þessu nokkrum dögum síðar (3.3.). Ég gæti bætt inn fleiri færslum en læt þetta duga.

Marinó G. Njálsson, 17.3.2009 kl. 23:11

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það kemur okkur ekkert við hvort menn eiga mikinn eða lítin pening. Verðtyggð lán á íslandi er glæpur og óréttlátur lánamáti samkvæmt skilgreingunni. Í staðin fyrir að fella niður skuldir, hvernig væri þá að koma á verðtryggingu laun aftur? Bjarni og aðrir sem eru á móti þessum tillögum halda að þeir séu að berjast fyrir þann sem minna hefur en í raun eru þeir að standa og berjast með bönkunum og óréttlætinu í kerfinu hjá okkur. Komið með einhverjar tillögur og farið síðan að rífa kj...

Haraldur Haraldsson, 17.3.2009 kl. 23:22

6 identicon

Þar sem það er ljóst að þeir sem komu bönkunum á hausinn eiga peninga,er þá ekki best að ná í þá hjá þeim ?

Sumir af eigendum HB Granda eiga peninga , eitthvað er í sjóðum samtaka bankanna og samtaka attvinnulífsins !

Við skulum ekki gera þetta mál flókið !

Sækið peninga hjá þeim sem bjuggu til skuldirnar !

Peningarnir eru til nú þarf að sækja þá !

JR (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 23:37

7 identicon

Þetta er líklega frétt sem þú hefur misst af. (Einnig hefurðu líklega misst af blogginu mínu þar sem ég bendi á að Bandaríkjamenn borga bankahrunið.)

Forsendan fyrir þessu er sú, að nú þegar sé búið að afskrifa 50%. Ef það er vitað fyrirfram að 50% tapast, er þá ekki betra að lækka niður skuldirnar t.d. um 10% eða 20% og láta færri ganga í gegn um gjaldþrotameðferð?

Þú vilt afnema verðtryggingu Bjarni. Afnám verðtryggingar kemur þeim best sem skulda mest. Sama á við um lækkun skulda. Fyrst og fremst er verið að reyna að draga úr vanda þeirra.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 00:14

8 identicon

Bjarni !

Þetta snýst um meira en að núllstilla lánin.  Þetta snýst líka um að til sé fólk í landinu, venjulegt fólk eins og ég og þú (ekki alltaf falla í þá gröf að muna aðeins eftir öfgum)  þurfi ekki að nota hverja krónu til að greiða af lánum, heldur getum keypt okkur mat að sjálfsögðu en helst aðeins meira eins og eina eða tvær bækur á ári, svo bókaverslanir gangi og þá getur bóksalinn kannski keypt sér gistingu t.d. hjá bóndanum sem kannski á ekki neitt afgangs þegar búið er að greiða af lánunum.

SEm sé að fá hjólin til að snúast og að fólk fái kraft og trú til að halda áfram, en bíði ekki eftir að einhver færi því ölmusu og það er bara  Ok þar sem það eru allir hvort sem er að bíða eftir ölmusu.

Hvað leggur þú til ?   

kv. Sigurlaug Gissurardóttir 

Sigurlaug Gissurardóttir (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 00:23

9 Smámynd: Bjarni Harðarson

Hvað legg ég til; ég gat þess í fyrri bloggfærslu og mun gera betri grein fyrir því síðar. Við eigum að nota takmarkaða fjármuni ríkisins til að aðstoða þá sem eru aðstoðar þurfi og sækja fyrirmynd í gamla Kreppulánasjóðinn sem starfaði eftir kreppuna 1930,- ríkið leysir til sín eignir og leigir þær áfram til þeirra sem áttu. En ríkissjóður hefur síst nú efni á að gefa fólki sem ekki þarf á því að halda og 20% tillagan er einfaldlega öfgafull hókus pókus lausn og barnalegt yfirboð í kosningabaráttu. Það er ekki hægt að "núllstilla" lánin án þess að einhver borgi kæra Sigurlaug.

Bjarni Harðarson, 18.3.2009 kl. 09:34

10 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Sæll Bjarni,
ég bara verð að spyrja þig hreint út.  Ég heyrði viðtal við þig í morgunútvarpi Bylgjunnar þar sem þú talaðir um eða eðlilegt væri að setja hátekjuskatt á laun sem væru ca. 30% hærri en lægstu laun þ.e. þá laun sem rétt slagast upp í 200.000 þúsund á mánuði. 

Finnst þér það virkilega há laun og forsvaranlegt að tala um hátekjuskatt á slíka tölu?  Maður hefði nú haldið að hátekjur í íslensku samfélagi væru fremur þeir sem væru miklu mun hærri en þetta.

En þetta svar verðum við að heyra frá þér og öllum þeim sem tala um skattahækkanir nú í kjölfar alþingiskosninga, það er alveg ljóst.  Ég bið þig vinsamlegst að svara þessu þannig að við kjósendur vitum hvað þú vilt í þessum málum 

Vilborg G. Hansen, 18.3.2009 kl. 10:42

11 identicon

Ég skil ekki alveg lógíkina hér. Með flatri niðurfærslu lána væri verið hjálpa ríkum íslensdingum? Vegna þess að þeir sem skulda mest eru ríkastir?

Í staðinn leggja menn til að tugir þúsunda einstaklinga verði teknir í matsferli hjá yfirvaldinu sem á að ákveða hver "þarf" afskriftir og hver ekki. Það er flækja sem mun taka nokkur ár að greiða úr og þetta mat getur aldrei verið óumdeilt. Það hlýtur að vera alkul á efstu hæðinni hjá þeim sem tala í fullri alvöru um að afskriftir "hjálpi þeim sem ekki þurfa hjálp". Svoleiðis fólk þarf hjálp á andlega sviðinu.

Bjarki (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 10:56

12 Smámynd: Bjarni Harðarson

Ekki veit ég deili á Bjarka en varla er hann bankamaður. Allir þeir sem þekkja til peningamála vita að hinir tekjuhæstu eru vitaskuld með hæstu skuldirnar og flatur niðurskurður hjálpar tugþúsundum heimila sem ekki þurfa hjálp - það er algerlega ljóst að meirihluti íslenskra heimila er vel fær um að greiða allar sínar skuldir.

Vilborg - já- ég tel að ef komi til skattahækkana þá sé eðlilegt að huga að þrepskiptu kerfi og mikilvægt að hlífa algerlega lægstu tekjuhópunum, þ.e. þeim sem eru undir 200 þúsundum á mánuði. Ég þekki fullt af slíku fólki og það er mikill munur á kjörum þess og kjörum hinna sem eru með t.d. 250 - 350 þúsund. En ég held að vel megi skoða að þrepin verði fleiri en bara tvö,- alvöru hátekjufólk verði í hæsta þrepi. Þá erum við að tala um fólk sem slagar í milljón á mánuði en það eru margir.

Bjarni Harðarson, 18.3.2009 kl. 13:58

13 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Takk fyrir svarið Bjarni, við verðum augljóslega ekki sammála um þessi mál

Vilborg G. Hansen, 18.3.2009 kl. 14:45

14 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Blessaður Bjarni:

Dæmisaga:

Þegar Suðurlandsskjálftinn gekk yfir þá urðu víða skemmdir – sumar miklar og sumar litlar.  Einstök hús á hamfarasvæðinu skemmdust ekki:

Tjónið var bætt: af tryggingafélögum af Viðlagatryggingu og síðan af sérstökum sjóði sem ríkisvaldið bakkaði upp.

. . .  þeir sem áttu stórar eignir sem skemmdust mikið  - fengu miklar bætur – þeir sem áttu hins vegar lítil hús sem skemmdust lítið  - fengu litlar bætur.  Og hinir sem voru svo heppnir að þeirra eignir skemmdust ekkert  - þeir fengu engar bætur.

… Enginn spurði um það hvort tjónþolar ættu svo og svo miklar aðrar eignir - - að þeir “þyrftu ekki að fá bætur” . . .

Á sama hátt spurði enginn þegar greitt var inn á peningamarkaðsreikninga í föllnu bönkunum – hvort menn ættu aðrar eignir . . . og það var heldur ekki spurt þegar lofað var 100% innstæðutrygging á bankareikningum  -  hvort menn ættu mikið eða lítið . . . .

Auðvitað ekki . . . . . þó mundu margir fallast á það eftir á – að það hafi kannski verið óþarflega mikil rausn að bæta öllum sem eiga mikið allt upp í topp á bankareikningum föllnu bankanna . . . .  

20% niðurfærsluhugmyndin er á borðinu

Hagsmunasamtök heimilanna (www.heimilin.is  )og “ákallshópurinn” um lánamál heimilanna lagði fram þessa tillögu 11. Feb. sl. Og margir hafa tekið undir hana.  

http://www.heimilin.is/varnarthing/index.php?option=com_content&view=article&id=87:akall-til-stjornenda-um-almennar-aegereir-til-lausnar-efnahagsvanda-heimilanna&catid=35:samtykktir-ofl&Itemid=69 

Framsóknarflokkurinn tók þetta upp sem hluta af sínu plani – um brýnar aðgerðir og nú hafa frambjoðendur gert þessar tillögur að sínum.

Meðan ekki koma fram aðrar leiðir en þessi  - og ekki er sýnt fram að hægt verði að ná fram markaðshvetjandi áhrifum  - þá er ekki boðlegt að beita upphrópunum og skítkasti … 

Held þú hefðir gott af því að hlusta á viðtal við Michael Hudson um fjármálahagkerfið - sem reynir að kyrkja neytendahagkerfið og framleiðsluna . (hér)

Rökræðum svo endilega málið - - en köstum ekki skít og skætingi allt um kring.

Vísa þér á visis-boggið mitt þar getur þú lesið ýmislegt ágætt um þetta vandamál - - og mögulegar lausnir.

Bensi

Benedikt Sigurðarson, 18.3.2009 kl. 20:32

15 Smámynd: Bjarni Harðarson

Í jarðskjálfta er verið að bæta mönnum tjón sem kemur af náttúruhamförum - og það eru raunar greidd iðgjöld í samræmi við eignir. Skuldir sem koma af lántökum eru ekki sambærilegar náttúruhamförum.

Langar að endurbirta hér komment Gunnars Rögnvaldssonar um þetta mál sem hann gaf á vef mínum um málið í gær og ég geri hans rök að mínum:

Komið þið sæl

Þau tvö lönd sem eru núna í einna bráðustu ríkisgjaldþrotahættu heita Eistland og El Salvador. Eistland er með myntráð og El Salvador er dollaravætt, beint. Ef þið viljið gera Ísland að gjaldþrota ríki á mettíma þá skuluð þið endilega taka upp myntráð.

Kveðjur

PS:

Það er alls ekki gott að svæla fjármuni markaða úr felum núna með handafli. Þeir verða að koma af sálfum sér og það gera þeir einungis þegar verðin eru orðin rétt. Núna eru þau vitlaus, kolvitlaus. Eyðilögð af rangri capital allocation af bönkum og fjármálageiranum. Fasteignaverð VERÐUR til dæmis að lækka því annars kemst sá markaður aldrei í gang aftur. Verðlag hans var búið að missa jarðsambandið við kaupgetu almennings.

Allar umræður um að fella niður húsnæðisskuldir eru eins fáránlegar og þær geta orðið, því það mundi eyðileggja markaðinn fyrir öllum og halda röngu verði uppi áfram þegar það VERÐUR að lækka - einnig fyrir þá sem eru að koma nýjir inná markaðinn => unga fólkið. Besta lækningin er að verðbólgan hverfi og að peningunum sé veitt í atvinnusköpun. Þessutan þá er mikill og stór "moral hazard" hlið á þessu máli. Þetta væri mjög slæmt fordæmi því þeir sem hafa farið varlega og sýnt ráðdeild eru ekki alls ekki illa staddir. Það verður að taka á þessu máli einstaklingsbundið - case by case.

Tillögur um að fella niður skuldir fyrirtækja eru beinlínis sprenghlægilegar og ættu ekki að sjást á prenti eða heyrast úr munni allsgáðra manna. Til þess höfum við gjaldþrotameðferðir. Sjúk fyrirtæki eiga að drepast (steindrepast) ef þau geta ekki lifað erfiðleikana af. Engum er gert neitt gagn í að halda vonlausum fyrirtækjum lifandi. Það munu ný og heilbrigð fyrirtæki rísa úr ösku hinna dauðu. Gjaldþrot fyrirtækja eru ein af forsendum kapítalismans. Án þeirra virkar markaðurinn alls ekki.

Fleiri kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.3.2009 kl. 16:42

Bjarni Harðarson, 18.3.2009 kl. 21:38

16 identicon

200000 þúsund?  Ertu ekki að grínast?  Klárlega Borgarahreyfingin fyrir mig og mína! 

Beta (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 21:41

17 identicon

Bjarni blessaður.....

Einmitt, eyða tíma í að "finna út" hverjir þurfa á hjálp að halda, meðan hinir sem höfðu allt sitt á hreinu, hertu sultarólina og stilltu lántökur í hóf, hertu sultarólina aftur, af því að þeir kunnu það vel, verða nú að nota hverja krónu til að borga af uppblásnum lánum, sem þegar er búið að afskrifa að hluta á línuna, þeir fá bara ekki að njóta þess. Nei, leita að hverjum og einum sem á þarf að halda og sífellt bætist í þann hóp eftir því sem hægir á hjólum atvinnulífsins.

Bjarni !  ÉG kalla þetta aumingjavæðingu, þótt það sé ekki fallegt orð. Þá vil ég frekar að íbúar þessa lands verði hvattir til átaks og athafna.  Með því að vinna saman, tala saman og umfram allt virða hvert annað og þegar þeir sem meira eiga og þeir sem minna eiga,  haga sér með þeim hætti, mun okkur takast að snúa hjólum atvinnulífs og samfélags í gang aftur, í samfélagi allra.  Síðan er það þar til bærra að finna út, hvað eða hverjir komu okkur sem þjóð á jafn kaldan klaka og raun ber vitni.  Dómstóll götunnar hefur ekki forsendur til þess.  

Sigurlaug

Sigurlaug Gissurardóttir (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband