Það var enginn sem varaði okkur við...

marmixa.jpgÍ bólunni léku sér flestir í sama tryllingnum og það var auðvelt að hrífast með. En það eru samt mikil öfugmæli þegar því er haldið fram að enginn hafi varað við þeirri þróun sem átti sér stað. Einn þeirra manna sem varaði mjög ákveðið við hættunni vorið 2007 var Már Wolfgang Mixa fjármálafræðingur og L-listamaður, sjá nánar um það hér.

http://mixa.blog.is/blog/mixa/entry/831443/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þessi grein hans Már Mixa fjallar aðallega um áhættu vegna gengistryggðra lána. Og hann bendi á afleiðingar 20% gengisfalls sem varð þarna 2007. En þetta er nú ekki almennt um það sem gerðist nú haustið 2008. Og mest áberandi eru lausnins sem hann leggur til[eða ekki!]. Már segir:

Hvað skal gera?

Því miður hef ég ekki áreiðanlega kristalskúlu á borði mínu.  Hugsanlega eiga íslensk hlutabréf eftir að hækka enn meira og valréttarsamningar sem nú eru sem mest auglýstir skili viðunandi ávöxtun.  Varðandi húsnæðislánin þá hafa margir virtir sérfræðingar spáð fyrir um veikingu krónunnar lengi vel án þess að slíkt hafi gengið eftir.  Þó að slíkir spádómar hafi ekki ræst hingað til er ekki þar með sagt að þeir rætist ekki í framtíðinni.  Reyndar gerist það oft að loksins þegar að þeir rætast þá gerist það með meiri hvelli en flestum grunar

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.3.2009 kl. 13:01

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

Það er rétt Magnús, Már var ekki með kristalkúlu og sá þetta ekki í smáatriðum en ef menn hefðu tekið aðeins mið af því sem hann sagði þá hefði staðan getað orðið allt önnur hjá öllu þvi fólki sem það hefði gert - og hann var ekkert einn um viðvaranir. En kannski finnst mönnum það alveg ómark ef að sá sem varar við veit ekki framtíðina í smáatriðum...

Bjarni Harðarson, 19.3.2009 kl. 13:50

3 identicon

Bólan 1707 - og bólan 2007

Glúmur (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 14:03

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Las þetta Bjarni er þer sammála/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 19.3.2009 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband