Gróði eða glópagull gulldrengja

...Höfum einnig í huga að við yfirfærslu lána til nýju bankanna er lykilatriði að mögulegar afskriftir í framtímiðinni verði ekki á kostnað þeirra. Það á sem sagt ekki að vera neitt tap í því fyrir ríkisbankana að fella niður skuldir...

Þetta er ekki tilvitnun í Spaugstofuna heldur tilvonandi formann Sjálfstæðisflokksins sem er greinilega haldinn sömu fyrru og 20% glóparnir Tryggvi Þór Herbertsson og Sigmundur Davíð.

Semsagt, ríkið yfirtók billjóna skuldasúpu íslenska viðskiptalífsins í gegnum bankana. En vegna þess að það mun aldrei borga allar skuldirnar er sjálfsagt að reikna allar tapaðar kröfur næstu ára og áratuga sem ósýnilegar afþví að það má kvitta þeim á móti því sem ekki verður greitt af viðskiptaskuldum gömlu bankanna og braskarana. 

Ég ætla að prófa að segja þetta við bankamennina hér úti í Landsbanka að þeir geti hætt að innheimta hjá mér- þeir muni  ekki tapa neinu á því,- við segjum bara að gamli bankinn hafi verið að tapa.

Það að þessir þrír menn -sem allir eru stórríkir og tengjast íslenskum stórkapítalisma sterkum böndum- eru svona mikið blindir á gangverk peninga skýrir mjög margt í íslenska fjármálahruninu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Bjarni; Kannski að þú getir svarað mér þessu. Ég hef spurt nokkra sem blogga um pólitík að þessu en enginn hefur enn virt mig svars.

Hverjum skuldar almenningur mest peninga? Og hverjum skulda þeir mest sem almenningur skuldar?

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.3.2009 kl. 18:06

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

Hverjum skuldar almenningur mest peninga?

Væntanlega bönkum sem nú eru allir í eigu ríkisins.

Og hverjum skulda þeir mest sem almenningur skuldar?

Lánadrottnar almennings skulda svo erlendum lánadrottnum og innlendum sparifjáreigendum.

-----

Afhverju spyrðu að þess???

Bjarni Harðarson, 21.3.2009 kl. 19:52

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ef þetta er rétt Bjarni, er þá ekki það sem við þurfum mest að hafa áhyggjur af, skuldir rissins við erlenda aðila. Þær verða að einhverju leiti greiddar þegar að eignir bankanna verða ljósar en að öðru leiti af okkur. Ef að hægt er að gera almenningi það léttara að greiða þessar skuldir við bankanna (ríkið sem erum í raun við sjálf), með því að strika yfir eitthvað af skuldum þeirra, í sumra tilfellum jafnvel allar skuldirnar, svo að hægt sé fyrir þá að standa í skilum með framhaldið og  blása lífi í atvinnulífið og gera þjóðinni þannig mögulegt að vinna sig jafnóðum út úr erlendu skuldunum, af hverju ekki að gera það? Nú er ég ekki að tala um að strika út holt á botn, heldur samkvæmt eignum og tekjum. Hvað mælir í móti þessu?

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.3.2009 kl. 20:57

4 Smámynd: Bjarni Harðarson

Það þarf hreinlega hindurvitni til að trúa þeirri röksemdafærslu að hægt sé að strika yfir skuldir án þess að einhver borgi. Við ætlum semsagt að taka skatta barna og barnabarna til þess að strika yfir skuldir hjá fólki sem á nóg til að borga þær-því samkvæmt hagtölum er meirihluti landsmanna vel fær um að borga allt sitt og hefur ekki erfiði af því. En auðvitað sniðugt að koma því svolitlu af sínu bruðli yfir á börn og barnabarnabörn...

Bjarni Harðarson, 21.3.2009 kl. 22:05

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Fyrst flestir eiga fyrir skuldum sínum Þá hafa menn lesið heldur betur skakkt út úr þessum tölum sem segja að verið sé að skuldsetja þjóðina í margar kynslóðir. Hvað eru menn þá að væla???

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.3.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband