ESB-undanlát VG

Aðalfundur VG segir lítið um ESB og Steingrímur J. reyndir að skjóta sér undan málinu í viðtali við Fréttablaðið fyrir helgi, -segist hvergi berum orðum vera á móti en tekur fram að stefna flokksins liggi fyrir. Síðan segir Steingrímur:

Okkur er jafnframt ljóst að það þarf að leiða þetta mál til lykta á uppbyggilegan og lýðræðislegan hátt; af eða á. Við göngum því ekki til viðræðna með fyrirfram ákveðnum skilyrðum. Okkar útgangspunktur í þessu máli, og mörgum öðrum stórum málum, er að íslenska þjóðin á sjálf að ákvarða örlög sín.

Orðið viðræður vísar hér líklega til ríkisstjórnarviðræðna en ekki ESB-viðræðna. það er þó ekki gott að segja og ljóst að Steingrímur J. mun líkt og Halldór Ásgrímsson teygja sig langt til að fá að verða forsætisráðherra. En það hafa margir sviðnað illa í þeim stól...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Hvenær ætla menn að skilja að Esb draumurinn er bara´blekking?

Offari, 22.3.2009 kl. 13:11

2 identicon

Vinstri gramir hafa jú sagt að þjóðin eigi að fá að kjósa um þetta mál og þeir fá punkt´hjá mér fyrir það.  <þeir flokkar sem ekki þora að leggja mikilvæg mál í hendur almennings eiga ekkert erindi á þing!!! Og þú Bjarni, ein spurning til þín, hvað sendir þú marga rægingarpósta um samstarfsmenn þína sem EKKI komst upp um??? Ég tel að þú hafir ekki þann siðferðisstyrk að bera til að vera gjammandi látlaust um að aðrir séu ekki nógu góðir pappírar!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 14:19

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

í enda svarsins hjá Steingrími: það má auðvitað skoða það hvort þetta farið svo ef við hefum verið i ESB!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 22.3.2009 kl. 15:03

4 identicon

Halda menn virkilega að útrásarpjakkarnir hefðu stolið eitthvað minna ef við hefðum verið í ESB??? Nei svo sannarlega ekki,  þeir hefðu hugsanlega komist upp með að stela aðeins lengur og meira í skjóli frelsis til athafna sem er bara það sama og hafa frelsi til að arðræna náungann án þess að þurfa bera ábyrgð á því. Vandanum er bara velt yfir á hinn vinnandi mann sem skapar verðmæti, fjármála heimurinn skapar ekkert nema vandræði. Innganga í ESB er fyrst og fremst kappsmál hjá þeim sem vilja geta haldið áfram á sömu braut, að pranga með með fé almennings án ábyrgðar.

(IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 16:28

5 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Hvort svo sem mönnum líka stjórnmálaskoðanir Steingríms J. eða ekki þá er það ekki hættulegt að leyfa þjóðinni að ákveða sjálfri hvort halda skuli í aðildarviðræður eða ekki!

Það heitir á íslensku:  lýðræði og það lýðræði ætla VG að virða.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 22.3.2009 kl. 17:38

6 identicon

Lýðræðið er gott en þegar menn eru farnir að skjóta sér í felur á bak við það  til að styggja örugglega engan,  þá er það illa misnotað.  Við eigum að geta fengið ákveðin svör frá öllum stjórnmálamönnum um hver er þeirra skoðun burt séð frá því hvort þjóðin fái að kjósa um þetta eður ei.  Ef menn brestur sá kjarkur að segja sína meiningu upphátt eiga menn að fara gera eitthvað annað.

(IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 18:17

7 Smámynd: Bjarni Harðarson

Þetta er lýðskrum Alma og Steingrímur J. sagði áðan í sjónvarpinu að það væri nú vont að fara í svona kosningar og tapa þeim eins og gerst hefur tvisvar í Noregi. Hvenær kjósa Svíar annars um að fara úr ESB-þeir voru bara hlynntir inngöngu í smátíma,- bæði fyrir og eftir kosningarnar á móti en það er engin leið út. Anna Ó. Björnsson verður á móti ESB-inngöngu en verða flokkssystkin hennar það öll!

Bjarni Harðarson, 22.3.2009 kl. 18:19

8 identicon

"Þetta er lýðskrum" segir Bjarni! Hann ætti að þekkja það!!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband