Virðingarleysi við byggðalag Kjarvals

Niðurskurður fjárveitinga getur tekið á sig fáránlegar myndir. Svo er um þá ákvörðun Heilbrigðisstofnunar Austurlands að skera niður "þjónustu" á Borgarfirði eystra. Samt er varla hægt að tala um þjónustu á þessum stað.

Læknir vitjar þessarar afskekktu byggðar einu sinni í mánuði og af frétt Sjónvarps að dæma er þessi þjónusta mikið notuð. Nú á að hætta því. Sparnaðurinn er varla mjög raunverulegur en lýsir því virðingarleysi fyrir byggðinni sem oft einkennir stjórnvaldsákvarðanir á Íslandi. Það eru hin dreifðu byggðalög sjávarútvegs og landbúnaðar sem grundvölluðu auðsæld Íslendinga -og ekki við þau að sakast í kreppunni nú. Þessutan eigum við fegurð Borgarfjarðar að þakka andagift okkar færasta málara. Borgarfjörður eystri og íbúar þar eiga betra skilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Venjulega er nú byrjað á að skera niður það sem ódýrast, ræstingarfókinu.

Kannski Ögmundi takist að fá lækna austan heiða til að sættast á að vera launalausir á bakvöktum eins og á Vestfjörðum og á Reykjanesinu.

Þeir ku vera á launum allan sólarhringinn ef enginn annar læknir er í mílu frjalægð. 

Það sama gildir víst ekki um hafnarvörðinn sem er kallaður út fyrirvaralaust ef skip kemur að bryggju.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 23:13

2 identicon

Þessi niðurskurður er auðvitað alveg fáranlegur, en það er svo margt fáranlegt hjá þessari stofnun sem ekki verður við ráðið  með núverandi fyrirkomulagi.

Svo eins og kemur fram í skýrslu ríkisendurskoðunnar þá hefur  HSA ekki fengið fjárveitingu sem tekur mið að því  hve stórt og viðfermt þetta svæði er,   sem klárlega er stór hluti ástæðu þess að illa gegnur að láta enda ná saman.

Skipulag starfseminnar er svo brandari út af fyrir sig og mikið lengra mál en líðandi er í smá athugasemd

(IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband