Minnisblaðið staðfestir samsæri

Samsæri er stórt orð en það var líka mjög langt gengið í að koma íslenskri þjóð á kaldan klaka. Nýja auðvaldið hafði byggt upp svikamyllu á Íslandi. Með þessari svikamyllu tókst fáeinum mönnum að skjóta undan til eigin nota gríðarlegum auðæfum en skilja þjóðina eftir með skuldirnar.

Það hefur lengi legið fyrir að Samfylkingin hefur verið þessum öflum auðsveip og hliðholl. Minnisblað sem sýnir að Björgvin G. Sigurðsson hafi beinlínis staðið í vegi fyrir rannsókn og afléttingu bankaleyndar eru grafalvarleg tíðindi og benda til að hér sé á ferðinni samsæri gegn hagsmunum þjóðarinnar. Samsæri sem Samfylkingin er hluti af.


mbl.is Hælarnir voru niðri í viðskiptaráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Maður verður alltaf meira og meira hissa á því að Sandfylkingin kemur manni ekki á óvart.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.3.2009 kl. 13:02

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Halli gamli er þarna sammála algjörlega ,samfylgingin er samfylking allskonar flokka sem ekki vita hver um annann/nema af arfspurn,Björgvin er einn af þeim/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 25.3.2009 kl. 13:57

3 identicon

Félagi Bjarni !

 Samsæri!

 Hárrétt orð!

 Einnig laukrétt að ráðherra Samfylkingarinnar, Björgvin Sig., stóð í vegi fyrir afléttingu bankaleyndar og rannsókn.

 Enn - hvaða flokkur verður stærstur eftir kosningar, samanber kannanir ?

 Rétt - flokkur Bjögga - Samfylkingin !

 Getum við stimplað um 30% kjósenda sem kjána ??!

 Líklega svo. Við hin verður hinsvegar - þó erfitt sé - að kyngja slíkum staðreyndum - og reyna að halda höfði !

 Eða sem Rómverjar sögðu.: "Aequam memento rebus in arduis servare mentem" - þ.e. Halda höfði" !! 

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 14:30

4 Smámynd: Kristbjörg Steinunn Gísladóttir

Hvar er siðferðið, erum við tilbúin til að fá þessa einstaklinga yfir okkur aftur???

Kristbjörg Steinunn Gísladóttir, 25.3.2009 kl. 14:59

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Evrópusambandslegt fjármáladömubindi - og svo Samfylkingin

Munið þið eftir Always Ultra dömubindum? Alltaf þegar ég sé búmerki Fjármálaeftirlitsins (FME) þá detta mér í hug Always Ultra dömubindi.

fme1

050913_Always_08_04_neu_150_rgb 

Ég er ekki að grínast. Búmerki Fjármálaeftirlitsins er sennilega lélegasta búmerki landsins því það sendir svo röng sjónleg skilaboð til umheimsins. Búmerki Fjármálaeftirlitsins geislar út frá sér veikleika, byrjendahætti, flauelshönskum, óskilvirkni, óvandvirkni og hlægjandahætti, eða nákvæmlega öllu því sama og geislaði út frá bankaútrásarvíkingum Íslands á sjálfum útrásarárunum. Amateurship og gorkúluhætti. Enda flestir komnir á hausinn. Meistarar í aulaskap, frekju og vanvirðingu við fag sem heitir markaðsopnun. Búmerkið hefði passað vel við konfekt eða mjúka vöru eða þjónustu fyrir vangefna. 

Allir erlendir aðilar - og margir innlendir - sem sjá þetta búmerki munu ósjálfrátt efast um að á bak við þetta einkenni geti hugsanlega falist eftirlitsstofnun sem á að hafa eftirlit með þeirri atvinnugrein Vesturlanda sem allra mest eftirleit er með - yfir höfuð! Fjármálastarfsemi!

Sjálft Fjármálaeftirlitið vissi aldrei neitt um hvað var að gerast í bankakerfi Íslands. En þar var þeirra hlutverk að vita hvað þar var að gerast þar og það var hlutverk viðskiptaráðherra Íslands, Björvins G. Sigurðssonar, að vita allt um það mál. En hann vissi aldrei neitt og var aldrei með á nótunum því hann var óhæfur til að geta vitað eitt né neitt. Það sama gliti um flokkinn hans, Samfylkinguna.

Þessi Samfylking vissi aldrei neitt nema eitt af því að henni hafði verið sag: að fjármálastarfssemi og sú útrás sem hún fjármagnaiði væri það "eina rétta" fyrir Ísland. Við höfðum því fjármálageira sem átti Samfylkinguna með húð og hári.

Þetta er afar slæmt mál. Það er nefnilega afar slæmt mál þegar stjórnmálaflokkar taka upp hjá sjálfum sér að vita hvað við eigum að gera og að vera að fikta í því sem við eigum ekki að fikta í. Stjórnmálamenn eiga nefnilega ekki að skipta sér af því hvað menn gera. Þeir eiga ekki að koma með ráð um hvað við eigum að gera og hvenær við eigum að gera það sem við viljum gera og sem við álítum sjálf að við eigum að gera.

En bólumyndunin var ekki einungis í fjármálageira Samfylkingarinnar - heldur er ný Samfylkingarbóla í uppsiglingu, hún heitir galdrabandalagið - ný allherjarútrás Íslands og nýtt allsherjargjaldþrot fyrir Ísland => ESB

Svo eru það utanríkismálin. Heill kafli útaf fyrir sig. Björn Bjarnason kemst vel að orði þegar hann segir:

Það er furðuleg staðreynd, að í um það bil 20 ár hafa verið hér ríkisstjórnir, sem ekki hafa haft aðild að Evrópusambandinu á dagskrá sinni, en samt hafa setið íslenskir utanríkisráðherrar, sem hafa tæplega getað sinnt nauðsynlegri hagsmunagæslu fyrir land og þjóð, af því að þeir hafa ekki viljað styggja Evrópusambandið vegna eigin drauma um aðild Íslands að því. Það er tímabært að binda enda á þetta ástand og stilla kompásinn við mótun og framkvæmd utanríkisstefnunnar rétt hjá þeim, sem bera mesta ábyrgð á að framfylgja henni (hér eru orð Björns)

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.3.2009 kl. 15:04

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Samfylkingin flýtur eins og korktappi í forarvilpu siðleysisins. Björgvin gat sótt sér samúðarfylgi á meðan hann gat látið líta svo út að hann hafi verið hornreka í ríkisstjórninni. Enginn hafi talað við hann og hann ekki við neinn. Þetta minnisblað (sem ég hef reyndar ekki séð) segir að Björgvin hafi verið á kafi í spillingunni. Þeir sem styðja hann nú ljúga að sjálfum sér.

Þegar ofan á þetta bætist að Jóhanna, hinn heilagi refsivöndur réttlætisins, hafi staðið gegn fjárveitingum til sérstaks saksóknara, þá veit maður að engin samfylkingarmaður er undanskilinn þessari ásökun sem þú setur þarna fram.

Ragnhildur Kolka, 25.3.2009 kl. 15:10

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda Gunnari að í Ríkisstjórn Íslands sátu frá 1989. Alþýðuflokksmaður, Framsóknarmenn, Sjálfstæðismaður. Og eins að Utanríkisráðherra fer með umboð stjórnar í samskiptum við útlönd. Ráðherrar starfa ekki einir og óstuddir. Þeir þurfa að bera öll meiriháttar mál undir ríkisstjórn og jafnvel Alþingi. Eins dálítð fyndið að Björn sem hefru stutt ríkisstjórnirnar allan þennan tíma og verið í þeim flestum skuli segja þetta núna. Ef hann var svona hundóánægður hvað var hann þá að gera í stjórn.

Eins þá væri rétt að benda á að Björgvin var viðskiptaráðherra í 18 mánuði. Og eins að þegar Gunnar segir að hann eigi að vita allt um einhver mál þá getur það engin. Björgvin eins og aðrir verða að treysta á að aðstoðarfólk sitt sé að vinna vinnuna sína og aðvari hann ef að þess þurfti. Öll þau próf sem FME gerði og upplýsti ráðherra um sýndu að bankarnir væru í aðstöðu til að takast á við þetta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.3.2009 kl. 15:18

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s er einhver búinn að sjá þetta minnisblað eða veit hvar er hægt að nálgast það?

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.3.2009 kl. 15:35

9 Smámynd: Haraldur Baldursson

Enn sannast sannsögli Björns Bjarnasonar.
Samfylkingin leitaði einfaldlega leiða til að sverta Sjálfstæðisflokkinn, til þess að auðvelda sér viðsættanlegar leiðir til að enda samstarfið. Samfylkingin hefur margt á sinni stefnuskrá, óskandi væri þó að hagur landsins skipaði þar veglegri sess en raunin er. Stærsta óskin væri þó sú að fólk opnaði augun fyrir því hversu tóm tunna þetta bræðralag bullsins sannanlega er.

Haraldur Baldursson, 25.3.2009 kl. 16:13

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Talið ekki svona upphátt um þetta, góðir hálsar. Samblástursfylkingin gæti beðið skaða af, og ætlið þið að taka ábyrgð á því?

Jón Valur Jensson, 25.3.2009 kl. 16:46

11 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Eru nú menn enn og aftur búnir að gleyma hverjir upphafsmenn landráðanna voru? Það voru fyrir höng Sjálfstæðisflokks þeir Davíð Oddson og Geir Haarde og fyrir hönf Framsóknarflokks Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir. Undir stjórn þessara tveggja flokka grasseraði það sem þú Bjarni kallar samsæri gegn þjóðinni. Þar er ég sammála þér að þetta var samsæri og ég vil segja landráð. En þú varst jú stuðningsmaður þessara kumpána til skamms tíma ef ég man rétt. Ég minnist ekki að hafa heyrt neina gagnrýni frá þér eða öðrum framsókarmönnum meðan þið voruð í stjórn með íhaldinu. Ekki heldur aukatekið orð meðan Finnur Ingólfsson ó Ólafur Ólafsson sólunduðu milljörðum Samvinnutrygginga heitinna. Samfylkingingin er að sönnu ekki alsaklaus einfaldlega vegna græðgi í að stjórna. Spurningin er hvort Ingibjörg og hennar lið hafi verið veruleikafyrrt eða flotið sofandi að gjaldþrotaósi landssins.

Nýr málsháttur: Sjaldan er ein lygin stök

Ragnar L Benediktsson, 25.3.2009 kl. 17:05

12 Smámynd: Bjarni Harðarson

Það eru orð að sönnu Ragnar að sjaldan er ein lygin stök en hitt ferðu nú ekki alveg rétt með að ég hafi aldrei gagnrýnt neitt meðan þeir Davíð og Halldór héldu um stjórnartaumana. Ég gagnrýndi mjög margt í opinberum skrifum (einkanlega í mínu eigin blaði, Sunnlenska fréttablaðinu) og meðal þess sem ég var gagnrýninn á var asinn við einkavæðingu bankanna.

Bjarni Harðarson, 25.3.2009 kl. 19:37

13 identicon

Bjarni.

Þar sem þú ert gengin úr framsóknarflokknum gerðu þá okkur þann greiða að segja heiðarlega frá ?

Þú veist það vel að framsóknarflokkurinn, á meða þú taldist meðlimur, var á kafi í spillingunni og þú gerðist meðreiðarsveinn á þeirri leið.  Þú getur sagt okkur hvers vegna Valgerður ,,var látin gera" það sem hún gerði varðandi sölu búnaðarbankans ?  Þú sagðir hér í einum pistli þínum að Davíð odsson ,,hefði eitthvað"  á ráðherra  í ríkisstjórn ?  Nú getur þú sagt frá hvað það var sem Davíð Oddsson ,,hafði á"  ráðherra   ?

Þú virðist nefnileg þekkja svo hvernig ,,samsæri" og ,,svikamyllur"  virka í raun !

JR (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 20:50

14 identicon

Félagi Bjarni !

 Hver skrifaði minnisblað í febr., 2008 - og varaði alvarlega við skelfilegum, yfirvofandi hremmingum ?

 Einmitt - hataðasti einstaklingur vinstri-manna á Íslandi - Davíð Oddsson.

 Hvernig brugðust þrír ráðherra við ( þar á meðal formaður Samfylkingarinnar) ??

 Jú, fóru í gervi strútsins !

 Þegar Íslandssaga okkar tíma verður rituð - þá hvað ?

 Jú, Davíð Oddsson fer í hóp mikilmenna þessarar þjóðar - réttilega.

 Hinsvegar er þessi saga ekkert óvananleg.

 Í aldanna rás hafa þjóðir heims skotið " sendiboðann" !

 Eða sem Rómverjar sögðu svo snjallt.: " Verbera, sed audi" - þ.e. " Skjótið ekki sendiboðann" !!

°Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 21:55

15 Smámynd: Ívar Pálsson

Verstu afglöp Björgvins fv. viðskiptaráðherra, að samþykkja Icesave í bréfi 14/8/2008 og öðru síðar án þess að stjórnin eða Alþingi legði blessun sína yfir það, virðast ætla að gleymast nú þegar í kosningunum, þar sem sami maður og skuldsetti þjóðina hrikalega fær 100% tækifæri áfram! Já, hundruð milljarða!

Ívar Pálsson, 25.3.2009 kl. 23:10

16 identicon

Íslendingar eru ruglaðir

DoctorE (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 12:40

17 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Allt sem ég get sagt að svo stöddu er

Corruptisima re publica plurimae leges.

Baldur Fjölnisson, 26.3.2009 kl. 19:47

18 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Egl., þar sem spillingin er mest er einnig lagakraðaðkið viðamest. Það hefur birst einkar glögglega hér á litlu Sikiley norðursins í dolus bonus það er leyfilegum og lögvernduðum svikum og blekkingum.

Baldur Fjölnisson, 26.3.2009 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband