Októberstjórnin á Íslandi og ESB

Stóru flokkarnir halda aðalfundi sína um þessar mundir og sverja sumir vinum trúnaðareiða og festa óvinum niður hæla fyrir hólmgöngur. Um vélráð þessi gildir þó líkt og borgarísjaka að aðeins sér í toppinn.

 

Nýliðin helgi með fundarsamþykkt VG í þá veru að sverja Samfylkingu trúnaðareiða fyrir kosningar eiga sér forsögu allt frá í október. Þó ekki hafi komist í hámæli þá hefur sá sem hér ritar vissu fyrir að núverandi stjórnarfyrirkomulagi var fyrst komið á flot í októbermánuði í samtölum Össurar Skarphéðinssonar og fleiri Samfylkingarmanna við forystumenn VG og þáverandi varaformann Framsóknarflokksins, Valgerði Sverrisdóttur.

Að þeirri stjórnarmyndun komu 5 þingmenn Framsóknarflokksins en þar með var tryggður lágmarksmeirihluti.

ESB andstæðingum haldið utan við

Nú veit ég ekki hvað varð til að þessi áform Össurar urðu ekki að veruleika þá strax en það lá fyrir að talið var heppilegast að halda bæði þeim sem hér ritar og þáverandi formanni Framsóknarflokksins utan við þessar viðræður. Mig grunar að Ingibjörg Sólrún hafi hér þrátt fyrir allt tekið í taumana og viljað sýna Sjálfstæðisflokki meiri heiðarleika í samskiptum en samflokksmenn hennar töldu nauðsynlegt.

Eins og alþjóð veit tókst vinstri flokkunum nokkrum mánuðum síðar að koma fyrirætlunum sínum í kring en þá voru við Guðni líka farnir af vettvangi. Spaugilegast í þeim leik var að sjá hvernig hin gamla lumma haustsins var nú látin líta út eins og splunkuný uppgötvun Framsóknarformannsins nýja, honum og flokki hans að lokum til mikils tjóns.

ESB undirmál Steingríms

Það fyrsta sem ég varð var við þessa október-stjórnarmyndun var þegar varaformaður og þingflokksformaður kölluðu inn á sérstakan þingflokksfund sveit ESB-sinna úr banka- og viðskiptalífi sem við síðar fréttum að hefði í sömu viku heimsótt bæði Vinstri græna og Samfylkingu. Í þeim umræðum var mikil áhersla lögð á aðkomu IMF sem forleik að ESB og jafnframt á brautargengi nýja auðvaldsins sem þáverandi Seðlabankastjóri átti að hafa ofsótt með aðgerðum í bankahruninu!

Skilningsleysi okkar Guðna Ágústssonar á þessari orðræðu sendisveitarinnar hefur vafalaust ráðið miklu um það að sendimennirnir sáu þann kost vænstan að halda okkur utan við og svo virðist sem það hafi orðið að samkomulagi að hafa hlutina með þeim hætti milli varaformanns Framsóknarflokksins og fulltrúa Samfylkingarinnar í þessum hráskinnaleik. Hver þáttur Vinstri grænna í þeim hluta af samkomulaginu var veit ég ekki og ekki heldur hvaða samningar tókust milli VG og Samfylkingar í þessum þreifingum.

Ég ætla því ekki halda að ég viti nokkuð það sem ég ekki hef fengið staðfest en grunur minn er að samkomulagið frá októberstjórninni sé enn í fullu gildi og verði endanlega efnt á nýju kjörtímabili. Á því kjörtímabili mun hinn aldraði leiðtogu Samfylkingar væntanlega afhenda Steingrími J. forsætisráðherrastólinn. Hvað Steingrímur J. lætur í staðin liggur ekki fyrir en hættan er sú að það verði fullveldi Íslands sem komi þar í skiptum.

Og þá er illa komið íslenskri þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Illt er að eiga......

Svo er ekki úr vegi, að menn færu að lesa Fóstbræðrasögu með tilliti til nútímans og hver vill reyna með sér og sínum fóstbróður og hver segir svo allt í plati.

Siðblinda er ekkert betri nú en var.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 26.3.2009 kl. 12:33

2 identicon

Félagi Bjarni!

 " Íslands óhamingju verður allt að vopni"

 " Sjá roðann í austri , hann brýtur sér braut. Fram bræður það dagar nú senn" !

 Rauði fáninn mun fljótlega blakta á Alþingishúsinu - til heiðurs " alþýðunni" sem klíndi eggjum og óþverra á veggi !

 Rauða Ísland við sjónarrönd!

 Nú má Castro fara að vara sig með Kúpu !

Steingrímur á eyjunni við Heimsskautsbaug, Sovét Íslandi, gæti fljótlega skákað Castro & Kúpu !

 Meirihluti Íslendinga búnir að gleyma sem Rómverjar sögðu.: "Patria cara, carior libertas" - þ.e. " Fósturjörðin er dýrmæt, en FRELSIÐ dýrmætara" !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 12:55

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og þú segir fyrst frá þessu núna Bjarni! Furðulegt samhengi ESB við IMF. Hélt að það væru ekki systurstofnanir. Og enn furðulegra að Guðni skildi ekki segja frá þessu eða þú fyrr en nú!

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.3.2009 kl. 13:25

4 identicon

Það' er nú svo með Íslendinga og latínuna, að meiri hluti Íslendinga kann ekki latínu og því ekki vona að menn muni hin fleygu orð.

Almúginn blívur og fyrir hann bera að vinna og sigra! Þrátt fyrir latínuskortinn. Nú enda er sá tími liðinn(?) að við þurfum að skrifa Danakonungi vegna snæris og öngla... eða hvað???

 Hugsum í nútímasamhengi hér.

Helga Ág.

 P.S. Var það "bláskínandi tilviljun" að formaður Framsóknarflokksins sat á fremsta bekk þar sem íslensku námsmennirnir afhentu "We are not terrorists" undirskriftirnar??? É bar' spur?!

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 13:32

5 identicon

Hverjum skal trúa Bjarni, þér á annan veginn eða Steingrími J. og Valgerði og Össuri á hinn? Því þau hafa neitað þessu allar götur síðan í október þegar fréttastofur gengu á þau með þetta.

Úr vöndu er að ráða og vera má að ,,vélráðum" sértu kannski kunnugur, en seint kemurðu með þessar ,,innanbúðar" upplýsingar.  Og héðan af skiptir þetta í raun engu máli. Allir sem vilja vita eru klárir á Alþjóðagjaldeyrissjóðsaðferðum (enda klúbbfélagar þekktir) og hvað EB snertir er líka ljóst að sá klúbbur er ekki okkur í hag.

Á Íslandi er spurningin bara ein: Hvaða aðferðafræði viljum við viðhafa við stjórnum landsins og gæðum þess? Hvað mig varðar er það ,,blandað hagkerfi" og að vernda innlenda framleiðslu, koma innlendum iðnaði almennilega á koppinn og ná fiskimiðunum aftur til þjóðarinnar. Ég gæti t.d. ekki á heilum mér tekið ef ég fengi ekki mitt íslenska lambakjöt reglulega.

Einfalt.

Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 13:49

6 identicon

 Ekki fatta ég nú alveg þessi skrif þín Bjarni.

Þetta er lítið annað en dylgjur og hugarórar, sem ekki er mikið bitastætt í. Vitna ég í eina setningu þína: "Ég ætla því ekki halda að ég viti nokkuð það sem ég ekki hef fengið staðfest, en grunur minn er". Segir allt um þessi skrif. Er vonandi að þetta sé ekki sýnishorn af ykkar kosningabaráttu fram að 25.04.

Snæbjørn Bjornsson Birnir (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 14:31

7 identicon

Sæll Bjarni!

Mönnum ferst stundum að tala um vélráð! 

Sumir hverjir  haga sér helst þannig þessa dagana að ata sem mestum pólitískum auri yfir meinta andstæðinga sína í stað þess að leyta raunverulegra leiða til að bæta ástandið. Er þannig komið fyrir íslenskum stjórnmálum í dag að sú leið þykir betri  til árangurs að kasta aur og skít í andstæðinginn og ala á tortryggni í stað þess að beita sér fyrir því að kynna stefnumarkmið viðkomandi flokka og fyrir hvað þeir standa?  Ég auglýsi eftir ábyrgari vinnubrögðum!

Jóhann (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 14:43

8 identicon

Ég held að VG hrynji ef þeir reyna að troða okkur inn í ESB. Þá einfaldlega byrjar ný baraátta á Austurvelli til að fella þá stjórn. Spurning hver muni stýra þeim mótmælum.

Palli (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 14:49

9 Smámynd: Bjarni Harðarson

Merkileg þessi sárindi VG manna yfir því að fjallað sé um það sem yfirvofandi er. Í Kardimommubænum þurfa menn aldrei að velta fyrir sér neinu sem bruggað er í launráðum en við búum ekki þar...

Bjarni Harðarson, 26.3.2009 kl. 15:35

10 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Við spyrjum að leikslokum með þetta allt,Halli gamli ættlar á Landsfundin okkar XD manna og þar mun margt ráðast/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.3.2009 kl. 17:03

11 identicon

Ertu að segja það að t.d. Svíþjóð sé ekki fullvalda þjóð? Leiðinlegt hvernig þið gamaldags þjóðernissinnar gerið allt sem þið getið til að halda okkur utan við samstarf við aðrar þjóðir. Rökin ykkar eru fáránleg t.d. um að við missum auðlindir okkar. Ertu að segja það að allar þjóðir sem hafa gengið í ESB hafi misst auðlindir sinar? Hvert fóru þá auðlindirnar, og á hverju lifa svo þjóðirnar eftir að búið er að taka frá þeim auðlindirnar? þetta er svo arfavitlaus umræða að það hálfa væri nóg. Það er sorglegt að kannski fyrir starf eins og ykkar að þá munum við þurfa hanga með óréttlæti eins og verðtryggingu um hálsinn næstu áratugina.

Valsól (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 17:56

12 Smámynd: Umrenningur

Valsól.

Svíþjóð er EKKI fullvalda ríki. Svíþjóð getur til dæmis ekki gert fríverslunarsamning við ríki utan esb heldur þarf að óska eftir að esb geri fríverslunarsamning við viðkomandi ríki sem þarf síðan að samþykkja af öllum aðildarríkjum esb. Þetta er meginástæða þess að t.d. Kína hafnar öllum samningum við ríkjasambandið og einstök ríki þess, á sama tíma og þeir hafa verið í viðræðum við t.d. Íslensk stjórnvöld.

Umrenningur, 26.3.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband