Ekki benda á neinn og alls engan sem er hér inni...

Geir H. Haarde er sjálfum sér líkur þegar hann tekur upp hanskann fyrir Vilhjálm Egilsson. Í öllum aðdraganda að hruninu réði mestu að svo illa fór að forsætisráðherrann þáverandi og Samfylkingarforystan ákváðu hreinlega að trúa bankavíkingunum og þeirra mönnum. Það var þægilegra en að hlusta á varnaðarorð okkar í stjórnarandstöðunni eða varnaðarorð Seðlabankastjóra.

Og auðvitað er það rétt athugað hjá Davíð að það er út í hött að vikapiltar bankavíkinganna skuli vera hampað hjá stjórnmálaflokki sem vill vera tekinn alvarlega. Sannast enn og aftur að Sjálfstæðisflokkurinn er einhverskonar millistig milli þess að vera Líonsklúbbur og skagfirskt kvenfélag. Og það má ekkert gagnrýna neinn sem er í félaginu. Bara algerlega ómark og formaðurinn verður að fara í pontu og strika svoleiðis út...


mbl.is Geir: Ómaklegt hjá Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Davíð varð sér til skammar með þessari ræðu.

Jakob Falur Kristinsson, 29.3.2009 kl. 16:28

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta var frábær ræða hjá Davíð og hann gagnrýndi Geir sjálfan mjög harkalega, sjá samantekt á því HÉR

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.3.2009 kl. 16:31

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi ræða Davíðs hefði betur verið óflutt af hans hálfu. Hann opinberaði endanlega að hann eigi við mjög alvarleg geðræn vandamál að stríða.

Miður er að heyra að meirihlutinn á þessari samkundu klappaði. Eru viðkomandi svo gjörsamlega sneyddir skynsemi og með öllu sviptir siðferðislegri vitund?

Eða voru viðkomandi þeirri stundu fegnir að aumingja maðurinn lauk máli sínu?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 29.3.2009 kl. 17:25

4 identicon

Ég lagði það á mig að hlusta á Davíð orði til orðs. Aldrei hef ég verið hans maður. Hins vegar skal það hiklaust játað hér að margt sagði hann gott í þessari ræðu. Hitt verður aldrei af honum skafið að hann er hrokafullur dóni og sannaði það margsinnis í ræðunni. Hann hefði betur sleppt slíku og þannig farið að eigin ráðum undir lok ræðu sinnar, þar sem hann átaldi menn fyrir hroka og dónaskap. Þá yrði þessi ræða í minnum höfð fyrir annað en þetta tvennt.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 19:10

5 identicon

Það er merkilegur andskoti hvað fólk er illa við stjórnarskrárvarinn rétt allra, - nefnilega málfrelsið.

 Sannleikanum verður hver sárreiðastur, - er orðasönnu hvað varðar grátkór þeirra sem telja sig tjónaða af völdum orða kallsins, sem segir allt um hversu litlar og ósjálfstæðar smaásálir þar fara.

 Lifi málfrelsið, - og líka til að viðra óþægilegar skoðanir sem henta ekki pólitískum hjarðdýrum.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 20:54

6 Smámynd: Hammurabi

Guðmundur Gunnarson, maður með viti. Sammála síðasta ræðumanni.

Hammurabi, 30.3.2009 kl. 01:53

7 identicon

Mér finnst undarlegt að menn skuli álykta af ræðu Davíðs um heilsufar hans (nema ef einhver telur stórkarlalega og svolítið óheflaða kímnigáfu til heilbrigðisvandamála). Hann sagði einfaldlega umbúðalaust margt af því sem þurfti að segja (og lét kannski ýmislegt fljóta með sem var óþarfi að segja).

Meint dæmi um hroka og dónaskap í þessari blessaðri ræðu hefðu ekki vakið mikla athygli ef þau hefðu komið úr munni annars manns.

Ef einhver heilbrigðisvandi er á ferðinni þá er það Davíðsþráhyggja hjá fólki sem eignar honum yfirnáttúrulegan mátt, einkum til illra verka og trúir því að hann stjórni hér öllu með einhverjum áður óþekktum aðferðum.

Atli (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband