Formaður sem snar er í snúningum...

bjarni_benÉg vil byrja á því að óska nafna mínum Benediktssyni til hamingju með formannskjör í Sjalfstæðisflokki. Bjarni er góður drengur og skemmtilegur í viðkynningu en vissulega hefur fallið nokkuð á hans pólitíska feril á liðnum vetri. 

Hann hefur nú fetað í fótspor Birkis Jóns Jónssonar frá Siglufirði í því að hafa margar skoðanir í senn á ESB málum. Endaði reyndar á að flytja miklar drápur á flokksþingi gegn ESB aðild en það jafnljóst að það tekur þennan gjörvilega stjórnmálamann ekki nema andartak að skipta um skoðun.

Það verður því fróðlegt að fylgjast með honum að afloknum kosningum þegar samstarfsdyr Samfylkingar verða aðeins opnar þeim sem opnir verða í alla í þessu stærsta deilumáli Íslands siðan landið öðlaðist fullveldi.

P.S: Úlfar Hauksson stjórnmálafræðingur tjáir sig um Bjarna og ESB á dv.is nú  rétt í þessu og er mér mjög sammála. Hann segir m.a.

Úlfar segist telja að Bjarni sé klókari maður en svo að hann muni einfaldlega jánka ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um að aðild að Evrópusambandinu þjóni ekki hagsmunum íslensku þjóðarinnar. „Bjarni er skynsamur og veit hvað klukkan slær. Ég held að hann hafi ákveðnar hugmyndir um hvað beri að gera og að menn verði að nálgast Evrópusambandið á annan hátt en ályktun landsfundar bendir til.

Sjá nánar hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjarni var framúrskarandi knattspyrnumaður á sínum tíma og stundum verða menn að vera fljótir að fara úr sókn í vörn!

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 18:41

2 identicon

Kjör Bjarna Benediktssonar sem formanns Sjálfstæðisflokksins segir okkur bara það að það er enn meiri þjóðarnauðsyn en áður að L- listi Fullveldissinna fái kjörna fulltrúa á Alþingi okkar til þess að standa þar vörð um sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar.

Fulltrúar sem við getum fullkomlega treyst að séu ekki með neinn vinguls hátt og skipti ekki sífellt um skoðun á þessu stóra hagsmunamáli þjóðarinnar.  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 18:55

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þessi úttekt Úlfars á Bjarna Benediktssyni er orðin algjörlega úrelt á nokkrum klukkustundum. Bjarni er búinn að gefa skýra yfirlýsingu um, að hann styður ályktun landsfundarins. Engin ástæða er til að ætla að þetta sé fals og það er óheiðarlegt að gera honum upp illar fyrirætlanir, eins og Úlfar gerir.

Ég er sammála því að ef Kristján Þór hefði komið fyrr fram, hefði hann átt góða möguleika á að skáka Bjarna. Ég hefði til dæmis verið virkur í stuðningi við Kristján. Það er einnig rétt hjá Úlfari að höfuðborgarsvæðið studdi Bjarna og hugsanlega vegna "fyrri" slagsíðu hans í átt að ESB.

Innan Sjálfstæðisflokks eru 70-80% félagsmanna andvígir inngöngu í ESB. Er hægt að gera kröfu um hærra hlutfall í stórum stjórnmálaflokki ? Vandamál innan flokksins skapast aðeins ef forustan fer í aðra átt en grasrótin. Að erfitt sé að taka núna við forustu er því ekki rétt. Það er alltaf léttast að taka við forustu þegar á móti blæs, því að þá er samheldni innan hreyfingarinnar mest.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.3.2009 kl. 20:54

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nafni minn.

.Eg var á b´ðum áttum í stuttan tíma hvort nafna okkar Benediktssyni, væri trystandi í ESB málum.

Þær efasemdir vru algerlega óþarfar likt og komið hefur kyrfilega í ljós á fundinum, bæði í ítarlegum viðræðum við hann og Illuga.

Illugi er traustsins verður enda nam hann við kné Einars míns Odds.

Nú er mér rórra í hug út af stöðu okkar í ESB viðræðum og tildragelsum.

samherji í þjóðlegum vörnum.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 29.3.2009 kl. 21:04

5 identicon

Félagi Bjarni !

 "Tekur hann ekki nema andartak að skipta um skoðin"

 Einkar ódrengilegt að gera mönnum upp skoðanir.

 Ætti að gleðja L-listamenn, að Sjálfstæðisflokkurinn er þeirra bandamaður.

 ESB  EKKI Í MYNDINNI frékar en fyrr !

 Legg til að þú og klerkur, plús hinir 7 - " leggið ykkur niður" og gangið inn í heiðardal Sjálfstæðisflokksins !

 Myntu klerk á orð heilagrar Ritningar.: " Í húsi föður míns er mörg híbýli" !

 L-lista framboðið, er hið óframkvæmilega ( kannanir 1%) - eða sem Rómverjar sögðu.: " Ex arena funiculum nectis" - þ.e. Þið eruð að reyna hið óframkvæmilega" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 21:25

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Loftur:

Rétt er það að líklega eru einungis 20-30% sjálfstæðismanna Evrópusinnar og hefur þeim fækkað úr helming á liðnum mánuðum.

Á sama tíma hefur kjósendum Sjálfstæðisflokksins fækkað úr 36% í 24%, sem er auðvitað merkileg tilviljun. 

Nú skulum við bara vona að þessi 20-30% Evrópusinna sem enn kjósa flokkinn haldi tryggð við hann í vor svo við endum ekki 15-17% fylgi!

Jafnframt má spyrja sig hvað þessi 12% gera, sem yfirgefið hafa flokkinn og hvað við höfum gert til að reyna að ná þeim til baka?

Enn önnur spurning er t.d. hvort Evrópuályktunin, sem landsfundinn samþykkti um helgina, verði til þess að það fólk sem yfirgefið hefur flokkinn fylki sér aftur í kringum flokkinn og við komumst í okkar gamla fylgi? 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 29.3.2009 kl. 21:42

7 identicon

Talsmenn L-flokksins hafa hingað til ekki haft annað fram að færa til umræðunnar um ESB en ragntúlka það sem samherjar þeirra í ESB málunum hafa að segja. Í besta falla fara þeir með lygar um það sem þeir segja.

Nær væri fyrir þá að snúa sér að raunverulegum andstæðingum okkar í ESB nefnilega krötum.  

Þeir voru að samþykkja svo afdráttarlaust að þeir vildu í ESB

En miðað við annan málflutning talsmanna L-flokksins reikna ég fastlega með því að þeir segi að Samfylkingin hafni aðild að ESB og hafi þannig fundið sér samherja. 

Hættið að bera út lygaþvætting um þá sem eru ykkur sammála og snúið ykkur að kjósendum Samfylkingarinnar og reynið að sannfæra þá. 

Þar er verk að vinna.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 22:01

8 Smámynd: Offari

Ég fagna niðurstöðuni líka með Dóru. Aðalkosturinn við niðurstöðuna er að hún kemur í veg fyrir að flokkurinn klofni. Ég var farinn að óttasts að flokkarnir skiptust í Evrópusinnaða og Sjálfstæðissinnaða flokka. En sem betur fer er bara einn Evrópusinnaður flokkur og ég tel ólíklegt að hann nái svo miklu fylgi að honum takist að þvinga aðra flokka að sinni stefnu.

Offari, 29.3.2009 kl. 22:14

9 Smámynd: Stefanía

Þvílíkur léttir að flokkurinn skuli hafa tekið þessa afstöðu til ESB.

Ég var farin að halda að ég þyrfti að skila auðu !

Stefanía, 29.3.2009 kl. 22:29

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sú hugmynd Guðbjörn er röng, að hægt sé að gera öllum til geðs. Við höfum marga stjórnmálaflokka til að endurspegla margbreytilegar skoðanir. Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður til að standa vörð um fullveldi þjóðarinnar og það á hann að gera áfram. Það er vissulega slæmt að missa fylgi, en verra er þó að flokkurinn missi sálu sína.

Við vitum báðir, að Sjálfstæðisflokknum er kennt um efnahagshrunið, af mörgum flokksmönnum ekki síður en öðrum. Þetta er ástæða fylgishrunsins og endurnýjun frambjóðenda og forustu er hluti þeirrar leiðar sem flokkurinn ætlaði að fara til að endurvinna traust. Evrópunefndin og Endurreisnarnefndin voru einnig hluti áætlunarinnar. Þetta var ekki áætlun til að blekkja, heldur til að gera það sem er rétt og heiðarlegt.

Því miður hefur endurnýjunin ekki tekist nægilega vel. Segja má að hinn almenni flokksmaður hafi brugðist, því að ekki var fylgt áætlum flokksforustunnar. Auðvitað verðum við að spila sem bezt úr stöðunni. Þrátt fyrir allt, hefur enginn annar flokkur tekið sér slíkt tak sem Sjálfstæðisflokkurinn. Hefur nokkur séð bregða fyrir öðru eins pólitísku hræi og Samfylkingunni ?

Fullveldisályktunin var lykilatriði til að koma flokknum aftur á skrið. Við höfum núna hreina stefnu í þessu mikilvæga máli. Þú hefur séð hvernig bæði Kristján og Bjarni hafa fylgt sér að baki þessarar stefnu. Þorgerður hefur ekki ennþá skilið stöðuna. Ekkert er jafn mikilvægt fyrir stjórnmálaflokk og hrein stefna. Að vera opinn í báða enda eins og Framsókn, er ávísun á upplausn og eyðingu.

Því miður er efnahagsstefna flokksins ómótuð. Þetta kom vel fram í ályktun landsfundarins um peningastefnuna. Þar segir, með smá leiðréttingum:

Peningastefnuna verður að endurskoða. Ljóst er að krónan verður lögeyrir landsins enn um sinn, sama hvað verður fyrir valinu síðar. Afar mikilvægt er að agi sé á hagstjórn; ríkisútgjöldum sé haldið í lágmarki og að samræmi sé á milli ríkisfjármála og peningastefnunnar.

Þannig er æskilegt að stjórnvöld einsetji sér að uppfylla ströng skilyrði um efnahagslegan stöðugleika. Ákvarðanir um framtíðarskipan gjaldmiðilsmála verður hins vegar að taka af mikilli yfirvegun eftir gaumgæfilega skoðun á öllum möguleikum. Lagt er til að vinna við endurskoðun á gjaldmiðli landsins hefjist strax og ljúki á árinu.

Þarna er verið að hvetja til, að Sjálfstæðisflokkurinn leggi í vinnu við mótum peningastefnunnar. Að mínu mati kemur bara eitt til greina og það er "fastgengi undir stjórn myntráðs". Margar þjóðir hafa einmitt farið þessa leið inn í Evrópusambandið og höfum í huga að við höfum aldreigi uppfyllt efnahagsleg inngönguskilyrði ESB. Það er ótrúleg forheimskan, ef ESB-sinnar sjá ekki skynsemina við "fastgengi undir stjórn myntráðs". Ég þarf varla að undirstrika, að ég vil ekki inn í ESB undir neinum kringumstæðum.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.3.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband