Hagfræðin deyfir skynsemina

Allan útrásaráratuginn vissu gamlar konur sem ekki hlustuðu um of á fréttir að það væri vitaskuld vitleysa að allir gætu lifað af að skiptast á pappírum. En enginn hlustaði á þær.

Við hlustuðum flest á hagfræðinga sem hlustuðu svo á aðra hagfræðinga. Af frábærri rannsókn sem segir hér frá má ráða að það hafi einmitt verið sérfræðingatrú Vesturlanda að svo fór sem fór. Verum þess minnug að hagfræði er ekki raunvísindagrein heldur hugvísindi með mjög háu flækjustigi. Guð hjálpi þeim sem halda að ráðið út úr vandanum nú sé að hlusta meira á sérfræðingana.


mbl.is Fjármálakreppa tengd heilastarfsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er merkileg rannsókn. Við verðum að finna einhverja gamla konu sem ekki hlustar á fréttir og ekkert veit hvað er að gerast og setja hana tafarlaust yfir Seðlabankann. Er ekki Jóhanna Sigurðardóttir vænlegust til þess arna?

Baldur Hermannsson, 1.4.2009 kl. 21:00

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

ég held að það hafi fyrir löngu komist rutl á hana af vondum félagsskap - líst betur á ömmuna í sögunni um rauðhettu

Bjarni Harðarson, 1.4.2009 kl. 22:15

3 identicon

Hagfræði er félagsvísindi. Sá sem þekkir ekki muninn á hugvísindum, félagsvísindum og raunvísindum gerir vel í því að tjá sig sem minnst um vísindi og hafa sem fæstar skoðanir á tilraunum manna til þess að leita að þekkingu á skipulagðan hátt.

Robert (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 22:39

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Heimspeki hagfræðinnar hefur náð hæðstu hæðum eftir hrunið.  Nú er ekkert að viti í fréttum nema að hagfræðingur hafi lagt mat á það og gefið því hæfiseinkunn.  Nú eiga hagfræðingarnir, auk þess að vera orðnir ómissandi álitsgjafar fréttastofanna, greiða leið á Alþingi enda lítið eftir af peningum í kringum þá. 

Lögfræðingar og hagfræðingar koma til með að verða uppistaðan á næsta Alþingi. 

Viðurkenndu það Bjarni gamla konan hafði rétt fyrir sér og það þarf að afskrifa þetta skuldafargan, annar situr þjóðin uppi uppi með hagfræðing á skjánum, lögfræðing á snerlinum og samanlagða krafta þessara stétta á löggjafarsamkomunni.

Magnús Sigurðsson, 1.4.2009 kl. 23:00

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Robert, hagfræði er auðvitað spennandi og nauðsynleg fræðigrein, en er ekki vafasamt að telja hana til vísinda yfirleitt?

Baldur Hermannsson, 2.4.2009 kl. 08:32

6 Smámynd: Historiker

Róbert þessi ætti nú ekkert að vera að rífa kjaft varðandi þessi mál. Það er sáralítill ef nokkur munur á félags- og hugvísindum. Reyndar er alls ekkert víst að deildarmúrarnir sem aðskilja þessi fræði muni halda þegar fram líða stundir.

Historiker, 2.4.2009 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband