Handtökum þá strax

Nokkrir hafa hringt í mig í dag á innsoginu yfir því að ég hafi sagt að handtaka beri velgjörðarmenn þjóðarinnar í morgunútvarpi Rásar eitt. Ég stend við hvert orð í þeim efnum.

Í siðuðum löndum gilda ein lög fyrir alla menn. Á liðnum vetri hefur Ísland sett ofan. Ekki bara í augum umheimsins heldur ekki síður í okkar eigin sjálfsmynd. Dag eftir dag birtast okkur fréttir af undanskotum, málamyndasölu, ofurlánveitingum og annarri fjármálalegri spillingu í aðdraganda bankahrunsins.

Tugmilljarða lánveitingar eigenda bankanna til eigin fyrirtækja rétt í þann mund sem allt riðaði. Millifærslur til félaga í skattaparadísum, málamyndakaup arabískra aðalsmanna, undanskot lúxuseigna o.s.frv. o.s.frv.

Vitaskuld er hver maður saklaus uns sekt er sönnuð en komi upp rökstuddur grunur um saknæmt athæfi ber yfirvöldum að grípa inn í. Sé brotið stórfellt ber jafnvel að hneppa menn í gæsluvarðhald meðan rannsókn stendur yfir.

Í litla kunningjasamfélagi og alræði stjórnmálaflokkanna standa lögregluyfirvöld lömuð. Krafa heiðarlegra áhorfenda er vitaskuld að hinir meintu auðjöfrar og skósveinar þeirra allir verði teknir til tafarlausrar yfirheyrslu og eftir atvikum fangelsaðir.  

Allt hik í þeim efnum getur verið þjóðinni dýrkeypt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Það er okkur Íslendingum til ævarandi skammar að þessir menn gangi lausir í dag og geti sinnt sínum viðskiptum eins og ekkert hafi í skorist.

Þúsundir manna og kvenna eru atvinnulaus, eiga varla fyrir mat og þurfa að fara í fjölskylduhjálpina til að fá ölmusu.

En bankastjórarnir og eigendurnir lifa sínu lúxuslífi með milljarða á bankareikningum í skattaskjólum ... eiga flotta bíla.. flott einbýlishús... snekkjur .. einkaþotur... en þjóðin sem þarf að borga fyrir þetta alltsaman hefur það virkilega skítt. Og þarf að horfa upp á þessa menn.. tjá sig í fjölmiðlum... 

Ætli þessir menn skammist sín? ég efast um það.

ThoR-E, 2.4.2009 kl. 14:24

2 identicon

upp með gapastokkana. Einn í hvert kjörtæmi 

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 14:35

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Byrgin í Keflavík eru góð geymsla fyrir þá.

Hendum svo lyklinum.

Rennur þér ekki til rifja, að sverustu svindlin eru í skjóli fyrrum SÍS félaga?

Framsókn er þarna í forgrunni líkt og í Kaffibaunamálinu, Olíumálinu (gamla) Skerjafjarðarsamtalsmálum (Geir í ESSO) og svo sonur hans í GOÐA, nú í IH og BL.

Óli í Samskip, Siggi Einars (fyrrum ráðherra) og nú sonum Kögunar sem er í forsvari Framsóknar og í stjórn N1 með Kolkrabbanum.

skítalyktarlið með Samfó liðinu sem Borgarnesræður héldu og fyrrum Viðskiptaráðherra hvers kona er /var yfirmaður hjá Kaupþingi rotnu félagi með kúlulán upp á vasann.

Mér flökrar nokkuð við sumum, sem komu hér í eina tíð á Landsfund.

Nú komu EKKI Samherjamenn-þeir sendu hunda sína úr LÍÚ

Miðbæjaríhaldið

Heldur í það sem hald er í en hendir hinu

Bjarni Kjartansson, 2.4.2009 kl. 14:37

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég er nú eiginlega forvitin um afstöðu þeirra á innsoginu; fannst þeim að "velgjörðamenn" vora ætti frekar að verðlauna með geislabaugshring en handjárnum???

Kolbrún Hilmars, 2.4.2009 kl. 15:11

5 identicon

Mér heyrist nú helst á Fjármálaeftirlitinu - FME - að í skjóli hinnar háheilögu bankaleyndar þá eigi nú með offorsi að ganga hart fram og láta handtaka og fangelsa einn eða tvo blaðamenn til þess að passa nú það að almenningur komist alls ekki að því hvað þessir BANKAGLÆPÓNAR aðhöfðust í skjóli þessarar alræmdu bankaleyndar.  

Ef það á að verða niðurstaðan og helst það áþreifanlega sem Fjármáleaftirlitið muni aðhafast vegna bankahrunsins þá er almennigi öllum lokið.

Ef að lögin í landinu og alþjóðalög ESB sem við tókum hrá upp eru svona heimskulega sniðinn að þessum  svívirðilegu glæpum bankaglæponana að enginn lög eða reglur ætla að ná yfir þessa menn þá er friðurinn sundur slitinn með þjóðinni.

Ég tek því undir þetta með þér Bjarni, það á að minnsta kosti að setja þessa menn í farbann og frysta eigur þeirra eftir atvikum og fara strax í rækilega alþjóðlega skoðun á öllum þeirra fjármálaumsvifum fyrir og eftir hrunið.

Ég fullyrði að ef þessir menn hefðu komið svona fram í sjálfum Bandaríkjunum, landi einkaframtaksins og frelsisins væri nú þegar búið að grípa til þessara ráðstafana og jafnvel enn harkalegri en hér er farið fram á. 

Nú þarf að grípa til óvenjulegra aðgerða því að þetta eru mjög óvenjulegar aðstæður.

Bjarni nú þarf að setja á laggirnar undirskriftarsöfnun meðal landsmanna þar sem farið er fram á raunverulegar aðgerðir nú þegar gagnvart þessum glæpamönnum þjóðarinnar.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 15:50

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Við eigum og getum ekki gengið fram hjá því ,að þetta hefði átt að ger strax,en betra er seintt en aldrei,og það er ekki bara grunur,mikið meira sem er næsta sönnun,en um að gera að byrja og sjá hvernig menn geta hreinsað sig,Lögfræðingar hafa kannski nog að gera en auðvitað erum við þjóðfelag sem ekki dæmum saklaust fólk ,en við eigum að taka nokkar og láta þá afsanna ósköpin/Halli gamli p/s saklaus er hver?????

Haraldur Haraldsson, 2.4.2009 kl. 15:58

7 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Þar kom að því að einhver segði hug margra upphátt. Þótt þú sért á villigötum í EUR-málum tek ég ofan fyrir þér fyrir þetta álit á velgjörðamönnum þjóðarinnar.

Það væri fróðlegt að sjá listan yfir íbúðir í eigu eiginkonu Hreiðars Más Kaupþings-krimma. Hvernig fara eiginkonur að því að kaupa íbúðir ekki bara eina heldur margar ef þær eru tekju littlar ? samkv. skattaskýrslum.

Ef aðalgerendur eru 40  þeir eiga 40 eiginkonur gerendur eiga systkini og eiginkonur eiga systkini, einnig eiga þau systkini börn. Bara þessir fyrir utan skólasystkini eru 1100 persónur. Hvernig á stöðumælasektari frá Akranesi að rannsaka svindlið ? ég er næsta viss um að hann rekst á skyldmenni eða vin sinn á fyrsta degi. Gæti svo sem verið vinkona bróður svindlara eða svoleiðis.

Ragnar L Benediktsson, 2.4.2009 kl. 15:59

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tek undir hvert orð Bjarni!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.4.2009 kl. 16:02

9 Smámynd: ThoR-E

Ragnar:

Akkúrat ástæðan fyrir því að við þurfum á Evu Joly að halda.

Síðan gagnrýna Sjálfstæðismenn laun Evu:

http://visir.is/article/20090402/FRETTIR01/777447185

Hvað eru skilanefndirnar með í laun. Hvað voru þessir menn sem Eva er að fara að rannsaka með í laun. Hvað er þessi sjálfstæðismaður með í laun .. frá kvóta-launaseðlinum...?

Spillingin drýpur af Sjálfstæðisflokknum... þrátt fyrir það ætlar 1 af hverjum 3 að kjósa þennan spillta flokk.

Mikið vona ég að kjósendur fari að vakna ... þetta er bara sorglegt að fólk sé tilbúið að láta fara svona með sig aftur.

ThoR-E, 2.4.2009 kl. 16:06

10 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Það er með ólíkindum að 30% ætli að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. En eftir viðbrögðum þeirra sem fögnuðu ræðu Davíðs á landsfundinum fer ég að trúa þessu.

Varðandi laun Evu eru það smámunir í samanburði við þá fjármuni sem banka-krimmarnir eru búnir að svíkja út úr okkur.

Ragnar L Benediktsson, 2.4.2009 kl. 16:24

11 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Rétt hjá þér Bjarni, í steininn með þessa menn strax, þó fyrr hefði verið.
Það þarf að hafa þessa 'heiðursmenn' í gæsluvarðhaldi á meðan mál tengd þeim eru rannsökuð.

Ísleifur Gíslason, 2.4.2009 kl. 16:25

12 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Við skulum ekki gleyma því, að þessi mál eru svo viðamikil, að meðan meintir glæpamenn ganga lausir, fellur sök á fleiri en skyld í augum almennings.  Það eitt út af fyrir sig nægir til að grípa þarf til skjótra en fumlausra aðgerða.

Pjetur Hafstein Lárusson, 2.4.2009 kl. 16:40

13 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Hik er sama og tapað fé

Anna Ragna Alexandersdóttir, 2.4.2009 kl. 17:04

14 identicon

Frábært viðtal og samantekt á RUV. Þessir punktar sem þar koma fram hver öðrum betri og raunsannari. Ef fólk flykkist ekki um að styðja lista með þessar áherslur þá " er fólk fífl "

Jón Ingi Gíslason (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 17:13

15 identicon

Bjarni, þú segir:"Tugmilljarða lánveitingar eigenda bankanna til eigin fyrirtækja rétt í þann mund sem allt riðaði". 

EN TAKIÐ EFTIR: BARA EINN BANKI, Kaupþing, lánaði stærstu eigendum sínum og tengdum aðilum samtals um 500 MILLJARÐA, SEM EF UMREIKNAÐ NÚNA VÆRU UM 570 MILLJARÐAR: 

http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/03/07/500_milljardar_til_eigenda/

EE elle (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 17:13

16 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Skjóta þá strax! Hengjum þá! Steikjum á teini! Bíður einhver betur? Væri ekki rétt að halda í heiðri að hver er saklaus uns sekt er sönnuð! Eða erum við búin að breyta þessari reglu í að ef bloggið segir það og blöðin segja það þá eru þeir sekir. Og þá verða menn kannski að segja hvaða lög þeir brutu. Veit að einhverjir eru sekir en ég vill að þeir séu þá rannsakaðir og dæmdir eftir þeim lögum sem þeir brutu. Ekki það að þeir hafi veri klókir að finna smugu í lögum.

Minni fólk á þegar allir voru búinir að dæma fólkið sem sat inni vegna Geirfinnsmálsins.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.4.2009 kl. 17:36

17 identicon

"Þjóðin sem þarf að horfa upp á þetta allt saman" (sbr. 1. ummæli)            ætlar að kjósa Hrunflokkinn aftur og réttarkerfi hans að fangelsa blaðamenn sem sögðu frá glæpnum!

Hvert ætli verði  álit umhemsins á okkur eftir kosningar?!

Glúmur (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 17:45

18 identicon

Og líka horfnu 400 MILLJARÐARINIR SEM SEÐLABANKINN LÁNAÐI BÖNKUNUM FYRIR HRUNIÐ, ÞAR AF 76 MILLJARÐAR BARA TIL KAUPÞINGS RÉTT ÁÐUR EN BANKINN FÉLL

Og horfnu 84 MILLJARÐARNIR SEM SÆNSKI SEÐLABANKINN LÁNAÐI KAUPÞINGI FYRIR HRUNIÐ.

Og hvað ætli Glitnir og Landsbankinn hafi lánað eigendum sínum og vinum mörg hundruð milljarða?

EE elle (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 17:45

19 identicon

Ef þjóðin kýs hina vanhæfu aftur þá eru fallin rök Skúla Thoroddsen 1908 (Uppkastið) og Bjarna Harðarsonar 2008 fyrir innlendri stjórn.

Þau voru: Að íslenskur ráðherra yrði að standa íslensku þingi og kjósendum reikningsskap gerðs sinna.

Með fyrrnefndum kosningaúrslitum léti þjóðin sér vel líka að vera rænd og gerð gjaldþrota. Skiptir þá engu máli lengur hverrar þjóðar þeir eru sem stjórna Íslandi þaðan í frá. 

Má þá eins fela EBE öll okkar mál. Verra getur það ekki orðið en orðið er.

Glúmur (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 18:06

20 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Mér skilst á félaga mínum Árna Johnsen að þessum "fjárglæframönnum, óreiðumönnum, ævintýramönnum, glæpamönnum, þjóðnýðingum 6 villimönnum" að í raun & veru gerðu þeir ekkert rant, þeim urðu bara á "smá tæknileg mistök...."  RÁNFULGINN & Samspillingin þekkir sitt fólk og heldur hlifðarhendi yfir þeim.  Flest allir þessir af þessu skítapakki eru auðvitað farnir til London, þar ætla þeir að njóta ævi kvöldanna, en ég er sannfærður um að Eva Joly mun sjá til þess að þetta skítapakk fari "bak við lás & slá" - og vonandi verða ALLAR þeirra eigur taknar af þessu liði.  Þjóðnýðingar - skítapakk, allir sem einn.....!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 2.4.2009 kl. 18:15

21 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Bjarni - Haltu áfram slagnum!

Ég held reyndar að framboð þitt sé dauðadæmt af mismunandi orsökum, en það þýðir ekki að þú hafir rangt fyrir þér í þessu efni. Það er afskaplega brýnt að fólk sýni einhug og þolinmæði og ákveðni í að taka á þessum mönnum með löglegum hætti því það er ekki laust við að fólk sé komið í morðhugleiðingar gagnvart þessum fjárníðingum sem Evu Joly er ætlað að elta og taka úr umferð. Þrýstum á um réttlæti og sjáum til þess að því verði framfylgt!

Rúnar Þór Þórarinsson, 2.4.2009 kl. 18:26

22 identicon

Magnús Helgi sagði hér ofar að menn væru saklausir þar til sekt er sönnuð, og það er alveg rétt, en í þessu máli sem og örðum svo sem eins og með þá sem nú sitja inni í framhaldi af bruna í Eyjum, þá ættu rannsóknarhagsmunir að gera efnahagsbrotadeild það kleift að stinga þeim í steininn svo ekki sé hægt að kæla slóðina enn meira en orðið er.

(IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 19:00

23 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Saklausir þar til sekt er sönnuð, er ein af mörgum heilögum klisjum nútímans og eins og aðrar varðar og viðhaldið af fjármagni. Sem hefur fjármagnað pólitíska leppa til að svæfa lýðinn á meðan hann var rúinn inn að skyrtunni. Síðan fyrnast mál í þessu glæpsamlega kerfi eða vel fjármagnaðir lögfræðingar þvæla málum endalaust út í ekki neitt. Réttlætið kostar oft múltí peninga eins og svo margt annað í kerfi þar sem einstaklingurinn er ekki lengur grunneining þjóðfélagsins heldur fjárhagslegir hagsmunir og þar af leiðandi peningalegar eignir fjármálaveldisins sem eru lognar fram í gervikosningum. Þessar eignir heiladrepa síðan skólakerfið og aðra veruleikahönnun í þágu eigenda sinna og svo framvegis þangað til draslið er fullmjólkað og allt komið á fökking hausinn og nú erum við þar. Og það á víst að selja okkur sama helv. draslið áfram í einhverjum gervilýðræðisleik sem er stýrt af sömu maskínunni sem fyrr.

Baldur Fjölnisson, 2.4.2009 kl. 19:28

24 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sekt eða sakleysi! Frjáls blaðamennska hefur birt staðfestar upplýsingar í tugum tilfella um stórfelld efnahagsbroð. þeim upplýsingum hefur ekki verið mótmælt í mörgum tilfellum hvað þá að þær hafi verið afsannaðar.

Við höfum opinbera rannsóknaraðila sem eiga að taka skýrslur og síðan ákæra ef sök sannast. Hverjir hafa verið yfirheyrðir á grundvelli birtra gagna?

Árni Gunnarsson, 2.4.2009 kl. 19:35

25 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hvernig væri að við hættum að treysta kisa til að hengja sjálfur á sig bjölluna?

Sækjum þetta hyski heim og strekkjum það á planka og flengjum það með hrísvendi... tjara...fiður...gapastokkar...opinber niðurlæging og almennt einelti á hendur þessu hyski, er aþð sem ég vil sjá.

Gef hérmeð út almennt veiðileyfi og býð verðlaun fyrir þá sem gera eitthvað annað en að grenja undan ástandinu..bensínbrúsi og eldspýtustokkur kemur upp í hugann... þetta helvítis pakk er búið að fyrirgera öllum sínum borgaralegu réttindu...mætti ég ráða, yrði landráðalögum beitt á þetta pakk...og þá miðað við stríðstíma....

Haraldur Davíðsson, 2.4.2009 kl. 19:44

26 identicon

Haraldur Davíðsson svona segir maður ekki. Það er ekkert til sem réttlætir að hvatt sé til ofbeldis. 

(IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 20:13

27 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona var umræðan gagnvart Einari Bollasyni og fleirum sem var stungið í gæsluvarðhald í fleiri mánuði. Áður en mönnum er stungið inn er nú rétt að vita hvaða lög þeir brutu. Og hvort að blaðamenn byggi ásakanir sínar á gögnum sem standast. Eða kannski bara einherju sem er stungið að þeim til að draga athygli frá öðrum sekari.

Veit ekki alveg hvað þessir menn eiga að gera í gæsluvarðhaldi þegar öll gögn um viðskipti þeirra eru í bönkum sem þeir hafa ekki aðgang að lengur. Eva Joly telur að engin gögn hafi tapast því að allar færsur eru rekjanlegar þar sem þær fara rafrænt.

Svona viðbrögð eins og eru hér í gangi minna mig á Vilta Westrið. Enron málið var í sjónvarpinu um daginn. Það tók 4 til 6 ár að dæma menn vegna þess. Þetta eru oft á tíðum þúsundir færslna sem þarf að rekja og skoða. Það tekur tíma og loks verða vonandi allir þeir sem eru sekir dæmdir. En sé ekki hvað við mundum græða á einhverji hrað ferða þar sem að í ljós kæmi að öll rannsóknin væri ónýt vegna fljótfærni.

Það ætti fólki að vera ljóst að megnið af þessum stolnu peningum voru í raun aldrei nema bólur. Menn voru að kaupa viðskiptavild með einhverjum papír sem var ekkert á bakvið. Stærstur hluti lána var við aðila erlendis sem fengu peninga fyrir erlend fyrirtæki. Og síðan er slatti sem fór í íbúðarlán hér í eignir sem voru allt of hátt verðlagðar. Halda menn að yfir 100% hækkun á nýju húsnæði á nokkrum árum hafi verið eðlileg?

En ég dreg ekkert úr því að hér haf örugglega verið framin alvarleg lögbrot  og fyrir þau á að refsa eftir rannsókn. En hér voru framin mun alvarlegri afglöp t.d. eins og eru að koma í ljós í lánum Seðlabanka til fjármálastofnana með veðum í endurhverfum lánum sem eru orðin að engu. Þarna hurfu frá okkur hundruð eða þúsundir milljarðar. Og afglöpin ná út um allt í stjórnsýslu, fjármálafyrirtækjum, eftirlistsstofnunm og fleirum. Og það er ekki víst að lög nái yfir það.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.4.2009 kl. 20:23

28 identicon

Bjarni Harðar sagði í færslu í gær:"Og verum þess nú minnug hverjir töluðu harðast gegn því að nokkrar eignir væru kyrrsettar eða nokkur skerti hár á höfði gangsteranna. Hverjir nema bankaflokkarnir þrír og VG kinkaði kolli"

Hvernig væri nú að fara rétt með svona til tilbreytingar.  Lestu þessa frétt hér á visir.is:

Annað hvort hefur þú verið að senda töluvpóst eða hættur á þigni þegar þetta var.  Set slóðina inn aftur til öryggis. 

http://www.visir.is/article/20081124/FRETTIR01/298535726/1060

Hver var aftur afstaða Framsóknar meðan þú áttir heima þar?

L- flokkurinn stendur fyrir lygi

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 20:50

29 identicon

Án þess að lofsyngja gífuryrði né forneskjulegar niðurlægingar- og refsiaðgetrðir, þér er ég hjartanlega SAMMÁLA því að þetta fólk ber að handsama, setja í farbann og frysta allar eigur, uns mál hafa verið rannsökuð til botns. Og þá meina ég að líka se rótað í botninum.

Hvað gífurlánin varðar sýnist mér að fólk sé nú þegar búið að tjá flest af því, sem ég hefi í huga og flestir af meiri þekkingu en ég.

Og svo herðium við baráttuna fyrir "Hreinu, Fullvalda Íslandi" - eða hreinsuðu?!

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 20:52

30 identicon

ÆÆÆ Jón Óskarsson... þú ert orðin eins og biluð plata.

(IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 20:54

31 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er hægt að vitna í margar þingræður Steingríms J. og annara þingmanna V.g þar sem þeir vöruðu sterklega við afleiðingum hinnar glórulausu útrásar. Jafnframt þar sem einmitt var vísað til ofurskulda sem þegar væru orðnar ofviða þjóðarbúinu. Rétt skal ævinlega vera rétt þó einhverjum komi það illa að vísað sé til staðreynda.

Pólitísk sök fellur á þrjá stjórnmálaflokka en líklega eitthvað mismunandi. Og það er afar alvarleg sök sem um er að ræða. Hún er svo alvarleg að það má flokka undir hroka af þeim póliíkusum sem þar eiga hlut að máli að bjóða sig fram til endurkjörs á Alþingi. 

Árni Gunnarsson, 2.4.2009 kl. 21:02

32 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

velti fyrir mér oft hvenær siðleysi verður að lögbroti - það hljóta að vera takmörk - síendurtekið siðleysi er lögbrot - inn með þá NÚNA

Jón Snæbjörnsson, 2.4.2009 kl. 21:52

33 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Sjálfsvörn er afsakanlegt ofbeldi...þetta skítapakk er búið að selja á okkur rassgatið..veðsetja framtíð barnanna okkar og stela nánast öllu sem stelandi er!!! Ef þetta glæpapakk verður ekki stöðvað þá verður ekkert eftir hér....og þeir eru sko ekki hættir..einkavinafélögin eru á fullri ferð ennþá...

....ef yfirvöld ætla ekki að gera úr þessu fordæmismál, og leyfa landráðapakki að sleppa með góssið...þá eigum við að sækja liðið heim.

Okkur ber til þess SKYLDA gagnvart komandi kynslóðum...hér eru brot úr hegningarlöggjöf varðandi landráð...

X. kafli. Landráð.

86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.

...

88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.]2)

1)L. 82/1998, 21. gr. 2)L. 47/1941, 1. gr.

...

  91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.

Haraldur Davíðsson, 2.4.2009 kl. 22:35

34 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Haraldur þú og fleir ættuð kannski að kynna ykkur fleiri greinar hegningrlagana eins og

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.4.2009 kl. 23:26

35 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Afsakið tilvitnunin datt úr en hér er hún

" 147. gr. Ef maður annars lætur uppi ranga skriflega yfirlýsingu eða gefur skriflegt vottorð um eitthvað, sem honum er ekki kunnugt um, og það er ætlað til notkunar í dómsmálum, öðrum málefnum, sem varða hið opinbera eða gerðardómsmálum, þá skal hann sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 4 mánuðum."

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.4.2009 kl. 23:29

36 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hvað í ósköpunum áttu við með þessu Magnús?

Hvorki er ég á leið fyrir dómstóla sem kærandi, né er ég að gefa ranga yfirlýsingu..hverju er ég að ljúga góði minn ? Hvar er ég hugsanlega að spilla opinberu máli?

Annars máttu þá bara kæra mig ef þú vilt...ég stend við hvert orð...

Haraldur Davíðsson, 2.4.2009 kl. 23:45

37 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að ítreka að fólk hér á blogginu og annarstaðar er búið að ákveða það að flullt af fólki hafi brotið lög. Það veit að hér hafa tapast milljarða tugir og hverjir stjórnuðu en fólk veit ekkert hvort og þá hvaða menn hafa brotið lög en er samt búið að vera með allskonar fullyrðingar um að ýmsir nafngreindir menn hafi gert þetta og gert hitt en hefur ekkert í höndunum um það. Hér koma í athugasemdum og bloggum að það eigi bara að handtaka menn hægri og vinstri en fólk hefur ekkert í höndunum um þeir hafi gert neitt af sér. Sbr. það sem Bjarni segir í blogginu hér að ofan. Og þegar verið er að vísa í að þessir menn hafi framið landráð.

Til þess að svo megi verða verða menn að tilgreina hvaða menn þetta eru hvað þeir gerður sem fellur undir landráð? Og þessi bágbilja um að frysta eignir þessara útrásarvíkinga. Hvað eignir? Þeir eiga ekki rassgat hér á landi? Og sennilega lítið í útlöndum. Þeir eru búnir að ganga á þessar eignir síðan 2007 þegar að þeir hættu að fá lán erlendis. Auk þess hefur Ísland takmarkaða möguleika á að frysta eignir manna erlendis.

Finnst að þó hér séu bullandi erfiðleikar og hér séu margir reiðir þá megi ekki horfa til einhverja svona patent lausna að bara handtaka allt gengið og frysta eigur þeirra. Það bjargar ekki nokkru fyrir okkur hin. Finnst að þetta eigi að fara að lögum og af yfirvegun. Rannsaka málin ofan í kjölin þannig að engin sleppi og dæma menn síðan fyrir brot sín. Við græðum ekkert á að fara svona í dómstól götunar eða vilta vestrið.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.4.2009 kl. 03:12

38 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Brot útrásarvíkinganna dagana fyrir hrun eru ótvírætt brot á landráðalögum...yfirlýsingar fjármálaráðherra og seðlabankastjóra á erlendum vettvangi eru það líka...skjalaeyðing bankanna i gegnum hrunið er það líka..vissirðu til dæmis að bankarnir 3 voru saman í því að fara með tölvubúnað uppá tugmilljónir  til eyðingar hjá Sorpu? Undir ströngu eftirliti starfsmanna bankans. Bankarnir eru samt með samninga um gagnaeyðingu við þartigert fyrirtæki...en hversvegna var farið með vélbúnaðinn líka?

Lögbrot og siðþrot...við erum í þeirri stöðu í alþjóðasamfélaginu, að meðan við ekki refsum sekum, þá liggjum við öll undir ámæli..meðan við ekki látum lögin ná yfir siðblindu einstakra mann sitjum við öll undir því merki siðleysis og stjórnlausrar græðgi..og ég er ekki tilbúinn að taka á mig svo mikið sem eitt skammaryrði fyrir hönd fólks sem er búið að eyðileggja framtíð komandi kynslóða hér, án minnar þátttöku. Þetta snyst ekki bara um að refsa þeim seku, heldur einnig að hreinsa mannorð þjóðar á alþjóðavettvangi.

Haraldur Davíðsson, 3.4.2009 kl. 14:13

39 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hér erum við sammála

Brjánn Guðjónsson, 3.4.2009 kl. 15:51

40 Smámynd: Árni Gunnarsson

Enron hrunið í Bandaríkjunum og aðdragandi þess er auðvitað bara önnur kaka eftir sömu uppskrift. Og svo er það með þessa heilögu klisju sem Baldur Fjölnisson nefndi.

Hvaða skýringar hafa komið á því þegar starfsmenn bankanna fóru hamförum fyrir hrunið og lugu því að fólki að það væri svo hagstætt að setja sparifé í áhættusaman farveg sem væri svo óskaplega traustur? Og svo var milljörðum mokað út úr bönkunum inn á reikninga stjórnenda bankanna og einkavina þeirra.

Hvers konar yfirborðshelgi er þessi afstaða þín Magnús Helgi?

Þúsundir voru rænd hér á Íslandi og tugir þúsunda fólks erlendis líka.

Voru þá kannski barasta engir ræningjar að verki?

Árni Gunnarsson, 4.4.2009 kl. 00:11

41 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Já það er stórfurðulegt hvernig ráðamenn þjóðarinnar akta varðandi fjáglæframennina.  Eigum við ekki bara öll að sætta okkur við það að þessir menn gangi lausir, síðan getur fólkið í landinu kosið sama ruglið yfir sig aftur og þá geta flokkarnir sem verða við stjórn endurtekið þetta rugl, látið nokkra útvalda ,, stórkarla,, hafa ríkisbankana fyrir ekki neitt aftur, þeir bíða hvort eð er við þröskuldinn.  Ég get ekki betur séð en að það stefni í allt sama ruglið enn og aftur, miðað við skoðanakannanir varðandi fylgi flokkana þá virðist útkoman í skoðanakönnunum koma þannig út. Ég segi bara við ykkur sem viljið ekki breytingar eða þorið ekki að breyta til batnaðar hér í landinu. Verði ykkur góðu, þið sem kjósið flokksræðið í vor. Svo mikið er víst að ég mun skila auðum seðli í næstu kosningum. Við L - lista fólk reyndum þó og L - listinn er kominn til að vera, því það koma nefnilega aðrar kosningar eftir þessar í vor.

L-listinn, listi fullveldissinna !

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 4.4.2009 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband