Ný búsáhaldabylting gegn stjórnarandstöðunni!

Fyrsti apríllinn var í gær og þessvegna hlýt ég að telja frétt Vísis um nýja búsáhaldabyltingu rétta.

Ekki samt til að mótmæla ríkisstjórninni og ekki til að mótmæla stórkostlegum peningastuldi útrásarvíkinga sem fjórflokkurinn lætur  viðgangast.

Nei, það á að mótmæla stjórnarandstöðunni á Alþingi fyrir það að hún skuli vilja ræða mál eins og breytingar á kosningalögum sem einhverjum dettur enn í hug að hægt sé að keyra í gegn rétt fyrir kosningar. Mótmæla semsagt lýðræðinu. Koma svo!

Ég hef fyrr sagt mína skoðun á þessum flausturslegu breytingum en það verður sagt um þessa byltingu eins og margar aðrar - hún er farin að éta börnin sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er alveg með ólíkindum að vera standa í svona vitleysu nú þegar nóg er af brýnni málum til að taka á. Þó mér sé það ekki sérlega ljúft að hvetja sjálfstæðismenn þá geri ég það í þessu máli, vonandi tekst þeim að koma í veg fyrir svona fíflagang.

(IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 19:10

2 identicon

Það er nokkuð kúnstugt að á meðan það tekur upp í tvö ár að fá breytt skipulagi, svo sem um vegstæði eða borholu, svo dæmi séu tekin, þá er hið minnsta mál í hugum sömu manna að afgreiða breytingar á stjórnarskrá á tveimur vikum.

Mælistu illa í norðurbænum?

-sigm. (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 19:31

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Bjarni: 

Það hefði heyrst hljóð úr horni ef Sjálfstæðisflokkurinn væri í ríkisstjórn og enn hærra hefði heyrst í fólki ef hann hefði verið í samstarfi við Framsóknarflokkinn!

Nú er þetta fólk farið að mótmæla stjórnarandstöðunni!

Þetta er einelti og við slíku eru viðurlög, sbr. rgl. 1000/2004 um um aðgerðir gegn einelti á vinnustað.

Skilgreining á einelti er að finna í a. lið 3. gr.:

Einelti: Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að.
 

Um skyldur atvinnurekanda - núverandi vinstri stjórnar - má lesa í 4. gr. reglugerðarinnar:

Atvinnurekandi skal skipuleggja vinnu þannig að dregið sé úr hættu á að þær aðstæður skapist í vinnuumhverfi sem leitt geti til eineltis eða annarrar ótilhlýðilegrar háttsemi.

Atvinnurekandi skal gera starfsfólki það ljóst að einelti og önnur ótilhlýðileg háttsemi er óheimil á vinnustað. Atvinnurekanda ber skylda til að láta slíka háttsemi á vinnustað ekki viðgangast og skal hann leitast við að koma í veg fyrir ótilhlýðilega háttsemi sem hann fær vitneskju um, í samráði við vinnuverndarfulltrúa á vinnustaðnum þegar við á.

 

Nú er spurning hvort ofangreind ákvæði eiga ekki aðeins við varðandi Sjálfstæðisflokkinn, heldur einnig hvernig gengið var frá Framsóknarflokknum á sínum tíma!

 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.4.2009 kl. 19:43

4 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Kalla út Vinstri Varðliðana, það væri þá og.

Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn standi í lappirnar í þessu máli og haldi uppi almennilegu málþófi í stíl við vinstra liðið á sínum tíma.

Carl Jóhann Granz, 2.4.2009 kl. 20:20

5 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Ég hélt að það ætti að mótmæla stjórnarandstöðunni út af því að Árni Johnsen væri farinn að syngja í pontu !

Jahérna, flest má bjóða fólki uppá!

Jón Á Grétarsson, 2.4.2009 kl. 21:51

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sorry að ég skyldi staldra við þessi orð þín:

„peningastuldi útrásarvíkinga sem fjórflokkurinn lætur viðgangast“

varst þú ekki á fullu í fjórflokknum,n verandi í framsókn? ertu ekki meðsekur?

Brjánn Guðjónsson, 2.4.2009 kl. 22:28

7 identicon

Bjarni Harðarson er eins og útrásarvíkingarnir, þeir skipta umm kennitölur og eru stikkfrí. Hann skiptir umm flokk og allt búið  PS: þetta er það skásta sem hefur komið úr kjaftinum á Árna Nonsen

Smári Baldursson (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 00:24

8 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þakka þér fyrir góðan pistil Bjarni og gott viðtal í útvarpinu í gærmorgun,er þér sammála í mörgu,þó sérstaklega í andstöðunni við ESB. Það væri mesta glapræði að láta Samspillinguna leiða okkur inn í viðvarandi atvinnuleysi og fátækt.

Ragnar Gunnlaugsson, 3.4.2009 kl. 10:41

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Heyrðu kallinn minn... þú settir nafnið þitt við allt svínaríið. Þangað til fyrir örfáum mánuðum varst þú hluti þessara fjórflokka sem þú kýst núna að tala um eins og þú hafir aldrei haft neitt með þetta allt saman að gera.

Þjóðin er kannski fljót að gleyma.. en ekki svona fljót

Heiða B. Heiðars, 3.4.2009 kl. 10:42

10 identicon

Síðasti ræðumaður;

Bjarni var í stjórnarandstöðu á meðan hann var á þingi - og í andstöðu við flokkseigendafélagið líka. Hann ER stikk - frí.

Kúlufólk og Kínafara
kjósum Flokksins vegna
eingöngu og af því bara
að við viljum gegna

Skítlegt eðli (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 11:04

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Nei, hann er ekkert stikkfrí. Hann gekk til liðs við flokk sem heitir Framsóknarflokkurinn og samþykkti þar með það sem sá flokkur hefur staðið fyrir

Heiða B. Heiðars, 3.4.2009 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband