Ekki mistök heldur meðvituð ákvörðun

...ég held þú hafir gert afgerandi mistök með því að bjóða þig ekki fram í Suðurlandskjördæmi, þar sem þú nauzt mikils persónufylgis, skrifar Jón Valur Jensson inn sem athugasemd hjá mér nú fyrir stundu og notar enn zetu sem er alltaf svoldið skemmtilegt.

En þetta voru ekki mistök Jón heldur meðvituð ákvörðun. Til þess að hafa þau áhrif sem við þó höfðum á ESB afstöðu Sjálfstæðisflokksins þurftum við að tjalda öllu til og þar taldi að vera með nógu sterkan lista í höfuðvíginu. Og það var miklu meira virði að hafa þau áhrif heldur en það hvort ég eignaðist aftur þingsæti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Ég er kannski ofur sósíalisti, en mér fannst þú oftast tala af viti. Tala fyrir fólkið.

Svo kom ...tölvupósturinn....afsögnin...nýtt framboð...og ég vissi ekki lengur hvar ég hafði þig.

Ekki það, að ég myndi kjósa Framsókn, en ég hélt jafnvel að þú og fleiri mynduð geta leiðrétt framsókn, því ég veit að sá flokkur er kominn á rangan veg., miðað við hvað var sagt í byrjun vegferðarinnar fyrir mjög mörgum árum. einu sinni átti ég bróður í mðstjórn flokksins, en hann var að sjálfsögðu rekinn.

Mér finnst ótrúlegt að þú skulir berjast á móti flokkum sem vilja varðveita og hlúa að landbúnaði.

Kveðja að vestan.

Gústaf Gústafsson, 4.4.2009 kl. 02:21

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni bloggvinur minn.

Ég leyfði mér að tilnefna þig í framboð hjá lýðræðishreyfingunni áðan, svona sem tilraun til þess að halda þér inni á velli íslenskra stjórnmála, þar sem ég tel að þú eigir enn erindi.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.4.2009 kl. 02:38

3 Smámynd: Offari

Mér þykir undarlegt hvað ný framboð vinna lítið á eftir búsáhaldabyltinguna. Framboðin komu of seint og stuttur tími til að kynna málefnin. Ég er í flokki óákveðnra líkt og stór hluti landsins. Ég hef hingað til verið lítið hrifinn af nýjum framboðum en núna er þörf fyrir breytingar en því miður eru litlar breytingar í boði.

Offari, 4.4.2009 kl. 09:26

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ágæta Guðrún María, ég veit að þetta er vel meint hjá þér en eigum við ekki að ætla Bjarna veigameira hlutverk en að vera húskarl hjá Ástþóri? 

Sigurður Þórðarson, 4.4.2009 kl. 09:38

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Styð Guðrúnu Maríu og mun styðja við Bjarna, það virðist vera mikill misskilningur í gangi um XP.IS og Ástþór Magnússon, hann stjórnar ekki Lýðræðishreyfingunni þó hann sé talsmaður.

Það er hægt að nota þetta fyrirkomulag fyrir alla óháð stjórnmálaskoðunum, hvet fólk til að kynna sér þetta í stað þess að dæma vegna skoðana á persónu Ástþórs.

Þetta er svona svipað og alhæfa að allir svartir menn séu skrítnir ef einn  sker sig úr fjöldanum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.4.2009 kl. 10:10

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sé ástæðu til að vekja hér athygli á tvennu:

Í skoðanakönnun á vefsíðu Jóns B. Lorange – http://islandsfengur.blog.is/ – er boðið upp á persónukjör um þingframbjóðendur, og þar er Bjarni Harðarson með 16,3% atkvæða, en 363 hafa greitt þar atkvæði.

Svo er langtum fjörugri umræða – og afar mikilvæg – á eftir næstu vefgrein Bjarna hér fyrir neðan, þ.e. á vefslóðinni http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/entry/844926/#comments, þar sem rætt er um efnið: Fullveldissinnar draga framboð til baka vegna ólýðræðislegra aðstæðna. Hneykslislíferni Fjórflokksins er þar bert orðið.

Jón Valur Jensson, 4.4.2009 kl. 10:17

7 Smámynd: Bjarni Harðarson

æi elsku vinir,ekki tilnefna mig í fíflasöfnuð ástþórs

Bjarni Harðarson, 4.4.2009 kl. 12:01

8 identicon

Félagi Bjarni !

 Rétt, söfnuður Ástþórs - fíflasöfnuður !

 Veikleiki lýðræðisins birtist í persónuleika manna sem hans.

 Mikið rétt, þið höfðuð áhrif á ESB afstöðu Sjálfstæðisflokksins.

 Í framhaldi , rökrétt að þið komið öll í heiðardal íhaldsins !

 Minni þig og klerk á, " að það er meiri gleði á himnum yfir einum syndara sem gerir iðrun, en níutíu og níu réttlátra sem ekki þurfa iðrunar með" !!

 Mundu hvað Rómverjar sögðu.: " Tibi seris.tibi metis" - þ.e. " Hver er sinnar gæfu smiður" !!

 Komdu fagnandi !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 12:38

9 Smámynd: Sólrún Guðjónsdóttir

sæll Bjarni og frú

ég er alveg gáttuð , því hættir þú við ?

og hvað ætlar þú að kjósa ?

ég er að fara til Spánar 11.apríl

heyrumst Sólrún

Sólrún Guðjónsdóttir, 8.4.2009 kl. 23:35

10 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Ekki lýsir það mikilli mannvirðingu né lýðræðis ást að kalla annað fólk fífl vegna annarra skoðana á leiðum til að ná árangri.

Eflaust erum við sem viljum persónukjör og virkt lýðræði, samsafn fífla með heimskulega hugsjónir um að völdin skuli fara til fólksins.

En við þorum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.4.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband