Baugsmiðill og ríkisstjórnin hans

Í fyrri grein um Baugsmiðla benti ég á að Jón Ásgeir hefði notað sér ítök og eign í Byr til að tryggja sér völd í fjölmiðlaheiminum. Það gerðist eftir bankahrunið þegar hann keypti Fréttablaðið og Stöð 2 út úr 365 miðlum. Nú íhugar ríkisstjórn að leggja ríkisstyrk til sömu bankastofnunar. Kannski væri bara hreinlegast að setja Jón Ásgeir beint á fjárlög svo dýr sem hann er að verða skattgreiðendum.

Á sínum tíma voru það núverandi stjórnarflokkar sem lögðust ásamt forseta Íslands í harða baráttu fyrir frelsi Baugsveldisins til að drottna yfir fjölmiðlaveldi landsmanna. Lengi vel taldi ég að þar hefði Vinstri grænum aðeins orðið á mistök en ef það er nú alvara Steingríms J. að leggja Byr til úr ríkissjóði sem svarar 20% af bókfærðu fé fer ég að efast. Það sem nú stendur upp úr í þessu er mikilvægi hins deyjandi Baugsveldis að halda innan í krumlu sinni fjölmiðlaveldi, sér og sínum til varnar.

Nýlega benti ég á þá ósvífni Fréttablaðsins að birta alls ekki greinar sem væru áróðri blaðsins skeinuhættir og benti á að blaðið væri fjær ritfrelsi heldur en jafnvel gömlu flokksblöðin, Þjóðvilji, Alþýðublaðið og Tíminn. Fyrir skrif þessi sem birtust á heimasíðu höfundar hlaut ég kárínur og árásir nokkurra starfsmanna Baugs en vitaskuld varð þar enginn til að skammast sín, ekki frekar en á DV þegar ritstjóri þar varð uppvís að grófri misnotkun á fjölmiðli.

Fréttablaðið birtir dag hvern þrjár til sex pólitískar viðhorfsgreinar launaðra pistlahöfunda og blaðamanna sinna en telur sig þess umkomið að neita almenningi alfarið að birta greinar hjá sér, ef þær koma við kaun blaðsins. Við sem tilheyrum stjórnmálaelítu landsins njótum undanþágu en almenningur fær þar ekki birtar greinar.

Þráfaldlega er ég af vinum varaður við að gagnrýna  fjölmiðil, það sé svo hættulegt og víst er að miðlar Baugs svífast einskis í að hafa æru og sóma af andstæðingum sínum. Þar taka menn jafnvel ófrjálsri hendi tölvuskjöl til ófræginar og útúrsnúnings.

(Birt í Mbl. 3.4.2009)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Bjarni, þú hittir þarna naglann á höfuðið.

"Kannski væri bara hreinlegast að setja Jón Ásgeir beint á fjárlög svo dýr sem hann er að verða skattgreiðendum"

Einhver gæti haldi að þessi orð þín væru hótfyndni. Það er þó ekki mín skoðun, því allt sem undan er gegnið má rekja til þjónkunar SF og VG gegn einokun á fjölmiðlamarkaði. Þeir eru enn á fullu í herferðinni fyrir Baug og ef Byr er handhægt verkfæri má bóka að það verði nýtt.

Ragnhildur Kolka, 4.4.2009 kl. 12:31

2 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Takk fyrir upplýsingarnar.  Þá vitum við  það.

Það voru miklar vangaveltur fyrir örfáum mánuðum  hvernig JÁJ hefði náð í pening á þessum timapunkti til að kaupa af sjálfum sér bestu bitana.   Ruslinu var sópað saman og  hent út.    Einingin sem tekur við peningnum frá áskrifendum og auglýsendum aftur á móti  óhagganleg og  í sömu höndum.

P.Valdimar Guðjónsson, 4.4.2009 kl. 13:05

3 identicon

Félagi Bjarni !

 Þessi grein þín í Mogganum er snilld !

 Sveimér ef Lincoln lenduir ekki í skugganum með Gettisburgarávarpið !!

 Enn - hver var rakkaður, svívirtur og klíndur flestum ógeðfelldustu orðum tungunnar, fyrir afstöðu sína til Baugs og fjölmiðlafrumvarpsins á sínum tíma ??

 Hver fyrstur íslenskra forseta neitaði að skrifa undir lög þessu máli viðvíkjandi ??

 Hver flutti - ekki eina - heldur tvær Borgarnesræður , til stuðnings Baugi og Jóni Ásgeiri ??

Og hvað er Skattmann að hugleiða núna ? Jú leggja BYR til úr ríkissjóði , sem svarar 20% af bókfærðu fé !!

 Og annað.

 Tókstu eftir í sjónvarpskappræðunum í gærkveldi, þá spyrill spurði um afstöðu V-grænna til ESB ?

 Félagi - blessaður hann Hjörleifur Guttormsson með Ragnari Arnalds, eiga eftir að fella mörg tár á næstu vikum eftir kosningar !

 Stalin átti létt með í ágúst 1939 að gera samning við Hitler um útrýmingu Póllands sem frjáls lands.-Svik við alþýðu landsins, léttvæg !

 V-grænir munu vinna sín verk til stuðnings yfirþjóðlegs valds yfir ættjörð okkar.

 Ekkert er heilagt þegar ráðherrastólar eru annarsvegar !!

 Þetta er þegar ákveðið - eða sem Rómverjar sögðu.: " Ab ante" - þ.e."þegar í höfn" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 13:07

4 identicon

Hver ætli sé munurinn á tilvonandi kjósendum Hrunflokkanna og Afgönskum konum sem endilega vilja fá Talíbana aftur til valda?

Glúmur (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 13:15

5 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Næst þegar ég ek um Selfoss ætla ég að kaupa bók hjá þér. Þá ódýrustu.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 4.4.2009 kl. 20:05

6 identicon

Bjarni .

Nú skil ég hvers vegna þú hættir við framboð L-listans !

Þér fer betur að stjórna ,,skítdreyfarnum"  í garð annarra, en að berjast fyrir eigin ágæti !

JR (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 21:05

7 Smámynd: Bjarni Harðarson

Takk fyrir góðar umræður og eitt komment hér ætla ég að taka upp í næsta bloggi. Það er reyndar ekki hlýleg kveðja JR sem ég skora nú á að tala undir nafni en ekki dulnefni.

Bjarni Harðarson, 4.4.2009 kl. 21:24

8 identicon

Æ Bjarni, þetta er hann JR Ewing frá Dallas, það tekur enginn mark á honum.

Andrés Ingi (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 21:28

9 identicon

Verð nú að velta því fyrir mér hvort fyrrverandi eða núverandi stjórnendur moggans séu eitthvað betri en Baugur. Þvílíkt rugl sem kemur frá Selfossi. Engin sjálfsgagnríni Bjarni. Bara BULL.

Jóhannes Sveinsson (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 22:19

10 identicon

smá athugasemd

Nú er mikið ritað og rætt um þessa blessuðu Borgarnesræðu Ingibjargar, sem ég las yfir núna nýverið og komst að þeirri niðurstöðu að þetta er bara bísna góð ræða og innihaldið ekkert sértaklega athugavert. (hef ekki verið mikill málsvari Ingibjargar í gegnum tíðina.) Í ræðunni var stóra spurningin hvort menn í viðskiptalífinu séu með Davíð í liði eður ei og að hvorugtveggja sé slæmt.Einnig segir hún orðrétt."Í efnahags- og atvinnumálum hljótum við líka að leiða til öndvegis leikreglur hins frjálslynda lýðræðis. Okkur kemur ekkert við hvað þeir heita sem stjórna fyrirtækjum landsins eða hvaða flokki þeir fylgja að málum". Jahérna!!!! skandall eða hvað?

Valíant (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 22:44

11 identicon

Ég sé að þú skorar á ónefndan að tala undir nafni en ekki dulnefni.  Ég minnist þingmanns sem sagði af sér vegna þess að honum mistókst að villa á sér heimildir.

Svo er náttúrulega nauðsynlegt - ekki síst fyrir þá sem vilja leiða þjóð - að átta sig á að ein púsla er ekki heil mynd. 

Snæbjörn (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband