Óborganlegt kennslutæki

Þeir glópar eru til sem telja að heimurinn sé ævinlega í framför en staðreyndin er að jafnhliða því að góður gáfur geta af sér aðrar þá fæðir heimskan af sér ekki færri börn og því vill nútíminn gjarnan vera trunta.

sundkennsla.jpgGleymskan veldur því líka að snjallar uppfinningar mannanna týnast og svo er um þessa uppáfinningu sem notuð var við Ísafjarðardjúp fyrir meira en hálfri öld síðan. Tæki sem þessi voru mönnum óþekkt og týnd tveimur áratugum síðan þegar mér var ætlað að læra sund og enda vafamál hvort það tókst nokkurntíma. Ég man það bara ekki enda reynir svo lítið á sundgáfuna í heita pottinum. En það man ég að af því var bæði mannhætta, vatnsfylli í nef og skelfing svo lá við dauðastjarfa að læra sund uppáfinningalaust. Þetta undirgekkst ég hjá einhentum skólastjóra upp í mínum afdölum í Reykholti og seinna hjá Hirti í Laugaskarði.

 En að öllu gamni slepptu þá er mynd þessi úr bók sem var að detta inn hjá okkur í bókabúðinni og heitir Frá dögum við Djúp og fleira. Höfundur er Sverrir Gíslason í Hábæ í Þykkvabæ sem ól sinn aldur lengi við Ísafjarðardjúp og byrjaði þar snemma að taka ljósmyndir. Auk myndanna er hér að finna endurminningar höfundar og margskonar frásagnir af mannlífi og þjóðháttum.

hvort sem það var í Reykholti eða hjá gáfum vex heimska veraldarinnar og þar sem heimskan er meiri en gáfurnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Gaman að sjá þessa mynd, ótrúleg tækni..

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.4.2009 kl. 00:55

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ekki held ég að það sé rétt hjá þér að heimskan vaxi meira en gáfurnar. Hún gerir það kannski hjá sumum og á sumum sviðum en í heildina eru framfarir meiri en afturför. Til hvers ættu menn að vera að puða við að lifa ef menn tryðu því ekki? Til að "öðlast á himnum dýrðarhnoss", eða hvað?

Sæmundur Bjarnason, 8.4.2009 kl. 00:59

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

eg hef stundad sund i thessari laug fra barnaesku.. sundlaugin vid reykjanes vid reykjafjord i isafjardardjupi.. hun er  btw enn lengsta laug landsins. 55 eda 56 metar a lengd..

Óskar Þorkelsson, 8.4.2009 kl. 08:31

4 identicon

Þetta er alveg bráðsniðug aðferð, held bara að ég prófi hana á einum sem gengur illa að læra þá  tækni sem sundtökin eru.

(IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 08:54

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, gáfur eru víkjandi eiginleiki, því að aukinn næring, andleg og líkamleg gefur að lokum af sér færri börn, eftir því sem fólk er „þróaðra“. Þeir hópar verða líka friðsamari en aðrir, sem tryggir reglubundna útrýmingu þeirra.

En varðandi sunduppfinninguna, notaðir þú ekki bara svarta gómmíkútinn og korkinn eins og við hin?

Ívar Pálsson, 8.4.2009 kl. 09:05

6 Smámynd: Bjarni Harðarson

æi- nú sé ég að það hefur gleymst dreif í kantinum hjá mér, sambland af tveimur hálfskrifuðum setningum sem svo hafa skrunast niður á botn. en úr því að þetta er búið að vera þarna fyrir svo margra augum kann ég illa við að stroka út. það gott að eiga frænda sem trúir á mátt viskunnar sæmundur en sjálfur hallast ég að speki vesírsins í birtingi að hvorki lifi maður fyrir dýrð annars heims né til að sjá framfarir þessa, heldur til þess eins að rækta sinn garð!

Bjarni Harðarson, 8.4.2009 kl. 11:26

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Bjarni, mér finnst þetta vera grundvallarafstaða og ekki koma trúarbrögðum eða persónum nokkurn skapaðan hlut við. Annaðhvort fer alheiminum í heild fram eða honum fer aftur.

Sæmundur Bjarnason, 8.4.2009 kl. 17:57

8 Smámynd: Bjarni Harðarson

sammála því að það kemur trúarbrögðum ekki við en hvort hægt er að mæla heildina veit ég ekki

Bjarni Harðarson, 9.4.2009 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband