Sigur ESB andstæðinga

Enn fækkar ESB sinnum samkvæmt könnun sem Fréttablaðið birtir í dag. Rúm 54% eru nú andsnúin aðildarviðræðum og tæp 46% hlynnt og þó svo að það sé ekki marktækur munur frá síðustu könnun þegar töliurnar voru 53 og 47% þá er það ánægjulegt að sjá að þessi mynd er að styrkjast. Sja nánar hér.

Hræðsluáróðri ESB sinna hefur verið hrundið og þá má að meinalausu baka Sjálfstæðisflokkinn yfir eldi nokkra hríð. Grunar reyndar að 11 milljónir Samfylkingarinnar frá Baugi eigi eftir að svíða einnegin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

 Auðvitað fækkar áhangendum ESB., meðan bæði þú og "Kalli Sveinss" eru lifandi !

 Sérðu fyrir þér nokkra fjölmiðla " baka" Samfylkinguna yfir eldi, vegna 11 milljónanna frá Baugi ??!

 Örugglega ekki.

 Krafa mikils meirihluta þjóðarinnar er.:  Ísland - nýtt ríki sósialista !

 Síðustu 18 ár, mesta hörmungartímabil þjóðarinnar - að mati þessa mikla meirihluta !

 Jafnvel Móðuharðindin blikna !

 Nú er sungið í öðru hverju koti og höll.: " Sjá roðann í austri, hann brýtur sér braut. Fram bræður það dagar nú senn" !

 Já, nú má Castro og "foringinn" í N-Kóreu fara að passa sig !!

 P.S.

 (" Rómverjar" enn í páskafríi !)

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 22:19

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sæll Bjarni.
Baráttunni er hvergi nærri lokið. Þetta eru frábær tíðindi en enn er ekki búið að kveða niður efnahags-hryðjuverkamenn Samfylkingarinnar.

Sem betur fer hafa raddir manna eins og þín heyrst sem á skynsömum nótum hafa bent á mikilvæg atriði ESB umræðunnar. Þangað til tekst að slökkva þessa skaðlegu umræðu þarf að vera áfram á verði.

Haraldur Baldursson, 11.4.2009 kl. 22:43

3 identicon

Hryðjuverkamenn, hvorki meira né minna. Stórt er tekið upp í sig þó fólk hafi aðra skoðun. En snýst ekki alltaf málið um að við fáum að ráða þessu sem þjóð. Af hverju eruð þið á móti því að fólkið í landinu fái að kjósa. Treystið þið ekki landsmönnum til að taka gagnrýna heiðarlega ákvörðun.

Hræðsluáróðurinn er ykkar sem ekki hafið kjark til að skoða hvað er í boði. Vel getur farið svo að þjóðin myndi hafna því sem er í boði, en þá er það þjóðin sem fær að velja.

Gleðilega pásla

Sigrún Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 00:57

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sigrún:
Málið er einmitt það að við sem höfnum inngöngu í Evrópusambandið gerum það að vel athuguðu máli. Það er í langflestum tilfellum vitað nú þegar hvað slík innganga hefði í för með sér. En það þarf að kynna sér málið til hlítar og því nenna því miður margir ekki og halda að þeir sleppi billega frá því ef aðeins verður farið í viðræður við Evrópusambandið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 12.4.2009 kl. 07:08

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Bjarni og til hamingju með brauðtertuna. En brauðtertur eru uppáhaldið mitt, þær lenda því alltaf á mér á mínu heimili.

Hmm já skoðanakannanir.

Já þetta er allt að koma. Lánshæfi ríkjanna þriggja, Eistlands, Lettlands og Litháens, hefur nú verið lækkuð niður í þá einkunn sem Íslenska ríkið hefur á skammtíma og langtímaskuldbindingum sínum, með heilt þrotabú bankakerfis fast í maga og þörmum sínum.

Um daginn var lánshæfni Slóvakíu lækkuð vegna þess að þeir tóku upp evru um síðustu áramót. Þeir keyra því núna stjórnlaust án stýris og gírstangar um víða velli peningakerfis Evrópusambandsins í leit að fjármagni.

Einnig hlýtur það að vera huggun að raunvextir eru núna lægri á Íslandi en á Spáni. Þar hafa raunvextir nefnilega hækkað og hækkað síðan fjármál ríkissjóðs og bankakerfis þeirra fór að úldna að innan. Einhverra hluta vegna þá er peningastefna seðlabanka Evrópusambandsins ekki að virka á Spáni. Hvurnig skyldi eiginlega standa á því? Það getur vara verið að lögmál galdramyntarinnar séu að klikka á Spáni. Að fjármagnseigendur sjái í gengum það sem banka-hagfræðingar á Íslandi sjá ekki í gengum.

Ef Ísland væri í myntbandalagi Evrópusambandsins núna, hvort sem um ERM ferli væri að ræða eða með sjálfann gjaldmiðilinn evru, þá gæti enginn Íslendingur fengið lán fyrr svo mikið sem einum bílskúr núna. Það væri allt fúla stopp.

Svo já, það er óneitanlega gleðilegt að sjá að þetta er smá saman að renna upp fyrir öllum á Íslandi nema þeir sem eru geymdir sem zombies í gjörgæslufrystigeymslunni hjá bankaflokki Íslands, Samfylkingunni.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.4.2009 kl. 08:20

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Aldrei sem nú er það lífsnauðsyn fyrir okkur að snúa bökum saman og byggja þetta gjöfula land upp innan frá. Aldrei höfum við verið jafn berskjölduð gegn því að sendimenn erlendra þjóða laumist inn og dragi lokur frá hurðum fyrir þá sem vilja ná tangarhaldi á auðlindum okkar.

Ég óttast andvaraleysi gegn vináttu AGS.

Árni Gunnarsson, 12.4.2009 kl. 11:06

7 Smámynd: Haraldur Baldursson

Kæra Sigrún.

Ég kalla það efnahags-hryðjuverkamenn sem kerfisbundið ráðast á gjaldmiðill frjálsrar þjóðar. Ég kalla þá sama nafni sem ráðast á sjálfstæði þjóðar. Ég kalla Samfylkinguna því nafni af því að þau eru sem á launum hjá ESB (sem vafalaust sum þeirra eru) við að mæra inngöngu okkar og þá dásamlegu hluti sem fylgi, ef við bara gefum eftir sjálfstæði okkar og helsta tólinu til stjórnunar efnahags okkar.

Það skemmtilega, held ég, fyrir þá sem aðhyllast boðskap xS, væri að skoða hvað þau eru að bjóða upp á í lausnum annað en ESB. Miðað við núverandi landslag ná þau ekki meirihluta á þingi og ekki meirihluta sem fylgjandi er aðild að ESB. Að því gefnu að það haldi....hvað ætlar Samfylkingin þá að gera ? Hvaða ráð hefur Samfylkingin önnur en að nefna ESB ? Ég held það væri vert fyrir landsmenn að íhuga hvers vegna merkja ætti við xS, svo lengi sem eina úrræði þess flokks kemur ekki til með að valið.

Haraldur Baldursson, 12.4.2009 kl. 11:10

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ægir. Málflutningur þinn snýr algjörlega á haus. Það var einmitt vegna
regluverka EES-samningsins sem engann veginn pösuuðu fyrir dvergríkið
Íslands og þess örsmáa hagkerfis, sem nokkrum auðhringum og mafíósa-
útráðsarvíkingum tókust að rústa öllu hér. Og nú skal gera mun betur og
rústa öllu ENDANLEGA með því að ganga Brussel-valdinu endanlega  á hönd í boði Samfylkingarinnar. Verst af öllu er þó að þið skulið ekki kunna að skammtast ykkar Ægir Magnússon.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.4.2009 kl. 13:23

9 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Samfylkingin mun fara í aðildarviðræður og bera því við að kjósendur hafi samþykkt viðræðurnar með því að kjósa Samfylkinguna, Vinstri Grænir fylgja þeim að málum gegn Ráðherra stólum og öðrum bitlingum sem fylgja hrossakaupum stjórnmálanna, þar sem flokkar skipta með sér eigum fólksins og tryggja sýnum völd og greiðslur úr Ríkissjóð.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 12.4.2009 kl. 14:13

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ægir, dölum og fjöllum munum við halda þrátt fyrir að ganga í ESB apparatið, amk að nafninu til.  Ég sé þó enga ástæðu til þess að hylla VG ef þeir sætta sig við það.

En yfirráð allra annarra landsins gæða verða flutt aftur til útlanda, í ráðsmennsku bírókratanna í Brussel.    682 ára reynsla forfeðra okkar af erlendri stjórn ætti að vera okkur til viðvörunar. 

En ég átta mig ekki alveg á því hvað þú meinar með afsali fullveldisins til erlendra auðhringja?    Endilega útskýrðu það nánar.

Kolbrún Hilmars, 12.4.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband