Það er líf eftir pólitík, Guðlaugur!

Sjálfstæðisflokkurinn leggur eins og aðrir fram framboðslista nú á hádegi í dag. Oddviti flokksins í syðra Reykjavíkurkjördæminu er Guðlaugur Þór Þórðarson. Það er ekki gaman að vera Guðlaugur Þór þessa dagana og hefur ekki verið um páskana. Ég efast reyndar um að það verði nokkurntíma aftur gaman hjá Gulla í pólitík.

Sú þrákelkni að segja ekki af sér við þessar kringumstæður skaðar Sjálfstæðisflokkinn gríðarlega. En þrákelknin er líka menguð af þeirri hjátrú sem lifir í steinmúrnum við Austurvöll að það sé einfaldlega ekki líf utan þings. Sá sem segi af sér sé búinn að vera og lífið myrkt og tómt á eftir. En það er ekki rétt. Þessu er öfugt farið. Þó vissulega sé oft gaman á Alþingi þá er líf utan þinghússins, raunar lífið sjálft utan múrsins og margt gott við að sleppa út.

Ég tala af reynslu, Guðlaugur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ef ég kemmst á þing mun ég sitja svo fast að það þurfi lög til að reka mig.

Offari, 14.4.2009 kl. 11:48

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vantar þig ekki afleysingamann í sjoppuna?

Baldur Hermannsson, 14.4.2009 kl. 12:00

3 Smámynd: Kjartan Birgisson

Það mættu fleiri taka þig til fyrirmyndar Bjarni, þegar menn hafa orðið fótaskortur á þingsvellinu eins og gerst hefur um páskahelgina.

Kjartan Birgisson, 14.4.2009 kl. 12:34

4 identicon

Þið voruð of fljót að hætta við.

Nú hefðuð þið náð inn mönnum !

Glúmur (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 13:53

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna erum við ekki sammála Bjarni/það er engin sekur fyrr en sekt er sönnuð/er hun það???/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.4.2009 kl. 14:06

6 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

í raun hefur Bláa höndin snúist gegn sjálfum sér, með því að stjórna aðförinni að Guðlaugi í gegnum Morgunblaðið. 

Ótrúleg vitleysa að halda að Guðlaugur Þór Þórðarson beri alla ábyrgð á þessu máli. !

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 14.4.2009 kl. 16:43

7 identicon

Félagi Bjarni !

 Fyrir hvað í himnaveldi hefði Guðlaugur Þór átt að segja af sér ???

 Fyrir að fá tvo kunningja sína til að safna fjármunum fyrir " blankan" flokkinn ??

 Getur einhver upplýst í hverju "glæpurinn" var fólginn ??!!

 Í " gamla daga" fengu menn klapp á bakið, ef þeir söfnuðu fjármunum fyrir góðan málstað ! - Og Gulli "klappaði" sínum mönnum réttilega !!

 Var ekki verið að " hengja bakara fyrir smið" ??!

 ALVÖRUMÁL !

 ----------------

 Rétt í þessu var að ljúka kynningu flokka í sjónvarpi. Þar skeði sögulegur hlutur.

 Daman litla vara-formaður vinstri-grænna, var spurð í þula, hvort flokkurinn styddi aðild að ESB eða ekki.

 HÚN NEITAÐI AÐ SVARA BEINT !

 Ja, ef Hjörleifur Guttormss., Ragnar Arnalds þú félagi Bjarni, ég félagi " Kalli Sveinss.," - ef við eigum ekki eftir að liggja vakandi í rúminu í nótt -eftir að hafa hlýtt á þetta - þá hverjir ?!

 VINSTRI GRÆNIR S T R A X  farnir að gefa eftir. Stólarnir æpa á þá. Til helvítis með öll loforð um höfnun á ESB - Byrjum strax. daginn eftir kjördag, ásamt Samfylkingunni, með "viðræður við ESB !

 Ef fer sem horfir, klofna V-grænir mjög alvarlega - mikill meirihluti félaga móti ESB. Þetta verður algjör slátrun á v-grænum, eða sem Rómverjar sögðu.:"AD internecionem" - þ.e. !  Alger slátrun" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 22:35

8 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Já xD bauð upp á krossfestingar á páskunum einn flokka en enga upprisu.  Það virðist loða við þann flokk að sitja sem fastast.  Margir mættu taka xB um ábyrgð sem fyrirmynd í þeim málum.

Jón Á Grétarsson, 14.4.2009 kl. 22:46

9 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Nei, við áttum ekki að hætta við...  En Glúmur, það koma nýjar kosningar eftir þessar og það verður ábyggilega ekki langt í þær.   

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 15.4.2009 kl. 00:16

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðbjörg, af hverju halda menn að skammt sé í næstu kosningar? Stjórnin fær geysilegan meirihluta og verður ekki skotaskuld að sitja 4 ár og sennilega lengur.

Baldur Hermannsson, 15.4.2009 kl. 00:33

11 Smámynd: Magnús Jónsson

Bjarni: það versta sem getur hent stjórnmálaflokk er að lemda  í höndunum á siðspiltum mönnum: það hefur nú gerst eftir prófkjör sjálfstæðismana, og má reyndar deila um hvort þar fari sjálfsstæðismen yfirleitt, það vantar einhvern til að kljúfa sýkta liminn frá bolnum, svo flokkurinn geti lifað, en það er enginn sjáanlegur með öxina því fer sem fer, nú vantar Albert eða Davíð fram á sjónarsviðið.

Magnús Jónsson, 15.4.2009 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband