Íhaldið á hnén og allt vitlaust að gera hjá fyrrverandi pólitíkus

Páll Vilhjálmsson skrifar beittan pistil í morgun um fall Sjálfstæðisflokksins og hvernig stríðsgæfan hefur  leikið stóru flokkana tvo með ólíkum hætti. Og af því að ég nenni ekki og má ekki vera að því að blogga núna læt ég duga tilvísun á Pál.

Það er svo skrýtið í lífinu að það er aldrei meira að gera en einmitt millum vita þegar ekkert er við hendi fast. Verð að rjúka...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Veist ég held að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur myndi næstu ríkisstjórn. Því ég tel að Samfylkingin eigi auðveldara með að snúa Sjálfstæðisflokknum í Esb átt en VG.

Þrátt fyrir yflýsingar Samfylkingar um vanhæfi Sjálfstæðisflokksins mun Samfylkingin frekar vinna með vanhæfum en að fórna Esb aðild.

Offari, 15.4.2009 kl. 10:46

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

Rosalega er ég hræddur við að þú hafir rétt fyrir þér offari...

Bjarni Harðarson, 15.4.2009 kl. 10:49

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rosalega er ég viss um að þið hafið báðir rangt fyrir ykkur. Það gengur ekki hnífurinn milli Össurar og Steingríms. Þeir munu sitja að sumbli næstu 4-12 árin. En íhaldið fór aldrei nema á annað hnéð og nú er það að rísa.

Baldur Hermannsson, 15.4.2009 kl. 11:19

4 Smámynd: Offari

Ég vona svo sannarlega að þú hafir rétt fyrir þér Baldur. Því ég treysti Steingrím til að standa við orð sín. Og hafna aðild.

Offari, 15.4.2009 kl. 12:16

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Offari, ég hef ALLTAF rétt fyrir mér

Baldur Hermannsson, 15.4.2009 kl. 12:46

6 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Heldur vil ég sjá Sjálfstæðisflokkinn utan stjórnar en í stjórn með Samspillingunni sá flokkur er als ekki stjórn tækur,að mínu áliti.

Mestu mistök Sjálfstæðisflokksins voru að slíta ekki síðustu stjórn þegar fyrir lá að Samfylkingin var ávalt í stjórnar andstöðu og unnu stöðugt að gera ástandið verra. Hrópuðu á torgum gjaldmiðillin er ónýtur við verðum að komast í ESB. Dæmalaus hópur sundur lausra einstaklinga.

Ragnar Gunnlaugsson, 15.4.2009 kl. 13:36

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sjálfstæðisflokkurinn má alls ekki láta tæla sig í stjórn með vinstri flokkunum. Nú verða þeir að varðveita sveindóminn sem best þeir mega.

Baldur Hermannsson, 15.4.2009 kl. 13:43

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ef íhaldið skilur ekkert hver stakk þá í bakið, með mjög góðum leiðbeiningum, þá er mönnum ekki viðbjargandi.

Ef Sfl fer með Samspillingunni gef ég ekki mikið fyrir lærdósmgáfur minna manna.

Heldur vil ég fá Nýsköpunarstjórn, því það er akkurat það sem við þurfum en ekki Kratastjórn með Viðskiptaráðherra sem telur sitt hlutverk það einna helst vera að ganga erinda erlendra spekulanta og fjárglæframanna annarra, sem gert hafa atlögur að Krónu okkar og SJÁLFSTÆÐI --VITANDI VITS.

Mér er gróflega misboðið með vangaveltum í þa´veru, að Flokkurinn fri aftur í haughús SF.

Miðbæjaríhald

fyrrum kúarektor í Stardal

Bjarni Kjartansson, 15.4.2009 kl. 15:17

9 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Skelfing er ég hrædd um að Fl-okkurinn fái að minnsta kosti sín 30%. Það er svo mikið til af fávitum á Íslandi!

Soffía Valdimarsdóttir, 16.4.2009 kl. 09:00

10 identicon

Ég deili með þér áhyggjum þínum Soffía.

(IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 09:25

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

30%, það væri þá fágætur varnarsigur eftir allar þær hamslausu árásir sem sá góði flokkur hefur mátt þola. Reyndar spáði ég 31-35 á sínum tíma, en það var bjartsýnisspá.

Baldur Hermannsson, 16.4.2009 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband