Ég kýs VG og hvet alla fullveldissinna til hins sama

Eftir heilabrot lendi ég alltaf á sömu niðurstöðu. Eini flokkurinn sem ég get kosið er VG vegna þess að mál málanna á komandi kjörtímabili verður afstaðan til ESB. Geri nánar grein fyrir þessu í pistli sem birtist á Smugunni nú í kvöld og styrktist heldur í ásetningi mínum eftir að horfa á frambjóðendur flokkanna hér á Suðurlandi í sjónvarpi í kvöld.

Ég hvet fullveldissinna, hvar í flokki sem þeir eru, til að gera eins. 

En aðeins um þáttinn í kvöld. Þar gerðist það sem ég hefi óttast að fulltrúi Frjálslynda flokksins hér á Suðurlandier ekki staðfastur í sinni afstöðu til ESB og kom ekki allskonar á óvart. Fyrir tveimur árum gekk Grétar Mar til kosninga sem ESB-sinni. 

Að þessu slepptu stóðu sig flestir nokkuð vel og Hreppamennirnir tveir, Björgvin G. Sigurðsson og Sigurður Ingi Jóhannsson kannski sýnu best þegar horft er á hlutina án þess að meta skoðanir manna.

Þeir voru knáir í rökræðunni og Björgvin sem oft fékk á sig mjög föst skot kom standandi niður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Bjarni þeir eru búnir að semja við Samfylkingu og gengur bláeygður og saklaus beint í vatnið.

G. Valdimar Valdemarsson, 20.4.2009 kl. 22:32

2 identicon

Nei Björgvin stóð sig ekkert vel. Bara æfðir frasar. Vantaði alla aðgangshörku á hann.

En VG, já þetta er eini flokkurinn sem kjósandi er í dag. Eini flokkurinn sem hægt er að treysta fyrir réttlátu uppgjöri á fortíðinni. Og ef við förum án þess inn í framtíðina, verður hún ekki björt. Harmleikur síðustu ára mun endurtaka sig, reynslan verður skilin eftir undir þykkum leyndarhjúp og siðspillt fólk og stjórnmálamenn fá að halda áfram uppteknum hætti. Hér þarf nánast Lanssvikauppgjör, og Björgvin er þar ekki undanskilinn.

Jens Jensson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 22:36

3 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Til hamingju með skynsama ákvörðun Bjarni.

Árni Þór Sigurðsson, 20.4.2009 kl. 22:37

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Fyrr frýs í helvíti en að ég kjósi forræðishyggjukomma í stjórn, ég kýs nýtt afl, nýtt fólk og það er X-0

Sævar Einarsson, 20.4.2009 kl. 22:40

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Félagi Bjarni.

Þetta er rökrétt niðurstaða að sumu leiti, en það sem stoppar mig við að merkja x við v er að VG skuli ganga bundnir til kosninga við Samfylkingu (ásamt ýmsum minni atriðum).

Hvernig getum við verið viss um að VG muni ekkert gefa eftir í ESB málinu bara til þess að komast í stjórn?

Ég held áfram að leggja höfuðið í bleyti fram að kosningum.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.4.2009 kl. 22:49

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hef ekki nokkurn áhuga á að detta inn í einhversonar Kúbu tímabil - þú ættir að hugsa þinn gang aðeins betur - Bjarni það eru þrjár gerðir að kjósendum.
1. þeir sem fylgja ákveðnum flokk og kjósa hvernig sem viðrar
2. þeir sem kjósa ekki en þekkja málin betur en nokkur annar
3. þeir sem fylgja ávalt því liði sem líklegast er að vinni, þrátt fyrir að vera þvert á vilja viðkomandi

Jón Snæbjörnsson, 20.4.2009 kl. 22:49

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

já nú ertu bláeygður. VG er búinn að skuldbinda sig til að mynda ekki neina ríkisstjórn aðra en með ESB sinnunum í Samfó. Samfó setur þeim stólin fyrir dyrnar því þeir geta það. Ergó: VG mun bakka í öllum sínum málum varðandi ESB til þess að geta haldið í vinstri stjórn.

Fannar frá Rifi, 20.4.2009 kl. 22:50

8 Smámynd: Fannar frá Rifi

góð spurning hjá Axeli. Afhverju getur VG aldrei staðið sem sjálfstæður flokkur án þess að vera pilsfaldinu hjá Samfó?

Fannar frá Rifi, 20.4.2009 kl. 22:51

9 Smámynd: Lýður Pálsson

Þú verður illa svikinn eftir kosningar ef þessi ríkisstjórn verður áfram!

Bestu kveðjur.

Lýður Pálsson, 20.4.2009 kl. 22:55

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Elsku Bjarni, þú ert meira 100% samhljóma VG en ég, svo mitt hjarta er glatt!

Eins og þú veist vil ég að þjóðin sjálf kjósi um aðild að ESB (ásamt a.m.k 30% VG manneskjum).  En ef ESB er hafnað þa er það þjóðin sjálf sem hafnar, ekki SjálftökuFLokkurinn!  Sjálf mun ég hafna ESB, ef auðlindir Íslendinga verða ekki í þeirra eign!

Velkominn Bjarni og ...eins og ég sagði ertu meiri VG heldur en ég þótt ég sé á lista (19 stuðningssæti).

Lifi Ísland og börnin ....

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.4.2009 kl. 23:05

11 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Það er önnur ástæða til þess að kjós VG og það er til þess að þeir verði stærri en ESB veiran sem mengar þetta samfélag með ESB áróðri og þá þarf SF að bakka með evruna og fra að leysa málin í álvöru. Ef samfylkingin væri með heila þá mundu þau hætta þessu rugli og fara að tala um það sem þarf að lagast í íslensku samfélagi og sameinast um að laga það. En því miður er einginn heima í þessum flokki og þeir vilja klessa ESB yfir spillinguna og eigin getulysi og klúðrið í Íslensku samfélagi.

Vilhjálmur Árnason, 20.4.2009 kl. 23:07

12 identicon

Bjarni.

Núna ertu allt í einu búin að ,,gera í þig"  pólitískt !

Fróðlegt að sjá hvað vinir þínir úr L-listanum segja ?

Auðvitað er ekkert vit í öðru en að sækja um aðild að ESB , og fá okkur líka alvöru gjaldmiðil !

JR (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:09

13 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

JR getur bara flett aðeins upp og séð hvað einn af aðstandendum L-lista hefur sagt.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.4.2009 kl. 23:12

14 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það er ekkert sjálfsagt að þjóðin "samþykki" lélegan aðildarsamning að ESB...málið er að þjóðin á að vita hvað er í boði?

Í öðru lagi uppfyllum við , íslendingar alls ekki kröfur ESB um aðild svo ekki setja sig á háan hest (sérstaklega þegar okkar íslensku hestar eru ekki háir, heldur sterkir og þrautseigir!)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.4.2009 kl. 23:15

15 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bjarni, ég var næstum því búin að komast að sömu niðurstöðu og þú þangað til formaður SF lýsti því yfir í viðtali í dag að hún og Steíngrímur J myndu leiða þjóðina sauðþæga inn í ESB í júní n.k.

Við viljum ekki gera sömu mistök og Íslandshreyfingin þegar hún innlimaði sig í heilu lagi inn í skakkan flokk.

Veist þú eitthvað sem við hin vitum ekki?

Kolbrún Hilmars, 20.4.2009 kl. 23:16

16 identicon

Bjarni ertu ekki í xb ef þú verður með xg þá birkir jón ekki tala við þig aftur ég vilt frá menn í xb.

Kristinn Agnar (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:17

17 Smámynd: Ámundi Kristjánsson

En elsku kallinn minn. VG ætlar í stjórn með Samfylkingu, Hverju getum við treyst um Evrópumál? Engu það verður loðin klásúla sem heldur okkur í sömu óvissunni og sama karpinu og krónunni bara elnar sóttin. Það verður að vera afgerandi ákvæði um að standa skuli vörð um krónuna. Ef sjúklingur hefur tvo lækna verða báðir að vilja lækna, hvorugur má bara gefa eitur.

Ámundi Kristjánsson, 20.4.2009 kl. 23:21

18 identicon

Bjarni, er þetta ekki nokkuð augljóst. Með áköfum stuðningi sínum við álver í Helguvík lokaði Samfylkingin á alla möguleika að sveigja VG í átt til Evrópu í næstu stjórn. Yfirlýsingar Björgvins G og Árna Páls eru nánast sönnun á hvaða stað er komin upp. Illar tungur segja að vísu að vændiskaupa frumvarpið hafi verið sárabótin sem átti að milda liðið. En VG vinna markvisst að sínum áhugamálum og munu skora mörg mörk á skömmum tíma meðan aðrir sitja fastir í langtíma verkefnum sem talin eru mikilvægari. Spurningin er eiginlega, hvort er betra að velja sér mál sem hægt er vinna hratt eða telja sér trú um að efnahagsmál sem algjörlega eru í rúst og verða næstu ár séu góður ofn til að verma kalda ráðherraefnisrassa?  Kaupin á ESB vegferð VG munu verða frjálshyggjuarmi Samfylkingar dýr. Að lokum lendum við nú samt í ESB, og VG verða þar fremstir í flokki, talandi um evrópska velferð og samvinnu.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:21

19 identicon

Samfylkingin á eftir að éta hatt sinn og báða skó,Skutu sig í báða fætur í kvöld oh hann Björgvin G ,fór létt með það.Þetta Evrópubullkjaftæðisbunugangur á þeim er að koma þeim ansi illa.Flótti frá Samfylkingunni mun bresta á strax á morgun,og ef Samfylking og Vinstri Grænir munu fara aftur í stjórn,að þá mun Samfylkingin verða einsog þægur hvolpur,,,takið eftir.   EKKERT  ESB nei takk.

Númi (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:27

20 identicon

,,viðbót,,  VELKOMIN   BJARNI..

Númi (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:30

21 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Fólk fær lang mest fyrir atkvæði sitt með því að efla í landinu hina nýju kjölfestu lýðræðis og réttlætis, Samfylkinguna.

*Það verður heimilt að kanna alla möguleika í tengslum og samvinnu innan Evrópu, án þess að skerða yfirráð yfir auðlindum

*Það verður heimilt að skera upp og endurbæta kvótakerfi bæði til lands og sjávar öllum til hagsbóta

*Það verður heimilt að efla frumkvæði og sköpun einstaklinga í bland við samfélagslega ábyrgð og velferðaráherslur

Eins og Guðfríður Lilja hefur útskýrt þá munu Vinstri grænir fylgja stefnu sinni um að ef að meira en 15% þjóðarinnar vilja setja mál á vogarskálar þá verður það gert. Þannig að þjóðaratkvæði og samningaviðræður verða ekki umflúnar, enda ekki ástæða til. Sneiðum framhjá íhöldum og afturhöldum, tökum framtíðinni fagnandi.   Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.4.2009 kl. 23:36

22 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Bjarni vinur, ég hef ekki enn sagt skilið við hugsjónir Fullveldissinna og er þess vegna sammála Axel og hef varann á gagnvart VG. Enda sennilega með að kjósa Frjálslynda, ég verð sennilega að vandræðast með þetta þar til ég kem í kjöklefann á laugardaginn.

Ísleifur Gíslason, 20.4.2009 kl. 23:40

23 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tek undir með Guðfríði Lilju og vil minna menn (kvenmenn og karlmenn) á að VG er ekki að hundsa vilja ÞJÓÐARINNAR! Hvað hafa hinir barnalegu (kven- og karl) menn sem hér skrifa hugsað sér með vilja þjóðarinnar?  Dettur þeim ekki í hug að þjóðin sjálf, Íslenska þjóðin neiti ESB aðild?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.4.2009 kl. 23:41

24 identicon

Gunnlaugur,segir hér að ofan og endar pistil sinn á þessum orðum:tökum framtíðinni fagnandi:Það er ekki fagnaðarefni að mínu mati að eiga von á því að sjálfstæði þjóðarinnar mun ,,hverfa,,við inngöngu inní þetta ESB.Ofurþjóðunum í ESB-sambandinu,hlakkar til að fá litla Ísland í deser.

Númi (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:43

25 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni kæri bloggvinur þú hefur tekið á kvörðun,maður virðir hana,aftur á móti ætlar Halli gamli að kjósa Sjálfstæðið/Með von um að það sé betri kostur/Kveðjur til þín og þinna/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 20.4.2009 kl. 23:47

26 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Númi, þú getur alltaf fagnað vilja þjóðar þinnar?...ekki satt?  Viltu fagna að vilji Íslensku þjóðarinnar komi aldrei fram?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.4.2009 kl. 23:47

27 identicon

Heill og sæll Bjarni:

Ég sé á skrifum þínum að það er enn eitthvað af mjöli í lófanum á Guðna. En áttirðu ekki við  við Sjálfstæðisflokkinn Bjarni. Mig minnir Guðni og Davíð smella betur saman en Guðni og VG. Nema þú sért að hugsa sjálfstætt. Nei! Ég segi nú bara svona.

Gestur Valgarðsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:49

28 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sæll Bjarni,

ég ákvað að ganga á ný, í Framsókn, í janúar. Mín ákvörðun, eftir 14 ára fjarveru.

OK. 

Í sambandi við VG. Hefurðu alls engar efasemdir, um hvernig þeir munu lenda þessu máli, í samkomulagi við Samfylkingu?

Kv. Einar Björn Bjarnason, frambjóðandi.

Einar Björn Bjarnason, 20.4.2009 kl. 23:58

29 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Langar að spurja Enar Björn; Í sambandi við Framsókn. Hefurðu alls engar efasemdir, um hvernig þeir munu lenda þessu máli, í samkomulagi við ????

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.4.2009 kl. 00:07

30 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ég held Bjarni að þetta hafi verið alvarlegt feilspor hjá þér. Samfylkingin og VG ganga bundin til kosninga eins og þú veist. Samfylkingin er með eitt mál á dagskrá - og aðeins 1 - þ.e. að Ísland gerist aðili að ESB. Það er alveg ljóst af orðum helstu forystumanna Samfylkingarinnar að þeir telja það víst að hægt sé að ná samningum við VG um þessa vegferð. VG verður því förunautur Samfylkingarinnar í vegferð þeirra með fullveldið og auðlindirnar til Brussel. 

ESB sinnar beina nú spjótum sínum af mestu krafti að Sjálfstæðisflokknum eftir að hann lét ekki beygja sig í þessu máli þrátt fyrir hatramma baráttu áhrifamikilla sjálfstæðismanna svo sem Þorsteins Pálssonar, Vilhjálms Egilssonar og Benedikt Jóhannessonar svo dæmi séu nefnd. Grasrótin stóð vaktina með sjálfstæðinu. ESB sinnarnir reyna nú hvað þeir geta að sanna að þeir höfðu rétt fyrir sér og spá hér hruni og öðrum hörmungum sem afleiðingu þess að þeir urðu undir á landsfundinum. Þeir ganga svo langt að tala fylgi við flokkinn niður á viðkvæmum tíma í kosningabaráttunni eins og grein Benedikts Jóhannessonar er gróft dæmi um.

Samfylkingin segir að atkvæði greitt henni sé atkvæði með aðild að ESB. Á sama hátt er það augljóst að atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er atkvæði með sjálfstæðinu - gegn ESB aðild. Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemur illa út úr þessum kosningum þá er það ávísun á vinstri stjórn sem mun stefna að aðild að ESB. Mikið afhroð Sjálfstæðisflokksins mun veikja andstöðu VG gegn ESB. Það mun einnig þýða að ESB sinnar innan Sjálfstæðisflokksins hrósa sigri innan flokksins og þá er helsta vígi gegn ESB aðild fallið. Þá snúa þeir sér næst að ykkur í VG, sem verður þá einangraður.   

Jón Baldur Lorange, 21.4.2009 kl. 00:19

31 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Langar að spurja Enar Björn; Í sambandi við Framsókn. Hefurðu alls engar efasemdir, um hvernig þeir munu lenda þessu máli, í samkomulagi við ????"

Á ekki von á, að sú spurning komi upp.

Einar Björn Bjarnason, 21.4.2009 kl. 00:25

32 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þið andstæðingar. Hvað er að því að þjóðin fái að kjósa um aðildarsamning? Hver er eiginlega forræðishyggjusinni ef menn eru á móti því?

Stjórnmálamenn eyða of miklu púðri í þetta mál sem er borðleggjandi. Farið er í viðræður, samningur lagður fyrir, og um hann kosið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Punktur. Þannig er lýðræðið.

Páll Geir Bjarnason, 21.4.2009 kl. 00:31

33 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það er tilfinningamál hjá mér (VG) að þjóðin sjálf fái að kjósa um aðildarviðræðurnar ...útkomuna!!!...það er einnig RÖKRÉTT OG RÉTTLÁTT!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.4.2009 kl. 00:36

34 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjarni Harðarson: skamm.

Baldur Hermannsson, 21.4.2009 kl. 00:39

35 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Þarna held ég að þú verðir fljótt óánægður með hvernig þú eyddir atkvæði þínu. Þegar VG verða búnir að kyngja ESB frekju Samfylkingarinnar og roknir í aðildaviðræður byrjar þú að blogga um svik VG við kjósendur. En það verða skrif sem bíða þess tíma.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 21.4.2009 kl. 00:41

36 Smámynd: Heimir Tómasson

Ekki kýs ég VG í þessu jarðlífi. Svo mikið er á hreinu. Þeir standa að miklu leyti á móti öllu sem ég vil sjá. Aukinheldur eru margir (alls ekki allir) frambjóðendur VG mestu tækifærissinnar sem að til eru á Íslandi öllu.

Ég skila auðu. Það er nákvæmlega enginn í framboði sem ég myndi vilja sjá á þingi.

Heimir Tómasson, 21.4.2009 kl. 00:48

37 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Barnalegt fólk er hjá þer Bjarni...og mikið af fólki sem treystir seinast eigin þjóð?  Eg skil vel að treysta ekki útrásarvíkingum og sjálfstæðisFLokknum, en sinni eigin þjóð? Jónas Hallgrímson gerði það og Jón Sigurðsson líka?...eða hvað?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.4.2009 kl. 00:50

38 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Vísa til blogss míns í dag. HARMA MJÖG ákvörðun Bjarna, sem ég tel  hafa RÚSTAÐ hér með  hugsjóninni um framboð Fullveldissinna.

Gangi þér samt allt í haginn Bjarni í faðmi Vinstri grænna. Sárast að þú
skulir hafa gert þetta ÁN NEINS SAMRÁÐS við þann hóp sem stóð að
hugsjónum fullveldissinna.

KVEÐJA.

Guðmundur Jónas Kristjánsson.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.4.2009 kl. 01:02

39 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já Bjarni. Er ROSALEGA SÁR ÚT Í ÞIG!  Og að þú skulir svo VOGA þér að
hvetja þjóðholla Íslendinga til að kjósa kommúnistanna í Vinstri grænum.
Þú VIRKILEGA stakkst  pólitískan rýting alla vega í bak mitt Bjarni.
ÁTTI ALLS ALLS EKKI VON Á ÞESSU!!!!!!!!!!!!! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.4.2009 kl. 01:16

40 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

ERT BÚIN AÐ HAFA MANN AÐ ANDSKOTANS FIFLI!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.4.2009 kl. 01:18

41 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Guðmundur...hver er fífl?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.4.2009 kl. 01:41

42 Smámynd: Heimir Tómasson

Anna, það er einmitt mergurinn málsins. Það er ekki þjóðin sem er í framboði vegna þess að það er hreinlega ekki hægt að velja fólk sem ekki er á flokkslínunni, hver sem hún er, vinstri eða hægri.

Og Guðmundur, hugsa áður en þú ýtir á senda. Það er helst að sjá á færslunum að þú sért drukkinn.

Heimir Tómasson, 21.4.2009 kl. 01:58

43 identicon

Komið þið sæl !

Anna Benkovic !

Vona; að þú skiljir særindi Guðmundar Jónasar, vinar míns - honum er fyllsta alvara, með sinni málafylgju, og skyldum við ekki skopast að hans þungu tilfinningum.

L listinn var; og er, Guðmundi, sem þeim fleirrum, hjartans mál, og því þykir mér ákvörðun Byskupstungna mannsins Bjarna, vægast sagt hjákátleg - í ljósi þess, að VG er feluleikja búningur ómengaðra Kommúnista, hverjir þora ei - né hafa rænu til, að viðurkenna það, fyrir sjálfum sér - hvað þá öðrum.

''Samstarf''; þeirra Steingríms J. Sigfússonar, og lands og fólks og fénaðar níðinganna, í Samfylkingunni, segir okkur allt, sem segja þarf, um óheilindin, þegar upp verður staðið.

Og munið; ''afrek'' Jóhönnu og Steingríms, síðan þau komust til valda, í Febrúar mánuði, gott fólk.

Það er; kraftaverki næst, að ekki skuli fleirri fjölskyldur og fyrirtæki vera gengin, fyrir stafn - sökum aðgerða leysis, þessarra andskotans hjúa !!!

Með beztu kveðjum - engu að síður /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 02:11

44 Smámynd: Sævar Einarsson

Guðmundur Jónas Kristjánsson má bjóða þér áfallahjálp og tissjú ? þú grenjar á við heilt kvenfélag. En aldrei mun ég nokkurtíma kjósa VG, frekar myndi ég kjósa X-D slík er andúð mín á VG, en ég er búinn að gera upp minn hug og vill ekki sama hafragrautinn í annarri skál með skyri út á (hræringur) og kýs X-O, maður fær líka vatn í munninn yfir þessari skammstöfun eða altso XO

Sævar Einarsson, 21.4.2009 kl. 02:35

45 identicon

Komið þið sæl; enn !

Sævarinn; spjallvinur góður !

Gæt þú einnig; tungu þinnar. Þó svo; Borgarahreyfing sé alls góðs makleg, finnst mér skítt, að þú sparkir til Guðmundar Jónasar - óverðskuldað.

Eða; ertu algjörlega tilfinningalaus, drengur ?

Bið þú; Guðmund Jónas, afsökunar - á þessu óþarfa skenzi og flími þínu, já;; og bið aðra hér, að hæðast ekki, að jafn veglyndum, sem ærlegum og góðum dreng, sem Guðmundur Jónas Kristjánsson hefir ætíð reynst, í öllum okkar samskiptum, gott fólk.  

Halt þú þér fast; Sævarinn góður ! Minni þig á; að sjóhundasveit þeirra Guðjóns Arnars, er ekkert lamb við að leika - þá við komumst, í þann gírinn, beri svo undir.

Með beztu kveðjum - sem hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 02:44

46 Smámynd: Sævar Einarsson

Óskar Helgi Helgason spjallvinur góður.

Nei mér dettur ekki í hug að biðja hann afsökunar og ei er ég hræddur við þá sjóhundasveit enda þaulvanur sjóhundur sjálfur, bæði til sjávar og sveita.

Sævar Einarsson, 21.4.2009 kl. 03:11

47 Smámynd: Sævar Einarsson

Ef það fer fyrir brjóstið á honum að ég kalli hann grenjuskjóðu þá er hann pissudúkka af verztu sort, ég hef átt orðastað við hann áður.

Sævar Einarsson, 21.4.2009 kl. 03:14

48 identicon

Sæavarinn spjallvinur sæll - sem þið önnur/ Blessuð og sæl !

Jæja; jæja, meiri þvermóðskan, í þér, við minni frómu málaleitan, dreng stauli. Hygg þó; að þú kunnir að sýna iðran nokkra - og skoða þitt hugskot, þá um hægist, að nokkru, fóstri sæll.

Með; hinum beztu kveðjum, samt, sem áður /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 03:16

49 Smámynd: Erla J. Steingrímsdóttir

Hæ Bjarni minn.  Ég er nú bara alveg sammála þér og býst alveg fastlega við að ég endi á að kjósa VG.  Það sem mér líkar vel við hjá VG er að þeir eru ekki að gefa nein innantóm kosningaloforð.

Erla J. Steingrímsdóttir, 21.4.2009 kl. 09:02

50 identicon

Ég óska þér til hamingju með ákvörðunina, Bjarni oig vertu velkominn í okkar hóp.

Svanur Jóhannesson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 09:09

51 Smámynd: Offari

Ég fagna öllum þeim atkvæðum sem lenda ekki á Samfylkingu eða Sjálfstæðisflokknum.  Ég hef hinsvegar verið lítið hrifin af VG þótt vissulega sé sá flokkur líklegastur til að hafna samstarfi við Esb flokkinn eð slíkt samstarf fer fram á aðildarviðræður.

Ég er vel mynnugur á loforð Samfylkingar um vinstri stjórn í síðustu kosningum en strax og kjósendur þess flokks voru búnir að greiða þeim vinstristjórnarflokki atkvæði sitt hoppuðu þeir upp í sæng hjá sjálfstæðsflokknum.

Ég tel því afar líklegt að Samfylkingin svíki aftur kjósendur sína og hoppi aftur upp í sæng hjá Sjálfstæðisflokknum því þeir eru viðráðanlegri í Esb umræðunum. Ég er samt hræddur um að það muni glamra í pottum og pönnum ef sú hamfaraspá rætist.

Atkvæði mitt lendir líklega á Frjálslyndum eða Framsókn.  Ég veit vel að þú ert lítið hrifinn af þeim flokkum en hver og einn hefur sína skoðun og yfirlett hef ég sjálfur tekið mínar ákvarðanir frekar en að láta aðra taka ákvarðanir fyrir mig.

Offari, 21.4.2009 kl. 09:12

52 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mín spá er sú að V.g. verði stærsti flokkurinn eftir kosningar, enda nú þegar orðinn það í einni skoðanakönnun. Fyrir því eru tvær ástæður öðru fremur. Sú fyrri að þetta er eini flokkurinn sem er treystandi fyrir náttúru landsins. Sú seinni að hann er andvígur ESB ruglinu. Vandi flokksins eftir kosningar verður mikill og verstur sá að þar er óþarflega margt af ungu og óþarflega bláyeygu fólki með feminiska sýn á samfélagsgerðina.

Borgarahreyfingin hefði þurft lengri tíma til að sanna sig í kosningabaráttunni.

Árni Gunnarsson, 21.4.2009 kl. 10:15

53 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Það er auðséð að fólki stendur ekki alveg á sama hvar þú velur að skipa þér í flokk:)

Ásgeir Rúnar Helgason, 21.4.2009 kl. 10:27

54 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Þetta er flott hjá þér Bjarni,þú vil´t meira atvinnuleysi og meiri vandræði fyrir heimilin,??miða við kvað þú ætlar að kjósa,veistu ekki hvaða mistök þessi flokkur ætlar að gera í efnahagsmálum,?? Nú hækka skatta og lækka launin,þvílík steypa,hvernig heldur þú að það verði hægt að koma fyrirtækjum í gang og hvernig heldur þú að atvinnulausir geti greitt hærri skatta,ef enga vinnu er að fá,?? nei Bjarni minn,þú hefðir frekar átt að styðja áfram framsóknarflokkinn,hann er allavega með raunhæfari markvið heldur en þeir sem bara vilja hækka og hækka allan koðnað,heldur þú að það væri ekki fljót að skila sér meiri peningur í kassann að fara þá leið sem framsókn og sjálfstæðisflokkur er með,??bara spyr,maður þarf að athuga verð á bókum hjá þér,ef þú ert svona mikið fyrir hækkanir,??

Jóhannes Guðnason, 21.4.2009 kl. 10:28

55 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ekki veit ég hvað þú hefur étið oní þig, að ætla að spandera á VG atkvæði þínu.

Virði annars ákvörðun þína en bendi jafnframt á, að þarna er hráskinnsleikur á ferð.

VG rær á mið ESB andstæðinga en SF á mið ESB sinna.  Þetta er gert í samráði þessara tveggja.

Að kosningum loknum verða þau tíðindi næstfyrst, að sótt verður um aðild að ESB og sagt, að fyrri ,,fréttin" um afleita stöðu okkar í hópi þjóða, hvað skuldir og áteknar ábyrgðir varðar, að ekki sé annað gerlegt en að láta á reyna, að sækja ,,aðstoð " til Brussel.

Þá er kjördagur að baki og ekkert hægt að gera glæpurinn fullframinn.

ÉG hyggst ekki kjósa VG, né D, né SF eða nokkurn þann annann sem svarið hafa LÍjúgurunum hollustueiða.

Vonaði í lengstu lög, að þú hyggðir á aðrar aðferðir í þessu sérlega hagsmunamáli hinna dreyfðu byggða og þeim hjónum Litlu Gunnu og Litla Jóni, hverjum nú verður sendur reikningurinn fyrir djamminu að Hruna og tildragelsum öllum að Jörfa.

Með vinsemd og enn þónokkurri virðingu

Miðbæjaríhaldið

og nafni

Bjarni Kjartansson, 21.4.2009 kl. 11:22

56 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Slæm ákvörðun  Bjarni. Sjaldan hefur sést eins vel hversu blekkingarnar og ótrúverðuleikinn er auðsær. Hvar er til að mynda skjaldborgin sem þeir ætluðu að slá um heimilin?

Gylfi Björgvinsson, 21.4.2009 kl. 12:24

58 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Gylfi Björgvinsson !

Ætli; ''skjaldborgin'', felist ekki, í því skulda fangelsi, sem þau Jóhanna og Steingrímur hafa byggt Íslendingum, með bygginga efninu, frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, og frekju Ný- nazistanna, í Fjórða ríkinu, á Brussel völlum.  

Bjarni bókabéus Harðarson, stórvinur minn, virðist hafa gengið í björg blekkinganna, gott fólk.

Með beztu kveðjum; sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 12:52

59 identicon

GUÐMUNDUR JÓNAS,HINN ÖSKUREIÐI TALAR UM KOMMÚNISTA,ANSI ER HANN ILLA LESIN ÞESSI GUÐMUNDUR JÓNAS.EF TIL ER ÍSLENSKUR KOMMÚNISTAFLOKKUR ÞÁ HEITIR HANN  SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN  SJÁ OG BERIÐ HANN SAMAN VIÐ ÁÐUR SOVÉTLÝÐVELDIN.REYNDAR HELD ÉG AÐ RÚSSLAND NÚNA SÉ FYRIRMYND ÞEIRRA SJÁLFSTÆÐISMANNA ÞÁ Á ÉG VIÐ Í INNSTA KJARNA FLOKKSINS,OG HIRÐIN SAMÞYKKIR OG SEGIR AMEN.OJBARA.

Númi (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 13:14

60 Smámynd: Baldur Hermannsson

Í guðanna bænum sýnið manninum lágmarks tillitssemi. Guðmundur Jónas er augsýnilega tilfinningamaður og hann hefur lagt sig allan í málstaðinn og sett traust sitt á Bjarna Harðarson. Nú er hann fokreiður og sennilega reiðastur fyrir að hafa sett traust sitt á aðra í stað þess að treysta bara sjálfum sér og eiginkonunni sem aldrei hefur brugðist honum. Hann lærir af þessu.

Baldur Hermannsson, 21.4.2009 kl. 13:45

61 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Tek undir með Baldri hér að ofan

Axel Þór Kolbeinsson, 21.4.2009 kl. 13:58

62 identicon

Kæru lesendur,

Ég vissi ekki hvar ég ætti að fá útrás fyrir gremju mína. En ég hef ákveðið að gera það hérna. Stóryrtar yfirlýsingar um að kjósa vinstri græna.

Framalega í flokki vinstri grænna er hræsnarinn Ögmundur Jónasson.Hann barðist gegn þeim sjúklingaskatti sem að Guðlaugur Þór lagði á þ.e.a.s að fólk þyrfti að greiða 6.000 kr. fyrir að leggjast inn á spítala. það gjald var lagt af vegna "góðmennsku " Ögmundar. En Ögmundur tekur peningana annars staðar.

Kona mín greindist með alvarlegt krabbamein fyrir viku síðan. Fyrir utan að þurfa að greiða kr. 7.000 kr fyrir skoðun hjá krabbameinsfélaginu, þá var aðal "sjokkið eftir. Í gær var hún boðuð á LSH vegna undirbúningis fyrir skurðaðaðgerð blóðprufa, hjartalínurit, lungnamynd og allan eðlilegan undir búning fyrir aðgerðina. Fyrir þetta átti hún að greiða 10.000 krónur.

Aldrei áður hefur fólk þurft að greiða fyrir hefðbundin undirbúning fyrir aðgerð.

Ögmundur smælar framan í okkur og er góði gæjinn fyrir að hafa lagt niður fyrirhugað innlagningargjald sem Guðlaugur Þór ætlaði að leggja á.

Hvað ætlar hann að gera í sambandi við þann kostnað sem ég greini frá hér að ofan.

Skurðaðgerðir ókeypis hér á Íslandi. NEI.

Atvinnufíflið Steingrímur J. og Ögmundur þið eruð svartur blettur á mannkyninu.

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 14:45

63 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Egill.  Baráttukveðjur til þín og eiginkonu.

Þetta er einmitt hluti vandans, hér hefur vantað upp á að við getum kallað okkur velferðarsamfélag.  Þegar fólk er alvarlega veikt eða slasað ætti það ekki að þurfa að greiða neitt.  Við í L-listanum vildum beita okkur fyrir aukinni velferð borgaranna t.d. með aukinni aðkomu ríkisins að tannlækningum barna.

Annars vona ég að konan þín fái fullan bata.

Axel Þór Kolbeinsson, 21.4.2009 kl. 14:51

64 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Egill

Það er hryggilegt, að þegar fólk fær svona fréttir, fái það að auki, verulegar fjárhagsáhyggjur. 

Hitt er annað mál og jafnsjálfsagt, að svona venjulegt fólk sem þarf að gangast undir eitthvað smotterí, ætti í alfelstum tilfellum, að geta greitt innlagningargjald, sem yrði endurgreitt ef viðkomandi væri afar illa fjáður, líkt og gerðist he´r í denn.

Vona að kona þín nái fullum  bata sem fyrst.

Bjarni Kjartansson, 21.4.2009 kl. 15:03

65 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í aðdraganda kosninga hitnar mörgum í hamsi og þá birtast fólki ósköpin öll af heimskum andstæðingum. Sumir eru fífl aðrir landráðamenn og svo eru þeir vangefnu út um allra þorpagrundir og afstaða þeirra blátt áfram óskiljanleg öllu bráðgreindu og rétt hugsandi fólki.

Ég hef tekið þá afstöðu í þessu skelfilega umhverfi að biðja andstæðingum mínum í pólitík hægfara lækningar. Sjálfur er ég alveg bráðheimskur í augum margra í dag en ég ætla að lifa með því vegna þess að ég á ekki annara kosta völ. Og svo ætla ég að leggja mig fram á laugardaginn næsta við það að forða mér frá því að skammast mín mikið næstu fjögur árin fyrir þá sem fara með umboð mitt inni á Alþingi.

Og það er sannarlega ekki vandalaust.

Árni Gunnarsson, 21.4.2009 kl. 15:11

66 Smámynd: Jónas Jónasson

Samfylkingin er í eigu útrásarvíkinga sem nú þrá ekkert heitara en að halda áfram að skuldsetja þjóðina líkt og eina leiðin er því esb. Af hverju hefur mútufé Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks ekki enn verið skilað?

Björgvin G Sigurðsson segist hafa axlað ábyrgð??? Kjósið kjaftæði!

VG er á móti atvinnulífi þannig get ég engan vegin skilið hvernig hægt er að kjósa þá heldur.

Jónas Jónasson, 21.4.2009 kl. 15:17

67 identicon

Bjarni,

Brjóstakrabbamein sem hefur dreift sér í eitlana er EKKI "smotterí" svo að ég noti þín eigin orð.

Við fáum ekkert endurgreitt. Við erum illa fjáð en fáum engan stuðning.

Í hvaða vetruleika lifir þú.

En svo að ég snúi mér að Axeli Þór kolbeinsyni, þá þakka ég þér stuðningin og falleg orð.

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 15:52

68 identicon

Þú veldur mér gífurlegum vonbrigðum Bjarni. Ég hafði ágætis trú á þér sem stjórnmálamanni en það mun vera erfitt fyrir þig að vinna til baka þá trú eftir þennan pistil. VG og Samfylgingin eru væntanlega byrjuð að ræða saman um framhald eftir kosningar og vittu til VG mun láta eftir í þessu máli!!!! Það er enginn flokkur jafn mikill evrópuflokkur og Samfylkingin og þau eru trúlofuð VG.

Bergir H. (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 16:09

69 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

How does it feel Bjarni ?

.

En hvað um það.

.

Mannskepnan er þannig innréttuð að hún vaknar á morgnana og fer fram úr rúminu í þeirri von að henni vegni aðeins betur í dag heldur en í gær. Þetta er eðli mannsins. Ef honum finnst hver dagur enda með því að honum ávannst aðeins minna í dag en í gær, þá mun hann halda sig í ríminu, ef mögulega hægt er (sjá: ESB).

.

Ég vona svo sannarlega að við þurfum ekki öll að breiða upp fyrir haus. En ég er ekki viss um að allir stjórnmálamenn og því síður kjósendur þeirra skilji þetta, oft ekki fyrr en eftir langa rúmlegu.

.

En svo er eitt. Kosningar eru leynilegar. Sem betur fer segi ég. Hrein snilld

.

Kærar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 21.4.2009 kl. 17:16

70 Smámynd: Björn Birgisson

Meiri sýniþörfin að þurfa að gera grein fyrir atkvæði sínu hér á blogginu. Sé þó að margir tjá sig. Alveg er mér sama hvað Bjarni Harðarson kýs. Enn eru fjórir dagar til kosninga. Kannski skiptir hann enn einu sinni um skoðun!

Björn Birgisson, 21.4.2009 kl. 17:28

71 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Mér er afar þungt, að Egill hafi misskilið innlegg mitt um kostnaðinn.

EF hann les það yfir aftur, sér hann auðvitað, að ég talaði fyrst um alvarlegan sjúkdóm en síðar um aðnnarskonar innlagnir fólks, sem á fyrir sig að leggja.

Endurtek hugheilar bataóskir og von um að barátta og læknavísindin nái að veita konu þinni fullan og góðan bata.

Með hluttekningu og afar mikilli sorg yfir, að orð mín hafi misskilist hrapalega.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 21.4.2009 kl. 17:42

72 identicon

Varist meðalmennskuna. Það var fróðlegt að heyra rökræður um hvað ætti að kjósa næstkomandi laugardag.

Ef við kjósum ekki Sjálfstæðisflokkinn þá verður Ísland eins og Kúba, allir lenda í meðalmennsku, engin hvatning til að gera eitthvað nýtt, engin hvatning til að læra, hér verða allir án menntunar nema kannski fólkinu verði kennt að lesa svo það viti hverja það eigi ekki að kjósa næst.

En ef við kjósum Sjálfstæðisflokkinn þá verður allt miklu betra, Þá fá allir sem kjósa flokkinn námslán sem þeir þurfa ekki að borga, þá fá útvaldir að "gambla" með fé meðaljónanna sem vinna við hin óæðri störf, svo sem trésmíði, múrverk, rafmagn, sorphirðu, hjúkrun, skúringar svo eitthvað sé nefnt. Þá verða engir skattar lagðir á gamla fólkið, þótt það eigi sand af peningum. Þá þurfa þeir sem settu landið á hausinn ekki að hafa áhyggur af einhverju bjánalegu eins og til dæmis rannsókn á því af hverju landið fór á hausinn og hvert allir peningarnir fóru. Þá verður gæsalappi krossaður fyrir björgunarstörf í þágu þjóðarinnar nema ekki þeim óæðri.

Því skuluð þið ekki taka mark á neinu nema auglýsingum gæsalappa sjálfs og setja exið fyrir framan D-ið. D-ið þýðir nefnilega drottinn blessi þig.

ragnar l. benediktsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 18:05

73 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Nú held ég að þú hafir veðjað á rangan hest Bjarni.

Ragnar Gunnlaugsson, 21.4.2009 kl. 18:14

74 Smámynd: Fannar frá Rifi

Bjarni, nú ertu kominn ansi langt frá barráttunni fyrir sjálfstæðilandsins. VG er búið að gefast upp og ætla að fara inn með Samfylkingunni í ESB. Enda þorir Steingrímur ekki að andmæla Jóhönnu opinberlega þrátt fyrir að einstaka þingmenn hans og frambjóðendur séu með fagurgala á kosningarfundum.

Fyrir Sjálfstæðissinna þá er bara eitt val í þessum kosningum. X við D. 

Fannar frá Rifi, 21.4.2009 kl. 18:59

75 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sæll Bjarni, svolítið seinheppin þarna. Samkvæmt fréttum eru báðir þungavigtarmenn VG, Ögmundur og Steingrímur J, tilbúnir að láta reyna á aðildarviðræður:

"Allar útfærslur komi til greina, að sögn Ögmundar, ekki eigi að loka neinum dyrum heldur opna allar gáttir í þessum efnum" 

segir Ögmundur frændi og hefur greinilega ekki ráðfært sig við þig. Kannski ekki heldur við Jóhönnu, en um það veistu ekki í augnablikinu.

Ragnhildur Kolka, 21.4.2009 kl. 20:48

76 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Já, sem betur fer eru Ögmundur og félagar að sjá ljósið í myrkrinu!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.4.2009 kl. 20:54

77 Smámynd: Helga

.... uh... Verð nú að segja Bjarni að þar þótti mér nú góður biti hafa farið í hundskjaft......    Mér fannst þú alltaf virka sem ágætis talsmaður  heimilanna í landinu uppbyggingar atvinnulífs....  án þess að skella öllu á ríkið.....     Trúi ekki að þú eigir samleið með þeim.....   En þeir eign svo sem  ekki einu sinni samleið með sínum samstarfsflokki í sinni ríkisstjórn ...     þannig að kannski skiptir engu máli ef þú átt bara enga samleið með þeim....

Helga , 21.4.2009 kl. 21:45

78 Smámynd: Umrenningur

Nei Bjarni

VG kemur alls ekki til greina eftir að Atli V útlokaði á borgarafundinum í gærkvöld aðildarumsókn í Júní, en hvað með Júlí, Ágúst eða Október. Að mínu fátæklega viti eru aðeins tveir kostir eftir Xf eða það sem líklegra er í mínu tilviki einfaldlega að skila auðu þar sem ég er ekki alls kostar sáttur við oddvita Frjálslyndra í okkar kjördæmi. Varðandi önnur framboð þá er mitt val ósköp einfalt. Xd með Árna Johnsen í öruggu sæti, nei. Framsókn þarf að hvíla þar til sá flokkur hefur gert upp fortíðina af alvöru. Samspillingin með Björgvin G fyrrverandi bankamálaráðherra sem enn er að ljúga að kjósendum, NEI. Borgarahreyfingin? Engin grundvallarmunur á neinum krataflokkanna hvort sem þeir nota B, S eða O sem listabókstaf. Og nú síðast í dag reynir einn af frambjóðendum Xp að notfæra sér mistök moderators L-lista til að afla fylgis við sitt framboð, siðlaust? ó,já. Þannig að það er fátt um fína drætti hér í Suðurkjördæmi. Ég virði þína ákvörðun en ég er mjög ósáttur við að þú skulir hvetja Fullveldissinna við að svíkja málstaðinn með því að fylkja sér á bak við þig í þinni vg villu.

Umrenningur, 21.4.2009 kl. 21:46

79 identicon

Fari VG að fullorðnast og taka rökréttar ákvarðanir í stjórnar-AÐstöðu, þá mun hún óðar klofna.

Fastafylgi hennar mun ekki þola slíkt ástand lengi.

Glúmur (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 22:00

80 identicon

VIÐVÖRUN!!!!VIÐVÖRUN!!!!VIÐVÖRUN!!!!!

Þar sem augljóst má vera að þessi annars ágæti maður er genginn af göflunum og veit eigi hvað hann gjörir bið ég fólk lengstra orða að hafa að engu það óráðsbull sem fram kemur í þessum makalausa pistli.....

Jón Ingi Gíslason (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 22:20

81 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Ég sé ekki að VG sé með neinar raunhæfar lausnir fyrir utan að Kolbrún Halldórsdóttir vildi að fólk færi að tína fjallagrös.

Þess vegna segi ég xB fyrir Borgarahreyfinguna!

Jón Á Grétarsson, 21.4.2009 kl. 22:55

82 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe, ætlarðu að krossa við B til þess að styðja Borgarahreyfinguna?? Það held ég að þú verðir spældur þegar þú áttar þig á mistökunum.

Baldur Hermannsson, 21.4.2009 kl. 23:13

83 Smámynd: Umrenningur

SOB skiptir ekki öllu hvor stafurinn er valinn, þetta eru allt krataandskotar eins og heimiliskötturinn á Sólbakka.

Umrenningur, 21.4.2009 kl. 23:32

84 Smámynd: Sævar Einarsson

Baldur Hermannsson ég held að stórvinur minn Jón hafi verið með smá dass af kaldhæðni í sínu innleggi  

Sævar Einarsson, 21.4.2009 kl. 23:58

85 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú, kaldhæðni? Hann gleymir alla vega lopapeysunum.

Baldur Hermannsson, 22.4.2009 kl. 00:04

86 identicon

Vonandi fylgir allt þitt fyrrum stuðnigsfólk frá Framsóknarflokknum þér í þessari skynsamlegu ákvörðun þinni. 

Stefán (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 11:00

87 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Æ nú skil ég þig betur Bjarni; "Tungnamaður, óforbetranlegur fornaldardýrkandi og mótorhjólafrík, þjóðfræðinemi, umhverfissinni fram í fingurgóma, sveitamaður og kjaftaskur,- já og framsóknarmaður af gamla skólanum." Annars hélt ég að vísýnið heima á Suðurlandi væri nú meira en sýnt hefur sig í þínum málflutningi. En ég geri ráð fyrir að Evrópuvindar blási ekki svo langt upp til sveita þó ég hefði haldið að þú hefðir notið þeirra eftir að hafa verið svona lengi á flatlendinu á Selfossi og svo nærri sjónum. Þar ættu nú að blása ferskir vindar nýrrar sýnar á bjarta framtíð og von fyrir þjóðina.

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 22.4.2009 kl. 11:04

88 Smámynd: ragnar bergsson

Bjarni ég hef velt þessu sama fyrir mig, ég komst að annari niðurstöðu ég ætla að kjósa Frjálslynda en gangi þér vel.

ragnar bergsson, 22.4.2009 kl. 18:18

89 Smámynd: Kristinn Þór Sigurjónsson

Ég hef áhveðið að láta stefnumál ráða mínu kjöri, ekki tilfinnningar.

Kýs því að sjálfsögðu X-D

http://kogs.blog.is/blog/kogs/entry/860640/

Kristinn Þór Sigurjónsson, 22.4.2009 kl. 22:59

90 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Æ það er svo sorglegt þegar fólk kýs ekki líka með hjartanu. Ég geri þá ráð fyrir Kristinn Þór sé ekki að kjósa með hjartanu og þá eru nú að sannast ummæli Hannesar Hólmsteins um Sjálfstæðismenn (sjá skemmtilegt myndband á blogginu hans jensgud). Það er svo skemmtilegt þetta með lýðveldisinna sem hann Bjarni er að höfða til. Málið er nefnilega líklegast þannig að eins og málum er háttað í dag, ef tekið er mið af Bjarna, að lýðveldissinnar vilja frekar setja okkur í áframhaldandi skuldaklafa, gjaldeyrishelsi, einangrun og vosbúð en að í það minnsta reyna að gefa þjóðinni möguleika á að lifa við reisn og virðingu. Gefa unga fólkinu okkar möguleika á að eiga framtíð hér á landi og möguleika á að nýta sína menntun hér heima, að vilja koma heim.

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 23.4.2009 kl. 00:09

91 Smámynd: Agnar Bragi

Harðarson!!!

Hvernig væri að fara að hysja upp um sig brækurnar og styðja þinn flokk... þetta VG tilhugalíf þitt er gjörsamlega út í hött :)

Íslendingurinn vill fá að kjósa um aðildarsamning að ESB og fylgja sinni sannfæringu þegar þar að kemur... án flokkslínu!

Svo eru það efnahagsmálin sem verða hér rjúkandi rúst án aðkomu Framsóknar á næstu mánuðum... 

Þú ert að missa af góðum tíma í Framsókn.. vertu velkominn heim :)

Agnar Bragi, 23.4.2009 kl. 11:10

92 identicon

Hvet þá sem eru á móti inngöngu í ESB til þess að skrá sig á OSAMMALA.IS!

osammala.is (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 12:22

93 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Bjarni, vinur minn góður!  Ég held að það væri glapræði að kjósa VG.  Þeir eru að sanna að þeir eru eins og aðrir flokkar.  Atli Gísla segir að aðild að ESB sé ekki inni í myndinni hjá VG, á borgarafundi á Selfossi, daginn eftir kemur yfirlýsing frá forystunni að það sé alveg inni í myndinni að ganga til viðræðna við ESB.  Í gær segir KH umhverfisráðherra VG að það samræmist ekki stefnu flokksins að hefja olíuleit á drekasvæðinu.  Þá kom í fréttum í dag að forysta VG leggst ekki gegn þessu.  Hvað þýða þessi tvö dæmi annað en að það sé búið að semja við SF um það hvernig hlutirnir eiga að vera eftir kostningar.  VG er farið að minna óneitanlega á framsóknarflokkinn eins og hann var á Halldórárunum, nema að það virðist ekki vera spilling og baktjaldamakk í gangi hjá VG eins og var í framsókn á þessum árum, en það sem er líkt með þassum flokkum er að forysta og flokksmenn þ.e. sumir frambjóðendur geta ekki talað í takt.  Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra til lengdar.  Bjarni!  Ég hvet þig til að endurskoða afstöðu þína.  SF og VG virðast vera búnir að ganga frá þessum málum nú þegar og VG ætlar að selja sig dýrt til að geta verið í vinstri stjórn áfram

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 23.4.2009 kl. 13:11

94 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég ætlaði nú ekki að tjá mig meira á þessum þræði, en straumþunginn er slíkur að verður undan að láta.

Bjarni Harðarson, hysjaðu upp um þig brækurnar og gakktu til liðs við íhaldið. Sjálfur eru íhald, sveitaíhald, og það vantar menn eins og þig til að styrkja ræturnar. Snúðu baki við þessari ógeðslegu vinstri villu - þar muntu aðeins finna finna dópista, fyllisvín, vitfirringa, hórur, þjófa og landsölufólk. Íhaldið er heimili þitt. Komdu heim!

Baldur Hermannsson, 23.4.2009 kl. 13:23

95 Smámynd: Baldur Hermannsson

Afsakið: ... eitthvað verður undan að láta.

Baldur Hermannsson, 23.4.2009 kl. 13:24

96 Smámynd: Helgi Már Bjarnason

Það er allveg magnað að hlusta á fólk hérna.   Eru menn að gleyma Sjálfstæðisflokknum hérna,  þeir verða líklega næst stærsti flokkur landsins eftir kosningar.   Finnst eins og fólk sé að tala um þeir séu úr leik,  held þið ættuð ekki að vera svona rosalega sigurviss.   Mjög margir eiga eftir að skipta um skoðun í kjörklefanum þegar menn átta sig á í hvað stefnir.  Ríkisvæðingar skattahækkunarstjórn án ESB.......   Ein mesta bull auglýsing þessara kosninga verður að teljast auglýsing S þar sem þeir staðhæfa að ef fyrirtæki hefðu kosningarétt myndu þau kjósa S.  

Fyrirtæki vilja ekki hærri skatta, mynni ráðstöfunartekjur heimilanna, ekkert ESB og ekkert plan B.    Vonandi er hugsandi fólk þarna úti.  

Helgi Már Bjarnason, 23.4.2009 kl. 21:03

97 Smámynd: Þór Jóhannesson

Bjarni þú ert mikill sómamaður og sorglegt að þú hafir ekki strax fetað þína pólitísku endurkoma með VG því þar væri mikill sómi að sjá þig á lista nú í þessum kosningum. Því er nefnilega farið með þig að þú ert hugsjónapólitíkus og sem slíkur þrífstu mun betur í VG en Framsókn nokkru sinni.

Sem fyrrum Framsóknarmaður býð ég þig velkominn í VG að sinni a.m.k. og sem bróðir af "óvinalista" Framsóknarflokksins deilum við miklum heiðri saman.

Vona að þú verðir hluti af flokksstarfi VG til frambúðar og á lista þessa eina óspillta íslenska flokks í þínu kjördæmi í næstu kosningum.

ESB málið fer í einhvern farveg og nú þarf einmitt að tryggja að Samfylkingin semji ekki frá okkur allt vit og það gerum við best með því að hafa steka VG í ríkisstjórninni og vinnum svo ötullega í að upplýsa þjóðina um hvað fellst í að samþykja samninginn - sem ætti svo auðveldlega að skila okkur friði frá ESB-sinnum í nokkur ár a.m.k.

Þannig er nú einu sinni lýðræðið en við þurfum ekki að óttast það þegar fólk fær að taka upplýstar ákvarðanir - sem þó virðist ekki endilega vera rétt lýsing á hluta þjóðar okkar sem ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokk þrátt fyrir allt.

Þór Jóhannesson, 24.4.2009 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband