Undirskriftir gegn ESB aðild

Það hlaut að koma að því að efnt yrði til mótvægis við undirskriftasöfnun Benedikts Jóhannssonar þar sem tæplega 11 þúsund hafa nú skráð sig á vefnum sammala.is sem talsmenn þess að Ísland gangi í ESB. Nú er semsagt komin ný undirskriftasöfnun þar sem andstæðingar ESB-aðildar eru hvattir til að skrifa sig og án þess að nokkru sé þar varið til auglýsinga er talan strax á nokkrum klukkutímum komin í 1000. Nú þurfum við bara að öngla saman sem flestum því ekki viljum við láta svo líta út að það sé mjög stór hluti þjóðarinnar sem vilji aftur afhenda hinu evrópska stórríki öll yfirráð á Íslandi. 

Textinn sem skrifar er undir hér hljóðar svo. Allir að skrá sig.

 Við undirrituð erum ósammála þeim málflutningi að innganga í Evrópusambandið sé leiðin til þess að koma efnahagsmálum Íslands aftur í réttan farveg. Við teljum að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið sem sjálfstæðri þjóð utan sambandsins.

Við viljum að umræðan um Evrópumál fari fram á upplýstan og málefnalegan hátt en ekki með upphrópunum og hræðsluáróðri. Okkur þætti ákjósanlegast að sátt næðist meðal þjóðarinnar áður en farið væri í aðildarviðræður en ef tekin yrði ákvörðun um að sækja um inngöngu í Evrópusambandið er lágmarkskrafa að það gerðist með yfirveguðum hætti en ekki í flýti.

Það er ennfremur skoðun okkar að ef til þess kæmi að sótt yrði um inngöngu í Evrópusambandið sé það eðlileg krafa að aukinn meirihluta kjósenda þurfi til þess að hún nái fram að ganga. Ekki sé ásættanlegt að slíkt hitamál yrði samþykkt einungis með naumum meirihluta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Búinn að skrifa undir

Ísleifur Gíslason, 23.4.2009 kl. 12:52

2 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Vaktin einmitt athygli á þessu á vefsíðu minni í gær og er búinn að skrifa undir. Ég hef hins vegar meiri áhyggjur af þér Bjarni en nú starfar Samfylkingin, og mun gera, í skjóli Vinstri grænna.

Jón Baldur Lorange, 23.4.2009 kl. 13:01

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sælir, þetta er góður brandari - að setja upp andsíðu, með þessum hætti.

Sem einlægur Framsóknarmaður, en ég tel mig raunverulegann miðjumann, þá er ég sammála því að skoða mikilvæg málefni án upphrópana, og hamagangs.

Augljóst, er að samningur við ESB, er ekki einnar nætur gaman.

Samningur, gerður í einhverri 'paník' gæti valdið sárum vonbrigðum síðar meir.

Af þessum völdum, vara ég við málflutningi þess efnis, að við Íslendingar eigum engan annann séns. Slík afstaða, er af mínum dómi, stórvarasöm, þegar lagt er af stað í vegferð þá sem samningar við ESB eru.

Ég á við hér, að samnings-mistök, gætu orðið mjög verulega afdrifarík.

Á hinn bóginn, vil ég alls ekki fyrirfram útiloka, að hægt sé að ná samningum, sem væru viðunandi fyrir hagsmuni þjóðarinnar, þannig að kostirnir yrðu í raun og veru fleiri en lestirnir.

En, til að ná fram svo góðum samningum, þarf þolinmæði við samningsborðið, festu og sá vilji að vera fyrir hendi, að labba í burtu, ef ástæða er til.

Sá vilji þarf að vera fyrir hendi, að láta samninga taka eins mörg ár og þarf.

Síðan er það sjáfsögðu þjóðin, sem tekur endanlega ákvörðun.

Gleðilegt sumar.

Einar Björn Bjarnason, 23.4.2009 kl. 13:29

4 Smámynd: Bjarni Harðarson

Jú Jón víst líma vinstri flokkarnir sig saman en eina leiðin til að hindra að vinstri stjórnin sem tekur við verði ekki ESB stjórn er að VG verði nógu stórir, þessvegna eigum við báðir að brjóta odd af oflæti okkar og kjósa þá í þetta eina skipti!

Bjarni Harðarson, 23.4.2009 kl. 13:47

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Halli gamli og hans frú skifuðu undir gær/Þetta með alla eylifð er ekki svona strákar,menn eiga og geta skipt um skoðun/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 23.4.2009 kl. 14:07

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það liggur fyrir að við eigum ekki sameiginlega fiskistofna með €vrópuríkjum.

staðbundnar auðlindir, ss. ár og hitveita eru ú umsja þeirra ríka sem eiga.

svo vilja menn ekki einu sinni setjast niður og spjalla, án frekari skildbindinga.

hvurlags þverhausaskapur er þetta?

Brjánn Guðjónsson, 23.4.2009 kl. 14:42

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hafa menn kannski lamið hausnum of lengi við stein?

er heilinn hættur að funkera?

Brjánn Guðjónsson, 23.4.2009 kl. 14:44

8 identicon

Mér fynst málfluttningur Samfylkingarinnar gagnvart Efrópusambandinu vera eins og það sé verið að segja okkur Íslendinga þar til sveitar.               Þegar Jón Baldvin skrifaði undir EES samningin sagði hann að með undirskrift hans hefðu Íslendingar fengið allt fyrir ekkert.                           Ég held að sá handarbaka samningur hafi ef til vill verið upphafið að þeirri bankakreppu sem nú er.Ég treysti Samfylkingunni engan vegin til að semja við Efrópusambandið. Spor EES samningsins hræða. 

                   Gissur á Herjólfsstöðum gegnheill Framsóknarmaður.

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 14:57

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Maður gæti spurt hið sama á móti Brjánn.

Axel Þór Kolbeinsson, 23.4.2009 kl. 15:03

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

"Á hinn bóginn, vil ég alls ekki fyrirfram útiloka, að hægt sé að ná samningum, sem væru viðunandi fyrir hagsmuni þjóðarinnar, þannig að kostirnir yrðu í raun og veru fleiri en lestirnir."

Það væri t.d. gaman að vita hvort Einar telur að hægt sé að semja sig frá yfirráðum evrópskra stjórnmálamanna og embættismanna Evrópusambandsins sem væru þeir sem stjórnuðu Íslandi eftirleiðis gengjum við í sambandið en ekki við, beint eða í gegnum kjörna fulltrúa okkar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 23.4.2009 kl. 15:34

11 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Brjánn, forystumenn Evrópusambandsins hafa aldrei tekið undir þann málflutning að sameiginleg sjávarútvegsstefna sambandsins eigi ekki við um staðbundna stofna. Þannig er raunveruleikinn einfaldlega ekki. Enda eru flestir Evrópusambandssinnar hættir að bera slíkt fyrir sig en hengja nú allt sitt á regluna um svokallaðan hlufallslegan stöðugleika sem felur þó enga tryggingu í sér fyrir því að Íslendingar sætu einir að veiðum við Ísland þar sem reglan er breytingum háð, það stendur til að breyta henni og henni mætti breyta auðveldlega án aðkomu Íslendinga þó við værum komnir undir yfirráð Evrópusambandsins. Þess utan breytir ekkert af þessu þeirri staðreynd að yfirstjórn sjávarútvegsmála færðist til Brussel ef til þess kæmi sem er ekki hægt að samþykkja ofan á allt annað.

Hjörtur J. Guðmundsson, 23.4.2009 kl. 15:38

12 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Samfylkingin veit ekkert hvað er á bakvið ESB umsókn, bara sækja um aðild, það er eina það sem þessi flokkur fer fram á.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 23.4.2009 kl. 16:10

13 identicon

VG samdi um inngöngu í ESB heima hjá Ögmundi fyrir jól. Menn eins og þú kýst þessa Evrópuaðild á laugardag! Það er því hjákátlegt að skrá sig á einhvern ósammálalista sem ekkert gildi hefur til að friðþægja sálartetrið.

Vek jafnframt athygli á því að ártúnaðargoðið Ögmundur lofaði því í viðtali í gærmorgun að engum yrði sagt upp hjá hinu obinbera og þar yrðu ENGAR launalækkanir eins og hjá öllum öðrum. Sjá má hvar Draumalandið ykkar Ögmundar er í nýjum AÐLI ríkiscommisera sem eiga að soga restina af líftórunni úr pöpulnum.

Ekki mun ég láta glepjast af fagurgala landráðamanna og ríkiscommisera sem sjá sæng sína útbreidda í Evrukommúnistaríkinu,,,,,,Draumalandinu sjálfu!!

Jón Ingi Gíslason (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 16:41

14 identicon

Það vekur athylgi að á þessum lista eru margir athyglisverðir einstaklingar t.d.

Andrés Önd
Javier Solana Framkvæmdastjóri ESB
Mikki Mús
Össur Skarphéðinsson ráðherra

Spurning um trúverðuleika þessarar undirskriftarsöfnunar. 

Vörður (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 17:20

15 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Hjörtur. Sameiginleg veiðireynsla.

Jú þýskarar, frakkar og bretar veiddu hér áður fyrr. hve langt er veiðireynslan túlkuð?

mér skilst að frakkar séu ekkert að fá að veiða í dag, á heimaslóðum. er þá líklegt að þeir fái að veiða uppi við ísland, einhverjra fiskistofna sem þeir hafi ekki komið nálægt í 100 ár?

Brjánn Guðjónsson, 23.4.2009 kl. 21:16

16 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þeir sem börðust móti bjórnum og töpuðu, fundu sér athvarf. berjast gegn EES. þar átti víst allt að fara til andskotans og ömmu hans. þeir töpuðu því líka og hafa nú fylkt liði um andstöðu gegn €vrópusambandinu.

er ekki bara hægt að stofna sérstakt ríki, í Kolbeinsey, fyrir þetta lið?

Brjánn Guðjónsson, 23.4.2009 kl. 21:19

17 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Er ekki nærtækara Brjánn, að Gullbringu og Kjósarsýslur segi sig úr lögum við Ísland og gangi inn í ESB?

Axel Þór Kolbeinsson, 23.4.2009 kl. 21:25

18 identicon

Er virkilega EB aðild það eina sem þú ert að berjast á móti, -hér-á-Íslandi í dag !

Maður með þína reynslu hefði maður haldið að gripi atgeirann, hjyggi mann og annan, í baráttunni við landráðamenn. Evrópumræðuna má taka síðar.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 23:33

19 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er þetta ekki einhver tvítugur sjálfstæðisgutti sem heldur undirskrifasíðu  úti. Rakst á eftirfarandi gáfulegheit af blogginu hans á www.herdubreid.is

Nú hefur hópur fólks tekið sig saman um að vera ósammála. Þetta mun vera að frumkvæði „ungs athafnamanns“, sem svo er kallaður. Örstutt innlit í hugarheim hans segir meira en þúsund orð. Hér eru nokkur gullkorn.

„Þetta ódýra vinnuafl stendur ekki undir þeim kostnaði sem ríkið leggur út til þeirra því laun þeirra bera ekki nægilega mikla skatta. Því er þetta ódýra vinnuafl birgði á allt samfélagið í heildinni. Og í raun og veru höfum við hin sem vildum ekki þessi lélegu laun þurft að borga þessu ódýra vinnuafli það sem vanntar uppá!“

„…þá verð ég bara að segja að það fólk sem að vill leika sér með leir og liti eins og lítil börn geta gert það í sínum frítíma eins og hvert annað fólk. [...] Það mætti spara fleiri hundruð miljónir á ári ef þessi listamannslaun yrðu lögð af [...] Ef þetta fólk vill síðan hafa það fyrir atvinnu að stunda sýna list þá hljóta þeir að geta selt sín verk.“

„Evrópu sambandið er engin góðgerðarsamtök [...] Jú ástandið kemur til með að batna lítillega en á svo eftir að staðna og allur hagvöxtur stöðvast ef við göngum inní ESB [...] Segir [áhugi ESB á inngöngu Íslands] okkur ekki það að ESB hefur trú á því að við getum komist á réttan kjöl og að hér séu verðmætar auðlindir sem þeir vilja komast í ???“

„Afhverju sjá þá ESB sinnar ekki að við íslendingar getum gert þetta sjálfir ??? [...] Ef við berum okkur saman stöðu Þýskalands fyrir 50 árum þá sjáum við það að við stöndum töluvert mikið betur. Þýskaland var í rústum eftir stríðið, þjóðin brotin og bláfátæk. En í kjölfar á mikilli enduruppbyggingu stóð stæðsta iðnaðarríki evrópu!!! Og ekki gleyma því að á þessum tíma átti þýskaland enga vini!!!“

„Byrjum að byggja gróðurhús, ræktum okkar eigin grænmeti, ræktum okkar eigið korn, minnkum innflutning á matvælum og neysluvöru sem við getum búið til sjálf! Í kjölfar meiri ræktunar hérlendis skapast úrgangur sem nota mætti sem fóður fyrir landbúnað og við gætum stórminnkað innflutning á fóðri! Við gætum jafnvel notað fóðrið til að hefja fiskeldi eða auka við dýrafjölda í landbúnaði.“

„Er fólk búið að gleyma því að Jón Páll var næstum búinn að koma íslensku skyri á kortið ???“

Held að fólk ætti nú aðeins að kynna sér hvað það er að skirfa undir, hjá hverjum og hvað verður gert við undirskriftir þeirra.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.4.2009 kl. 01:28

20 Smámynd: Bjarni Harðarson

Sæll Magnús og þið öll. Mér þykja það ómerkileg rök gegn undirskriftasöfnuninni á http://osammala.is/ að einn þeirra sem stendur að þessu hafi einhverjar skoðanir sem mönnum líkar ekki við. Ekki reikna ég með að öllum á sammála vefnum líki við allar skoðanir einkavæðingardrengsins Benedikts Jóhannssonar! En það er söfnun er grasrótarframtak ungra manna og allt gott um það að segja.  Fólk er að skrifa undir textann sem birtur er á síðunni og ekkert annað og engin leið að misnota þær undirskriftir.

Bjarni Harðarson, 24.4.2009 kl. 08:59

21 identicon

Þeir sem óttast að ESB svipti Ísl. yfirráðum auðlinda ætla að kjósa flokk sem vill ekki nýta þær!

Glúmur (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 10:11

22 identicon

Sammála Jóni Inga, ef þú kýst vinstri græna ertu að kjósa ESB. Þeir hafa látið í það skína að aðild sé samningsatriði. Hélt fyrst að andstaða væri prinsip, en sá síðan að það var ekki svo.

Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 11:05

23 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Ég er á móti því að ganga í ESB vegna þess að ég veit ekki hvað það gerir fyrir mig og hvað það gerir fyrir þjóðina.  Ef Samfylkingin hefði sýnt sóma sinn í að kynna bæði kosti og galla þess að ganga þarna inn, fyrir þjóðinni þá væri maður kanski annarar skoðunnar.  Ég er ekki tilbúinn að fara að fórna "frumburðarréttinum fyrir baunadisk".  SF menn segja að það sé hægt að semja um allt þarna en ég er ekki svo viss um það, því við erum bara peð á stóru taflborði þeirra þarna í Brussel.  Og að telja að allt hér breytist á einni nóttu við það eitt að sækja um aðildarviðræður við Brussel er að mínum dómi eins og að halda að Róm hafi verið byggð á einni nóttu.  Það tekur lengri tíma hlýtur að vera og á meðan verður fólk bara óánægðra með stjórnmálamenninna og það verður önnur búsáhaldabylting og kostningar innan árs aftur ef það gerist ekkert róttækt í efnahagsmálum hér á landi strax eftir kostningar.  Það er nefnilega hag heimilanna sem þarf að bjarga og það gerist ekki með því að beiða til Brussel

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 24.4.2009 kl. 13:11

24 identicon

NIÐURSTAÐAN ER X-B Á MORGUN!!!

Þá er búið að greina vandamál morgundagsins. Niðurstaðan er FRAMSÓKN.

Hvers vegna?

1.SKV SKILYRÐUM Á LANDSFUNDI ER HANN Á MÓTI INNGÖNGU Í ESB.

2.SIGMUNDUR ER SÁ EINI SEM OBINBERAR ÞÁ STAÐREYND AÐ FYRIR LIGGUR KERFISHRUN OG GJALDÞROT RÍKISSINS

3.SKATTAÞVÆLU VG+SAMSPILLINGAR ER HAFNAÐ.ÞESS Í STAÐ BOÐAÐUR UPPSKURÐUR Á RÍKISÚTGJÖLDUM SEM ER EINA LEIÐIN ÚT ÁSAMT AFNÁMI GJALDEYRISHAFTA ÁN TAFAR.

- ENN HALDA ÞEIR SIG VIÐ HINA ARFAVITLAUSU 20%NIÐURFELLINGU SEM ER ÞEIM ÞÓ MJÖG TIL MINNKUNAR ÁSAMT ÞVÍ AÐ HAFA STUTT ÞESSA HERFILEGU MINNIHLUTASTJÓRN........en aðrir flokkar hafa stærri djöfla að draga og ríkisstjórnarflokkarnir draga heilt Draugasafn. Senda þá á Eyrabakka!

Jón Ingi Gíslason (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 13:37

25 identicon

Sæll Bjarni

Hvernig á að leysa gjaldmiðils vandamál okkar Íslendinga að þínu mati ef við útilokum aðild að ESB?

Kveðja úr Reykjanesbæ

Eysteinn Jónsson

Eysteinn Jónsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband