...þann tudda sem launafólk púar á...

Alþýðuleiðtoginn Gylfi Arnbjörnsson var púaður niður á Austurvelli í dag þar sem hann flutti sinn venjubundna áróður um nauðsyn þess að Ísland gangi í ESB og taki upp evru. Það er í raun og veru með miklum ólíkindum að Alþýðusambandsleiðtogi sem sækir sín ágætu laun til allra launamanna í landinu skuli verja mestum sínum tíma til að reka áróður fyrir ESB-aðild. Það er ekkert sem bendir til að meirihluti vinnandi fólks í landinu aðhyllist ESB-aðil, ekki frekar en annar meirihluti. Fjórar kannanir Fréttablaðsins í röð benda til að það sé minnihluti þjóðarinnar sem vill leggja fram umsókn um innlimun í ESB.

Þegar kemur að hag verkafólks lítur dæmið þannig út að ESB-aðild myndi hér sem annarsstaðar fylgja kjararýrnun, aukið atvinnuleysi, sterkari staða alþjóðafyrirtækja gagnvart launþegum og að lokum landflótti vegna miðflóttaafls hins evrópska stórríkis.

Kannski að alþýðunni á Austurvelli hafi tekist að opna augu Gylfa á Austurvelli í dag, þá loksins stóð frammi fyrir vinnuveitendum sínum. Sjálfur hefur hann ekki tilheyrt hinni vinnandi alþýðu eins og verkalýðsleiðtogar fyrri tíðar gerðu heldur kemur að embættinu í gegnum hagfræðistörf fyrir ASÍ. 

Uppákoman í dag minnir mig á vísu sem ort var um allt annan leiðtoga sem var eins og Gylfi svoldið svíradigur og þrútinn.

Nú lokið er tíð minnar trúar á
þann tudda sem launafólk púar á!
Ég held því að héðan
sé fljótskroppið meðann
í bíltúr austur að Brúará!

Og nú kemur getraun dagsins, um hvern var ort, hver er talinn höfundur og hversvegna er talað um bíltúr að Brúará í limru þessari.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kötturinn í sekknum!

Baldur Hermannsson, 1.5.2009 kl. 16:56

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nema hvað sá köttur var ekki íslenskur eins og sá sem nú skal í ána!

Baldur Hermannsson, 1.5.2009 kl. 16:56

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

baldur er heitur!

Bjarni Harðarson, 1.5.2009 kl. 16:58

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sá blákaldi veruleiki blasir við hér á Íslandi að er þjóðin einangrar sig frá umheiminum þá er ansi hætt við að sjálfsögð manntéttindi eins kjarasamingar launafólks innihalda fyrir utan launataxtana, VERÐI EKKI LENGI TIL STAÐA HÉR Á LANDI. Fjárskortur mun einfaldlega sjá fyrir því, hvað sem líður samningum og öllu því.

Til að tryggja LAUNAFÓLKI OG ÖLLU ÖÐRU FÓLKI Í LANDINU, MANNSÆMANDI KJÖR Í BRÁÐ OG LENGD er eina færa leiðin að leita samninga við ESB.

Þetta veit ALLT HUGSANDI FÓLK Á ÍSLANDI Í DAG.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.5.2009 kl. 17:02

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Veit allt hugsandi fólk á Íslandi þetta? Hver hefur logið því að þér?

Baldur Hermannsson, 1.5.2009 kl. 17:11

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er komin tími til að kveðja ísland

Óskar Þorkelsson, 1.5.2009 kl. 17:12

7 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Jóni Gerrekssyni var drekkt í Brúará en hver orti?

Guðmundur Guðmundsson, 1.5.2009 kl. 17:26

8 identicon

Bjarni minn mér er skemmt, maðurinn er Ali-ræktaður flokksdindill. Fólk kaupir þetta ekki lengur.

sandkassi (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 17:31

9 identicon

Um Albert G ort 1984 af Jóni Thor Haraldssyni (óstaðfest) og Gylfi á þarna að fara sömu leið og Jón Gerreksson - en er það ekki of væg refsing, þetta er þvílíkur ódámur og afæta - fyrir utan að vera að gera ASÍ skoðanir sem það hefur ekki.

R

Ragnar Eiriksson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 17:42

10 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

„Lokið er tíð minnar trúar á
þann tudda sem alþýðan púar á.
Nú finnst mér að héðan
sé fljótfarið með hann
í ferðalag austur að Brúará.“
(Höf: Jón Thor Haraldsson)

Gísli Ásgeirsson, 1.5.2009 kl. 18:05

11 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Þetta vissi ég ekki en eftir hver er þessi:

Í ellinni ennþá ég megna,
svo ákaft að furðu má gegna,
á kvenfólkið væna
að mæna og mæna
- en man ekki lengur hvers vegna.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.5.2009 kl. 18:15

12 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hólmfríður værir þú til í að útskýra mál þitt betur ?  Sandfylkingarþing-mönnum og öðru Sandfylkingarfólki hefur ekki enn tekist að útskýra hvernig þessar staðhæfingar mega verða.  Það er ekki nóg að kasta fram þessum staðhæfingum og geta ekki útskýrt það frekar.  Sandfylkingunni hefur ekki tekist að heilaþvo alla íslendinga, sem betur fer.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 1.5.2009 kl. 18:31

13 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Bjarni, Gylfi er því miður ekki eini maðurinn í ábyrgðarstöðu sem misnotar aðstöðu sína til að flytja áróður um ESB. 

Formenn og forstjórar virtra fyrirtækja tala eins og allir hluthafar og starfsmenn séu sammála um að ESB sé málið. Sumir ganga svo langt að hóta því að fara úr landi með fyrirtæki "sín" ef ekki verði látið undan ESB kröfunni. 

Þetta er að mínu mati siðlaust.

Frosti Sigurjónsson, 1.5.2009 kl. 18:41

14 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

„Þegar kemur að hag verkafólks lítur dæmið þannig út að ESB-aðild myndi hér sem annarsstaðar fylgja kjararýrnun, aukið atvinnuleysi, sterkari staða alþjóðafyrirtækja gagnvart launþegum og að lokum landflótti vegna miðflóttaafls hins evrópska stórríkis.“

má ég biðja um rök, please.

yndislegt lestrarefni. svo mikil steypa að það er farið hringinn og orðið að hreinni snilld.

held að leggja ætti bókaútgáfuna niður og opna steypustöð. næg er steypan.

Brjánn Guðjónsson, 1.5.2009 kl. 19:09

15 identicon

Púið var nú ekki síst vegna sambandsleysis forystunnar við hinn almenna launþega, bent var á laun Gylfa sem er amk milljón á mánuði meðan samið var um frestun samningsbundinna launahækkana. Þannig að hvað sem segja má um ESB tal hans var það ekki rót óánægjunnar.

Solveig (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 19:42

16 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Setti þetta á bloggið hjá mér áðan

Hvernig getur forseti ASÍ handbendi (samfylkingarinnar)sagt að við getum ekkert gert nema fara í ESB.Það er aukið atvinnuleysi innan ESB landanna og mun ekki mínka á næstunni,þau lönd sem voru ekki búin að taka upp EVRU standa aðeins betur þó illa gangi samt.Svíar Finnar og Danir eru meir og meir að tala um að ESB aðild hafi verið þau stærstu mistök sem gerð hafi verið,Brussel ræður landbúnaður hrinur innan þessara landa og þeir sem höfðu atvinnu af fiski eru nánast búnir að tapa því öllu til Brussel.Eistar og Lithár mundu freka vilja vera undir Rússland komnir aftur þó slæmt hafi verið og ef þeir segja það þá er eitthvað mikið að.Fyrir hverja er Gylfi að vinna í dag sem forsti ASÍ ?allavega ekki fyrir fólkið í landinu það er öruggt,en greynilega vinnur hann hörðum höndum fyrir samfylkinguna og útrásavíkingana sem er með mest allar sýnar skuldir í erlendum lánum,og er það okkur að kenna?Gylfi ætti að segja af sér strax áður en verra fer og almenníngur tekur til sinna mála.Einn góður sagði um daginn,hafiði áttað ykkur á einu!! það er ekki víst að .........miðlar felli aftur niður 100 miljóna skuld aftur niður hjá samfylkinguni ef þeir fara ekki í ESB og það er greynilegt að Gylfi tilheyrir þessum hópi líka.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 1.5.2009 kl. 22:10

17 identicon

Félagi Bjarni !

 Heyrðu menn ekki frétt RÚV., í gær, varðandi ESB ?

 Í hundrað fertugasta og þriðja skipti, var vitnað í viðtal við einn af framkvæmdastjórum ESB  - í þetta skipti í Olli Rehn.

 Hvað sagði framkvæmdastjórinn ?

 Jú kjarninn í viðtalinu var þessi.: " Íslendingar geta átt skjóta leið að ESB., - en - ÞEIR FÁ ENGA SÉRMEÐFERÐ OG ÞEIR VERÐA AÐ SÆTTA SIG VIÐ AÐ UNDIRGANGAST SKYLYRÐISLAUST SJÁVARÚTVEGSSTEFNU ESB."    Basta !

 Skilja sumir menn ekki lengur tungu feðranna - eða loka þeir viljandi bæði eyrum og augum ?' !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 23:23

18 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég hefði verið til í að vera niðri í bæ í dag með fullan poka af tómötum.

Gylfi hefur átt það inni hjá mér í 6 ár.

Axel Þór Kolbeinsson, 1.5.2009 kl. 23:45

19 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Sama segi ég og hafa þá gamla og úldna

Marteinn Unnar Heiðarsson, 1.5.2009 kl. 23:52

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þér væri nær að gefa mér tómatana, svöngum manninum. Hef aldrei botnað í þessu furðufyrirbæri sem Gylfi er. Hef grun um að hann geri það ekki heldur. Amk veit hann ekki hvort hann er verkalýðsleiðtogi eða stjórnmálamaður.

Baldur Hermannsson, 1.5.2009 kl. 23:53

21 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Guð forði okkur frá því að hann verði stjórnmálamaður einsog hann hagar sér núna.Er kannski búið að lofa honum bitlingum frá samfylkingunni ef hann heldur áfram þessari ESB elítu

Marteinn Unnar Heiðarsson, 2.5.2009 kl. 00:06

22 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þar sem ég var áður mjög virkur í verkalýðsstarfi þá get ég fullyrt að flestir formenn og framkvæmdastjórar bæði ASÍ og SGS síðan um aldamót hafa ekki verið vel liðnir af grasrótinni.  Ég hef talað við marga þessara manna og þeir eru í engum tengslum við verkafólk og síst verkafólk á landsbyggðinni.

Axel Þór Kolbeinsson, 2.5.2009 kl. 00:18

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já það vantar gaura eins og Jakann og Eðvarð Sigurgeirsson.

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 00:21

24 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Tek undir þetta

Marteinn Unnar Heiðarsson, 2.5.2009 kl. 00:24

25 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mikill missir af Jakanum.  En ég held að hann Aðalsteinn á Húsavík sé alvöru maður sem ber hag fólks síns fyrir brjósti, og með bein í nefinu þar að auki.

Axel Þór Kolbeinsson, 2.5.2009 kl. 00:31

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hann Eðvarð var nú Sigurðsson.

Fyrir utan að þú talar um 'miðflóttaafl', þar sem þú átt við miðsóknarafl, er þetta góður pistill, Bjarni, ég vissi ekki af honum fyrr en nú, en bloggaði um það sama fyrir miðnættið, en með mínum hætti: Verkalýðsleiðtogi bregzt trúnaði umbjóðenda sinna með óþjóðhollum áróðri.

Jón Valur Jensson, 2.5.2009 kl. 00:33

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rétt, takk fyrir það. Ég ruglaði honum saman við Eðvarð ljósmyndara. Hef annars oft hugsað um hvers vegna menn varðveittu ekki torfbæinn hans Eðvarðs. Merkilegt að maðurinn skyldi búa í torfbæ langt fram eftir 20. öld.

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 02:05

28 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta eru tímamót í verkalýðssögunni að baulað sé undir 1. maí ræðu. Það er óþolandi þegar verkalýðsleiðtogar eru á fullu í pólitík. Ögmundur Jónasson er formaður BSRB og það eru ekki bara VG-liðar sem eru í því ágæta félagi. Fleiri mætti nefna.

Að mönnum skuli detta i hug aðildarviðræður þegar landið er hálf sokkið. Hvaða samningsstöðu höfum við undir þessum kringumstæðum? Því er auðsvarað: Lélega. Samt er eins og Árni Páll og kó séu í 100m hlaupi og ákafinn er svo mikill að hlaupa til Brussel að Árni Páll er búinn að þjófstarta.

Guðmundur St Ragnarsson, 2.5.2009 kl. 02:42

29 identicon

Af hvwerju heldur Samfylkingar (Baugs) liðið að þeu hafi "unnið" stórsigur venga pro ESB ?

Þau bættu 3 (þremur) þingmönnum við sig.. vá ! fólkið alveg flyktist og kaus þau útaf ESB ... LOL

Í dag þarf að klára að redda heimilum og fyrirtækjum !! það liggur ekkert á focking ESB umsókn ! það má gera þegar einhverju hér er búið að redda

Þess byltingastjórn hefur engu áorkað í að laga til... bara velt sér uppúr valdinu einsog alltaf.

Er ekki tími komin að fara að berja aftur potta á Austurvelli ?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 10:49

30 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Birgir , hvað ætlaru að gera þegar AFG er búið að hirða Landsvirkjun upp í skuld ? ásamt öllum orkuréttindum þess.... ætlaru þá að væla um að ESB komi og hjálpi okkur ?

Óskar Þorkelsson, 2.5.2009 kl. 11:31

31 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Óskar:  Hvaða AFG áttu við?

Axel Þór Kolbeinsson, 2.5.2009 kl. 16:34

32 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sorry AGS ,, eða vafðist þessi innsláttarvilla mikið fyrir þér.. eða hversu margir hafa veðsett Landsvirkjun undanfarið ?

Óskar Þorkelsson, 2.5.2009 kl. 17:35

33 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er nú ekki innsláttarvilla eins og hver og einn getur séð með því að skoða staðsetningu stafanna á lyklaborðinu. Ég braut líka heilann um AFG. Alltaf betra að fara rétt með, það greiðir fyrir umræðunni.

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 17:41

34 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jæja já Baldur gott að fá kennslu í innsláttarvillum ;)

Óskar Þorkelsson, 2.5.2009 kl. 18:20

35 identicon

Við fáum engar neikvæðar upplýsingar um ESB frá fjölmiðlum vegna þess að blaðamenn og ritstjóra virðast koma að mestu leiti úr röðum KVENNALISTANS eða úr félagskap Iðnrekenda. Samtök atvinnulífsins vill inn í esb til að geta haldið niðri launum og níðst á almúganum eins og gert er í esb, en það er ekki hægt að útskýra hversvegna ASÍ styður ingöngu í esb. Ég skil sumt ekki í þjóðarsálinni eins og td hversvegna fólk er ekki niðrá austurvelli í dag með pottana sína, í tíð þessarar ríkistjórnar hafa kjör fólks í landinu versnað verulega því að ekkert hefur verið gert til að hjálpa fólkinu í landinu. Ég held að landinn sé ekki heill í haus, er nóg að reka Davíð og banna kaup á vændi á íslandi svo fólk þagni eða var pottaglamrið bara yfirvarp frá vg til að komast í stólana. SKÍTSEYÐI ER RÉTTA ORÐIÐ YFIR ÞESSI ÓSKÖP og Bjarni minn þú studdir þetta.

Baldur M Róbertsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 11:16

36 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Samtök atvinnulífsins vill inn í esb til að geta haldið niðri launum og níðst á almúganum eins og gert er í esb,

ha ha ha þetta er með því fyndnara sem ég hef heyrt... íslensk laun eru lægri en gerist og gengur í ESB.. nema ef menn vilja bera sig saman við austan tjaldslöndin nýfrjálsu.. okkar kaupmáttur er miklu lægri en í ESB.. nema ef menn vilja bera sig saman við austantjalds löndin nýfrjálsu..

Óskar Þorkelsson, 3.5.2009 kl. 11:39

37 identicon

Mér finnst allt þessi esb mál líkjast "Problem- Reaction-Solution" dæmi. Og svo þegar eitthver segir að eitthvað sé eina leiðin, þá get ég ekki varist brosi. Hvílík einfeldni

Alexander (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband