Að skrifa eins og ESB-sinni

ESB umræðan í landinu er svo sannarlega í skotgröfum en samt verð ég alltaf jafn undrandi þegar ég les greinar frá hörðum ESB-sinnum þar sem ekki örlar á röksemdafærslum heldur er haldið uppi látlausum fúkyrðaflaumi og klifað á innihaldslausum sleggjudómum. Og þegar höfundar ná að tvinna svoleiðis saman án þess að komast nálægt því að vera fyndnir er ástæða fyrir okkur kaupendur Morgunblaðsins til að biðjast vægðar.

Þannig er ritstjórnargrein Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu í dag þar sem 70% af Sjálfstæðisflokki er afgreidd með hugtakinu „litla harðlínuklíkan." Víst er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn lítill miðað við það sem hann var en það er nú Morgunblaðið líka! Og að tala um að hinn almenni frjálslyndi armur Sjálfstæðisflokksins þurfi að snúa af sér litlu harðlínuklíkuna er ekki í neinu samræmi við hlutföllin í grasrót Sjálfstæðisflokksins. Síðasti landsfundur þar á bæ sýndi að LITLI hópurinn þar er sá sem Kolbrún kallar hinu frjálslyndu en heita Evrópukratar hjá almenningi.

Vinstri grænir eru afgreiddir sem óstjórntækur afturhaldsflokkur en fær einnig einkunnina þjóðlegur sem er líklega skammaryrði í munni Evrópukrata. Stefnumál VG er eitthvað sem skoppar úr munni þeirra, þeir missa út úr sér korteri fyrir kosningar og byggja málflutning sinn á andúð! Það er von að sá sem svona skrifar reikni með að andúð sé almennt hreyfiafl stjórnmálanna og að umræða geti ekki verið vitræn heldur skoppist hún út úr munni andstæðinganna.

Reyndar eru þau tvö mál sem Kolbrún tekur um gefna heimsku VG klaufalega valin. Annarsvegar sýndi Katrín Jakobsdóttir þann manndóm að viðurkenna fyrir kjósendum að framtíðin fæli í sér skattahækkanir, launalækkanir og upptöku eignaskatta. Hinsvegar upplýsti starfandi umhverfisráðherra efasemdum með olíufyrirætlanir á Drekasvæðinu. Býst einhver við að olíuleit verði hafin hér án þess að einhverjir efist um ágæti þess. Í Noregi hefur olíuleit verið umdeild, í hvert skipti, vegna umhverfismála og hagsmuna sjávarútvegs. En það er rétt sem greinarhöfundur tæpir á, í kosningabaráttunni voru líka vænir og ESB-sinnaðir frambjóðendur sem lofuðu seint og snemma að ríkið muni taka að sér að borga skuldir húseigenda í landinu og jafnfram að engar skattahækkanir séu í farvatninu.

Það eru skynsamir menn og það eru svoleiðis menn sem Kolbrún telur að Samfylkingin eigi nú að tala við.

Grein Kolbrúnar Bergþórsdóttur má lesa í Morgunblaðinu en líka hér:

http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/entry/869273


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg öfugt með mig, ég er endalaust undrandi á því þegar ég les greinar frá ESB andstæðingum þar sem ekki örlar á röksemdarfærslum heldur er haldið uppi endalausum fúkyrðaflaumi og klifað á innihaldslausum sleggjudómum.

Förum í aðildarviðræður strax og kjósum svo í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig næst niðurstaða sem þjóðin getur sætt sig við. Mér finnst að andstæðingar ESB eigi að fagna aðildarviðræðum því þá kemur í ljós hvernig þetta lítur út allt saman. Ef ESB er eins hræðilegt og þið segið þá mun þjóðin hafna samningnum. Einfalt ekki satt.

Ína (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 11:54

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Sæll Bjarni. Þú segir að ESB umræðan í landinu sé svo sannarlega í skotgröfum.

Þetta er alveg hárrétt hjá þér. Það er magnað hvað þessi umræða er á kjánalegu plani. Til marks um það er t.d. endalausar rangfærslur og hræðsluáróður sem birtist á þessari síðu og fleirum, þar sem hinum svokölluðu ESB-sinnum er fundið allt til foráttu og Evrópusambandið málað svo svörtum litum að maður getur vart ímyndað sér að líf sé að finna á þeim furðuhnetti!

Þessvegna verður þessari vitleysu að linna. Eina leiðin til þess er að setjast að samningaborðinu og sjá hverju við getum náð fram - og leyfa þjóðinni síðan að kjósa um það. Það er hrein heimska að setja sig á móti því. Það hljóta allir að sjá. Hvort sem þeir halda á þessum tímapunkti að þeir muni verða með eða á móti.

Heimir Eyvindarson, 3.5.2009 kl. 11:55

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ína:  Hvers vegna eigum við að eyða nokkur hundruð milljónum í aðildarumsókn og viðræðurnar í framhaldi af því þegar meirihluti þjóðarinnar hefur verið á móti því undanfarin ár, ef frá eru skildir þrír síðustu mánuðir síðasta árs, miðað við kannanir.  Er ekki hægt að nota þessa peninga í eitthvað annað?  Kannski prenta út þá skýrslu sem forsætisráðuneytið lét gera 2007 um áhrif inngöngu í ESB fyrir Ísland og dreifa henni í öll hús á landinu fyrir brot af þessari fjárhæð?

Axel Þór Kolbeinsson, 3.5.2009 kl. 12:00

4 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Kæri Axel: Ætti spurningin ekki miklu fremur að vera; Hvernig er hægt að vera á móti einhverju sem maður veit ekkert um? Og ekki koma með tugguna um að þið vitið alveg hvað sé í boði - það er della og meira að segja þið vitið það sjálfir.

Hættum nú bara þessum kjánaskap og setjumst að samningaborðinu. Eiga ekki öll dýrin í skóginum annars að vera vinir?

Mál að linni. Kveðja úr Hveragerði.

Heimir Eyvindarson, 3.5.2009 kl. 12:08

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Bjarni. Þetta er fín færsla hjá þér en má ekki segja að það sé mikill fengur fyrir andstæðinga EB að fá svona pistla eins og frá nöfnu minni Bergþórsdóttur . Öfgar og útúrsnúningar svo augljósir að öllum hlýtur að blöskra og átta sig stöðunni. Mér finnst þó hastarlegt þegar hún kallar peningapúkana í Sjálfstæðisflokknum " hina frjálslyndu"  Má ekki  bara kallað þá "hina ósjálfstæðu" þar sem þeim virðist sama um fullveldið bara ef þeir geta tryggt veltuna hjá sjálfum sér til skamms tíma. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 3.5.2009 kl. 12:11

6 identicon

Ég er satt að segja búin að ákveða á Kolbrún sé ekki þess verð að eyða tíma mínum í að lesa þvæluna frá henni hvort heldur það eru greinar hennar sem blaðamanns eða gagnrýnanda, það er allt sama steypan. En ég er í frekar fúlu skapi núna, svo það markar kannski eitthvað skoðun mína, en held þó ekki hvað varðar umrædda.

(IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 12:20

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Kæri Heimir sveitungi:

Málið er nú það að ESB er ekkert leynifélg með leynireglur.  Lög og reglur sambandsins eru öllum aðgengileg sem vilja.  Það er það sem við munum þurfa að taka upp.  Svo er annað mál með tímabundnar undanþágur og aðlögunartíma.  En þeir sem eru tilbúnir að kynna sér málið geta vitað með 90% - 99% vissu hvað aðild felur í sér.

Ákveðnir kaflar bjóða ekki upp á neinar undanþágur, t.d. tollabandalagið.

Axel Þór Kolbeinsson, 3.5.2009 kl. 12:38

8 identicon

Heimir: Aðildarsáttmálar eru stutt plögg. Í flestum er ekkert annað en upptalning á stofnsáttmálum sambandsins. Þeir sem nenna ekki að lesa þá núna munu heldur ekki nenna að lesa þá seinna.

Svo má benda á að flestar þjóðirnar gengu ekki í Evrópusambandið heldur í kola- og stálbandalagið eða Efnahagsbandalagið. Um Evrópusambandið stóð ekki stafkrókur í aðildarsamningum.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 12:54

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er alveg rétt hjá þér, að umræðan er í skotgröfum, þ.s. aðilar auðsýna skoðunum hvers annars, fullkomna fyrirlitningu.

Mín skoðun, er reyndar, að báðir andstæðingahópar, auðsýni hinum hópnum, sambærilega fyrirlitningu. 

Það, væri ágætt, að Evrópusinnar hættu að nota orðs eins og: Heimóttaskapur, einangrunarhyggja, fara niðrandi orðum um þjóðernishyggju, o.s.frv. - tala eins og andstæðingar hljóti að vera fífl.

Á móti, væri ágætt, að andstæðingar Evrópusambands-aðildar; myndu hætta að ræða á þeim nótum, að fylgismenn aðildar, séu: óþjóðhollir, það vaki eitthvað annarlegt fyrir þeim, þeir séu búnir að selja sér öðrum á hönd.

Þetta eru einungis örfá atriði. En, þ.s. einmitt þessi gagnkvæma fyrirlitning, sem er til vansa, það að aðilar, viðurkenna ekki rök hvors annars, sem tæk, tala eins og hinn aðilinn hljóti að vera samansafn fífla eða fábjána.

Engin leið að hafa heilbrigða umræðu á þessum grunni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.5.2009 kl. 13:00

10 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Heyr, heyr Einar Björn

Heimir Eyvindarson, 3.5.2009 kl. 13:23

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Búin að lesa, góður psitill hjá þér, takk fyrir mig.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.5.2009 kl. 13:34

12 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mðaur bara rétt vonar að þetta verði ekki,en ef V.G gefa eftir verður sótt um og svo athrægreiðsla,um það sem okkur verður skaffað,en er nokkur hætta á það að yrði samþykkt,nei maður heldur ekki,Nor'menn hafa kosið 2 sinnum og felt,maður bara verður að treysta á Það ef V.G gefa sig/annað ekki i stöðunni/Halli gamli er einlægur á móti!!!Kveðja

Haraldur Haraldsson, 3.5.2009 kl. 13:34

13 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sæll Bjarni, mér blöskrar svo framferði fjölmiðlaelítunnar bæði hjá Mogganum mbl.is Fréttablaðinu og RÚV. Sennilega er eina ráðið sem við neytendur höfum gagnvart fjölmiðlaelítunni að hætta viðskiptum íslenska fjölmiðla. Við hjónin höfum keypt Moggann allan okkar búskap sem hefur varað í 27 ár með einu hléi í fyrra. En núna erum við búin að fá nóg af ESB áróðrinum hjá ritstjórum og blaðamönnum Moggans að Agnesi Bragadóttur undanskilinni. Hún er feikigóður penni. Stöð 2 kaupi ég ekki vegna þess hvað fréttstofan þeirra hefur verið ESB sinnuð. Verst að vera skyldug til að greiða nefskattinn hjá RÚV. Þættir einsog Spegillinn eru stofnuninni  til skammar og ekki hefur fréttastofa Sjónvarps sinnt því að flytja neikvæðar fréttir frá Evrópu um ESB. Þessvegna horfi ég aðallega á fréttir BBC CNN og Russia today.

Guðrún Sæmundsdóttir, 3.5.2009 kl. 14:13

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eitt, í sambandi við það "að skoða aðild"; þá er ekki alveg eins, og ekkert sé vitað um, hvers má vænta.

Á hinn bóginn, er ekki heldur fullkominn vissa, um það.

Samt, má leiða af því líkur, ef maður hefur þá fjölmörgu aðildarsamninga, sem áður hafa verið framkvæmdir, og eru aðgengilegir hverjum sem áhuga hefur til kinningar; að ESB veiti nýjum ríkjum, einkum það sem kallast, tímabundna aðlögun.

Slík, aðlögun, getur verið yfir umtalsvert tímabil, sbr. samninga Spánar og Evópubandalagsins, um aðild, og aðlögunartímabil; sem var gagnkvæmt. Það var einhvertíma, rétt fyrir 2000, sem síðustu aðlögunaratriðum Spánar, lauk.

Ef maður leyfir sér, þannig að telja líklegasta, þá lausn sem lang-oftast er notuð; þá væntanlega, getur Ísland með sterkum líkum, átt von á 10 jafnvel allt að 15 ára, aðlögunartímabili, sem fresti fullri gildistöku sjávarútvegs stefnu ESB, gagnvart okkur, og sennilega einnig, sambærilega fresti gagnvart landbúnaðarstefnu ESB.

Þ.s. ESB aðild, er ekki til einnar nætur, þá að sjálfsögðu, er rétt að miða umræðuna út frá, líklegum áhrifum Landbúnaðar/sjávarútvegs-stefnu ESB, þegar hún tekur gildi að fullum þunga, á endanum.

Að sjálfsögðu, verða áhrif okkar einhver. En, varðandi þá hugmynd, að við getum einbeitt okkur að nokkrum atriðum, innan ESB og slept öðrum; þá snúast áhrif innan ESB, mjög mikið um sögu gagnkvæmrar greiðasemi. Þ.e. ég styð þig í máli A) gegn því að þú styðjir mig í máli B). Því, meira sem þú átt inni í þessum potti, þ.e. eftir því sem þú átt hönk upp á fleiri, því meiri áhrif hefur þú. Þannig séð, þá hefðum við ekki efni á að beita okkur ekki, í málefnum sem öllu jöfnu ættu ekki að skipta okkur máli; því að það getur einmitt verið, að atkvæði í óskyldu máli, sé hægt að selja gegn greiðasemi í máli sem varðar mann meira.

Þetta síðasta, er punktur, í sambandi við það, hvernig baktjaldamakk, innan Evrópuráðsins, er talið raunverulega virka.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.5.2009 kl. 14:18

15 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

er ekki réttast að hefja viðræður við €vrópusambandið, sjá hvað kemur í ljós og kjósa síðan? sleppa skotgröfunum og öllum besserwisserahætti á báða bóga.

Brjánn Guðjónsson, 3.5.2009 kl. 17:50

16 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér finnst alltaf skemmtileg dellan frá Kolbúnu Bergþórsdóttur. Hún kemur oft á óvart með fráleitum ummælum. Að þessu sinni fannst mér eftirfarandi hennar hápunktur:

Þjóðarinnar vegna er rétt að óska þess að frjálslyndari armur Sjálfstæðisflokksins nái að snúa af sér litlu harðlínuklíkuna sem lagði sitt af mörkum til að leggja flokkinn nánast í rúst, meðal annars með því að berjast gegn lýðræðislegum umræðum um Evrópusambandið.

Ef hún hefði verið á landsfundinum, eða bara talað við einn landsfundarfulltrúa, hefði hún áttað sig á hvað þetta er vitlaus lýsing.

Umfjöllun Kolbrúnar er á góðri leið að slá við því sem kemur með reglubundnum hætti frá Agnesi Bragadóttur. Engin furða þótt lesendum Morgunblaðsins fækki hratt. 

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.5.2009 kl. 18:13

17 Smámynd: Bjarni Harðarson

Ég er ekki sammála þér Loftur að Agnes sé ómöguleg og reyndar neita ég líka að fallast á að allt frá Kolbrúnu sé ómögulegt. Agnes hittir giska oft naglann á höfuðið og jafnvel þegar hún gerir það ekki er hún hnyttin og skelegg...

En mig langar að vekja sérstaka athygli á athugasemd frá Evrópufræðingnum Einari B. Bjarnasyni sem er hárrétt og lýsir mjög þeirri ólýðræðislegu stofnun sem ESB er:

En, varðandi þá hugmynd, að við getum einbeitt okkur að nokkrum atriðum, innan ESB og slept öðrum; þá snúast áhrif innan ESB, mjög mikið um sögu gagnkvæmrar greiðasemi. Þ.e. ég styð þig í máli A) gegn því að þú styðjir mig í máli B). Því, meira sem þú átt inni í þessum potti, þ.e. eftir því sem þú átt hönk upp á fleiri, því meiri áhrif hefur þú. Þannig séð, þá hefðum við ekki efni á að beita okkur ekki, í málefnum sem öllu jöfnu ættu ekki að skipta okkur máli; því að það getur einmitt verið, að atkvæði í óskyldu máli, sé hægt að selja gegn greiðasemi í máli sem varðar mann meira.

Þetta síðasta, er punktur, í sambandi við það, hvernig baktjaldamakk, innan Evrópuráðsins, er talið raunverulega virka.

Bjarni Harðarson, 3.5.2009 kl. 20:17

18 identicon

Ég óttast mjög að hleypa Samfylkingunni í aðildarviðræður við ESB.

Þeir hafa þrátt fyrir ákafann nánast ekki sett fram nein skilyrði fyrir samningaviðræðum við ESB, þannig að það virðist nánast sama hvað, inn í ESB ætla þeir, sama hvað !

Það litla sem þeir hafa þó tjáð sig um málið vekur mér skelfingu um að það eigi með lymskulegum hætti að smeygja okkur þarna inn með skítabrögðum.

Áætlunin er sú að ganga eigi til ESB samningviðræðna sem að sjálfsögðu munu taka all nokkra mánuði jafnvel uppundir ár. En strax eigi samt að gera samning við Seðlabanka ESB um að veita okkur stórt lán til þess að hægt sé að verja Íslensku krónuna eins og það heitir og svo fastbinda hana við gengi Evrunar. Síðan einhverjum mánuðum seinna eigi að kjósa um þennan aðildarsamning og hvernig haldiði að áróðurinn og djövulskapurinn væri í rétttrúnaðarliðinu og fjölmiðla elítunni hennar þá.

"Allt fyrir ekkert" og " Við verðum að samþykkja aðild því annars fellur lánið og gengið og allt fer fjandans til" og svo framvegis og framvegis.

Þeir ætla semsagt að nota sama gamla bragðið og glæpahyski og landráðapakk allra landa hefur alltaf notað til að koma sínum myrkraverkum fram.

Það á semsagt að byrja á því að klyfja nú asnann frá Brussel af gulli og dementum og senda hann svo með hraði yfir hafið og inn fyrir landamæri Íslands.

Síðan á vesalings fólkið allra náðasamlegast "að fá" að kjósa um asnann !

Þessi lymskulegu landráð ESB elítunnar þurfum við ESB andstæðingar að vara þjóðina við og stöðva !

Þeir munu nefnilega einskis svífast í því að helga ESB meðalið ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 22:10

19 identicon

Sammála Ínu þarna fyrst, rökleysa ykkar, Bjarna og annarra, sem eru gegn því að sækja um aðild að Evrópusambandinu er með ólíkindum. Vilja jafnvel ekki að þjóðin fái að kjósa um það! - enda þykist þið vita allt betur. Rökin með því að ganga í Evrópusambandið eru æpandi mörg, en þið getið ekki komið með eitt né neitt á móti - nema sleggjudóma og þjóðernishyggju. Sorry, það eru bara ekki rök í nútíma samfélagi.

Ég er búinn að skanna þessa hallærislegu Evrópu-umræðu síðustu vikur og hún er alveg með ólíkindum; eintómir sleggjudómar og hræðsluáróður, upphrópanir og vitleysa. Og það sem stendur uppúr er það þeir sem vilja ekki að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu hafa ekki komið með nein rök þar að lútandi. Nákvæmlega ekki neitt! Fyrirgefðu Bjarni, en "afþví-bara" tilfinningarök duga ekki lengur.

Svo hafa íslenskir fjölmiðlar náttúrlega brugðist í þessu, einsog svo mörgu öðru. Nánast ekkert fjallað um Evrópumál, enda eru íslenskir fjölmiðlamenn mjög illa upplýstir sjálfir um þau mál. Af þeim sökum er anti-ESB umræða allsráðandi í íslenskum fjölmiðlum, nema kannski frá Kolbrúnu, Ólafi Stephensen og Þorsteini Pálssyni. En það endurspeglast ekki í fréttum þessara miðla. Verst var þó að Evrópu-umræðan í kosningabaráttunni var sérstaklega grunn, fjallaði aldrei um aðalatriði heldur bara um yfirborðið.

Evreka (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 22:41

20 identicon

Auðvitað er Samfylkingunni lang best treystandi fyrir því að leiða samningaviðræður um aðilda Íslands að Evrópusambandinu. Það er líka fullkomlega rangt hjá Gunnlaugi að Samfylkingin setji engin skilyrði um inngöngu, þetta er bara hræðsluáróður og vitleysa, reyndu að kynna þér málin fyrst! Hver hefur sagt þetta frá þeim? Hvað stendur í þeirra stefnuskrá?

Vonandi myndi Aðalsteinn Leifsson vera þar í forsvari, enda sprenglærður í þessum málum, bæði Evrópumálefnum og samningatækni.

Að láta VG eða Björn Bjarnason í þetta væri bara að senda mink í hænsnakofann. Ávísun á vandræði og handónýtan samning. En það er náttúrlega það sem anti-ESB sinnar vilja, þannig að það er ekkert skrýtið að þeir vilji eyðileggja málið með þeim hætti...

Evreka (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 22:46

21 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Tjah, þín rök Evreka hafa síst verið skárri.  T.d. þegar þú minnist á það að við inngöngu í ESB muni vöruúrval á Íslandi aukast.

Axel Þór Kolbeinsson, 3.5.2009 kl. 22:48

22 identicon

Bjarni: Það er svo sem rétt hjá þér að Agnes getur verið skelegg. En þar endar það líka. Hún er sjaldan hnyttin og hittir aldrei naglann á höfuðið. Enda er ekki hægt að búast við því að fólk, sem er í trúboði, hitti naglann á höfuðið.

Agnes býr sér alltaf til niðurstöðu fyrirfram og reynir svo að finna rök fyrir því eftir á. Gott dæmi var síðasta miðvikudag, í morgunþætti Bylgjunnar. Þá fór Agnes í nokkra hringi í málflutningi sínum. Fyrst sagði hún Evrópumálin ekki hafa haft nein áhrif á niðurstöður kosninganna, því mætti alls ekki túlka niðurstöðurnar sem neina vísbendingu um ESB. Í næstu spurningu á eftir, þegar spurt var um hörmulega útkomu Sjálfstæðisflokksins, þá sagði hún að Samfylkingin hefði átt að fá jafn slæma útkomu, en að Evrópustefna flokksins hefði orðið til þess að hún bætti við sig fylgi...! Halló! - fyrst talar hún um "tap" Samfylkingar og að ekki hafi verið kosið um Evrópu, en svo næst (þegar henni hentar) talar hún um að Evrópumálin hafi ráðið úrslitum fyrir Samfylkinguna!

Agnes er ekki skríbent, heldur málbein litlu heimstjórnarklíkunnar í Sjálfstæðisflokknum. Það er alltaf fyrirsjáanleg fyrirfram, hvað hún ætlar að segja. Hefur einhver áhuga á því að heyra þetta rugl?

Evreka (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 22:53

23 identicon

Axel: Jú, fyrst þú vilt endilega taka þetta út, með vöruúrvalið, þá er það bara staðreynd. Ísland takmarkar innflutning á ýmsum vörum, sem yrðu leyfðar við inngöngu í ESB. Þannig er það bara.

Annars merkilegt að þú getir bara tekið þetta eina atriði út, því í sömu upptalningu voru mun mikilvægari atriði, s.s. vextir, verðtrygging, vöruverð, ofl.

En, engu að síður, er þetta staðreynd með vöruúrvalið. Af hverju ertu að reyna að véfengja það?

Evreka (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 22:56

24 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Evreka.  Með fullri virðingu þá hef ég aldrei séð þig skrifa neitt þar sem rökstuðningur fylgir með.  Það er ekkert nema sleggjudómar á okkur sem "dirfumst" að hafa aðra skoðun.

Ef ef að vöruúrval aukist með aðild að ESB er staðreynd þá þætti mér gott að fá að sjá eitthvað um það.

Axel Þór Kolbeinsson, 3.5.2009 kl. 23:03

25 Smámynd: Hlédís

þakka fróðleg skrif!

Hef sagt og segi enn: Agnes rekur höfuðið alloft í naglann, en Kolbrún er voðalega, eitthvað, svona "spes";)

Hlédís, 3.5.2009 kl. 23:23

26 Smámynd: Þórður Bragason

Þetta eru stór orð Gunnlaugur. En ekki það, ég treysti Samfylkinguni ekki lengra en ég get kastað bílnum mínum.  Ég leyfi mér samt að ætla að stórt lán til Íslands háð inngöngu í ESB geri út af við Samfylkingu ef upp kemst að hugsanleg landráð hafi verið framin.  Samfylkingin hlítur að hugsa lengra en það, eða hvað???  Er ótti almennings við þjóðkjörna alþingismenn e.t.v á rökum reistur.

Ég hef áður sagt að stjórnkerfið okkar sé gallað, við eigum að skilja milli ríkisstjórnar og alþingis, það væri betra, ekki fullkomið en betra.  En þangað til verðum við að sætta okkur við að hafa enga stjórnarandstöðu og tiltölulega fámennan hóp við stjórnartaumana, þar sem enginn annar kemst að og enginn veit neitt.

Ég er til í að skoða kosti aðildar en hef ekki mikla trú á að við séum að fara þarna inn næstu árin.

Svo er það þjóðaratkvæðagreiðslan...  sem ég segji að verði meira "meðaltal af geðþóttaákvörðunum" en raunveruleg kosning.

Verst með það er að þeir sem eiga að kynna samninginn fyrir okkur almúganum eru einmitt þeir sömu og sækjast eftir aðild, ríkisstjórnin.  Ég treysti þeim varla til að segja mér rétt og satt frá hvað stendur á því plaggi.  Fjölmiðlar eru búnir að sanna að þeir séu óhæfir þegar þörfin fyrir þá er hvað mest og umræðan fyrir kosningar sannaði það með yfirgengilegum tíma í styrkjamál og það að þáverandi stjórnarflokkar væru ósammála í meginmáli, ESB, sem þó var nánast ekkert rætt sem slíkt. Og hver er þá eftir til að hjálpa mér að taka rétta ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu, enginn, ég þarf að læra lögfræði, viðskiptafræði og margt fleira, lesa samningstilboðið og greiða mitt atkvæði ef vel á að vera.

En aftur að efninu, grein Kolbrúnar er á engann hátt frábrugðin umræðunni, skotgrafahernaður á báða bóga.  Engar rökræður heyrast opinberlega og einu raddirnar eru svart eða hvítt. Hálft í hvoru hef ég áhyggjur af því að orð Gunnlaugs séu rétt og það eigi að fara að plata mig.

Þórður Bragason, 3.5.2009 kl. 23:24

27 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þórður.  Þú ættir að líta yfir skýrslu Evrópunefndar frá 2007.  Það var þverpólitísk nefnd sem leitaði til hagsmunaaðila líka.  Aðgengileg hér:

http://www.forsaetisraduneyti.is/utgefid-efni/nr/2558

Axel Þór Kolbeinsson, 3.5.2009 kl. 23:32

28 Smámynd: Þórður Bragason

Takk Axel, skoða það.

Þórður Bragason, 3.5.2009 kl. 23:43

29 identicon

Axel: Ég veit ekki hvað þú hefur séð frá mér, en ég hef nefnt 5-10 veigamikil atriði sem yrðu mjög til hagsbóta við að ganga í Evrópusambandið. Auk þess hef ég skrifað mikið um fullveldið og hversu þröng og gamaldags sú umræða er hér á landi. Ég bíð enn eftir mótrökum við öllu þessu, en það kemur ekki, svo skrýtið sem það nú er.

En fyrst þú vilt endilega staldra við vöruúrvalið, eins einfalt og það nú er, þá hélt ég að það þyrfti ekki einu sinni að ræða það. Andstæðingar ESB-aðildar hafa yfirleitt viðurkennt það, en sagt að það sé verðið sem við þurfum að borga fyrir þetta ímyndaða fullveldi.

Annars hélt ég að allir vissu að á milli Íslands og Evrópusambandsins eru tollamúrar á fjölmörgum vöruflokkum, sem verða til þess að hér á landi er mjög fábreytt vöruúrval. Hafir þú einhvern tímann búið í Evrópu, þá veistu hvað ég er að tala um. Fyrir utan tollamúra þá er beinlínis bannað að flytja hingað ýmsa vöru, sem þó er að finna í öllum Evrópusambandsríkjum - og raunar víðast um hinn vestræna heim. Þarna ég við ýmsar landbúnaðarvörur, þó ekki aðeins kjötvörur heldur líka fjölmargar ostategundir sem einfaldlega er bannað að flytja inn til Íslands.

Fólk sem búið hefur í Evrópu á einfaldlega mjög erfitt með að skilja af hverju þessar vörur eru bannaðar á Íslandi. Þær hafa ekki valdið neinum sjúkdómum eða vandræðum þar ytra, en eru samt bannaðar hér.

Annars hélt ég að allir vissu svona sjálfsagða hluti... en það segir okkur auðvitað að umræðan er öll á haus.

Evreka (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 23:50

30 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

 Besta athugasemdin -----

"Er ekki réttast að hefja viðræður við €vrópusambandið, sjá hvað kemur í ljós og kjósa síðan? sleppa skotgröfunum og öllum besserwisserahætti á báða bóga".

Að lokum er þetta spurning um hvaða þjóðum við viljum eiga í mestu samstarfi við. Hjörleifur og Jón Baldvin voru báðir sannfærandi í helgarblöðunum.

Við viljum samvinnu við frændþjóðir og lýðræðisríki Evrópu. Hinn möguleikinn væri að taka upp dollar og ganga í NAFTA. En ég held að það sé ekki stemming fyrir því.

                    Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.5.2009 kl. 23:50

31 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Evreka:  Ísland hefur verndartolla til að vernda innlenda framleiðslu rétt eins og ESB hefur verndartolla til þess sama.  Okkar verndartollar gagnvart ESB varða landbúnaðarvörur og ESB hefur verndartolla gagnvart okkur varðandi fisk.  Ég veit ekki til þess að nokkur sú vara sem seld er í ESB sé bönnuð hér á landi, nema einstaka vörur sem eru taldar hættulegar vegna viðbótarefna, en það getur átt við á milli ESB landanna líka, og svo innflutningur á óunnum kjötvörum.  Ef þú hefur ekki tekið eftir því þá er hægt að fá hér unnar landbúnaðarvörur frá ESB-löndunum, þar á meðal mjólkurvörur - osta meðtalda.

Vöruúrval kemur ESB aðild ekkert við, heldur er ástæðan fyrir minna vöruúrvali smæð markaðarins.

Varðandi verndartolla þá er gaman að geta þess að ESB er með háa verndartolla á iðnaðarvörum frá Kína sem við erum ekki með, ESB er með 7% toll á tölvuvörum (ef ég man prósentuna rétt, gæti verið 6%) á meðan okkar er 0%.  Með aðild að ESB gæti verð á tölvuvörum hækkað um allt að 10%

Axel Þór Kolbeinsson, 4.5.2009 kl. 00:01

32 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Best að bæta því við að sú viðmiðun um viðbótarefni í matvælum og hvað telst til fíkniefna fáum við lánað frá Svíum, sem eru í ESB.

Axel Þór Kolbeinsson, 4.5.2009 kl. 00:05

33 identicon

Axel svarar samt ekki útskýringu minni á vöruúrvalinu, það hlýtur þá að merkja að hann hafi verið sáttur við svörin? - er ég þá enn að tala án þess að rökstyðja málið?

Annars bendi ég á hin 10 atriðin, sem eru enn veigameiri, sem Axel hefur ekki gert athugasemdir við. Mér fannst vöruúrvalið einna veigaminnst fyrir þjóðfélagið í dag, þó það sé reyndar mér sjálfum mjög hugleikið.

Erum við þá sáttir, Axel?

ps. Ég var ekki að tala um fíkniefni... skil ekki hvaðan það kom í umræðuna

Evreka (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 00:18

34 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég var nú bara að taka til hvaðan okkar reglugerð kemur Evraka.  Og nei, þú hefur ekki svarað mér nema með staðhæfingum sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum.

Axel Þór Kolbeinsson, 4.5.2009 kl. 00:22

35 identicon

Axel hefur greinilega ekki fylgst mikið með á þessu sviði... Þetta er allt saman alrangt hjá þér.

Ísland bannar innflutning á mjög mörgum ostum og öðrum landbúnaðarvörum - einsog ég sagði áður, ekki aðeins kjötvörum.

Þannig er það bara. Allir mínir uppáhaldsostar eru bannaðir á Íslandi. Samt get ég keypt þá um alla Evrópu, í allri Norður- og Suður-Ameríku, í Asíu og í Ástralíu.

Er þetta eðlilegt...??

ps. Af hverju ertu að þræta fyrir þetta? - málið liggur ljóst fyrir

Evreka (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 00:23

36 identicon

Vill Axel kannski benda á hvaða atriði eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum? - eða er hann sáttur við þessi svör?

Því nú snýr blaðið öfugt, ég hef nefnt næg dæmi sem eiga sér fullkomna stoð í raunveruleikanum. En það hefur Axel hinsvegar ekki gert. Hvernig skyldi standa á því?

Annars átti þetta aldrei að fjalla eingöngu um vöruúrval, einsog ég hef margsagt. Bíð enn eftir mótrökum á öllu öðru, nú þegar Axel hlýtur að vera orðinn sáttur við vöruúrvalið...

Evreka (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 00:40

37 Smámynd: Þórður Bragason

Stendur valið um að banna osta til að vernda landbúnaðinn (spyr sá sem ekki veit), ef svo er þá vil ég frekar banna ostana.

Þórður Bragason, 4.5.2009 kl. 00:49

38 Smámynd: Víðir Benediktsson

ESB sinna tönglast á því að við vitum ekki hvað sé í boði. Ótrúleg rök. Þeir tala eins og ESB sé einhver frímúrararegla og engin fái að vita hvað sambandið sé að gera.

Þeim til upplýsingar skal bent á að það er allt upp á borðum sem ESB býður upp á og Olli Rehn framkvæmdastjóri ESB staðfesti um daginn að Íslendingar fengju enga sérmeðferð og engin frávik (Sjá hér http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4456595/2009/04/28/8/ Ef íslensk stjórnvöld eru í efa er hægt að fá þetta staðfest með einu símtali. Það þarf ekki mörg hundruð milljóna samningaferli til að fá úr þessu skorið.

27 aðildarríki koma að þessum samningum auk Íslendinga og sum þeirra hafa þegar gefið út að íslendingar verði að lúta sömu lögmálum og aðrir sæki þeir um. Það þarf ekki nema eitt ríki til að stöðva samninga og jafnvel aðeins hluta af ríki ef þannig stendur á

ESB mun aldrei gefa fordæmi fyrir því að eitt ríki fái að stjórna sínum sjávarútvegi að vild. Það yrð allt vitlaust í sambandinu og það vilja þeir ekki. ESB er opinn klúbbur og allir samningar sem þeir hafa gert uppi á borðum. rökin um að við vitum ekki hvað við fáum falla um sjálf sig.

En þetta er ein birtingarmynd áróðurs og hún virðist virka á suma, því miður, Nýliðarnir í ESB mæta nú í biðröð fyrir utan hjá AGS því ekki er ESB að aðstoða þau því samtökin hafa einfaldlega ekki efni á því.

Hætt við að litla ísland verði ekki hátt skrifað þegar stórþjóðir eins og Pólverjar og Ungverjar þurfa að leita á náðir ASG vegna þess að ESB er ekkert a gera fyrir þau Það eina sem ESB hefur áhuga varandi okkur er að komast inn í fiskveiðilögsöguna og hirða hana eins og Spánverjar gerðu í bresku lögsögunni.

Það bara virkar ekki sannfærandi að bera við fáfræði. Ef við klúðrum auðlindum okkar til ESB fáum við þær aldrei aftur.

Víðir Benediktsson, 4.5.2009 kl. 01:02

39 Smámynd: Bjarni Harðarson

Fyndið þetta með að vöruúrval aukist við inngöngu í ESB. Staðreyndin er að margar vinsælar amerískar vörur sem hafa verið á boðstólunum hér áratugum saman, s.s. amerískt morgunkorn (Cheerios, étanlegt Kornflex og fleira) munu hverfa úr hillum verslana...

Bjarni Harðarson, 4.5.2009 kl. 08:11

40 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Góðan daginn.

Evreka.  Ég efast stórlega um að uppáhaldsostarnir þínir séu bannaðir.  Það er líklegra að þeir séu ekki seldir hér vegna skorts á eftirspurn.

Það er tollkvóti á landbúnaðarvörum frá ESB.  Samkvæmt auglýsingu landbúnaðarráðuneytisins mátti flytja hér inn 100.000kg af ostum tollfrítt á síðasta ári frá ESB-löndum.  Þar að auki má flytja hér inn 119.000kg af ostum sem fá á sig toll.  Leyfður heildarinnflutningur á ostum er því vel yfir 200.000kg á ári.

Axel Þór Kolbeinsson, 4.5.2009 kl. 08:34

41 identicon

Góðan daginn, Axel

Mér finnst nú varla við hæfi að eyða blássi af blogginu hans Bjarna í svona vitleysu. Þú "efast" um að tilteknar vörur séu bannaðar...! Hvernig væri að kynna sér málið áður en þú heldur í þennan leiðangur. Svo vill nefnilega til að Ísland er eina Evrópulandið sem bannar alla þessa osta. Þá meina ég ekki, að það sé ekki eftirspurn, heldur er bannað að flytja þá inn.

Væri ég stoppaður í íslenska tollinum og þessi stórhættulegi smyglvarningur gerður upptækur, ef þetta væri ekki bannað?? - nei, auðvitað ekki.

Það er sem sagt bannað að flytja þessar vörur til Íslands, jafnvel fyrir einkaneyslu. Það verður ekki mikið skýrara.

Evreka (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 09:43

42 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er tvennt ólíkt að mega ekki taka með sér mjólkurvörur, ávexti, grænmeti og kjötvörur sem eru ekki pakkaðar í loftskiptar umbúðir sjálf/ur á milli landa, og það að ákveðin vara sé bönnuð til innflutnings.  Vísaðu mér á þá reglugerð sem segir að tilteknir ostar séu bannaðir.

Axel Þór Kolbeinsson, 4.5.2009 kl. 09:57

43 identicon

Gaman væri ef einhver kæmist af því hversu vel þessir tollfrjálsu innflutningskvótar hafa verið nýttir hingað til. Mér finnst einhvernveginn ótrúlegt að 100 tonn á ári fullnægi ekki eftirspurn eftir ESB-lúxusostum og að íslenskum sælkerum sé neitað um þennan munað af þeim völdum.

Það er ljóst að þær vörur sem hverfa úr hillunum vegna þess að þær eru upprunar utan tollamúra ESB og brjóta einhvernveginn gegn einhverjum af 27.000 reglubálkum sambandsins eru fjölmargar.

Bjarki (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 09:57

44 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

European economy 'will shrink 4%'

The eurozone and EU economies will contract by 4% this year, the European Commission has forecast, in a massive revision from its earlier prediction.

The worsening of the global financial crisis, dropping levels of world trade and continuing house value falls had prompted the downgrade, it said.

Europe's economy would not start recovering until the second half of next year, the commission added.

It also predicted unemployment in the eurozone would rise to 11.5% in 2010.

The figure would reach 10.9% in the 27-nation EU next year, it said.

'Exceptional cicumstances'

"The European economy is in the midst of its deepest and most widespread recession in the post-war era," said EU Economic and Monetary Affairs Commissioner, Joaquin Almunia.

"But the ambitious measures taken by governments and central banks in these exceptional circumstances are expected to put a floor under the fall in economic activity this year and enable a recovery next year."

Countries needed to focus on cleaning up banks' toxic assets, he added.

The commission's forecast is not as bleak as the outlook from the International Monetary Fund (IMF) - which says eurozone GDP will fall by 4.2% this year.

However it is less optimistic than the European Central Bank which forecast a 3.8% contraction in its latest estimate.

In January, the commission had predicted the eurozone would shrink by 1.9% in 2009 and grow by 0.4% in 2010.

As well as the downward revision for this year, it now expects the eurozone economy to shrink by 0.1% next year.

Irish woes

The commission expects inflation to fall well below the European Central Bank's target of 2%.

It projects inflation to slow to 0.4% this year from 3.3% in 2008, and to rise to only 1.2% in 2010.

While the downturn was widespread, the extent of economic contraction varied between nations.

Germany, Europe's biggest economy, is expected to contract 5.4% this year, while the UK and Italy are expected to shrink by between 4% and 4.5%.

However the once-booming Irish economy will see a 9% drop and Latvia will shrink by 13.1%, the commission said.

"The main factors behind the recession are the worsening of the global financial crisis, a sharp contraction in world trade and ongoing housing market corrections in some economies," the commission said in a statement.

--------------------------------------------------------------------------------------------

Þessi frétt er tekin af BBC fréttavefnum í dag. Kreppan verður dýpri og lengri í Evrópu heldur en að ESB hafði áður spáð.

Hvað hafa íslendingar eiginlega að gera í þetta sökkvandi "Titanic" skip?

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.5.2009 kl. 11:16

45 identicon

Mikið afskaplega er þessi umræða á lágu plani... menn neita bara fyrir eitthvað sem þeir hafa enga hugmynd um.

Og nú talar Axel um loftskiptar umbúðir...! - nefndi ég það einhvern tímann??

Nei, ég er að tala um vörur sem bannað er að flytja til Íslands, sama í hvernig umbúðum þær eru. Enda eru til loftþéttar og lofttæmdar umbúðir í Evrópusambandinu, hafir þú ekki tekið eftir því...

Og Bjarni er alveg úti á túni með sitt Cheerios. Auðvitað er allur slíkur varningur til í ESB - eða er maðurinn bara að reyna að grínast...?

Evreka (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 11:27

46 identicon

Evreka: Það er bannað að flytja inn mjólkurafurðir unnar úr ógerilsneyddri mjólk, það er ekki tollamál heldur heilbrigðismál. Mælt er fyrir um þetta í reglugerð um varnir gegn dýrasjúkdómum. Það verður engin kvöð frá ESB um að afnema þessar reglur eða breyta þeim þó að við göngum þar inn og við getum vel breytt þeim án þess að ganga í ESB. ESB skiptir ekki máli í þessu samhengi.

Cheerios sem við þekkjum á Íslandi er ekki selt í neinu ESB-landi.

Bjarki (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 11:45

47 identicon

Ég sagði aldrei að bann við innflutningi á ostum væri tollamál, ég var einfaldlega að tala um að flestar bestu ostategundir heims eru bannaðar á Íslandi. Þannig er það einfaldlega rangt hjá Bjarna að tala um einhverja "ESB-lúxusosta" á Íslandi, því þeir fást ekki hér, nema með örfáum undantekningum (að vísu eru þeir á uppsprengdu verði og því líta þeir út fyrir að vera lúxusostar, en það er nú bara vegna verðsins).

Það er sem sagt bannað að flytja bestu ostana til Íslands, einsog ég sagði, loksins tók einhver undir það hér. Undir þetta falla til dæmis alvöru Gouda frá Hollandi (ekki verksmiðjuframleiddar eftirlíkingar), Gruyere og Emmental frá Sviss, Roquefort frá Frakklandi, allir alvöru Camembert ostar (þ.e. nema verksmiðjuframleiddar eftirlíkingar) og svo mætti lengi telja, enda skipta tegundirnar þúsundum.

Og þetta hefur ekkert með umbúðir að gera!

En heilbrigðisstaðlar ESB eru þess eðlis að það er mjög ólíklegt að við gætum haldið þessu banni til streitu. Þið munið nú að sjálfur ESB-andstæðingurinn Einar K. Guðfinnsson var búinn að lúffa vegna hráa kjötsins, þó það hafi síðan strandað í þinginu. En fari Ísland í ESB, mun það auðvitað fljúga í gegnum þingið, rétt einsog ógerissneyddu ostarnir.

Sem sagt: Meira vöruúrval :) það var það sem ég var að tala um frá upphafi...!

Ég hef búið í nokkrum ESB-ríkjum og auk þess ferðast til þeirra allra. Cheerios hefur fengist í þessum ríkjum, þó ég viðurkenni að hafa ekki gert heildarúttekt á því, enda kaupi ég ekki slíkar vörur. En vissulega fæst varan í ESB, eru menn að reyna að tala í alvöru??

Evreka (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 12:07

48 identicon

Jón Frímann og Bjarki:

Það er engin sjúkdómahætta af ógerilsneyddum ostum. Þetta er arfleið frá gömlum tíma og Íslendingar hafa einfaldlega haldið þessu inni sem einhverja misskilda tilraun til að hindra samkeppni og aukið vöruúrval. Jafnvel Bandaríkin leyfa þennan innflutning, þó að sumstaðar sé þess krafist að ostarnir séu minnst 30 eða 60 daga gamlir. Í þessu tilviki skiptir það engu, enda eiga þeir að vera þannig!

Þessir ostar eru fluttir út um allan heim, nema til Íslands, án þess að hafa valdið nokkrum skaða. Þannig er mjög ólíklegt er að Ísland geti haldið svona órökstuddu banni til streitu.

Evreka (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 12:11

49 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

ESB minnir æ meira á sökkvandi Titanic! kreppan þar verður lengri og dýpri en talsmenn ESB höfðu séð fyrir.
Súpa er kreppufæði heimsins og þar höfum við íslendingar heldur betur tækifæri! með því að reisa breiður af gróðurhúsum og rækta grænmeti og ávexti í þeim sem við þurrkum og mölum og bjóðum Maggi Toro og Knorr til kaups eða fáum að pakka súpum fyrir keðjur einsog euroshopper. Þetta getum við með því að bjóða þessum gróðuhúsum og þurrkunaverksmiðjum uppá að greiða raforkuna í hlutfalli við afurðaverð. Með þessu móti sköpum við strax störf fyrir atvinnulausa iðnaðarmenn við að reisa gróðurhúsin. Nú og svo eigum við að fara að pakka vatni fyrir kínverskar og arabískar verslunarkeðjur. Sennilega kostar 1 líter að vatni minna en 10 krónur í framleiðslu og flutningskostnað kominn til Arabalanda. og það þarf ekki margar krónur í álagningu per lítra til að úr verði gríðarleg verðmætasköpun.
Ísland er land tækifæranna!

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.5.2009 kl. 12:11

50 identicon

Ég er einn af þeim sem get sagt með góðri samvisku að ég er hvorki evrópusinni né andstæðingur. 

 Aftur á móti er hlálegt að sja Bjarna halda því fram að evrópusinnar séu minna málefnalegir en hann sjálfur, Jón Valur, Loftur Alice, Ragnar (króna) Arnalds og hvað þeir heita nú allir landráðabrigslamennirnir.

marco (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 12:39

51 identicon

Ég treysti General Mills betur til að segja frá því hvort að tiltekin vara þeirra fáist í Evrópu heldur er en Evreka en samkvæmt þeim er Cheerios frá GM einungis selt á Íslandi. Nestle fær að nota nafnið í Evrópu en þeirra vörur eiga ekkert sameiginlegt með Cheerios frá GM fyrir utan nafnið. Það er kannski ekki von að sælkeri á borð við Evreka hafi þekkingu á svona almúgafæði.

Bjarki (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 12:56

52 identicon

Ég er enginn sérfræðingur í dýrasjúkdómum en í prinsippinu þá er ég á móti svona viðskiptahömlum ef ekki eru mjög sterk rök fyrir þeim. Ef það er satt að engin vísindalög rök hnígi að því að banna innflutning á ógerilsneiddum mjókurafurðum þá verður að fara í það að aflétta því, alveg óháð ESB aðild eða ekki. Það er ljóst að eyríkjunum Bretlandi og Írlandi hefur verið nokkuð svigrúm innan sambandsins til að viðhalda takmörkunum á hvað má fara þar inn einmitt á þeirri forsendu að eyjarnar eru lausar við marga dýrasjúkdóma sem plaga meginlandið. Hversu langt svona takmarkanir mega ganga er á endanum mat Evrópudómstólsins.

Bjarki (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 13:03

53 identicon

Það er bannað að flytja ógerilsneydda mjólk eða vörur úr ógerilsneyddri mjólk til Bretlands. Engar undantekningar.

http://www.tradingstandards.gov.uk/northsomerset/Download%20Documents/imports.pdf

Bjarki (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 13:29

54 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já eru ekki seríos og kornfleks talin óholl fæða sumstaðar í Evrópu.  Allavega man ég eftir umræðu frá N-löndunum á sínum tíma og td. í Danmörku man eg ekki eftir að hafa séð slíka fæðu.  Allt hollt og gott í hyllunum,  aðalega dönsk og sænsk framleiðsla.

Verðum við ekki bara að fara framá Opt-Out þarna ?  Viðhalda fullveldinu með því að halda áfram að borða amerískt djönk.  Jú eg held það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.5.2009 kl. 13:56

55 identicon

Nei það skulum við ekki gera, embættiskurfarnir hafa rétt fyrir sér í þessu sem öðru. Það blasir við hverskonar almannahætta myndast ef því ef fólk fær bara að valsa í gegnum stórmarkaði og velja sér morgunkorn án aðstoðar gáfaðra manna.

Bjarki (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 14:01

56 identicon

Bjarki: Þarna er enn einn misskilningurinn. Ógerilsneyddir ostar eru ekki bannaðir í Bretlandi, því fer fjarri, enda framleiða þeir sjálfir slíka osta. Flytja líka inn bestu osta heims frá Sviss, Frakklandi og Hollandi, m.a. þær tegundir sem ég nefndi áður.

Þetta dreifibréf sem þú bendir á virðist aðeins eiga við um ferðamenn, en einsog við vitum þá gildir allt öðru máli með almennan innflutning. Ég sætti mig fyllilega við að mega ekki taka með mér osta á ferðalögum, ef þeir eru í boði á almennum markaði. En Ísland leyfir engan innflutning, ekki einu sinni undir eftirliti. Fyrir vikið taka fjölmargir íslenskir ferðamenn með sér "ólöglega" osta til landsins. Mun betra væri að leyfa innflutning undir eftirliti.

Varðandi kornfleksið (erum við virkilega komnir með umræðuna á það plan...?) þá er það auðvitað argasti útúrsnúningur að segja að Cheerios fáist ekki í ESB, aðeins vegna þess að því er dreift undir merkjum Nestlé en ekki General Mills. Nestlé hefur á undanförnum áratugum sameinast eða gert dreifingarsamninga við tugi eða hundruð fyrirtækja, þannig að þekkt vörumerki hafi farið undir hatt Nestlé í ákveðnum löndum. Á það við um ýmis þekkt súkkulaði, konfekt, drykkjarvörur og svo margar tegundir af kornfleksi. En Cheerios er samt markaðssett sem Cheerios og það er til í ýmsum útgáfum, rétt einsog hér.

Ef Cheerios-ið á Evrópumarkaði inniheldur færri eiturefni, þá er það nú bara í góðu lagi, er það ekki?

Evreka (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 14:25

57 identicon

Fyrir nokkrum athugasemdum síðan var Evreka trítilóður yfir því að hann fengi ekki að taka með sér ógerilsneidda osta í flugi til Íslands. Gott að hann hefur róast. Landbúnaðarráðherra getur sérstaklega gefið út innflutningsleyfi fyrir ógerilsneyddum ostum eins og öllum öðrum "ólöglegum" matvörum séu skilyrði til þess uppfyllt og sannað að varan beri engin smit. Niðurstaðan er semsagt að íslensku reglurnar eru fyllilega sambærilegar þeim bresku, við erum ekki sveitalegri en það.

Varðandi seríósið þá lítur út fyrir að lesskilningi þínum sé ábótavant.

Bjarki (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 14:38

58 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Veit reyndar ekki hvort það er beint bannað.

Kannski eru evrópubúar ekkert hrifnir af amerísku seríosi og/eða kornfleksi og kókópöffsi.

Væri ágætt að fá nákvæmlega stöðuna á þessu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.5.2009 kl. 14:47

59 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ok. sé að Evreka hefur komið með greiningu á viðfangsefninu.

Þetta er ekkert vandamál sínist mér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.5.2009 kl. 14:49

60 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Er ekki fullveldið orðið heldur ódýrt ef menn eru tilbúnir að fórna því fyrir ost?

Hvernig væri að ESB sinnarni ræddu hér af viti um súpuframleiðsluna og vatnsútflutninginn sem ég hef lagt til. Við verðum að byggja hér upp að nýju!

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.5.2009 kl. 15:25

61 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Einmitt aðildin snýst um margt annað einsog það að aldrei í sögu Íslands hefur verkafólki verið sýnd álíka lítilsvirðing og núna. Stærsti stjórnmálaflokkur veigrar sér ekki við að “gambla” með störf verkafólks bæði útá landsbyggðinni og hér á höfuðborgasvæðinu. Og ekki aðeins störfin heldur í leiðinni framtíð heilu byggðalagana.

Hver hefur gefið Samfylkingunni leyfi til að "gambla" með framtíð Akureyrar, Selfoss, Borgarness, Hellu, Hveragerðis, Hvolsvalar og fleiri staða? Flestir íbúar þessara staða tengjast landbúnaði beint eða óbeint. Ýmist með að vinna sjálf við hann eða þjónusta fyrirtækin og fólkið sem tengist honum. Og með aðildarinngöngu í ESB myndu störf við mjólkurframleiðslu ostagerð jógúrtgerð pylsu og áleggsgerð og ýmiss konar kjötvinnslu vera í hættu. Samfylkingin gamblar líka með mörg störf hér á höfuðborgarsvæðinu, fórnarlömbin þeirra hérna eru þeir sem vinna á kjúklinga og eggjabúum og svínakjötsbúum, sem og allir þeir sem vinna við sölu og dreifingu á öllum þessum vörum.

Rök ESB sinna við að ógna öllum þeim iðnaði og þjónustustörfum tengdum landbúnaði eru þau að ESB styrki landbúnað sem er norðar en 62 gráður. Íslensku bændurnir muni því fá ESB styrki til að endurheimta mýrlendi og kannski planta trjám. Nú og svo segja ESB sinnar að íslenskar landbúnaðarvörur muni eiga greiðan aðgang að mörkuðum ESB þar sem þær séu svo ómengaðar og góðar, þó svo að þær yrðu dýrari á mörkuðum ESB ríkjanna.

Það virðist gjörsamlega hafa farið fram hjá Samfylkingunni að það er kreppa í ESB ríkjunum, dýr matvæli einsog landbúnaðarvörurnar okkar eiga engan séns á þessum mörkuðum í krepputíð. Það sjáum við meðal annars á því að fiskurinn okkar selst mun minna núna á þessum mörkuðum vegna þess að neitendur þar sækja nánast eingöngu í ódýran mat.

Kreppan leiðir til þess að tekjur ESB eru að snarminnka sem þýðir að minna verður um styrki. Hvernig skyldi 5 íslenskum þingmönnum meðal 750 manna þings ESB ganga að fá styrki til okkar í hratt rýrnandi ESB sjóði? Ætli Bretar, frakkar, Belgar, Spánverjar, þjóðverjar og Ítalir beiti sér sérstaklega fyrir því að íslendingar vaði í ESB styrki Nei! Og þessum þjóðum verður alveg sama þó að þúsundir íslenskra verkamanna hafi misst vinnuna við aðild Íslands að ESB. Það er ekki þeirra mál að borga þeim bætur. 

Eitt aðalkosningaloforð Samfylkingar og V-G er að innkalla fiskveiðikvótann til þjóðarinnar um 5% af eignarkvóta á ári. Þetta er afbragslausn en núna er þessi lausn í hættu. ESB hefur í hyggju að leyfa brask með kvóta milli aðilaríkjanna, sem beinir þá íslenskum kvótaeigendum þá leið að við inngöngu í ESB selji þeir úr landi sinn kvóta hæstbjóðandi áður en hann verður innkallaður af íslenska ríkinu. Og það munu þeir gera! Og það er klárt mál að nýju bresku, frönsku, spænsku eigendur kvótans á Íslandsmiðum munu ekki láta íslenska ríkið taka hann af sér aftur, og hvað ættu þessir 5 íslensku þingmenn á 750 manna þingi ESB svo sem að geta sagt!

Þá fjölgar nú heldur betur atvinnulausu verkafólki úr fiskvinnslunni, því að útilokað er að nýju eigendur íslensku kvótans fari að landa honum hérlendis. Þá fara líklegast vestfirðir alveg í eyði. Og Suðurnes ásamt Vestmannaeyjum stefna í algjört atvinnuleysi.

En hvaða spil er Samfylkingin með á hendi sem réttlætir allar þessar fórnir? Jú hún ætlar að tryggja “fínu” fyrirtækjunum eins og Össuri og CCP ásamt heildsölunum og verslunum lánstraust hjá erlendum bönkum og “laða” hingað til lands erlenda fjárfesta, sem hafa skiljanlega tapað trúnni á okkur, eftir að Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún fóru ásamt útrásarbankamönnunum til aðal-lánadrottna Íslands til þess að fullvissa þá um að allt væri hér í stakasta lagi og þau tvö sem valdamestu stjórnmálamenn Íslands bæru fullt traust til íslensku bankanna. Skömmu síðar hrundu íslensku bankarnir. Og eðlilega eru erlendir lánadrottnar núna fullir vantrausti á íslendinga.

Vanhæfni ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks kostaði íslendinga efnahagslega afturför um 30 ár. En Samfylkingin ætlar nú heldur betur að redda því máli. Ísland skal gerast aðili að ESB og þá hljóta fyrirtækin að fá lán, því að erlendir lánadrottnar vita þá að íslendingar þurfi að hlýða ESB sem muni hindra sama ábyrgðarleysi og ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks komst upp með.

Núna höfum við íslendingar tækifæri til að skapa þúsundir nýrra starfa strax með því að nota þá 5 milljarða sem Færeyingar lána okkur í byggingu gróðurhúsa á þeim svæðum sem atvinnuleysis gætir mest. Þar með fengju iðnaðarmenn strax störf.

Á meðan að við erum utan ESB megum við niðurgreiða orku til gróðurhúsanna, ásamt iðnfyrirtækjum þeim tengdum.

Við gætum við framleitt allt hráefni í pakkasúpur og sósur til útflutnings, t.d. tómatduft þurrkað grænmeti einsog lauk gulrætur sveppi aspas og einnig þurrkaða ávexti eins og rúsínur og sveskjur.

Vínberjaræktun gæfi skemmtilega möguleika í rauð og hvítvínsgerð, þá ættum við að vera orðin sjálfbær með nánast allt áfengi. En nú þegar framleiðum við vodka og bjór hérlendis.

Nýleg sænsk rannsókn sýnir að 70% vínberja á ESB svæðinu eru menguð af skordýra/illgresiseitri. Hvaða áhrif hefur slíkt eitur á heilsu okkar og barnanna okkar? Allt innflutt grænmeti og ávextir er mengað af þessu. Er þetta eitur krabbameinsvaldandi?

Auðvelt er að rækta banana í gróðurhúsum ásamt kivi og jarðaberjum. Hægt væri að nýta aflögð frystihús til frystingu ávaxta og grænmetis.  Ljóst er að samkvæmt ESB reglum verður ekki hægt að niðurgreiða raforkuna með þessum hætti, og eru því mínar hugmyndir háðar því að við höldum okkur utan ESB.

Vöruviðskipti stunduðum við íslendingar fyrir 30 árum með góðum árangri og nú er tímabært að taka þau upp aftur í því efnahagsástandi sem síðasta ríkisstjórn kom okkur í. Við getum hæglega stundað vöruviðskipti t.d. með því að kaupa allan pappír bæði WC og skrifstofupappír fyrir sjúkrahús skóla og stjórnsýsluna af Svíum eða Finnum í skiptum fyrir fisk og ylræktarmatvæli sem þeir gætu síðan nýtt á sínum sjúkrahúsum og skólum.

Pappírsútflutningur er Svíum og Finnum mjög mikilvæg útflutningsgrein og núna í kreppunni yrðu þeir fegnir að geta tryggt sér með þessum hætti íslensk pappírsviðskipti.  Einnig gætum við fengið öll lyf frá norðurlandaþjóðum fyrir heilbrigðisstofnanir og tryggingaþega í samskonar vöruviðskiptum við Dani, Svía og Finna. Með þessu móti myndum við bæta rekstur ríkisspítalanna sem og efla atvinnu og verðmætasköpun hérlendis.

Við eigum einnig að pakka vatni í neytendaumbúðir fyrir arabalöndin og Kína. Við getum leitað samstarfs við þarlend fyrirtæki um að pakka undir þeirra merkjum eða þá að fá þarlenda markaðssérfræðinga til að hanna vatnsumbúðir, en Arabar og Kínverjar hafa aðrar ímynd af fersku vatni heldur en jökla og blá fjöll, einsog við höfum hingað til nýtt við markaðssetningu vatns. Við vatnspökkunina gætum við jafnvel nýtt aflögð frystihús og mjólkurvinnslur ásamt gosverksmiðjum  til að byrja með. Vatnsútflutningur til Kína og Arabalandanna myndi til viðbótar pökkunarstörfunum  skapa mörg hundruð störf vegna umsýslu við flutninga og hafnarvinnu, ásamt störfum við viðskipta og fjármálahlið þessa útflutnings. Í mínum hugmyndum til atvinnuuppbygginar felast tækifæri til að útrýma atvinnuleysi á Íslandi.

Áfram Ísland! Sláum skjaldborg um íslenskt verkafólk og atvinnu þeirra!

Byggjum upp að nýju velferð og hagsæld!

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.5.2009 kl. 16:49

62 Smámynd: Hlédís

Er sem mér sýnist að neyslu-bjálfa-þjóðfélagið Ísland þurfi að ganga í EB til þess að "öðlast" nægilegt vöruúrval?

Hlédís, 4.5.2009 kl. 17:00

63 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Frímann, bara það að landsmenn yrðu sjálfum sér nægir um matvæli myndi það spara okkur stórfé í gjaldeyri sem við gætum þá á móti nýtt til innflutnings á varningi sem við getum ekki framleitt.  Hagkvæmari atvinnuuppbyggingu fyndum við varla.

Guðrún nefnir að auki þann möguleika að flytja út það umframmagn matvæla sem gæti orðið til með tvíefldri innlendri matvælaframleiðslu. 
Sem ekki kæmi sér illa í sveltandi heimi.  Því við getum  gengið enn lengra og sagt; hvert kíló af óþörfum matvælum sem við íslendingar flyttum inn væri tekið frá sveltandi fólki annars staðar. 

Annars er ég sammála þér, Jón Frímann - ESB aðild snýst um flest annað...

Kolbrún Hilmars, 4.5.2009 kl. 17:00

64 identicon

Um hvað snýst þessi umræða eiginlega? ESB glímuskjálfti í fólkinu? Hvað er annað til í stöðunni? Eigum við að tala við USA um dollarinn? Við tölum eins og við höfum eitthvert val. Segjum sem svo að hægt yrði að tengja kr.við dollar, en er dollarinn svo öruggur? Hann á örugglega eftir að hrynja, þegar kínverjar ganga að USA og fara að innheimta þá milljarða dollara sem þeir eiga hjá þeim.

hanna (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 17:12

65 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæl Hanna.  Þú spyrð um gjaldeyrismál.  Það eru fleiri möguleikar í stöðunni en upptaka annars gjaldmiðils.  Einfaldasta aðferðin er að taka til í okkar hagstjórn og nota okkar eigin gjaldmiðil áfram, og það eru margar útfærslur mögulegar á því.

Axel Þór Kolbeinsson, 4.5.2009 kl. 17:16

66 identicon

Eigum við að hætta viðskiptum við útlönd? Vill einhver krónuna? Hún hefur áður orðið verðlaus, þegar verðtryggingin var fundin upp. Get ekki séð að hún sýni eitthvert lífsmark úr þessu.

hanna (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 17:29

67 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Hanna:  Við höfum alltaf notað erlenda gjaldmiðla í viðskiptum okkar við útlönd.  Við höfum selt okkar framleiðslu fyrir USD, EUR, JPY o.sv.frv. og notað það til að versla vörur til innflutnings.  Þetta höfum við alltaf gert, og sömu sögu er að segja hjá flestum þjóðum heims.

Axel Þór Kolbeinsson, 4.5.2009 kl. 17:34

68 identicon

Á hvaða verði er krónan í þessum viðskiptum? Ég veit allt um erlenda gjaldmiðla í viðskiptum við útlönd. Er það ekki einmitt það sem hefur valdið  því að krónan styrktist ekki  þrátt fyrir gjaldeyrishöft að gjaldeyrir fyrir útflutning kom ekki inn í íslenskt efnahagslíf eftir hrunið. Menn hafa stofnað gjaldeyrisreikninga annarsstaðar(erlendis) fá afurðirnar greiddar í erlendum gjaldeyri og kaupa síðan krónuna á slikk erlendis. Hvernig er hægt að taka til í efnahagkerfi, sem virkar svona?

hanna (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 17:54

69 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Krónan er ekki á neinu verði í þeim viðskiptum sem ég minnist á, enda er ekki verslað með krónur.  1kg af þorskflökum er selt fyrir $6.5 (sem dæmi) og þeir dollarar notaðir til að kaupa innflutta vöru.

Gengi krónunar ákvarðast á gjaldeyrismarkaði sem er aðallega innlendis í dag, rétt eins og hann var fyrir aldamót.  Þar eiga ekki raunveruleg viðskipti með áþreifanlega vöru sér stað heldur er verslað með gjaldeyri og fjármagnsafurðir.  Það hefur þar að auki ekki hjálpað okkur að hafa tekið upp flotgengisstefnu með verðbólgumarkmiði árið 2001 þar sem sú stefna fyrir lítinn gjaldmiðil auðveldarspákaupmönnum að hafa óeðlileg áhrif á gengi krónunar.

Axel Þór Kolbeinsson, 4.5.2009 kl. 18:04

70 identicon

Þetta er einmitt málið. Svona lítill gjaldmiðill verður aldrei til friðs. Hún verður alltaf skotspónn spákaupmanna.

Færeyingar eru með færeyska krónu, sem er tengd við þá dönsku, sem er tengd við evru.

hanna (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 18:13

71 identicon

Auðvitað er markaður með krónuna á öðrum endanum í dag enda eru gjaldeyrishöftin ekki hugsuð til frambúðar (spurning hvort þau hafi verið rétt huguð til skamms tíma). Við vorum jú að fara í gegn um algjört bankahrun.

En ef fólk ætlar sér að taka upp annan evru þarf fyrst að klóra sig út úr þeim, a.m.k ekki í núverandi mynd. Öðruvísi er ekki hægt að fara í gegn um ERM II. Ég skil ekki tenginguna á milli gjaldeyriskreppunnar sem ríkir núna og ESB tals. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 18:17

72 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Hanna:

Já, við núverandi fyrirkomulag er krónan viðkvæm, en það er ekkert sem segir það að við getum ekki verið með annarskonar fyrirkomulag.  Fastgengisstefna af einhverju tagi myndi líklega gagnast okkar mynt best, rétt eins og sú stefna gagnast flestum gjaldmiðlum heims.  En þá verður hagstjórnin líka að standa sig.

Jón Frímann:

Draumórar geta verið fyrsta skref að einhverju nýju.  Ég er nokkuð viss að fólk talaði um álver á Íslandi sem óraunhæfa draumóra á sínum tíma.  Það er rétt hjá þér að meirihluti okkar viðskipta í dag eigi sér stað við Evrópu, en það felast tækifæri víða.

Axel Þór Kolbeinsson, 4.5.2009 kl. 18:34

73 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Jón Frímann, ég hef unnið í nýsköpunargeiranum í meira en tíu ár, og vann hjá verslunardeild SÍS fyrir rúmum 20 árum þegar að vöruviðskipti við útlönd voru mjög algeng. Þá var ekki um neitt annað að ræða því að ekki var til gjaldeyrir. Mig minnir að olía hafi verið keypt af Rússum í vöruviðskiptum. En allavega seldum við Evrópu ull og gærur útá innflutninginn.

Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks kippti okkur inní þetta umhverfi aftur, og þá er um að gera að skoða hvaða möguleika við höfum. Staða €vru hefur virkað mjög hamlandi fyrir útflutning frá ESB löndum, og t.d. er útflutningur Svía með sína sænsku krónu í mun betri málum heldur en finna. Það er um að gera að greiða fyrir allt sem hægt er með vöruviðskiptum ef ekki fást peningar. Með því móti styrkjum við gengi krónunnar sem lækkar þá afborganir af lánum.

En Jón Frímann hvað sjáið þið landráðamenn svona gott við það að ganga inní ESB? en núna er ekki lengur 2007 hjá ESB frekar en okkur, og mjög illa lítur út fyrir ríkjum ESB á næstu árum. Og Jón hvernig á að koma í veg fyrir hrun í iðnaði tengdum landbúnaði sem verður óhjákvæmilega við inngönguna.

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.5.2009 kl. 19:26

74 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kæri Bjarni H. þú þekkir manna best hvernig ég hef skrifað í gegnum tíðina...og finnst enn að við eigum skilið sem þjóð að vita svart á hvítu um hvað er verið að tala...en er tíminn núna?  Held ekki!?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.5.2009 kl. 19:26

75 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Jón Frímann, nákvæmlega hvað í mínum texta getur þú kallað draumóra?

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.5.2009 kl. 19:28

76 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"ESB hefur í hyggju að leyfa brask með kvóta milli aðilaríkjanna"

Heimild ?

"Við eigum einnig að pakka vatni í neytendaumbúðir fyrir arabalöndin og Kína."

Íslendingar sumir eru að ofgera svo þetta  vatn sem finnst hér að það hálfa væri nóg.  Þetta er enginn möguleiki til stóriðju.  Jú jú fínt með öðru.

Reyndar eiga íslendingar að hætta að hugsa í stóriðju.  Þetta er eitt af vandamálum íslands þessi stóriðju hugun í samb. við alla hluti.

Þeir eiga að einbeita sér að fjölbreytni og smáum einingum.  Þar er menntun undirstaðan.  Menntun og góð samskiptatengsl og net við nágrana og vinaþjóðir er nauðsyn á uppbyggingarstarfinu.   Grunnsúlurnar sem byggingin Nýja Ísland mun standa á er innganga í ESB.  Á þeim súlum mun byggingin standa.

Án aðildar verðum við bara áfram að paufast við að hrófla einhverju hrúgaldi upp í botnlausum mýrarpytti.  Botnlausum.  Og reglulega mun allt húrra niður í kviksyndið  og byrja þarf allt uppá nýtt.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.5.2009 kl. 20:30

77 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

"Án aðildar verðum við bara áfram að paufast við að hrófla einhverju hrúgaldi upp í botnlausum mýrarpytti.  Botnlausum.  Og reglulega mun allt húrra niður í kviksyndið  og byrja þarf allt uppá nýtt.  "

Heimild?

Annars er ég sammála þér Ómar um fjölbreytnina, en ósammála þér að án ESB aðildar verði ómögulegt á litla skerinu okkar.

Axel Þór Kolbeinsson, 4.5.2009 kl. 20:47

78 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ómar kynntu þér umræður innan ESB um stefnu þeirra í sjávarútvegsmálum, framsal kvótaheimilda milli landa er þar á meðal.

Með vatnspökkun er ekki verið aðstefna í stóriðju, heldur einmitt verið að benda á að með því að nýta þær aðstæður sem við höfum getum við skapað verðmæti úr engu. Það þarf ekki mikinn stofnkostnað í þetta og best væri að pakka undir merkjum arabískra eða kínverskra aðila, þá sleppum við allri kostnaðarsamri markaðssetningu.

Markaðssetning á vatni hefur hingað til einkennst af markaðssetningu á íslandi með jökla og blá vötn. Það gengur ekki í Araba og Kínverja, svo er athæfi einsog að pakka vatni undir merkjum Thors afar neikvætt í markaðssetningu til múslimalanda.

Sama á við í súpuhráefnið, þar er ég að benda á að selja þurrkað grænmetis/ávaxtaduft til Maggi, Toro og slíkra, nú eða fá að pakka undir merkjum euroshopper, Wallmarts Sainsbury og fl. Það mun taka langan tíma að reisa við ímynd Íslands, og við verðum að vinna úr því sem við höfum, þar er heldur ekki verið að tala um brjálæðislegar stóriðjur, enda væri kostnaður við byggingu gróðurhúsa smábrot af byggingu stóriðju, en myndi samt veita mjög mörg störf.

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.5.2009 kl. 20:56

79 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Með vatnspökkun er ekki verið aðstefna í stóriðju, heldur einmitt verið að benda á að með því að nýta þær aðstæður sem við höfum getum við skapað verðmæti úr engu"

það er satt Guðrún, til aðsanngirni sé gætt, að þú nefndir ekki orðið stóriðju en þú er að hugsa þetta samt á nokkuð stórum skalla sbr orð þín:

"Við vatnspökkunina gætum við jafnvel nýtt aflögð frystihús og mjólkurvinnslur ásamt gosverksmiðjum  til að byrja með."

Jú jú þetta eru fínar hugmyndir hjá þér svo sem en þetta leysir ekkert vandann og stöðuna sem Ísland er komið í.   Þar að auki er eg ekkert endilega að sjá að kínverjar og arabar séu æstir í að láta íslendinga pakka vatni.  

Svona hgmynd er langtímaverkefni.  Tekur fleiri fleiri ár að byggja upp.  Hvernig fór með þetta á Snæfellsnesi ?  Allt farið í rugl held eg.

Það sem ríður á núna er að byggja upp traust.  Skref nr. eitt þar er ESB.  Ekki spurning. 

Ef Ríkisstjórnin sækir ekki um strax og tilkynnir fljótlega niðurstöðu í því máli - þá líst mér eigi á blikuna.  Verð að segja það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.5.2009 kl. 21:24

80 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ómar, hverskonar störf sérðu fyrir þér að gætu skapast hérlendis við inngöngu Íslands í ESB?

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.5.2009 kl. 21:52

81 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Tilgangurinn við aðild að esb er að endurreisa tapað traust á Íslandi.  Skapa stöðugleika og opna á ný fyrir súrefni inní þjóðarlíkamann.

Auðvitað byggjum við fyrst og fremst til að byrja með einfaldlega á því sem fyrir er.  Það eru öngvir aðrir möguleikar.  Endurreisnin er langtímaverkefni.  Engar hókus pókus lausnir.   Það er ekkert hæg að draga störf af einhverju ráði sisona framúr ermini.  Forgangsverkefni er miklu fremur að verja það sem fyrir er og byggja á því.   Það er nr. 1  Ef það tekst munu ný störf með tímanum koma af sjálfu sér þegar stabíleseringu verður náð og fólk og landið í heild hefur náð að fóta sig á traustum grunni.

Mér finnst eins og sumir átti sig ekki alveg á stöðunni sem Ísland er komið í.  Haldi að í rauninni hafi voða lítið breyst eða þá að enn sé 1950 eða 1930 og Ísland geti bara lokað sig af o.s.frv.  Það sem sumir eru að segja er einfaldlega að snúa klukkunni áratugi aftur í tímann.  Það þýðir einfaldlega að ekki mun vera möguleiki að landið beri 300.000 manns.  Miklu frekar 200.000 eða 100.000.  Td. þegar Ísland var bændasamfélag þá bar landið ekki nema um 50.000 manns.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.5.2009 kl. 22:48

82 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tilgangurinn við aðild að esb er að endurreisa tapað traust á Íslandi.  Skapa stöðugleika og opna á ný fyrir súrefni inní þjóðarlíkamann.

Það getur verið erfitt þegar að Samfylkingin á hlut að verðandi ríkisstjórn, en það voru þau Ingibjörg Sólrun og Geir Haarde sem heimsóttu stærstu erlendu lánaaðila rétt fyrir íslenska bankahrunið til þess að fullvissa þá um að allt væri hér í fína lagi! 

Við höfum möguleika á því að skapa hér þúsundir starfa með litlum tilkostnaði einsog ég hef komið á framfæri. Það verður að skoða heimsbyggðina einsog hún er núna! Bílaverksmiðjur loka sem þýðir að minna selst af áli, það er alheimskreppa sem þýðir það að fólk hefur ekki efni á lúxusmatvælum, þá selst mikið af súpu

Aðgengi að neysluvatni fer sífellt minnkandi samkvæmt spám sérfræðinga, þessvegna eigum við að stefna að útflutningi á drykkjarvatni í neytendaumbúðum, án þess að kosta miklu til í markaðssetningu.

Með því að framkvæma og byggja upp störf og verðmæti hér að nýju. skapast tiltrú fjárfesta og lánadrottna aftur á Íslandi.

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.5.2009 kl. 23:01

83 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Alveg sammála þér Guðrún.

"Með því að framkvæma og byggja upp störf og verðmæti hér að nýju. skapast tiltrú fjárfesta og lánadrottna aftur á Íslandi".

Þetta er akkúrat málið. Rokka meira  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 4.5.2009 kl. 23:08

84 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Takk Kolbrún, núna þarf bara að bretta upp ermar, spýta í lófana og hefjast handa, verst að við tvær erum ekki á þingi, þá værum við ekki lengi að redda þessu ástandi

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.5.2009 kl. 23:10

85 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Já alveg stórslys að missa af okkur. Mér líst mjög vel á þig þó við höfum ekki alltaf verið á einu máli. Stórskemmtilegt að hittast svo í Hafnarfjarðarkirkju. Báðar með sama góða málstaðinn . Gangi þér allt í haginn, þú ert með EB málin í góðum gír. Var það ekki síld sem við vorum með í vöruskiptum við Rússana. Mig minnir það. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 4.5.2009 kl. 23:22

86 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Við erum sammála í stærsta málinu Kolbrún og hefðum örugglega unnið vel saman. mig minnir að það hafi verið síld sem við nýttum sem greiðslumiðil fyrir olíukaup við rússa, núna ættum við að stefna að því að greiða fyrir arabaolíu með vatni Allt er opið í þessum málum og tímarnir eru vissulega spennandi sem við lifum á.

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.5.2009 kl. 23:32

87 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já amen á eftir þessu efni

Kolbrún Stefánsdóttir, 4.5.2009 kl. 23:37

88 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég var á téðum Landsfundi, hvar ,,lítill harðkjarni" kaus að fara í framtíðarvegferð ÁN ESB helsis og hömlunar.

(vonandi tekur þú af mér ómakið að skýra orðið helsi og hömlun fyrir lesendum)

Þessi litli harðkjarni var svona ámáta og kaus JÁ við, að allar auðlindir þjóðarinnar yrðu ÞJÓÐAREIGN skýrgreind og að þjóðin hefði ævarandi fullveldisrétt yfir þeim, --svona um 80 af hundraði viðstaddra. 

Í ESB atkvæðagreiðslunni urðu undir þeir sem enn eru hjá okkur, frá SA og fl Evró-Krötum og þeim undirlægjum, sem telja sig fá súpudisk frá ESB, semsé þýlyndir.

Í Þjóðareignar atkvæðagreiðslunni, sem var um tillögur okkar frænda Kjartans Gunnars og mín, urðu undir LÍjúgaraborðin.

Nú er stórkarlaleg fyrirsögn á Mbl.is, að ,,ESB-hindruninni hefur verið rutt úr veginum"  og ekki er stríðsletrið sparað.

Ég segi að ef að þetta er að ryðja úr vegi mikilli hindrun, á er lús orðin að jarðýtu.

Með sumarkveðjum

Miðbæjaríhaldið

fer að huga að útsæði og vorverkum

Bjarni Kjartansson, 5.5.2009 kl. 09:46

89 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Eigum við að hætta viðskiptum við útlönd? Vill einhver krónuna? Hún hefur áður orðið verðlaus, þegar verðtryggingin var fundin upp. Get ekki séð að hún sýni eitthvert lífsmark úr þessu.

Þar sem við flytjum út meira en við flytjum inn þá þurfum við ekki nota krónuna í þessum viðskiptum þar sem við komum alltaf til með að eiga erlendan gjaldeyrir til að borga innflutning, þetta er frekar einfalt reikningsdæmi.

Og ef þessir "draumórar" hjá Guðrúnu verða að veruleika þá erum við með enn meiri útflutning, það eitt og sér að við séum alltaf með meiri útflutning en innflutning mun á endana styrkja krónuna.

Þetta er einmitt málið. Svona lítill gjaldmiðill verður aldrei til friðs. Hún verður alltaf skotspónn spákaupmanna.

Þetta er alveg rétt hjá þér ef það verður ekkert gert til að koma í veg fyrir þetta, en er ekki betra að hafa sinn litla gjaldeyrir og geta gert eitthvað í málunum ef þess þarf frekar en að vera háð gjaldeyrir sem sveiflast eftir fjárhag annara landa þar sem við höfum engin völd eða ítök til að gera nokkurn skapaðan hlut?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 6.5.2009 kl. 09:45

90 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég komst að því í gær að lítri af Evian vatni kostar á bilinu 40-60 krónur útúr búð í Kína. Sennilega gætum við framleitt og flutt til Kína lítrann af vatni á 10 krónur eða hvað? Gætum við svo tryggt okkur 10 krónu hagnað af hverjum lítra?

Guðrún Sæmundsdóttir, 6.5.2009 kl. 10:38

91 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sko, Guðrún, í samb. við vatn og vatnsskort almennt í heiminum, þá í mjög stuttu máli er ekki allt alveg einfalt þar.  Málið er að stór hluti mannkyns hefur afar takmarkaðan aðgang að vatni og ef það hefur aðgang þá er það oftar en ekki mengað.  Fólk sem býr við slíkt er yfirleitt bláfátækt og mundi ekki hafa peninga til að borga fyrir vatn í flöskum.

En svo er annað mál að sumir eru að spá vatnskreppu sem muni ná yfir til ríku þjóðanna líka, allavega að hluta til í framtíðinni.  Á þessu stigi er voða erfitt að fullyrða til eða frá um það.

En sem sagt,  að markaður fyrir flösku vatn í dag er alveg umsetinn.  Það er fullt af löndum og fyrirtækjum sem sitja um markaðinn.  Þessvegna er það langtímamarkmið og mikil vinna að ætla að komast inná slíkan markað að einhverju ráði. 

Með Kína sérstaklega, þá er að mörgu að hyggja að ætla að flytja þar inn.  Þú þarft að hafa lókal sambönd og vera búin að tryggja þeir dreifingu o.s.frv.  Einnig bara leyfi til að flytja inn.  Það er stórmál og reglur gætu breyst auðveldlega.  Að ætla útí slíkt er framtíðarplan og þú getur vænst árangurs eftir kannski 10 ár eða eitthvað ef allt gengur upp.  Það kostar órafjármuni að koma verkefninu á koppinn.  Og þá þarf auðvitað ákveðinn stöðugleika hér heima svo hægt sé að byggja alvöru áætlanir.  Almennilegann gjaldmiðil sem húrrar ekki niður úr gólfinu þá og þegar etc.

Nei, þú skalt miklu frekar huga að því að flytja flöskuvatn á ESB markaðinn þegar við verðum komin í esb eftir svo sem 1 ár.  Já, prýðishugmynd.  En fyrst þarf að huga að vatns dírektífi ESB varðandi flöskuvatn.  Verða að vera viss gæði sko.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.5.2009 kl. 14:02

92 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ómar, við íslendingar höfum verið í viðræðum við kínverja um fríverslunarsamning, slíkur samningur myndi færa okkur gríðarlega tækifæri, en ef við göngum inní ESB getum við ekki gert fríverslunarsamninga við önnur ríki.

Ég hef bent á þann möguleika að pakka vatni undir merkjum kínverskra dreifingaraðila. Það myndi spara alla markaðssetningu svo að við gætum byrjað pökkunina um leið og vatnssölusamningar við kínverja nást.

mér líst aftur verra á að reyna við Evrópu í vatni, Sviss er mjög stór í átöppun ásamt fleirum Evrópuþjóum.

Guðrún Sæmundsdóttir, 6.5.2009 kl. 14:49

93 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

í fréttum í gær kom fram að hornfirðingar eru að hefja pökkun á vatni. Til hamingju Höfn í Hornafirði

Guðrún Sæmundsdóttir, 6.5.2009 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband