Hinn stefnufasti flokkur og sigurganga hans

vguhmer.gifMín spá er að hinir valdagírugu ráðherrar og ráðherraefni VG hafi nú bundið snöggan endi á sigurgöngu VG í íslenskum stjórnmálum.

 Flokkurinn sem var hinn stefnufasti er að verða að tækifærisinnuðum miðjuflokki þar sem hver höndin verður upp á móti annarri enda er Steingrímur J hættur að horfa einbeittur í augu fréttamanna líkt og hann gerði.

Lesa meira.

Birt á Smugunni en einnig hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Eins og þú veist manna best Bjarni er pólitík ekki svart-hvít tík, heldur ljósgrá. Ég er fullkomlega sannfærður um að málstaður ESB sinna sé svo slæmur að hann mun aldrei halda vatni gagnvart þjóðinni þegar öll spilin liggja á borðinu. Aðildarviðræður eru að öllum líkindum besta og líklega eina leiðin til að fá þetta mál út af borðinu. Held ég?

VG er stefnufastur flokkur í afstöðu sinni til fullveldis Íslands. Allavega enn sem komið er.

Ásgeir Rúnar Helgason, 8.5.2009 kl. 19:24

2 Smámynd: Eggert Karlsson

Bjarni þitt pólitíska nef er eitt aumasta pólitíska nefið í íslenskri pólitík Kaust þú ekki  V G?. Hlustaðir þú ekki á þá fyrir kosningar þar sem Steingrímur J sagði iðulega  aðildarumsókn að ESB stæði ekki í vegi fyrir því að fara í ríkistjórn með samfilkingunni Mér virðist þú hafa tekið leppinn af blinda auganu og sett hann á augað sem var með einhverja skímu í þessum kosnigum

Eggert Karlsson, 8.5.2009 kl. 19:56

3 identicon

Æji Bjarni minn. Fyrir kosningar skrifaðir þú og sagðist ætla að kjósa VG, eina flokkinn sem væri á móti ESB. Ég svaraði þér og sagði þess ekki langt að bíða að þú færir að skamma VG fyrir ESB beygjuna. Að það yrði svona fljótt datt mér hins vegar ekki í hug. Ekki liðnar tvær vikur frá kosningum.

Jónas Yngvi Ásgrímsson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 20:13

4 identicon

Ásgeir: Málstaður ESB sinna er svo slæmur að hann ætti að öllu eðlilegu að hafa verið sleginn út af borðinu fyrir löngu.

Smættuð, væld og dellukennd umræða í bland við gylliboð í sífellu hafa hinsvegar orðið þess valdandi að allar líkur eru á að héðan haldi embættismannaher í það sem almenningur virðist telja að sé saklaust kaffispjall í Brussel.

Það er betra að vera ekki of rólegur.

Auk þess minni ég á að ef ekki væri staðið á bremsunni værum við látin kjósa um ESB í sífellu þar til við kysum rétt. Þá yrði ekki kosið meir.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 21:26

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sæll,

ég sagði félögum mínum í Framsóknarflokknum, fyrir alla muni, ekki fara inn í þessa ríkisstjórn, ef það tilboð kæmi.

Ástæða; ég veit að stefna ríkisstjórnarinnar, gengur ekki upp, eins og hún lítur út í dag og einnig - eins og hún var boðuð í kosningabaráttunni. Til viðbótar, þó ekki sé alveg hægt að útiloka að hún taki snöggum breytingum til batnaðar, þá finnst mér það ólíklegtt að þær verði nægar, til að koma í veg fyrir ANNAÐ HRUN.

Það er það, sem ég á von á; þ.e. annað hrun, gjaldrot yfir 1000 fyrirtækja til viðbótar við þau gjaldþrot sem þegar eru orðin, og raun gjaldþrot þúsunda heimila landsmanna...og alvarlega niðurkoðnun hagkerfisins, til viðbótar þeirri sem þegar er orðin.

Augljóslega, mun þetta valda fylgishruni ríkisstjórnarflokkanna, í beinu framhaldi, og líklega mjög verulegri fylgisaukningu, hvers þanns flokks, sem er í stjórnarandstöðu á meðan.

Við þetta bætist, að Framsóknarmenn, bentu fyrir kosningar á mun raunhæfari leiðir, en þær sem stjórnarflokkarnir eru að fara; og það munu kjósendur muna, nú í framhaldinu, og Framsóknarflokkurinn - að vísu seint um síðir - uppskera eins og hann sáði, og það með vöxtum og vaxtavöxtum.

Það væri léleg kosning, ef hann fengi ekki a.m.k. 10% til viðbótar.

Ég reikna einnig með verulegri fylgisaukningu Borgarahreyfingarinnar, og til viðbótar, ættu 10% að skila sér til Sjálfstæðisflokksins á ný.

Vinstri Grænir, gætu farið niður í 8 - 9% og Samfylking niður í u.þ.b. 15%.

Kosningar, á upphafsmánuðum, næsta árs, eftir að uppreisn almennings, hefur knúið fram nýjar kosningar í annað sinn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.5.2009 kl. 21:46

6 Smámynd: Bjarni Harðarson

Bendi á mjög góða grein Erlendar Magnússonar í Mbl. í dag um afleiðingar ESB-viðræðna nú fyrir íslenskan efnahag. Varðandi VG, Jónas og þið hin, ég lofaði aldrei neinu fyrir kosningar að ég myndi ekki veita þeim aðhald eftir kosningar og enn er ég sannfærður um að þrátt fyrir allt kaus ég illskásta kostinn! En ég verð aldrei sú klappstýra að telja mig kjósa fullkominn flokk...

Bjarni Harðarson, 8.5.2009 kl. 21:49

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Nú tölum við sama mál Bjarni bloggvinur minn/ Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 8.5.2009 kl. 23:41

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég er VG og vil fá ótvírætt svart á hvítu að við eigum að afsala auðlindum...og þá segi ég NEI!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.5.2009 kl. 23:58

9 identicon

Bjarni !

Þú ert bara að lýsa hvernig þinn gamli flokkur, framsóknarflokkur,  er og var !

,,Flokkurinn sem var hinn stefnufasti er að verða að tækifærisinnuðum miðjuflokki þar sem hver höndin verður upp á móti annarri"

JR (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 00:04

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Allt frá stofnun klofningsins frá samfylkingu vinsti manna, undir forystu Joðs, var ljóst að hér var um tækifærismennsku að ræða. bara spurning um hvenær tækifærin kæmu.

nú er tíminn.

ég spáði því reyndar, fyrir kosningarnar nú, að Joð myndi selja ESB í skiptum fyrir forsætisráðuneytið. á þeim tíma leit reyndar allt út fyrir að ekki yrði meira en eins til tveggja manna munur á flokkunum.

hann selur sig þá bara öðruvísi.

ég gleðst þó yfir að þú hafir komið auga á þetta, sem sjálfur ákvaðst að leggjast í duft Vinsti Grænna og tækifærismennskunnar eftir að L listinn var blásinn af fyrir kosningar. þér fyrirgefst það allt. ég held nefnilega að þú hafir meiri metnað en svo. þú stóðst nefnilega í góðri trú.

batnandi mönnum er best að lifa.  skál.

Brjánn Guðjónsson, 9.5.2009 kl. 05:37

11 Smámynd: Snæbjörn Björnsson Birnir

Óttalegt væl er þetta nú!

VG hefur ekki skift um skoðun hvað varðar ESB. Eru á móti inngöngu! Hafa samt sagt að þetta verði það þjóðin sem ákveði. Þarf væntanlega alveg ótrúlega góðan samning við ESB til að afstaða VG breytist. Svo held ég það sé best að sjá nýjan Stjórnarsáttmála áður en farið er út í frekari "skítkast"......

Snæbjörn Björnsson Birnir, 9.5.2009 kl. 13:06

12 identicon

Félagi Bjarni !

 Tek undir með þér, að grein Erlendar Magnússonar í Mbl., í gær, er einhver gleggsta og skynsalegasta grein um ESB, sem lengi hefur birst á prenti.

 Hver skyldi hann vera þessi bráðglöggi maður ??

 Aftur að ESB.

 Heilög Jóhanna sagði orðrétt daginn fyrir kjördag.: " ESB snýst um vinnu og velferð"

 Einmitt !

 Staðreyndir.

 Atvinnuleysi á Spáni í dg 17,5%

 Atvinnuleysi í Lettlandi í dag 14,3%

 Atvinnuleysi í Lithaen í dag 13,9%

 Atvinnuleysi á Írlandi í dag 1o,8%

 Atvinnuleysi í Svíþjóð í dag 9,7%

 Atvinnuleysi á Bretlandi í dag 9,4%

 Atvinnuleysi á Frakklandi í dag 8,7%

 Var einhver skvísa að tala um " Vinnu og velferð " ?? !!!

 Segi sem Rómverjar forðum.: " Usus te plura docebit" - þ.e. " Staðreyndir kenna ýmislegt" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 17:49

13 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sem sagt ... nýr framsóknarflokkur

Jón Ingi Cæsarsson, 9.5.2009 kl. 17:51

14 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Lifi fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 9.5.2009 kl. 19:29

15 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Stelpan frá Stokkseyri lýsir undirferli SKALLAGRÍMS ágætlega í bók sinni.

Ísleifur Gíslason, 10.5.2009 kl. 12:43

16 identicon

ADAM VAR EKKI LENGI Í PARADÍS!!

Sagðir okkur hinum lánsömu á kjördag að við ættum að éta það sem úti frýs ef við eltum þig ekki í VG fenið með Gulla í Mýrinni!!  Nei Bjarni ,nú er það eina von þessara afdönkuðu félaga þinna að setja fyrir sig skilyrði Framsóknar til að komast með þjóðina á Samspillingarvagninum til Brussel. Held það væri við hæfi að þú bæðist formlega afsökunar á VG áróðri þínum fyrir kosningar í dag ...á þeim degi sem það er staðfest formlega að þetta ESB samkomulag hefur lengi verið klárt hjá þessu liði og þú lést glepjast af fagurgalanum fyrir kosningar

Jón Ingi Gíslason (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 14:28

17 identicon

Jón Ingi Gíslason (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 14:31

18 identicon

VG kom ekki einu sinni fram með fyrirvara við ESB inngöngu!!!

ÞAÐ ER BEÐIÐ EFTIR FORMLEGRI AFSÖKUN HÉR Í DAG FRÁ EIGANDA SÍÐUNNAR FYRIR AÐ HAFA VERIÐ MEÐ LÆVÍSAN VG ÁRÓÐUR FYRIR KOSNINGAR.........ÁRÓÐUR MEÐ FLOKKI SEM STANDA MUN AÐ ESB UMSÓKN ÁN NOKKURRA FYRIRVARA Á SUMRI KOMANDA!!

Jón Ingi Gíslason (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 17:03

19 identicon

Það er einn fyrirvari. Það þarf að vinnast í þjóðaratkvæðagreiðslu. Altso, fyrst að renna í gegnum þingið, þá er farið að sækja um og sjá um hvað þetta snýst, og svo þarf þjóðin að samþykkja.

Slappt hjá VG að beygja sig fyrir þessu. Samfylkingin veit að þetta vinnst væntanlega í þinginu, og hafa trú á að þjóðin snúist svo á sömu sveifina. En ef að það fellur þar, er þessi stjórn búin held ég.

Nú er bara að fylgjast með HVERJIR þingmanna segja já. 

Jón Logi (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 17:32

20 Smámynd: Haraldur Pálsson

Ég sagði þér þetta Bjarni minn..

Haraldur Pálsson, 12.5.2009 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband