Mynd af fátćkt og ríkidćmi

kiddi_setta_kristbjorg_sjana.jpg

 

 

 

Á degi eins og ţessum ţegar  hvur mađur á síns föđur ađ hefna á versunni og má varla milli sjá af hvoru er meira heimskunni eđa rigningunni er langsamlega best og skemmtilegast ađ blogga um langömmu sína sem stendur hér eins og bedvínaforingi í hópi síns fólks austur á Fáskrúđsfirđi fyrir meira en hálfri öld síđan og kerlingarnar báđar tvćr í stóískri ró ţess sem vel veit ađ ţetta fer einhvernveginn og ef illa ţá allavega ekki verr en ţađ en Kiddi frćndi lítur prakkaralega framan í veröldina eins og ţađ sé hann sem hafi laumast til ađ kroppa ofan í miđbikiđ á myndinni ţannig ađ nú sér enginn hvađ Kristbjörg systir hans er ađ hugsa ţennan dag og týnt ţađ andlitiđ sem fríđast var í ţessu litla samkvćmi enda stúlkan sú kannski of skynsöm til ađ vera nokkuđ ađ bćta hugsunum inn í ţessa mynd sem kemur til okkar nú á tímum ţegar menn hafa hugsađ í hringi og halda ađ viđ séum fátćk í ríkidćminu rétt eins og ţessar konur sem vissu sig ríkar í fátćktinni en samt voru ţćr báđar, Sjana hans Sjönu Björns sem er hér til hćgri og langamma mín Setta allra kerlinga fátćkastar í litlu fátćku plássi og máttu stundum éta slepjađ saltket á útmánuđum en vonda sođningu um sumarmál og enginn kvartađi


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gaman ađ ţessu. Ekki hafa ţćr veriđ fátćkari en svo ađ hafa getađ aurađ saman í ţessa myndatöku. Ţađ er enginn kotungssvipur á ţessum konum eins og ţú segir og Kiddi frćndi er bara nokkuđ roggin međ sig. Best gćti ég trúađ ađ Kristbjörg hafi náđ sér í lús, en er óbeygđ af ţví uppátćki.

Kannast viđ ţađ. Sjálf fékk ég lús ţegar ég óhlýđnađist ömmu minni og stalst til ađ leika mér viđ lúsuga krakka. Mig minnir ađ ţađ hafi gerst oftar en einu sinni. 

Ragnhildur Kolka, 11.5.2009 kl. 23:35

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fleiri punkta takk.

Baldur Hermannsson, 12.5.2009 kl. 08:33

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir

Dásamleg fćrsla Bjarni - ţarna ryđst rithöfundurinn í ţér fram í öllu sína veldi.

Meira svona.

Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir, 12.5.2009 kl. 10:19

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ólína hefur augsýnilega ekki lesiđ A Reader´s Manifesto eftir B.R. Myers. Vona ađ Bjarni geri sig aldrei framar sekan um jafn glćpsamlega stílleysu.

Baldur Hermannsson, 12.5.2009 kl. 11:46

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mađur sem fćddist i kreppunni hefur dágóđan skylming á ţessu sem kallast fátćkt,Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 12.5.2009 kl. 17:47

6 Smámynd: Bjarni Harđarson

kćri baldur - sko - punktar og stórir stafir eru bara hćkjur og ekki notađi jón ţumlungur slíkar doppur mikiđ,- frekast semístrik

Bjarni Harđarson, 12.5.2009 kl. 19:46

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjarni, engin undanbrögđ, ég geri til ţín miklar kröfur af ţví ađ ég hef á ţér mikiđ álit.

Baldur Hermannsson, 12.5.2009 kl. 20:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband