Rómantískasti stađur í heimi

Hótel Valhöll er rómantískasti stađur í heimi.

Ţar sátum viđ hjónakorniđ yfir selöngi og sauđ nú í ljósaskiptunum og horfđum á regnboga sem var ýmist í hennar glugga eđa mínum og rifjuđum upp sögur af skrýtnum bókum og enn skrýtnara fólki sem kaupir ţćr, selöngenum sem drukknađi í ölvesinu, frönskum mel sem býr til betra kaffi en annađ fólk og horfđumst í augu sem grámyglur tvćr.

valholl_mynd_kr_bj.jpg

Viđ vorum semsagt ađ halda upp á 22 ára brúđkaupsafmćli en giftingin er tengd tveimur stöđum öđrum fremur sem eru gamla bćndakirkjan í Hoffelli ţar sem síra Baldur vígđi okkur saman í leyni, Valhöll ţar sem viđ héldum seinna upp á herlegheitin međ okkar fólki, jú og tveir ađrir, svítan á Hótel Höfn og lítil lćkjarsprćna í Álftaverinu en nú er ţetta blogg komiđ á svo persónulegar nótur ađ jađrar viđ úthverfu og snýst í annađ.

Viđ Elín enduđum á ađ tala um húsiđ Valhöll sem er fínna nú en nokkru sinni enda kominn nýr og metnađarfullur vert. Sjálfur hafđi ég fundiđ hálfrar aldar mynd af Valhöll í gramsi og held ađ amma mín Kristín hafi tekiđ. Lćt hana fljóta hér međ en á henni sést hvađ saga ţessa húss er mikil og íslensk.

- Líklega bjargar kreppan ţessu húsi, sagđi konan mín vitra og fagra ţegar hún kvaddi mig til ađ fara í útlegđ á Snćfellsnes minnug ţess ađ Össur og nokkrir ađrir metromenn vilja á ţađ jarđýtu en eru nú blessunarlegas of blankir til.

Smá meira um hjónabandiđ sem byrjađi semsagt hjá séra Baldri Kristjánssyni á vordögum  fyrir 22 árum. Löngu seinna sátum viđ saman í kaffi á Sunnlenska, ég, klerkurinn og Hólmfríđur á Iđu sem var fyrir áratugum vinnukona hjá karli föđur mínum eins og Elín mín seinna, en aldrei ég, og taliđ barst ađ hjónaböndum og Hólmfríđur hafđi orđ á ađ ţetta hjónaband hefđi nú vel dugađ.

- Já, fólk sem ég gef saman skilur aldrei. Ţađ hefur aldrei gerst, sagđi klerkurinn međ pókersvip ţess sem aldrei segir nema satt.

- Nú ţađ er merkilegt, sagđi ég og varđ búralegur af ţví hvađ ég hugsađi mikiđ en bćtti svo viđ eftir svotla stund: Ţú ćttir eiginlega ađ auglýsa ţetta Baldur og fá ţannig til ţín fleiri hjónavígslur!

Ég man ađ ţađ kom löng ţögn en á međan varđ ég ţess áskynja ađ Hólmfríđur sem er úr Tungunum eins og ég og ţví hrekklaus sál samsinnti ţessari uppástungu. En Baldur varđ sífellt dularfyllri í framan og laumađi svo út sér:

- Eruđi vitlaus. Hver heldurđu ađ vilji svona hjónaband nútildags...


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđrún María Óskarsdóttir.

Skemmtileg frásögn.

Til hamingju međ brúđkaupsafmćliđ til ykkar hjóna.

Ţingvellir eru einstakur stađur en sjálf gifti ég mig einmitt ţar og hélt veislu međ nánustu í Valhöll, en sökum ţess er stađurinn rómantískur , tek sannarlega undir ţađ.

kv.Guđrún María.

Guđrún María Óskarsdóttir., 25.5.2009 kl. 01:13

2 Smámynd: Hrönn Sigurđardóttir

Bjarni! Ţú ert einstakur - (hér mundi ég setja hjarta ef ég vćri ekki hrćdd um ađ Elín kíkti stundum á bloggiđ ţitt)

Hrönn Sigurđardóttir, 25.5.2009 kl. 08:39

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Láttu vađa Hrönn! Hvernig dettur ţér í hug ađ Elín fari ađ skođa bloggiđ hans Bjarna?

Árni Gunnarsson, 25.5.2009 kl. 12:01

4 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Til hamingju međ daginn

Ísleifur Gíslason, 25.5.2009 kl. 13:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband