Hamingjusamur og skjögrandi bóksali

Það er fátt jafn gefandi og að sofna þreyttur eftir að hafa daglangt bakað vöfflur ofan í ferðalanga. Í gær var ég 11 tíma vakt í búðinni og skjögraði eftir það yfir Austurveginn og líður enn þá ekki ósvipað því sem mér leið þegar ég reyndi á dögunum að ganga á Búlandstind.

Læt hér að gamni fylgja ljósmynd af bóksalanum sem Stefán Karlsson á Fréttablaðinu tók fyrir nokkrum dögum og verður nú varla sagt að fyrirmyndin sé fögur en listræn tök ljósmyndarans bæta það furðanlega...

bjarni2_bokabudinni_stefan_karlsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Gangi bókabúðinni og bóksalanum/vöfflubakaranum allt í haginn. Það eru hvort tveggja göfug störf að höndla með bækur og baka ofaní svanga ferðamenn.

Gunnar Gunnarsson, 31.5.2009 kl. 14:06

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Hitti ensk hjón í fyrradag og þau nefndu að besta kaffið á Suðurlandi hefðu þau fengið hjá ykkur.

Einar Guðjónsson, 31.5.2009 kl. 14:35

3 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Sestu nú bar út í garð og láttu sólina verma þig

Ísleifur Gíslason, 31.5.2009 kl. 14:39

4 identicon

Æ hvað ég var feginn eftir að hafa lesið ástæðuna fyrir skjögrinu.

Þótt ekki sé ég sammála þér í ákveðnu máli, hef ég respekt fyrir þér. Þar að auki finnst mér þú frekar skemmtilegur.

Gleymi ekki útvarpsþættinum um söguskoðun þína á Njálu. Ég ætlaði að springa af hlátri.

Hef verið svo óheppinn,að undanförnu,að aka Austurveginn á lokunartíma. Verð að bæta úr því, því fátt fer betur saman; bækur, kaffisopi og skemmtilegt umhverfi.

Kv.JAT

Jón Tynes (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 15:58

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Næst þegar maður kemur þarna,verðum við að hittast,það verður fljótlega,eða kannski allt er þegar þrennt er/Kveðja og góðar óskir til ykkar/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 31.5.2009 kl. 17:35

6 Smámynd: Magnús Jónsson

Bjarni:Það rifjaðist upp fyrir mér núna í jarðskjálftahrinunni við Grindavík, að fyrir rúmu ári síðan var ég að aka um hamfarasvæðið Selfoss, þegar Bjarni nokkur Harðarson kemur skjögrandi yfir götuna með kassa í fanginu, og þá bjargaði ég þér Bjarni, með því að hætta við að aka yfir þig  , bara verð að fara að kíkja á þessa landsins frægustu bókabúð sko.

Magnús Jónsson, 31.5.2009 kl. 17:46

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bjarni minn. þú ert í mínum huga drengur góður og hefur unnið landi og þjóð gagn.

þú komst að mjög mikilvægu máli að mínu mati með þessu því þú varst að sinna störfum sem mæður og formæður okkar unnu, til að við gætum haft það gott í dag. þær bökuðu og strituðu til að við gætum haft góða framtíð!

Hvað getum við lært af þessu? 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.5.2009 kl. 19:41

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er yndislegt kaffihús og góðir gestgjafara ávallt á staðnum.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2009 kl. 00:15

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Bjarni. Yndislegt að heyra (sjá) karlmann lýsa því yfir að hann sé hamingjusamur. Mér hefur alltaf fundist karlmenn hræddir við að tala svona. Hvað þá að viðurkenna að þeir skjögri  af þreytu eða bara yfirhöfuð  þú ert sér á parti það er hverju orði sannara. kveðja til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 1.6.2009 kl. 00:26

10 identicon

Ég get tekið undir það að kaffið er frábært og vöfflurnar hreinasta lostæti!!

Takk fyrir mig.

marco (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband