Einokunin og endaleysan

Ég verð alltaf hálfvegis tómur innan í mér yfir morgunkaffinu dagana sem það er enginn Moggi og lýsir nú hversu háður er ég þessu mikið vonda blaði. Sumir bíða þess einfaldlega aldrei bætur að hafa verið aldir upp með þessum fjanda!

Í morgun varð þetta til þess að ég las frekar sunnudagsmoggann aftur og fór þá yfir tvær greinar sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Þær eru hlið við hlið og líka hægt að lesa þær hér.

Björn Stefánsson: Keppinautum útrýmt

Benedikt Lafleur: Einn gjaldmiðill og heimur án peninga

Björn lýsir á raunsæjan en hófstilltan hátt því sem hefur gerst á undanförnum árum í einokunarhagkerfi okkar Íslendinga. Vantar reyndar í greiningu Björns að þessi einokun er keyrð í gegn með ofurskuldsetningu atvinnulífsins. Benedikt túlkar snilldarlega þann hugsunarhátt sem þarf að vera fyrir hendi til að slík alger einokun komist á um veröld alla og bágt að gera sér grein fyrir hvort skáldið er hér að hæðast að ESB-sinnum eða einfaldlega hreinskilinn og heitur í trú sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Ég gerði það sama, alveg ómögulegt að fá Moggan á laugardagskvöldin. Ég renndi yfir hann aftur með morgunkorninu, og sjá þessar tvær greinar vöktu líka athygli mína. Björn með kjarnyrta og velsamda grein um verslunareinokuna og fábreytnina í þeirri grein. Síðan útópíska sýn Benedikts um eitt ríki, eina mynt, eina þjóð. Hvar er fjölbreytnin það?

Sigurbjörn Svavarsson, 1.6.2009 kl. 11:09

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Framsóknarmennskan byggðist upp á einokunarverslun Bjarni.. kaupfélögin og SIS í fararbroddi..  það er ekkert skrítið að þið hræðist ESB því í ESB er bannað að vera með einokun !

Óskar Þorkelsson, 1.6.2009 kl. 12:32

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Óskar, framsóknarmennskan sem þú nefnir svo, átti sér forsögu.  Á seinni hluta 19 aldar var danska kaupmannaveldið allsráðandi hér á landi, og það var þá sem innlendir aðilar fjölmargra byggðarlaga stofnuðu innkaupafélög þeim til höfuðs - sem síðar urðu kaupfélög. 

Danski kóngurinn  gaf á þeim tíma út verslunarleyfi til ýmissa plássa á landsbyggðinni, og sá gamli mátti eiga það að þar hyglaði hann ekki sérstaklega sínum dönsku og norsku þegnum sem sátu einir að íslenskri verslun þótt einokunarverslunin svonefnda væri löngu aflögð.

Sú staðreynd að SÍS varð síðar einokunaraðili í viðskiptum kemur þessari upphaflegu "framsóknarmennsku" ekki við; kennir okkur bara einfaldlega að varast hringamyndanir og stórveldi í viðskiptum.  

Hver fyllti svo valdatómið eftir fall SÍS?  Er sagan dæmd til þess að endurtaka sig?

Kolbrún Hilmars, 1.6.2009 kl. 16:33

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég þekki söguna ágætlega takk fyrir Kolbrún !

Óskar Þorkelsson, 1.6.2009 kl. 16:54

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Óskar, ertu þá bara að spila á vanþekkingu annarra?

Kolbrún Hilmars, 1.6.2009 kl. 17:12

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nei kolbrún, þetta er mín túlkun á því hvernig sagan endurtekur sig.. og danir voru sko ekki okkar verstu óvinir heldur bændur þess tíma. Stórbændur einokupu verslunina og drápu þá sem ekki hlýddu.. Danir hinsvegar urðu fórnarlömb sögunnar því í einokunarverslunni þá versluðu enskir hér til hægri og vinstri.. en bara til sótbænda því almúginn var drepinn eða refsað harðlega ef hann vogaði sér að versla eitthvað á hagstæðum kjörum.. þetta endurspeglaðist svo í SIS og kaupfélögunum..

ESB kæmi í veg fyrir svona framsóknarviðskiptahætti !! 

Óskar Þorkelsson, 1.6.2009 kl. 17:35

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

stórbænda á að standa þarna, lyklaborðið er á síðsutu lyklunum :)

Óskar Þorkelsson, 1.6.2009 kl. 17:35

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

  Óskar, það voru íslensku bændurnir sjálfir sem versluðu "svart" við enska og hollenska og dönsku einokunarkaupmenninrnir sem veifuðu vopnum sínum til þess að koma í veg fyrir þá ósvinnu.  Þessir stórbændur voru nú reyndar bara kotbændur í dönskum skilningi; danska kaupmannastéttin og embættismenn kóngsa réðu öllu hérlendis.

Hvaða sögubækur hefur þú eiginlega lesið?   

Kolbrún Hilmars, 1.6.2009 kl. 18:05

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er gott að þér er skemmt Kolla.. ég ælta ekki að fara útlista hvaða bækur ég hef lesið um ævina enda eru þær orðnar svo margar að ég hef ekki tölu á þeim.. en þú opinberarðir menntahroka Kolla sem er afskaplega slæmur ef menn ætla að ræða hlutina af skynsemi.. eigðu góðan dag og huggaðu þig við sögubækurnar þínar.. vonandi hefuru samt endurnýjað kunnáttu þína í sögunni síðan í menntaskóla.

Óskar Þorkelsson, 1.6.2009 kl. 18:36

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Óska þér líka góðs dags, Óskar    

Kolbrún Hilmars, 1.6.2009 kl. 18:46

11 identicon

Óskar geturðu sagt mér hverning á þvi stóð eftir að Kaupfélag Skaftfellinga var lagt niður þá kostaði klaufhamar kr.1800/- á Selfossi á sama tíma kostaði samskonar hamar í Vík kr.2400/- þá kostaði sláttuvélablað í Slátturþyrlu kr.60/- á Selfossi en kr. 84/-í Vik. Varla var fluttningskost. svo mikill. Í gær keypti konan mín brauð á Selfossi á kr.179/-samskonar brauð er nú auglýst í Kjarval í vík á tilboðsverði kr.279/-Hægt væri að nefna mikið fleirri dæmi.Óskar þú ættir að kynna þér betur sögu Samvinnuhreyfingunar.

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 19:15

12 identicon

Félagi Bjarni !

 "Háður þessu mikið VONDA blaði"

 Átti ekki að standa þarna " mikið VANDAÐA blaði" ??!!

 Reyndar hefur Mbl., sett skelfilega niður við starfslok Styrmis & Matthíasar.

 Nýr ritstjóri með óskiljanlega fálmkenndar villukenndar skoðanir um ágæti ESB.

 Nýir eigendur Morgunblaðsins ættu að bjóða Ólafi Stef., starfslokasamning !!

 Skrif hans um ESB., hinsvegar - sem betur fer - vita vonlaus - eða sem Rómverjar sögðu.: " Ab asino lanam" - þ.e."Reynir að ná blóði úr steini" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 20:08

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einokunartilburðir Kaupfélaganna báru nú sjaldan árangur lengi. Það sem er rétt í þessu máli er hinsvegar það að í landbúnðarhéruðum þróuðust ekki að ráði verslanir í samkeppni við samvinnufélögin því afurðasalan var á höndum þeirra og margir viðskiptavinirnir voru fegnir að fá úttekt allt árið í reikning því ekki voru allir skuldlausir um áramót.

Stofnun samvinnuhreyfingarinnar var vorkoma í sveitum þessa lands. Hún var stofnuð til mótvægis við kaupmannaverslanir sem margar höfðu algera einokunaraðstöðu og greiddu bændum að geðþótta á tímum örðugra samgangna þegar bændur áttu þess engan kost að koma sláturfé um langan veg í von um betri verð. Kaupmannastéttin var að sjálfsögðu ekki einsleit hjörð og fjölmargir kaupmenn reyndust sínum viðskiptavinum vel. Og kaupamannastéttin kom í stað einokunarverslunar sem enginn ætti að mæla bót. Og ekki kannast ég við sögur af því að stórbændur hafi óáreittir verslað mikið við enska og hollenska kaupmenn. Finnst líklegra að um "sótbændur" hafi verið að ræða eins og einn bloggari hér að ofan misritaði svo kátlega. 

En samvinnufélögin-Kaupfélögin urðu smám saman innri spillingu að bráð eins og jafnan verður þar sem klíkur myndast utan um vörslu mikilla verðmæta. Það var illa því vissulega voru þessir verslunarhættir byggðir á jafnréttisgildum og samvinnu um viðskipti þar sem lýðræðisleg vinnubrögð voru viðhöfð við kosningar stjórna og endurskoðenda.

Hagkvæmni stærða er ekki algild og á sín mörk. Það sannast held ég nokkuð vel í dag en ég ætla mér ekki lengra í þann sálmasöng að sinni.

Árni Gunnarsson, 1.6.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband