Davíð, AGS og ESB svo...

Í fréttum af samskiptum Davíðs Oddssonar og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í gær var aðalatriði hvort seðlabankastjórinn hefði farið út fyrir valdsvið sitt, hvort hann hefði verið kurteis, hvernig Ingibjörgu Sólrúnu hefðu líkað viðbrögð hans o.s.frv.

Allt voru þetta fréttir sem tengdust hinni nýju bók Guðna Th. Jóhannessonar sem verður vissulega spennandi að koma höndum yfir.

Vonandi finnum við þar efnislega umræðu um viðbrögð Davíðs sem hafði hárrétt fyrir sér á þessum tímapunkti. Við áttum aldrei að hleypa Alþjóða gjaldeyrissjóðnum hingað inn. Á sínum tíma gengu agentar sjóðsins með Vilhjálm Egilsson fremstan í flokki milli þingmanna og töluðu fyrir því að allir yrðu nú að leggjast á eitt svo Davíð yrði beygður í þessu máli.

Svo kom Ingibjörg heim frá New York og sagði kokhraust í samtali við Moggann; AGS fyrst, ESB svo...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er fólk ekki að átta sig betur og betur á þvi að Davíð Oddsson var ekki sökudólgurinn í þessu máli öllu saman? Hann var ekki sá vanhæfi. Líklega voru þeir sem stjórnuðu seðlabankanum á þeim tíma sem flugumenn VG og Samfylkingarinnar voru að berja þá út með pottum og pönnum ekkert minna hæfir en þeir sem nú á að fara að ráða?

Ingibjörg Sólrún og Össur létu pólitík ráða för þegar andstaða þeirra við Davíð Oddsson var með hvílíkum ósköpum að sprengja þurfti ríkisstjórnina.

Það eru að renna tvær grímur á Steingrím J. og Jóhönnu. Það er óttasvipur á andliti þeirra. Þessir vikulegu fréttamannafundir virðast nú heyra sögunni til. Jóhanna lætur ekki ná í sig nema endrum og sinnum. Össur boðar til sumarþings sem á að snúast um ESB aðild, en er svo mest á Möltu að ræða ESB þar. Hefði utanríkisráðherra nú ekki verið hollt að halda sig heima við meðan hlutirnir eru eins og þeir eru hérna þessa dagana? 

joi (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 10:41

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þótt vissulega sé þetta IMF prógramm helvískt, tel ég að það hafi verið okkar eina leið. þrátt fyrir margar tilraunir tókst hvorki Seðlabankanum, né öðrum bönkum að slá lán annars staðar.

Mistökun voru hins vegar þau að fara ekki í fjandans prógrammið strax, á fyrsta degi, heldur en að humma það fram af sér eins og gert var.

Brjánn Guðjónsson, 3.6.2009 kl. 10:58

3 identicon

   Thid framsoknarmenn berid gridarlega sidferdislega abyrgd a thessu hruni. Thid satud vid stjornvoldin.Thid setud leikreglur.Thid letu vini og vandamenn fa eigur thjodarinnar fyrir slik, thessi hopur manna hefur gjorsamlega rustad thessum verdmætum vegna hofsamlegra fjarfestingastefnu (vegna grædgi ) og tekid saklaust folk med ser i svadid. Thad hefur aldrei  verid neitt gagnsæi i thessu vidskiptum,en verid stutt af stjornmalamonnum og embættismonnum .. vid hofum buid vid grimmt klikuveldi  og thid framsoknarmenn skammist ykkar ekkert fyrir ad hafa rustad einu rikasta samfelagi veraldar ....

forvitinn (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 11:05

4 identicon

Hugsanlegt er að einhverju hefði verið bjargað ef AGS hefði komið strax að málunum. Það hefði forðað hryðjuverkalögunum og hinu algjöra hruni fjármálakerfisins sem varð í kjölfarið. Ákvörðunarfælnin varð þess hins vegar valdandi að AGS var tekið inn þegar engu var við bjargandi.

Eins og staðan virðist vera í dag blasir við að prógrammið hjá AGS er verra en að lýsa því yfir að við munum ekki borga skuldir óreiðumanna.

Ógæfa Íslands er ákvörðunarfælni Geirs Haarde, veikindi Ingibjargar sem bundu hana á sjúkrabeð og ósamstæð ríkisstjórn. Prófessornum finnst ekki koma til greina að fylgja þeirri dauðans leið sem AGS leggur til. Skárra er að sigla sinn sjó en að rústa landið.

Það versta er samt dejá vu - Þessi ríkisstjórn hefur enga áætlun frekar en hin fyrri. Ráðherrarnir hlaupnir í felur og í stað þess að stappa stálinu í þjóðina er jarmað allan liðlangan daginn hvað þetta sé rosalega erfitt!

Bók Guðna er fagnaðarefni - fínn sagnfræðingur og vel skrifandi.

Prófessor Mambó (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 11:09

5 identicon

Eru þið með gúbbífiskaminni eða hvað - ENGIN vildi lána okkur krónu NEMA við leituðum aðstoðar sjóðsins.  Öll ríki lokuðu á okkur enda sögðu þau að vitleysan og ruglið hérna SEM OG ÓSTJÓRN peningamála væri yfirgengilegt og ÞESS VEGNA YRÐU UTANAÐKOMANDI að koma inn!!!!

Eins ömurlegt og það nú er þá er þetta staðreynd og ferlegt að "hlusta" á þokkalega vel gefið fólk bulla svona.

Óstjórn stjórnvalda og linkind við vini og vandamenn leiddu okkur þangað sem við erum stödd í dag.  Að grafa hausinn í sandinn seinkar bara batanum og ég held að menn ættu að skrifa hjá sér ýmislegt bara svona svo hentugur alzhimer taki nú ekki algerlega völdin. 

Margrét (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 11:15

6 identicon

Vil svo bara bæta við til ykkar framsóknar- og sjálfstæðismanna að það

VORU ÞIÐ SEM KOMUÐ OKKUR Í ÞESSA AÐSTÖÐU!!!

Því fyrr sem þið hættið þessum andskotans sandkassa og störuleik því fyrr komumst við sem þjóð uppúr þessari gröf sem þið grófuð okkur.

Margrét (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 11:19

7 identicon

Liði okkur ekki betur ef Davíð væri forsætisráðherra? HAnn skortir ekki reynsluna.

Palli (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 11:52

8 identicon

Margrét, X-B og X-D bjuggu ekki til kreppuna. Það er meira en 20 ára síðan X-D hafði bankamálaráðuneyti. X-D & X-B leiddu þjóðina í gengum mikla hagsæld en misstu síðan völdin og aðrir tóku við! Þú veist hvernig fór.

Palli (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 11:56

9 identicon

Ef Davíð hefði bara fengið að loka landinu þá væri allt í lagi hér. Hann átti að harðlæsa landinu og ekki hleypa neinum sníkjudýrum frá IMF hingað. Sú ákvörðun að fá þá olli kreppunni. Allt sem Davíð gerði var rétt. Við sjáum það betur og betur hvað það var vitlaust að grípa ekki tækifærið í haust og gera Davíð að einhvers konar yfir-ráðherra. Það hefði valdið einhverri úlfúð í útlöndum þegar hann neitaði að borga skuldir útrásarvíkinganna en þar sem hann nýtur virðingar og aðdáunar á alþjóðavettvangi hefði alþjóðasamfélagið fljótt séð að annað gátum við ekki gert. Ef Davíð hefði fengið að ráða væri kreppan hér að mestu búin og við nytum aðdáunar umheimsins fyrir okkar frábæra leiðtoga en værum ekki aðhlátursefni.

Rotari (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 12:17

10 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég sé, að þú ert mikill trúmaður nafni minn.

Að ætla (trúa) að efnisleg umræða verði í bók Guðna Th um hrunið er líklega svipað og trúa að Munchäusen hafi í RAUN náð sér upp á hárinu og með klárinn í klofinu.

 Ég áttaði mig samstundis og hann upplýsti að hann hefði undir höndum SMS skilaboð og E-mail sem gengu milli ISG og Geirs.

Hvaðan ætti hann hafi fengið þessi gögn?

Gæti það verið frá Geir?  Tæplega -ef miðað er við hvernig hann afgreiddi hann í viðtalinu í gærkveldi.

Þá er bara einum til að dreifa, nefnilega ISG.  Það er ætíð sniðugt, að skrifa  söguna um það sem sjálfur kemur að .

Þetta vita Kanar og fylgifiskar þeirra mæta vel.

Annars er svo, að seint munu menn tilbúnir til að skoða hvað var rétt og satt í þessum efnum, til þess eru þeir enn of ráðríkir og frekir til fjörsins sem voru aðalleikarar í Leikunum að Jörfa og dansinum sem fylgdi eftir.

Ein bók hefur nú þegar komið út um hrunið og er eftir Ólaf Arnarsson sem fékk ekki byr innan Flokksins en betri viðurgjörning í búðum Jóns Ásgeirs og félaga í FL og grúppíum öðrum.

Hlakka til að skoða þessa nýju bók um hrunið en ég blaðaði í gegnum hina (sem er að mínu mati í boði Baugsverja og fl).  Varla verður bók, gefin út að afli Samfó og félögum eitthvað verri.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 3.6.2009 kl. 12:45

11 identicon

@palli

Nei en þeir, með arfavitlausri peningastefnu, erðu hana hundrað sinnum verri en annars hefði orðið, m.a., afnám bindiskyldiu á erlendar inneignir, lokuðu augunum fyrir hættunni af Icesave, afnámu alls konar eftirlit og reglur með krosseignartengslum,  og bara almennt létu hér allt reika á reiðanum.  Þeir leyfðu mönnum að hreinlega ryksuga landið, banka og sjóði, og snéru bara blinda auganu enda voru þetta nánast allt "bestu vinir" þeirra.

Davíð Oddsson, framdi í raun stærsta glæpinn, afnam bindiskyldu á innlán íslenskra banka erlendis og hundsaði ALGERLEGA viðvaranir ALLRA erlendra banka og stofnana um hættuna af Icesave.  Fyrir nú utan að í einu af sínu frægu æðisköstum, lokaði hann Þjóðhagsstofnun, sem sennilega hefði getað séð þetta fyrir allt saman og sett honum stólinn fyrir dyrnar áður en ruglið og eftirlitsleysið náði hér hámarki.

Margrét (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 13:17

12 identicon

Það á að dreifa athyglinni frá Íslensku þjófunum og ESB kjaftæðinu. Baugsundrin virðast enn hafa leppa til að vinna fyrir sig. Nú eru þeir búnir að tjá sig Ólafur og Guðni, en hvað með Hallgrímur Helgason sem er á launum hjá VG og Illuga Jökulsson eru þeir stykk frí hjá Baugsundriðnum, þeir fengu nú aldeilis útrás í geðsveiflum sínum skrifuðu níð um Davíð sem vert væri að takka saman í eina bók, þeir gætu önuglega glatt þá feðga Jón og siðspilta son hans.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 13:20

13 identicon

@igurbjörg

Alveg sammála þér - alveg ótrúlegt hvað þetta lið hefur enn mikið af liðsmönnum!  Bjöggarnir ekki síður en Jón Ásgeir, Ólafur Ólafsson og hvað þetta lið allt heitir.  Sjáðu bara til að ENGIN verður dæmdur fyrir eitt né neitt. Fjármálaeftirlitið leyfði ALLT - svo lengi sem þetta væru sömu mennirnir og vinir þeirra.

Margrét (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 13:36

14 identicon

IMF var rétt - vinnubrögðin síðan, röng!

-sigm. (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 14:05

15 Smámynd: Haraldur Baldursson

ISG, Björgvin G. (sem enn hefur ekki kynnt sér hvaða ábyrgð Viðskiptaráðherra hefur)  og Össur ásamt Gordon Brown og AGS þvinguðu Geir til illra verka. Þar liggja stærstu mistök Geirs, að hafa látið þvinga sig til að hleypa þessum ræningjum inn.
ISG og co. er svo blindað af ESB ást, að það virðist hafa verið leikur einn að snúa þau til þægðar....það eina sem þurfti að gera var að hræða þau um að ESB vildi okkur ekki, nema....

Haraldur Baldursson, 3.6.2009 kl. 16:45

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér þykir nú alveg með ólíkindum ef fólk ætlar að fara að mæra frekjuköst Davíðs Oddsonar - hvort sem þau beindust gegn AGS eða öðrum.

Maðurinn er náttúrulega búinn að vera stjórnlaus í mörg ár og löngu orðið tímabært að hann hyrfi af vettvangi.

Hugsaðu þér ef Davíð hefði haft vit á að hætta áður en hann varð seðlabankastjóri. Þá yrði hans minnst í sögunni sem manns hvurs valdatíð var nokkuð vel heppnuð. Í staðinn verður hans minnst sem mannsins sem líkti sér við Jesú um leið og fólk flissar góðlátlega að vitleysunni í honum.

Hrönn Sigurðardóttir, 3.6.2009 kl. 23:04

17 Smámynd: Sigurður Jónsson

Samfylkingin er ótrúlegur flokkur. Skilyrðin sem hún setur til að koma þjóðinni til bjargar eru: Látum AGS ráða og stjórna og göngum í ESB og afhendum þeim landið.

Sigurður Jónsson, 4.6.2009 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband