Síðbúinn ice-save æsingur

Skuldaklafar komandi kynslóða eru ekki til að gera lítið úr þeim. Langt því frá. En þegar menn tala hver í kapp við annan eins og undirritun Icesave samninganna hafi verið slys og landráð þá verður allavega að viðurkennast að það voru landráð sem voru mjög lengi í undirbúningi. Strax í upphafi þessa máls lagði enginn fjórflokkanna í að halda fram þeirri stefnu að við ættum raunverulega að gefa bretunum puttann (þó núverandi utanríkisráðherra hafi reyndar gert eitthvað í þá veruna í hita leiksins.) Það var í raun og veru enginn til í að taka undir með gamla manninum uppi í Seðlabanka að við ætluðum ekki að borga skuldir óreiðumanna - og við hverju var þá búist. Að við sætum eins og herraþjóð yfir Bretum...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hlustið hér....

Mokið ykkar flór



 ...ekki ráðast á fólkið sem "mokar flórinn"?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.6.2009 kl. 20:56

2 identicon

Félagi Bjarni !+

 Að greiða skuldir er eitt.

 Að hafa ráð á að greiða er annað.

 Ef engar greiðslur af Icesave láninu næstu 7 árin ( eins og samningurinn leyfir ) - verður upphæðin á núverandi gengi komin í 960 milljarða eftir þessi 7 ár !

 Sem sé, " litlar 12 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu !

 Sá " græni" Steingrímur J., sagði í október s.l. ; " Uppreisn ef Íslendingar yrðu látnir greiða" !

 Já - UPPREISN ! Sannur Doktor Jekel og Mr. Hyde !!

 Geta börnin þín og barnabörn greitt þessar níu hundruð og sextíu  MILLJARÐA ??

 Þú og " Kalli Sveinss.," löngu komnir undir " græna" torfu þegar Icesave skuldin fullgreidd !!

 "Gamli maðurinn" í Seðlabankanum sagði sannleikann.: " Við æltum ekki að borga skuldir óreiðumanna"

 Nú sprenghlæja útrásar- ÚLFARNIR í grenum sínum í útlandinu -en íslensku þjóðinni blæðir - um ótalmörg ókomin ár.

 Ofangreint ritað frá dýpstu hjartarótum

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " Ab imo pectore" - þ.e. " Frá hjartarótum" ! 

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 21:03

3 identicon

Þetta er hræðilegt allt saman. Við vissum að það þyrfti að semja um þetta en höfum fengið svo misvísandi fréttir af þessu máli. Héldum að þegar upp væri staðið þá yrði þessi upphæð mun lægri. Af hverju eru þeir sem báru ábyrð á Icesave látnir vera? Af hverju er ekki búið að handtaka þetta fólk? Klúður eða klíka ? Fólk spyr sig......

Ína (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 21:09

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Báru Bretar enga ábyrgð? Brást ekki eftirlit þeirra? Beittu þeir ekki ólögum til að kúga fram þessa niðurstöðu? Settu lög eftirá til að skikka okkur til þessa? Er eitthvað löglegt og sanngjart við þetta? Berum við ábyrgð á tryggingasjóði inneigna? Er það siðlegt og sanngjart af IMF að grípa inn í þetta, sem þeim kemur ekkert við og hóta að svelta okkur ef við göngum ekki í snöruna. Er einhver glóra í 5.5% vöxtum á meðan stýrirvextir í bretlandi eru í 0.5%.  Eigum við að borga meira en meinta skuld? Miklu meira, þegar upp er staðið? Margfalt meira?

Ert þú nú gengin í lið hryggleysingjanna?  Er ekki sami rassinn undir þér og öllum hinum, þrátt fyrir gorgeirinn?  Lúffum fyrir öllu, styggjum ekki neinn. Hvernig heldurðu að við hefðum unni þorskastríðin með svona drullupokaviðhorfi.

Hafðu vit á því að þegja Bjarni, þegar ekki er leitað álits frá þér.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.6.2009 kl. 21:32

5 identicon

Þetta var ofur einfalt: Þetta átti að fara dómstólaleiðina í byrjun, eins og tíðkast hjá siðmenntuðu fólki. Sé um aðvarlegan ágreining að ræða verður að fara þá leið. Sá sem þetta skrifar hér þurftir að fara og leysa einkamál undir kanadískum dómsstól.  Þurfti þor og dug til. Fékk farsælan endi.

Vanhæfi og ábyrgðarleysi hrunstjórnarinnar nú í haust varð til þess að dómstólaleiðin var ekki farin. Vantaði þor og dug. Það var ákveðið gegn vilja fólksins að undirgangast ofbeldi og kúgun Breta og annarra Evrópumanna. 

Sé þetta umorðað aðeins fyrir þá sem enn átta sig ekki á þessu eru dómstólar oft eina leiðn til þess að rétta hag þess sem er minni.  Það á við í þessu tilfelli; við erum minni hér, smáríki  - gegn risanum EB.

Það sem er jákvætt í þessu að er að nú höfum viuð fengið forsmekkinn af því sem bíður okkar ef við göngum inn í Evrópusambandið og ég tel að þetta muni hafa töluverð áhrif hér þegar og ef gengið er til atkvæðagreiðslu um inngönguna. 

Kveðja.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 22:37

6 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Voru þetta ríkisbankar?

Jón Á Grétarsson, 7.6.2009 kl. 22:54

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bjarni. Ég er sammála þér.

Kalli. þú lítur út fyrir mér eins og hagfræðingur sem skilur bara tölur en ekki siðmenntaða og mannlega þáttinn í þessu máli.

Miðað við stöðuna í dag veit líklega enginn betri lausn nema bara hér á blogginu án ábyrgðar sinna orða.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.6.2009 kl. 00:01

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ríkisstjórnin hefur sýnt eindæma ábyrgðar- og úrræðaleysi í þessu máli sem reyndar flestum öðrum málum.

Dómstólaleiðin var hin eina rétta en Ríkisstjórnin valdi að fara leið heigulsins.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.6.2009 kl. 01:00

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Nei aðalmálið var að reka einn mann úr Seðlabankanum með því átti allt að reddast hér á landi, eins fáránlegt og það nú er... og orð hans um óreiðuskuldir ekki meðferðis í því sambandi.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.6.2009 kl. 02:19

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hé smá reality check frá honum Ívari Pálssyni vini mínum, sem sýnir hverslags helför þetta er:

"Ein prósents fall í gengi krónunnar hækkar Icesave skuldina um 6400 milljónir króna. Því mun ríkið verja krónuna út í eitt, en vissan um það lætur spekúlantana græða á niðurgreiddum gjaldeyri þar til gjaldeyrisvarasjóðurinn klárast."

Við skulum vona að ékki vilji svo ólíklega til að krónan falli. Vonum svo líka að spekúlantarnir taki sér frí í næstu sjö ár. 

Jón Steinar Ragnarsson, 8.6.2009 kl. 04:01

11 Smámynd: Ívar Pálsson

Bjarni, það er rétt að enginn stjórnmálamannanna sem töluðu gegn Icesave treysti sér í bardagann þegar upp var staðið. Þá stæði hann einn og óvarinn, ekkert ESB, engin fín staða, engir stórir flokkar, bara hann og sannfæringin sem hann átti að fara eftir um það hvað væri rétt og rangt. En reyndin er sú að hann gerir rangt!

Hefur enginn tekið eftir því hvað þrjár síðustu ríkisstjórnir (hrunstjórnirnar þrjár, Urður, Verðandi og Skuld), eiga sameiginlegt? Jú, Samfylkinguna!

Ívar Pálsson, 8.6.2009 kl. 17:29

12 identicon

„Hafðu vit á því að þegja Bjarni, þegar ekki er leitað álits frá þér.“

Nú ætla ég ekki að segja: „Hafðu vit á því að þegja, Jón Steinar, þegar ekki er leitað álits frá þér.“ Hitt er morgunljóst að maður sem telur að þeir sem ekki eru honum sammála ættu að halda sér saman er hvorki lýðræðissinni, unnandi málfrelsis né þeirrar skoðunar að til að mannlífið verði gott þurfi fleiri en eina ríkisskoðun. Það er út af fyrir sig skoðun. En lýsir ekki stórmennsku. Má í því sambandi minnast mannsins sem sagði: „Þótt mér finnist skoðanir yðar fáránlegar er ég reiðubúinn til að verja rétt yðar til að setja þær fram.“ En með málflutningi eins og hér að framan stimplar téður Jón Steinar sig út úr samræðum skynsamra manna þótt ég vilji svo sem ekki ganga svo langt að kalla viðhorf hans „drullupokaviðhorf“ eins og hann orðaði það af fádæma smekkvísi. En það flýgur víst hver eins og hann er fjaðraður.

Tobbi (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 18:49

13 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég hef frá upphafi verið fylgjandi því að við létum reyna á dómstólaleiðina og fagnaði því mjög þegar ríkisstjórn Geirs Haarde samþykkti að veita fé til málarekstursins. Úr því varð svo ekkert og mætti segja mér að þar hafi einu sinni enn afarkostir Samfylkingarinnar komið í veg fyrir að Íslendingar gætu borið hönd fyrir höfuð sér. Nú hef ég enn einu sinni tækifæri til að segja mitt álit.

Ég vil að þessi hrikalegi landsölusamningur verði borinn undir þjóðaratkvæði og skrifaði því undir Facebook áskorunina. Ríkisstjórnin er að skuldbinda íslensku þjóðina í þrælkunarvinnu næstu 15-20 árin, þ.e. ef þjóðin rís þá nokkurn tíma aftur á fætur.

Ég veit að þú skilur það Bjarni, að þetta er bara enn ein leiðin sem þessir nýlenduherrar beita til að komast yfir auðlindir okkar. Á hnjánum förum við nú inn í ESB og sjáum orkuþyrstum Evrópubúum fyrir ljós og hita um ókomna tíð.

Við eigum fyrir því að fá að æsa okkur í þetta síðasta sinn.

Ragnhildur Kolka, 8.6.2009 kl. 21:59

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tryggingasjóður innstæðueigenda var aldrei rekinn með ríkisábyrgð, heldur var heili tilgangurinn með honum að dreifa ábyrgðinni á bankakerfið sjálft. Í samevrópskum reglum um innstæðutryggingar er meira að segja lagt blátt bann við því að innlegg í slíkan tryggingasjóð séu í formi ríkisábyrgðar, og útrgeiðsluskyldan nær eingöngu að því marki sem eignir sjóðsins hrökkva til. Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands má svo finna eftirfarandi klausu:

77. gr. Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.
Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.

Það getur því aldrei orðið annað en stjórnarskrárbrot að innheimta af okkur skatta og nota þá til að standa undir ríkisábyrgð vegna IceSave! En hvert á maður að snúa sér til að kæra ríkisstjórn og Alþingi ef það asnast til að samþykkja þessa vitleysu?

Guðmundur Ásgeirsson, 9.6.2009 kl. 01:15

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Áhugavert innlegg frá þér Guðmundur Ásgeirsson. Stjórnarskrárákvæði hafa bara ekki vafist mikið fyrir stjórnvöldum, í það minnsta ekki í senni tíð. Þessa ályktun mína þarf ég varla að skýra nánar. Og stjórnvaldsábyrgð er hugtak sem nokkuð oft hefur borið á góma en um það virðist gilda sama hugarfar.

Það er sannarlega kominn tími til að Alþingi fari að huga að Landsdómi sem flestir vita af en flestir orðnir úrkula vonar um að verði nokkurntíman meira en skilmerkilegur texti sem þeir sem hér um ræðir eru hættir að hafa áhyggjur af. Það er nefnilega komin á svo sterk samtrygging í stjórnsýslu okkar Íslendinga að þetta hugtak er orðið merkigarlaust í hugum pólitíkusa.

Árni Gunnarsson, 9.6.2009 kl. 15:27

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ágæti Bjarni, ef ég vissi ekki að þú ert stundum einskipa gæti ég freistast til að halda að í þér væri smá púki og þú hefðir gaman af að æsa fólk upp.

Sigurður Þórðarson, 9.6.2009 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband