Allir á Heimssýnarfundi í dag

„Þátttaka almennings í baráttunni gegn ESB aðild skiptir öllu máli,“ segir Bjarni Harðarson gjaldkeri Heimssýnar í samtali við Skessuhorn, hreyfingar sjálfstæðissinna, en samtökin halda opinn baráttufund gegn ESB aðild að Bifrös í dag sunnudag klukkan 16. Þar verða lögð drög að stofnun deilda fyrir Heimssýn á Vesturlandi.Það er jafnframt fundur í Varmahlíð í Skagafirði kl. 15:30.

Sjá meira af viðtali Magnúsar á Skessuhorni við mig hér,

http://skessuhorn.is/Default.asp?sid_id=24845&tId=99&Tre_Rod=001|002|&fre_id=89183&meira=1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Eina leiðin til sjálfstæðis Íslands er að ganga í ESB. Undarlegt að þið gangið til liðs við afturhaldið til að viðhalda arðrán og krónukúgun á íslenskum almenningi. Íslenska valdastétin vill auðvitað ekki ESB því þá missir hún völdin.

Þorri Almennings Forni Loftski, 14.6.2009 kl. 13:25

2 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Þorri, þú hittir naglann í höfuðið, þetta er það sem þeir óttast.

Ingimundur Bergmann, 14.6.2009 kl. 18:55

3 Smámynd: Friðvin Guðmundsson

Ég leit inn á fésið hjá Heimssýn og tengla sem tengjast heimasíðunni og þar blasti eftirfarandi við mér.

“Félagar! Ég bendi á ný samtök Fullveldissinna, Kristnir gegn ESB! Saman getum við rekið rýting í hjarta þessarar ógeðslegu ESB skepnu!”

 

“Munu samtökin m.a. beita sér fyrir því að Íslendingar hætti að fara í ferðalög til ESB landa. Hver sá sem eyðir fé í ríkjum ESB er að hjálpa óvininum í trúaleysingjatrúboði sínu. Fé til efnahagskerfa ESB er fé til karlsins í neðra.”

 

“ESB er and-kristin stofnun sem minnist ekki einu orði á Guð í stjórnarskrá sinni.

Ef við værum í ESB myndum við þurfa að gefa upp þjóðsöng okkar, Ó Guð vors land, fyrir Óðinn til gleðinnar, þar sem ekki er minnst einu orði á Guð Almáttugan.

Þá teljum við að kristin gildi séu það sem samfélag vort þarfnast en ekki ókristnir bjúrókratar í Brussels.

Við erum mótfallin því að farið verði í aðildarviðræður og þjóðin látin kjósa um innlimunarsamninginn. Við viljum minna á að það er ekki víst að þjóðin velji rétt, án þess að við viljum gera lítið úr henni.”

Þetta finnst mér athygluverð heimssýn og minnir margt á hugarfar meðlima í ýmsum samtökum sem þrifust vel í mið og suðurríkjum Bandaríkjanna um miðja síðustu öld.

Friðvin Guðmundsson, 14.6.2009 kl. 19:27

4 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Já þessi barátta þeirra verður ótrúleg tilfinninga upphrópunarræða. Nýjasta er að við þurfum að óttast herskyldu ef við göngum til liðs við ESB skrattann.

Þorri Almennings Forni Loftski, 14.6.2009 kl. 21:01

5 identicon

Hvað halda menna að Evrópusambandið sé ? Einhverskonar góðgerðarsamtök fyrir okkur Íslendinga,ó nei  það er ekki svo.Lýðveldið Ísland verður afskrifað með einu pennastriki,Ísland verður sem hérað í Brusselmafíunni.

Númi (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 23:17

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Þorri: Ef íslensk valdastétt er á móti ESB af því að "þá missir hún völdin" væri rétt að spyrja sig a.m.k. tveggja spurninga:

 - Hvaða völdum þarf hún að afsala sér?
 - Hver fær þessi völd og hvernig er farið með þau?

Svörin eru: Íslensk stjórnvöld afsala sér forræði yfir velferð eigin þjóðar; löggjafarvaldi í fjölmörgum málaflokkum, framkvæmdavaldi að hluta og dómsvaldi að auki.

Völdin flytjast til stjórnarinnar í Brussel.

Kannaðu gangverkið og reyndu að finna eitthvað sem talist getur lýðræðislegt. Lýðræði er ekki til innan ESB. Líttu síðan á hægfara en markvissa pólitíska þróun allt frá Einingarlögunum (1986) til dagsins í dag, síðan framhaldið með Lissabon. Þar er skýr stefna í átt að pólitískum samruna. 

Ef þetta er skoðað, með hliðsjón af atkvæðavægi Íslands í ráðherraráðinu og þinginu, geta menn spurt sig hvort sé betra: Slök íslensk ríkisstjórn eða pólitísk stefna sem stýrt er af Brwon, Merkel, Sarkozy og Berlusconi? Til frambúðar, nota bene!

Innan ESB verður engu breytt með búsáhöldum, sama hversu ósátt við kunnum að verða. Ef við villumst þar inn verða það þau sem ráða, ekki við. Þá er of seint að vakna upp við vondan draum og blóta í hljóði, þá verður ekki aftur snúið.

Haraldur Hansson, 15.6.2009 kl. 11:01

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Friðvin:

Sem stjórnarmaður í Samtökum Fullveldissinna þá verð ég að taka það fram að þessi skrif eiga ekki við samtökin.  Samtök Fullveldissinna eru ekki kristið stjórnmálaafl, þó vissulega séu líklega um 90% félagsmanna skráðir í eivhvern kristinn söfnuð eins og 90% þjóðarinnar (sjálfur er ég ekki kristinn). Trúmál hafa ekki verið borin upp innan samtakanna að neinu leiti.  Ég veit ekki hver hefur skrifað þetta, en fullvissa þig um að þetta er ekki skrifað í nafni samtakanna.

Axel Þór Kolbeinsson, 15.6.2009 kl. 17:44

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Fyrirgefðu, ég las þetta aftur, og líklega er átt við einhver samtök sem heita "Kristnir gegn ESB", en ekki Samtök Fullveldissinna.

Axel Þór Kolbeinsson, 15.6.2009 kl. 17:48

9 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Haraldur: Hef því miður ekki tíma til að svara þér ítarlega. Ég hef starfað í tengslum við ESB og setið fundi hjá Evrópuþinginu og framkvæmdastjórninni bæði í Brussel og Strassborg. Ég geri mér grein fyrir því að ESB er gallað bákn. Allt tal og viljayfirlýsingar t.d. um þátökulýðræði, opna stjórnsýslu og gagnsæi eru oftast hjal eitt. Það er einnig augljóst að miðað við fólksfjölda mun Ísland hafa litið að segja. Samt er það vettvangur sem gæti þróast í jákvæða átt.

En það er betra að vera inni en úti. Ísland hefur ekkert val. Allt er samtvinnað og tími sjálfstæðra smáríkja er liðinn. Við lifum ekki lengi á þjóðernisrómantík. Ég get heldur ekki séð að búsáhaldabarningur hafi breytt miklu hér á landi. Varðandi íslenska valdastétt þá hefur hún hirt og veðsett fiskinn í sjónum. Selt orkuna og landið á útsölu. Og rígheldur í krónuna sem stjórntæki til að skerða kjörin hjá lýðnum án nokkura átaka. Eins og Hannes H hefur margoft skrifað. Valdaklíkan vill ekki samkeppni sem myndi afhjúpa enn frekar vanhæfni hennar og valdníðslu.

Þorri Almennings Forni Loftski, 16.6.2009 kl. 09:45

10 Smámynd: Haraldur Hansson

Þorri: Takk fyrir þetta prýðilega svar.

Það er margt athyglisvert sem þú segir, sér í lagi þegar það kemur frá einhverjum sem telja má innanbúðarmann. Í fyrri hluta svarsins eru fimm áhugaverðir punktar.

  • ESB er gallað bákn
  • Þátttökulýðræði er hjal eitt
  • Opin stjórnsýsla og gagnsæi eru hjal eitt
  • Ísland hefði lítið að segja
  • ESB gæti þróast í jákvæða átt

Það geta meira og minna allir tekið undir gagnrýnina í seinni hluta svarsins. Allt nema eitt: "Ísland hefur ekkert val."  Við höfum alltaf val. Nema ef við erum beitt þvingunum eða ofbeldi af einhverju tagi, sem við fáum ekki varist. Annars er alltaf fleiri en einn kostur í boði, kannski allir slæmir en kostir samt. IceSave málið er dæmi um það.

Ef íslensk valdastétt hefur staðið sig illa þarf að gera betur. Svarið er ekki að framselja fullveldið til Brussel og ganga í Evrópusambandið. Fámennt eyríki, þar sem þjóðin lifir á fisveiðum á hrávöruútflutningi, finnur ekki málum sínum bestan farveg meðal stórra iðnríkja á meginlandinu. Það hefur ekkert með þjóðernisrómantík að gera, frekar raunsæi. 

Það var útgerðin sem veðsetti aflaheimildir og það er ein af afleiðingum græðgisvæðingarinnar. Að fela yfirþjóðlegri stjórn að sjá um stjórnsýslu landsins tryggir ekki betri meðferð á landinu, orkunni eða öðrum auðlindum. Ég hef bara enga trú á því. Í þeim efnum þurfum við að læra að kunna fótum okkar forráð.

Haraldur Hansson, 16.6.2009 kl. 10:26

11 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Hef því miður ekki tíma til að svara. Afsakið ég er byrjaður að svara. Vil leiðrétta að ég er ekki innanbúðarmaður hjá ESB. Tek einnig fram að ég er ekki ESB trúarmaður, þá hef ég hitt hér á landi og hugnast ekki

Í störfum mínum fyrir sjálfstæð samtök (NGO) í Evrópu hef ég þurft að hafa samskipti við framkvæmdastjórn ESB og unnið að ýmsum málum með og fyrir Evrópuþingmenn. Þess vegna er ég mjög gagnrýninn og því er ekki alveg að marka mig. Sjónarhorn mitt er krítískt ef eitthvað er. Ég er ekki efni í skotgrafarhernað í þessum málflokki. Eins og þú veist eru margir innan ESB einnig gagnrýnir m.a. vegna hægagangs og skrifræðis. Sérstaklega skorts á ákvörðunarvaldi heima í héraði.

Fjarlægt miðstýringarvald hefur sjaldan gefist vel. Yfirþjóðlegt eður ei. En nágrannaþjóðir verða núorðið að vinna saman.

En einmitt þessu stefnir ESB að því að breyta a.m.k. í orði.

Ef ESB þróast í rétta átt gæti það aukið staðbundið ákvörðunarvald og sjálfstæði héraða og landsvæða sem voru jafnvel sjálfstjórnarsvæði áður en hin nýtilkomnu þjóðríki komu til sögunnar og lögðu allt landið undir sig. Ef þeir sem starfa og þekkja til á vettvangi fá að koma nálægt ákvarðunartökum gæti það orðið Íslendingum í hag varðandi sjávarútvegsmálin t.d.

ESB er ennþá í mótun og mönnum greinir á hvert stefna skal.

Þorri Almennings Forni Loftski, 16.6.2009 kl. 11:15

12 Smámynd: Haraldur Hansson

Þorri, takk fyrir ágæt skoðanaskipti.

Ég ætlaði að hafa "innanbúðarmaður" innan gæsalappa, enda átti ég meira við "þekkir til". Sjálfur hef ég setið ráðstefnu í stóra ESB húsinu í Brussel fyrir hönd Íslands, en tel mér það ekki til tekna í umfjöllun um Evrópusambandið. Þú virðist hafa verið í talsvert meira návígi.

Aftur kemur þú með punkta:

  • Hægagangur og skrifræði
  • Skortur á ákvörðunarvaldi heima í héraði
  • Fjarlægt miðstýringarvald hefur sjaldan gefist vel

 
Þetta síðastnefnda kemur nokkuð við sögu í skýrslu Assembly of European Regions sem út kom í maí og varð mér efni í tvær bloggfærslur.

En það er þetta með ef og hefði:
"Ef ESB þróast í rétta átt gæti það aukið ..." og "Ef þeir sem starfa og þekkja til á vettvangi ...gæti það orðið Íslendingum í hag varðandi sjávarútvegsmálin."

Eins og þú segir er ESB enn í mótun. Eigum við ekki bara að leyfa því að mótast? Á meðan Norðmenn og Færeyingar eru rólegir utan þess, liggur okkur þá nokkuð á? Sambandið gæti nefnilega þróast í ranga átt!

Hinn pólitíski samruni er staðreynd og mikið er ég hræddur um að kúrsinn sem sambandið tekur verði ekki ákveðinn með fámenna fiskveiðiþjóð í huga.  

Haraldur Hansson, 16.6.2009 kl. 12:05

13 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Haraldur, þetta er síðbúið svar sökum anna við annað.

Ég geri mér grein fyrir því að öll þessi gagnrýnisatriði sem ég nefndi geta verið notuð sem mótrök gegn aðild.

Það er auðvelt að hæðast að sambandinu og margt má þar nefna.

En hver er hinn kosturinn?

Takk fyrir málefnalegt innlegg.

Þorri Almennings Forni Loftski, 18.6.2009 kl. 09:50

14 Smámynd: Haraldur Hansson

Þorri: Það er útaf fyrir sig skrýtið að andstæðingar ESB eru alltaf rukkaðir um svar við "hvað á að koma í staðinn?", eða hver sé "hinn kosturinn" eins og þú orðar það. Það sem ég sé er þetta:

  • Að við njótum þess að eiga yfir meiri auðlindum að ráða en aðra Evrópuþjóðir. Vatn, fiskur og orka þýðir að "auðlindastuðull" er hér hærri á hvern íbúa en annars staðar í álfunni. Miklu hærri. Sem þýðir að við erum rík, þrátt fyrir allt.
  • Að við njótum þess að hér er mannauður meiri en í nokkru öðru Evrópulandi. Og ég er alls ekki að segja að við séum betri eða merkilegri en annað fólk, heldur aðeins að tala um það sem mæla má með statistikk og liggur óvefengjanlega fyrir; s.s. aldurssamsetning, fæðingartíðni og þátttaka á atvinnumarkaði.
  • Að við njótum þess að hér verður aldurssamsetning hagstæð um fyrirsjáanlega framtíð, ólíkt flestum hinum grónu Evrópuþjóðum þar sem æ minni hluti þjóðarinnar stendur undir skatttekjum og rekstri samfélagsins.
  • Að við njótum þess að geta gert frjálsa samninga við önnur ríki frekar en að einangra Ísland innan tollmúra ESB. Vöxturinn á næstu áratugum verður ekki þar. Dæmi um slíka samninga eru fríverslunarsamningur við Kanada, sem tekur gildi eftir 13 daga og viðræður við Kínverja, sem eru að þeirra frumkvæði. Innan ESB höfum við ekki heimild til slíks.
  • Að við virkjum þá auðlind sem í sjálfstæðinu býr, til að lyfta Grettistaki. Það var gert þegar fámennasta og fátækasta þjóð Evrópu stofnaði lýðveldi á Þingvöllum. Þessi auðlind skapaði líka þann mátt sem þurfti þegar glímt var við hrun síldarstofnsins og barist fyrir landhelginni. Það þarf að leysa þann mátt úr læðingi.

Með því að losna við þrælslund og ótta gagnvart þeim stóru er hægt að yfirstíga ótrúlegustu hindranir. Landhelgisdeilan og löndunarbann Breta 1975 er dæmi um það.

Mesta hættan núna er að hættuleg þrælslund verði til þess að leggja IceSave drápsklyfjar á þjóðina sem mun gera allt erfitt á komandi árum, hvaða leið sem valin verður. Fyrsta skrefið er að koma í veg fyrir það. Bíta síðan á jaxlinn og vera óhrædd við að halda áfram; fámenn, frjáls og fullvalda.

Takk sömuleiðis, fyrir málefnaleg skoðanaskipti.

Haraldur Hansson, 18.6.2009 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband