Æska landsins er mikilvægari en Icesave

Samtök Fullveldissinna lýsa yfir andstöðu við fyrirliggjandi Icesave-samninga og lýsa undrun sinni á tilraunum ríkisstjórnarinnar til að hræða almenning og Alþingi með áróðri um einangrun þjóðarinnar frá alþjóðasamfélaginu verði samningarnir ekki samþykktir.

Samtök Fullveldissinna minna á skyldur ríkisstjórnar og Alþingis við æsku landsins og hvetur þingmenn til að minnast loforða sinna um að standa með þjóðinni í endurreisn landsins. Það er ekki gert með auknum skuldbindingum sem geta vegið að afkomu allra þegna hennar til frambúðar.

Alþingi ber skylda til að standa á rétti Íslands í Icesave-málinu og láta fara fram ítarlega úttekt á þeim þjóðréttarlegu atriðum sem það varðar. Í núverandi gerð stenst samningurinn ekki lög og milliríkjasamninga. Ákvæði EES samningsins og lög um Tryggingarsjóð Innstæðueigenda undanskilja ábyrgð ríkisins, sbr álit Ríkisendurskoðunar.

Sjá ályktunina í heild ásamt greinargerð: http://l-listinn.blog.is/users/a6/l-listinn/files/yfirlysing_25_06_2009.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þessu algerlega/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.6.2009 kl. 10:08

2 identicon

Félagi Bjarni !

 Enn erum við sammála ! - Skyldir ??!

 Samþykkt Icesave yrði mesta afsal íslensks STJÓRNSÝSLUVALDS í hendur annarra þjóða, frá því heimastjórnin kom árið 1904.

 Flestum hugsandi mönnum ber saman um, að samþykkt Icesave - eins og samningurinn er í dag - sé hænufeti frá að vera LANDRÁÐ, þ.e. að svíkja þjóðina undir erlend yfirráð.

 Þingmenn sem samþykkja, yrðu á mörkum að verða kallaðir LANDRÁÐAMENN !!

 Þennan " Versalasamning" verður þjóðin að hindra.

 Gleymum ekki að VARNARÞING íslenska ríkisins er á Íslandi - staðsett í Reykjavík !

 Næstu vikur, örlaríkustu tímar Íslandssögunnar frá því 1262 !

 Íslendingar vilja áfram vera sjálfstæðir - ekki kúaðir þrælar fyrrverandi nýlenduvelda !

 Eða sem Rómverjar sögðu: " Homo sui iuris" - þ.e. "Sjálfstæðir einstaklingar". !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband